Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1998 Fréttir Sigurður Arngrímsson sendi i gær kröfugerð til írlands um skaðabætur: Fer fram á milljarð - Jósafat bróðir hans upplýsir DV um innbrotsbeiðni íra sem sænskt ráðuneyti féllst á Sigurður Arngrimsson, skipstjóri og guðfræðingur, segist ætla að fara fram á að írska ríkið greiði honum rúman milljarð króna í skaðabætur fyrir ólöglega meðferð á sér - gæslu- varðhald, farbann og margar ólög- legar stjómvaldsaðgerðir. Hann fer fram á rúmlega eitt þúsund milljón- ir króna fyrir brot gegn honum sjálfum en um 115 milljónir fyrir íjárhagslegan skaða sem hlaust af kyrrsetningu skips hans í kjölfar þess að hann og 5 aðrir menn voru grunaðir um aðild að tilraun til kókaínsmygls til írlands í nóvember 1996. Sakamál var höfðað gegn Sig- urði og hefur hann verið sýknaður af sakargiftum. DV náði í gær sambandi við Jósa- fat Arngrímsson, bróður Sigurðar, sem er búsettur á írlandi. Hann var einn þeirra sem var hnepptur í gæsluvarðhald í nóvember 1996 en var sleppt mjög fljótlega. Hann er Sigurði innan handar við mála- reksturinn. . „Sigurður gerir sér það ljóst að hann er með allt írska ríkisbáknið á móti sér,“ sagði Jósafat. „Hann hef- ur þennan íslenska kjark sem hann heíúr meðfæddan eins og öll þjóð- arsálin en það er ekki hægt að reka Fyrrum sparisjóðsstjóri: Dæmdur í eins árs fangelsi fyrir fjárdrátt - í Hæstarétti í gær Hæstiréttur dæmdi í gær Þorkel Guðfinnsson, fyrrverandi spari- sjóðsstjóra við Sparisjóð Þórshatnar og nágrennis, í 12 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt. Ákærði var dæmdur fyrir að draga sér tæpar sex og hálfa miiijón króna af fé sparisjóðsins og við- skiptamanna hans á árunum 1991 til 1995. í dómi Hæstaréttar segir að við ákvörðun refsingar verði litið til þess að brot ákærða eru mörg og ffamin á löngum tíma. Einnig hafl ákæröi leynt brotum sínum með margháttuðum útfærslum. Þá verði að hafa í huga að um er að ræða háar fjárhæðir sem ákærði hefúr ekki endurgreitt nema að litlu leyti. Hæstiréttur féllst á meö héraðs- dómi að refsingu skyldi ákveöa með hliðsjón af því aö ákærði gerðist sekur um stórfellda misnotkun á stöðu sinni sem sparisjóösstjóri og brot á trúnaði við stjóm sjóðsins og viöskiptamenn hans. Hæstiréttur staðfesti ákvæði hér- aðsdóms um sakarkostnaö. Ákærði var dæmdur til aö greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin saksóknaralaun í ríkissjóð og málsvamarlaun veijanda síns, sam- tals 120 þúsund krónur. Hæstaréttardómaramir Garðar Gíslason, Amljótur Bjömsson og Markús Sigurbjömsson dæmdu í málinu. -RR Sigurður Arngrímsson. Jósafat Arngrímsson. mál á því eingöngu í írlandi. Við munum athuga málarekstur en Sig- urður einn tekur lokaákvörðun um slíkt. Lögfræðingur hans er harð- ákveðinn í að láta íra ekki komast upp með þetta,“ sagði Jósafat. Hann sagði að Sigurður mundi þurfa að leggja fram háa tryggingu gegn þvi að hann greiddi fyrir málarekstur sinn gegn írska ríkinu ytra. írar sendu „innbrotsmann" til Svíþjóðar Jósafat segir framkomu írskra og sænskra yfirvalda gegn Sigurði bróður sínum mjög alvarlega. „Þegar Sigurður fékk heimild til að fara ffá írlandi 23. júní í fyrra fór lögmaður hans á lögreglustöðina og bað um vegabréf og lykla að íbúö- inni hans í Malmö. Þá var sagt að lyklamir væru ekki þar,“ sagði Jósafat. „Það var sagt að lyklamir væru í vörslu lögreglunnar í Malmö. Nú hefur komið á daginn að lyklarnir voru afhentir manni sem var sendur héðan frá írlandi til að bijótast inn í íbúð Sigurðar. Þetta er stórkostlega alvarlegt. Það má enginn hrófla við