Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 34
48 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 fjí/ar Rafmagnsstrætó sem gengur fyrir efnahverfii: Kemst 250 km á einni áfyllingu Mercedes Benz er einn þeirra framleiðenda sem lagt hefur mikla vinnu í að þróa efnahverf- il/orkusellur sem ganga fyrir vetni til að knýja bíla og koma þannig til móts við kröfur um minni mengun af samgöngum. MB hefur búið til strætisvagn sem gengur eingöngu fyrir þessari orku og kallar bílinn NEBUS, sem þrátt fyrir þýskt þjóð- ‘emi framleiðandans er stytting á ensku orðunum New Electric Bus - nýr rafmagnsstrætó. NEBUS hefur þegar hlotið blessun þýsku skoðun- arstofhunarinnar TiiV (Technische tiberwachung Vereimmg) og verð- ur á næstu misserum prófaður til hins ítrasta til að komast að því hvemig þessi búnaður stendur sig í daglegu brúki til lengri tima litið. Að sögn Klaus-Dieter Vöhringer, framkvæmdastjóra rannsókna- og tæknisviðs Mercedes Benz, hefur orkusellutæknin þróast mun hrað- ar en gert hafði verið ráð fyrir. Hann bendir á að þegar fyrsti MB- bíllinn knúinn þessari tækni kom fram árið 1994, sendibíll af gerðinni MB 100, hafi hann verið svo troð- fullur af tækninni sjálfri að það gerði ekki betur en ökumaður og einn farþegi kæmust fyrir auk hennar. Þetta var NECAR 1. Árið 1996 kynnti MB NECAR II, sendibíl af V-klassa. Þá var kraftur efna- hverfilsins miðað við eigin þyngd bílsins fimm sinnum meiri en í NECAR I, en samt komst búnaður- inn fyrir undir aftursætisbekknum í bílnum. Hann tók líka sex farþega auk ökumanns og gat ekið 250 km á hleðslunni. "Mengar alls ekkert í þessum tveimur fyrstu NE-bílum beindist þróunarstarfið að þvi að auka kraft sem hlutfall af þyngd bílsins. Síð- an hefur það beinst að því að auka aflið sem slikt. I sendibílunum var aflið 50 kílóvött - 68 hestöfl. í strætó er það 340 hestöfl - 250 kílóvött. Engu að síður skilar það þremur meginkostum efna- hverfilsins: 1. Tæki sem ganga fyrir efnahverfli skila engum eitruðum útblæstri. Þegar súrefhi og vatnsefni eru leidd saman í efhahverflinum með sérstökum hætti myndast rafmagn ásamt vatni og hita, sem vélin gefur frá sér sem vatnsgufu. í sprengihreyflum myndast orkan með háum hita en hér myndast orkan við lágan hita þannig að ekkert níturoxíð myndast. 2. Orkunýting alls drifbúnaðarins er mun hærri en þegar sprengihreyfill er notaður, eða 30% móti 20%. 3. Efnahverfillinn er fullkomlega hljóðlátur þar sem í honum verður engin sprenging og ekkert í efnaferlinu veldur hávaða. svokallaða dauðavigt: hlutfalliö milli eigin þyngdar og flutningsgetu í far- þegafjölda. I fullsetnum strætó þarf um 100 kg af farartæki fyrir hvem farþega; í lestum helmingi meira. Svo kann að fara að mengunarleysi orkusellunnar/efnahverfilsins verði það sem úrslitum ræður í þessu efni. Mercedes Benz hefur ásamt kanadísk- um samstarfsaðila sinum, Ballard Power System, lagt 150 milljónir marka í að þróa þessa aðferð til að knýja bíla. Klaus-Dieter Vöhringer, framkvæmdastjóri rannsókna- og tæknisviðs Mercedes Benz, segir að aldamótaárið 2000 verði komin niður- staða í hvort efhahverfillinn eigi í raun og veru framtíð fyrir sér. Hann segir að hreinar rannsóknir á honum séu nú að baki og nú sé raunveruleg þróun að taka við. „Ef til vill era ekki nema fáir áratugir þar til efnahverfill- inn verður helsti orkugjafinn í sam- göngum okkar,“ segir hann. (Úr Mercedes Magazine) ofan á? Orkusellunum er staflaö þar sem vél og girkassi eru í strætisvögnum með hefðbundnum orkugjöfum. 