Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 Eftir öll mögru árin er ekki óeðlilegt að salan aukist á ný: Án stöðugleika er ekki hægt að gera áætlanir Gísli Guðmundsson, forstjóri B&L: Kannski kemur meiri stööugleiki meö ECU-myntinni. DV-mynd E.ÓI. „Mín tilfmning er sú að nú sé stefnan upp á við aftur og aukin eft- irspurn eftir vörum og vinnuafli og nýjum bílum líka,“ segir Gísli Guð- mundsson, forstjóri B&L. „Það er líka tími til kominn. Eftir þessi stóru ár, 1986-8, þegar voru fluttir inn 55 þúsund bílar, komu mögur ár svo það er ekkert óeðlilegt að salan aukist aftur. Þegar maður var strák- ur að stífla bæjarlækinn varð straumurinn því meiri sem stíflan var orðin hærri þegar hún loks brast. Þetta er svipað lögmál. Hins vegar eru það vonbrigði að efsti vörugjaldsflokkurinn skuli ekki hafa verið lækkaður því að mnflutningur bíla sem fellur undir hann er hvort sem er svo lítill að ég held að ríkið væri ekki að tapa neinu þar, jafnvel heldur ná meiru því það eru náttúrlega margar fjöl- skyldur sem þurfa stærri bíla og að- stæður hér á landi þannig að þær kalla á stærri bíla. Það er slæmt að þetta skyldi ekki vera gert, eins og búið var að gefa í skyn að verða myndi. Sá óljósi ádráttur varð til þess að sú litla sala sem var í þess- um flokki stöðvaðist alveg því menn biðu eftir breytingunum. Það var í rauninni verra að vera nokkuð að gefa undir fótinn með þetta. Það versta er að vera alltaf að breyta gjöldum þannig að engin festa verður í stjórnsýslunni. Án stöðugleika er ekki hægt að gera neinar áætlanir en þær eru aftur undirstaða allrar velmegunar. Eðlilegast fyndist mér að vöru- gjaldið væri aðeins eitt fyrir alla bíla. Ríkisvaldið fengi sjálfkrafa meira inn af dýrari bílunum." Vörugjaldið leggst þyngra á ódýrari bílinn - Nú hefur maður heyrt það sjón- armið að vörugjaldið komi í raun verst niður á ódýrustu bílunum þar sem það er lagt á brúttóverð ásamt flutningsgjaldi. „Flutningskostnaðurinn er náttúrlega miklu meiri þáttur í verði ódýrari bílanna. Það er lítið dýrara að flytja BMW yfir hafið en Twingo svo að vörugjaldið leggst með tiltölulega meiri þunga á ódýr- ari bílinn." - Dísilgjaldið er líka til umræðu, að mér heyrist núna meira en oft áður. „Það er talað um að lita olíuna fyrir þá sem nota hana á annað en bíla. Það eru ekki nema um 20% sem myndu nota ólitaða olíu en þau eiga að borga litunina fyrir hin 80 prósentin. Mér skilst að búnaðurinn til litunar kosti eitthvað um 500 milljónir svo það virðist vera nokk- uð erfitt í framkvæmd. Ég hef víða farið erlendis og víðast hvar kostar dísilolían nokkurn veginn það sama og bensínið." - Nú er Ladan dottin út í bili. „Já. Ég veit ekki hver framtíðin verður þar. Þeir hafa átt í viðræð- um við ýmsa risa í bílaframleiðslu um samvinnu en ekkert komið út úr þvi enn þá.“ - Hyundai er aftur á móti frá Kóreu og þar hafa gengið yfir mikl- ar fjármálaþrengingar. Snertir það ykkur? „Nei, það snertir okkur ekki. Það voru vangaveltur í blöðum um að þegar gengi gjaldmiðla ýmissa Asíu- þjóða féll verulega myndu bílarnir lækka. En það hafði engin áhrif þar sem að við kaupum bílana fyrir Evópumynt. Ég veit með Kóreu- mennina að þeir eru fullir af áhuga, berja í borðið og eru ekki að gefast upp. Ég er sannfærður um að þeir vinna sig út úr þessu á skemmri tíma en nokkurn órar.“ - Nú er Hekla líka farin að selja Hyundai, að vísu aðeins Hyundai- jeppa. „Já. Við skoðuðum nú þessa verk- smiðju fyrir þremur árum, þar sem þeir framleiða gamla gerð af Mitsubishi Pajero-jeppum. Við töld- um þá að þessir bílar væru of gam- aldags fyrir hinn þróaða íslenska jeppamarkað." Er ekki að „gefa" Rover - Þú nefndir Evrópugjaldmiðla. Hinir bilarnir, sem þú selur, eru í Evrópumynt lika. Það er hagstætt núna að versla fyrir franska franka en varla fyrir þýsk mörk eða bresk pund. „Nei, en svona er lífið. Æskileg- ast væri að þetta væri stöðugt því annars þarf alltaf að vera að semja upp á nýtt. Kannski verður í fram- tíðinni, þegar við fáum Evrópu- myntina ECU, meiri stöðugleiki." - Nú segja keppinautar þínir að þú sért að gefa Rover-bilana miðað við það sem þeir ættu að kosta eftir gengi breska pundsins. „Það er náttúrlega fjarstæða. En vafalaust myndum við selja fleiri bíla ef gengið væri hagstæðara. Hins vegar er það ánægjulegt ef keppinautar okkar telja Rover-bíl- ana hjá okkur á svo góðu verði að það jafngildi gjöf.