munum sem til- heyra gæsluvarðhaldsúrskurði," sagði Jósafat. Jósafat sagði að Sigurður væri með mikilvæg gögn undir höndum: „Hann er með bréfaskriftir milli utanríkisráðherra Svíþjóðar til sak- sóknara í Stokkhólmi. Hann er lika með bréf frá saksóknaranum til sak- sóknara í Malmö. Þar er vísað til þess að einn æðsti starfsmaður í ut- anríkisráðuneytinu í Svíþjóð gefi heimild til að brjótast inn í íbúð Sig- urðar í Malmö. Þetta er allt gert sam- kvæmt beiðni frá írska saksóknaran- um,“ sagði Jósafat Arngrímsson. Varðandi málarekstur sagði Jósa- fat að hvert skref yrði þaulhugsað. „Sumir segja: „Ruglaðu mig ekki með staðreyndum - ég hef þegar tekið ákvörðun." Þetta er öfugt hjá okkur. Við biðjum fyrst um rök og tökum svo ákvörðun um hvemig við höldum á málinu," sagði Jósafat Amgrímsson. -Ótt Margaret A. Cotter, lögfræðingur hjá bandaríska dómsmálaráöuneytinu, ásamt Michael Hammer, fulltrúa sendiráðs Bandarfkjanna, áttu fund með starfsmönnum dómsmála- og utanríkisráðuneytis í gær. DV-mynd Hilmar Þór Lögfræðingur bandaríska dómsmálaráðuneytisins: Framsals Hanes ekki krafist Máli Hanes-hjónanna er lokið af háifú bandarískra airíkisyfirvalda og því verða hjónin að semja beint við yf- irvöld í Arizonaríki um hvemig skuli staðið að máli þeirra kjósi þau að fara til Bandríkjanna eða verður gert að fara héðan. Þetta var niðurstaða fund- ar sem fúlltrúar dómsmálaráðuneytis, utanríkisráðuneytis og ríkissaksókn- ara áttu með lögfræðingi bandaríska dómsmálaráðuneytisins í gær. Hanes-hjónin fóra fram á það í gær við ríkislögreglustjóra að þeim yrði veitt dvalarleyfi hér á landi, þar sem þeim hefði ekki tekist að fá nein svör viö fyrirspumum sínum hjá yfirvöld- um i Arizona. Þau eiga yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir mannrán - fyrir að hafa flust með dótturdóttur Connie Hanes til íslands eftir að forræði yfir henni hafði verið dæmt af þeim. Kom til að ræða Hanes-málið Aö sögn Stefáns Eiríkssonar, lög- fræðings í dómsmálaráðuneytinu, var Hanes-málið tilefhi þess að bandarísk stjómvöld sendu fúlltrúa sinn hingað til lands. Margaret A. Cotter, lögfræð- ingur í bandaríska dómsmálaráðu- neytinu, sagði fundinn í gær hafa ver- ið mjög árangursríkan. „Við vorum mjög ánægð með fúnd- inn. Við ræddum meðal annars um samskipti þjóðanna og þær reglur sem gilda þeirra á milli um framsal. Og að sjálfsögðu ræddum við um mál- efni Hanes-hjónanna,“ sagði Cotter. „Hæstiréttur íslands hefur staðfest að skilyrði fyrir framsali hjónanna héð- an séu ekki fullnægjandi og banda- rísk stjómvöld virða þann dóm. Við fórum því ekki fram á framsal þeirra og Hanes-hjónin verða að semja beint við yfirvöld í Arizona um hvemig skuli staöið að máli þeirra." -Sól. Keikó til EskiQarðar: Kjöraðstæður fyrlr Keikó DY Eskilirði: „í Eskifirði era kjöraðstæður fyrir háhyminginn Keikó því óvíða er sjó- gangur og hreyfing sjávar minni en í firðinum. Koma Keikós hefúr verið lengi í deiglunni eða frá 1993. Aöilar, tengdir verkefninu, hafa heimsótt Eskifjörð 3-4 sinnum til að athuga stöðu málsins," sagði Amgrímur Blöndahl, bæjarstjóri á Eskifirði, í samtali við DV. „Ef leyfi fæst fyrir komu Keikós verður hann fyrst um sinn í kví inni á Eskifirði, skammt frá bænum, en verður síðan fluttur til sinna fyrri heimkynna rétt utan bæjarins. Koma hans mun auka ferðamannastraum til Eskifjarðar til mikilla muna, skapa allt að 15 störf og koma íslandi á kort- ið, sérstaklega hjá bömum og ung- mennum," sagði Amgrímur. Eskfirð- ingar era mjög samstiga um að fá Keikó heim. Ef af verður er spuming hvort Eskifjörður hefúr tök á að