150 kw. af 250 kw. alls, tæplega 205 hö af 340, fara beint til að knýja vagninn. Það er álíka og í dísilknúnum strætisvögnum. Mengunarleysi - 0-mengun - er hátt á óskalista stórborganna, bæði ráðamanna og íbúanna. Rafknúnar lestir, ofanjarðar eða neðan, þar með taldir sporvagnar, eru mikils metnar af því þær menga ekki þar sem þær fara um. Mengun af orkuframleiðslu handa þeim fer fram þar sem viðkom- andi raforkuver standa. Þetta meta yf- irvöld mikils. Þýska ríkisstjómin taldi t.a.m. ómaksins vert að leggja 15 milljarða þýskra marka til sam- gangna af þessu tagi árið 1996. Hins vegar er teina- og orkuflutn- ingskerfi þessara samgöngutækja ásamt rekstri þess mjög dýrt. Hver farþegakílómetri kostar t.d. 0,36 þýsk mörk í dísilknúnum strætó en 1,20 mörk í lest eða sporvagni. Endanleg umhverfismengun er mjög svipuð, hvort sem í hlut eiga almennings- vagnar með sprengihreyfli eða teina- bundin rafknúin samgöngutæki, því rafmagnið þarf að framleiða með kol- um, olíu eða kjamorku. Lestimar em líka mun óhagstæðari hvað snertir snertir er þetta viðráðanlegt þannig að áfyllingin dugar til 250 km akst- urs og það sleppur fyrir venjulega dagsnotkun á strætisvagni og síðan er ráðrúm til að fylla þá á heima- stöð til notkunar næsta dag. Fyrir annars konar ökutæki em tæknimenn MB að vinna að því að búa vetnið til í bílnum sjálfum. Vetniö er fyrirferðarmikið og krefst vandaðra geyma. Ein áfylling á geymaröð NEBUS, sex brúsa sem komið er fyrir uppi á bílnum aftan- verðum, dugar til 250 km aksturs. NEBUS - nýr strætisvagn frá Benz sem gengur fyrir vetni og útblásturinn er gufa og ekkert annað. Jafngildi menaunar- lausra farartækja En ekki er nú sopið kálið þótt í ausuna sé komið. Vetnið er miklu dýrara en hefðbundið eldsneyti. Vetnisstöðvar eru ekki á hverju strái eins og bensín- og dísilolíu- stöðvar. Efnahverflarnir krefjast fyrirferðarmikilla vetnisgeyma og þeir þurfa að þola mikinn þrýsting, þannig að þeir era þungir. Sérstak- an búnað þarf til að dæla vetninu á geymana. Hvað tilraunavagna MB Heppilegasta efnið til þess er nú talið vera metangas. Það er auðvelt að framleiða því það myndast við rotnun lífrænna efha, eins og m.a. sannast í sorpbirgðum Sorpu í Álfs- nesi. Það er tiltölulega auðvelt að koma því á geyma í bílum en geym- amir þurfa þó að vera töluvert stærri en t.a.m. bensín- eða dísilol- íugeymar til að gefa sambærilega orku. I framhaldsrotnun metangass framleiðist vetni og koltvísýringur, en hann er margfaldlega miklu minni en sá sem framleiðist við bruna í hefðbundnum sprengi- hreyfli. í þessu ferli myndast heldur ekkert níturoxíð, brennisteinsoxíð né kolvatnsefni þannig að orkusell- ur knúnar af metangasi era í þeirri kröfuhörðu Kaliforníu flokkaðar sem Jafngildi mengunarlausra far- artækja" (equivalent zero-emission vehicles). Sumir þýða þetta sem „0- mengun“. (Endursagt úr Mercedes Mag- azine, 4/97) Almenningsbílar mun ódýrari en lestar og sporvagnar: Verflur efnahverfillinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.