“ Margir nýir bílar að koma - Hvað er nýtt fram undan hjá ykkur? „Það er nú sitt af hverju tagi. Við erum að fá nýjan sendi- og fjölnota- bíl frá Hyundai sem heitir H-l. Hann er til af tveimur lengdum, sendibíll og smárúta, dísil og bensín og verður líka til fjórhjóladrifinn. Við fáum líka lítinn Hyundai sem heitir Atos og er minni en Accent- inn. Frá BMW kemur glænýr þrist- ur, mjög fallegur. Freelanderinn frá Rover er skammt undan og frá Renault kemur Kangoo og nýr Clio. Við getum með sanni sagt að það séu breyttir tímar hjá okkur. Lengi framan af vorum við með rússneska bíla eins og Lödu, með kannski ein- hverjar fjórar gerðir. Nú erum við með fjóra framleiðendur og kannski allt upp undir þrjátiu mismunandi týpur frá hverjum, þegar allt er tínt til.“ S.H.H. Fróðleikskorn: Framhjóladrif Langflestir nýir bílar í dag eru með vélina að framan og fram- hjóladrif. Vélin liggur þá nánast ofan á framöxlinum en í sumum tilfellum rétt fyrir framan hann eða aftan. Vélarnar geta hvort sem er ver- ið þverstæðar eða langstæðar. Kostir: Góðir aksturseiginleikar. Bíllinn er síður næmur fyrir hliðar- vindi. Góð nýting á innanrými. Gallar: Hætta á að kippir komi í stýri við snögga aflaukningu frá vél. Minna veggrip drifhjóla þegar snöggt er gefið inn og í akstri upp bratta brekku. Minni hæfni til að draga kerrur eða húsvagna. Hálka getur aukið þessa galla. Vél að aftan í nokkrum tilfellum hafa bílaframleiðendur valið að hafa vélina að aftan og drifkrafturinn er þá einnig á afturhjólin. Dæmi um slíka bíla er gamla VW-bjallan, sportbílar Porsche og eins voru minni bílar Fiat með þetta drifform um árabil. Kostir: Engin áhrif frá vél á stýri. Ódýrara í framleiðslu. Góður þungi á drifhjól. Gallar: Ekki eins góðir aksturseiginleikar. Bílar eru næmari fyrir hliðarvindi. Minna farangursrými. Nýr hugmyndabíll smíðaður í Ástralíu: Byrjað á öfugum enda - enginn bílaframleiðandi kom að hönnun eða smíði Hugmyndabílar eru áberandi á bílasýningum og á dögunum var einn slíkur frumsýndur í Ástralíu. Það sem var óvenjulegt við þenn- an nýja bíl er að ekkert bílafyrir- tæki kom að smíði hans og það var raunar byrjað á öfugum enda við smíðina því fyrst var þúsundum af einstökum hlutum safnað saman og síðan búinn til bíll. Alls komu 130 fyrirtæki að smíði bílsins sem fengið hefur heitið „Ax- cess Australia" en í honum endur- speglast tækniþekking Ástrala á ýmsum sviðum, allt frá leðuriðnaði, rafeindatækni og sólarorkusellum að ýmsum gerviefnum sem gera bíl- inn léttari og ódýrari. Bíllinn er fyllilega ökuhæfur í dag og það er hægt að stjóma honum með mannsröddinni einni ef þörf er á. Mörg þeirra fyrirtækja sem komu að smíði Axcess smíða í dag hluti fyrir Ford, Toyota, Mitsubishi og Holden í Ástralíu, hluti sem þessir bílaframleiðendur nota til smiði bíla sinna. Útkoman er skemmtilegur og snaggaralegur smábíll sem jafn- framt því að vera framúrstefnuleg- ur er eins og hver annar bíll í dag hvað varðar aksturseiginleika. Bíllinn er með fjórar hurðir sem opnast líkt og skeljar, fjórum góðum sætum og glerþaki með innbyggð- um sólarorkusellum. Við smiði bílsins eru notuð efni á borð við magnesíum, ál og kolþráða- efni ásamt háþróaðri raddstýrðri rafeindatækni. Líklega kemur þessi bíll aldrei í fjöldaframleiðslu, enda eins gott því það kostaði um 900 milljónir króna að smíða þennan eina bíl. Byggt á Reuter Miðjumótor Margir sportbílaframleiðendur hafa valið þá leið að hafa vélina hvorki að framan né að aftan en setja hana í miðjan bílinn. Vélin er þá höfð rétt fyrir framan afturöxulinn og getur ýmist verið þverstæð eða langstæð. Kostir: Óhemjunákvæmir í stýri. Mjög góð dreifmg á þyngd á öll hjól. Hægt að nýta aksturseiginleika til fulls ef ökumaöur hefur næga reynslu. Gallar: Svo hvikur í stýri að óvanir eru fljótir að missa stjórn á bíln- um ef þeir gæta ekki að sér. Mjög léleg nýting á innanrými. Mikill há- vaði inni í bílnum. Vont að komast að vélinni. Þýskaland: Þjófavömin virkar vel minna en á árinu 1996. Þar með komst tala stolinna bíla aftur niður fyrir 100.000 frá árinu 1991. Metár í bilþjófnuðum í Þýska- landi var á árinu 1993 en þá voru það um 144.000 bílar sem hurfu úr vörslu eigenda sinna. Það er sífellt erfiðara, einkum í Þýskalandi, að vera bílþjófur. Þar er endumýjun bílaflotans mun hraðari en hér á landi og þegar bílar byrj- uðu að koma með þjófavöm sem staðalbúnað, sem gerði það að verk- um að það var alls ekki hægt að gangsetja bílinn nema að hafa til þess réttan lykil, á áranum 1993 og 1994, var strax hægt að sjá mikinn samdrátt í bílþjófnuðum og hann heldur enn áfram. Á árinu 1997 var alls stolið 95.300 bílum í Þýskalandi sem er 14%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.