annast hinn aukna ferðamannastraum sem af því hlytist. Ferðamenn myndu ef- laust dreifast á firðina í kring og upp á Hérað. Áhrifanna myndi raunar gæta á öllu landinu. Sveinn Sigurbjamason, formaður Ferðamálaráðs Eskifjarðar, telur að koma Keikós myndi hafa gífurleg áhrif á ferðmannaþjónustuna í land- inu. Það hálfa væri jafnvel nóg en vel yrði að standa að málum. Keikó varð frægur um allan heim í kvikmynd Wamer Brothers sem Arngrímur Sveinn Blöndahl. Sigurbjarnason. nefndist Free Willy. Eftir það vora stofriuð samtök um að koma háhym- ingum til fyrri heimkynna við ísland. WB styrktu samtökin - létu 4 milljón- ir dollara af hendi rakna. Ef af verður að Keikó komi er besti tíminn að hausti til því þá er hitastig sjávar hæst. -ÞH/-sm Stuttar fréttir i>v Fleygur milli A-flokka Ágúst Einars- son segir stjóm- arflokkana grípa veiðilejfagjalds- tiilögu Alþýðu- bandalagsins á lofti til að reka fleyg milli A- flokkanna. Steingrímur J. Sigfússon, Alþýðu- bandalagi, segir að skoðun Ágústs lýsi öfund jafnaðarmanna. Laugaveginum lokað Laugaveginum verður lokað frá og með mánudeginum fram í miðj- an júlí milli Barónsstígs og Frakka- stígs vegna endurbóta á götunni. Morgunblaðið segir frá. Sjöfh ofan á Sjöfn Ingólfsdóttir sigraði í for- mannskjöri í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Hún fékk 54,73% atkvæða en mótframbjóðandinn, Grét- ar Jón Magnússon, 41,12%. ViUa hlífa Saddam Framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins lýsir andstöðu við stefnu ríkisstjómarinnar í íraks- málum. Stjómin segir að ríkis- stjómin heflii átt að mótmæla fyrir- huguðum loftárásum Bandaríkja- manna á írak en ekki að lofa Banda- ríkjunum aðstöðu til þess á Kefla- víkurflugvelli. Veiðar á eyðijörðum Guðmundur Bjarnason land- búnaðarráð- lierra ætlar að leyfa skotveiðar á eyðijörðum ríkisins. Skot- veiðimenn seni lengi hafa sóst eftir þessu fagna ákvörðun ráðherra. Vegmálið til heimamanna Umhverfisráðherra hefúr vísað ákvörðun um nýja Borgarfjarðar- braut til heimamanna á ný. Tveir valkostir sem skipulagsstjóri hafi samþykkt séu viðunandi og verði þeir að velja í milli. Jón Kjartans- son á Stóra-Kroppi segir málið aftur á byijunarreit og hann muni hætta búskap á jörð sinni. Karianefnd ánægð Karlanefnd Jafhréttisráðs er ánægð með nýgenginn hæstarétt- ardóm um rétt föður til að fá greitt fæðingarorlof í tvær vikur. Sérframboð Hafnarfjarðarkratar hafa ákveð- ið að bjóða ffarn eigin lista fyrir sveitarstjómarkosningamar f vor. Sameiginlegt vinstra ffamboð er því úr sögunni í bænum. Ekkí í leynireglu Minnihluti allsheijamefndar hef- ur gert breytingartillögu við ffum- varp til nýrra laga um dómstóla. I henni felst að dómarar megi ekki vera í leynifelögum eins og Frímúr- arareglunni. Kaupir í Skagstrendingi Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur keypt 22% hlut í út- gerðarfélaginu Skagstrendingi fyrir 370 millj- ónir. Gengi hlutabréfanna var 6,31. Finn- bogi Jónsson, forstjóri Síld- arvinnslunnar, segir við Morgun- blaðið að Sildarvinnslan eigi rækjukvóta en Skagstrendingur nýlega rækjuverksmiðju. Allt í mínus Gengi allra helstu gjaldmiðla Asíu féll í nótt. Ringit í Malasíu féil um 1,34%, rúpía í Indónesíu um 2,22%, bat í Taílandi um 0,89%, pesi á Fil- ippseyjum um 0,70%, Singapúrdollar um 0,67%, Taívandollar um 0,20 og kóreskt vonn um 1,52%. Á sjö manna fúndi asískra fjármálaráðherra og bankamanna í London um helgina er búist við því að þrýst verði á Japana að taka virkari þátt í slagnum gegn efnahagskreppunni í Asíu. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.