Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1998 Fréttir Dreifibréf veldur usla: Hatur ríkjandi - segir Björn S. Pálsson Sá hiti sem verið hefur í sjálf- stæðismönnum í Hveragerði undan- farin misseri vegna innbyrðisdeilna og klofnings minnkaði ekki nú í vikunni þegar nafnlaust dreifibréf var sent inn á öll heimili í bænum. Þar er staðhæft að samningar liggi fyrir milli Sogns, þar sem ósakhæf- ir einstaklingar hafa vistast, og Dvalarheimilisins Áss um að „ósak- hæfir afbrotamenn" eigi að vistast á elliheimilinu til reynslu. Gísli Páll Pálsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti Bæjarmálafélagsins, er jafn- framt framkvæmdastjóri Dvalar- heimilisins Áss og segir hann í við- tali við DV að hann hafi rökstuddan grun um að bréfið sé komið frá for- svarsmönnum Sjálfstæðisfélagsins Ingólfs. Tengir Gísli bréfið öðrrnn nafnlausum bréfúm sem send hafa verið fjölskyldu hans. En þessi bréf eru ekki þau einu sinnar tegundar því fyrir um ári var Áma Guðlaugs- syni bæjarverkstjóra sent bréf þar sem veist v£ir að Gísla Páli og Ein- ari Mathiesen bæjarstjóra. Glaðvakandi og Velvakandi Bréfið til Áma var undirritað af „Glaðvakanda" en undir bréfið nú ritar „Velvakandi". Ámi tók við starfi sem bæjarverkstjóri af Bimi S. Pálssyni, formanni Sjáifstæðisfé- lagsins Ingólfs, en Bimi var sagt upp störfum bæjarverkstjóra nokkm eftir að Gísli Páll og fyrrum bæjarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins höfðu gengið til meirihlutasam- starfs viö H-listann undir merkjum Bæjarmálafélagsins. Bjöm S. hefur lýst uppsögn sinni sem „hefndaráð- stöfun" fyrram félaga sinna en þeir halda því hins vegar fram að þar hafi verið um hagræðingarráðstöf- un að ræða sem hafi verið löngu ákveðin. Árni Guðlaugsson staðfesti að honum hefði borist bréf af þessu tagi en vildi að öðra leyti ekki tjá sig um málið. Bréfið frá samherjum Gísla? Bjöm S. Pálsson neitaði því að Sjálfstæðisfélagið Ingólfur stæði að baki því dreiflbréfi sem sent var í Gfsli Páll Pálsson. þessari viku. „Ég lít ekki á þetta sem flokkspólitískt mál. Þessi ásök- un Gísla að bréfiö sé frá Sjálfstæðis- félaginu Ingólfi er afskaplega dapur- leg og lýsir kannski best manninum sjálfum. Hitt er Ijóst að þaö hefur einhver skrifað það sem er mjög mikiö niöri fyrir. Og Gísli á sér fleiri andstæðinga en Sjálfstæðisfé- lagið Ingólf. Þetta gæti allt eins ver- ið komið frá einhverjum í sam- starfsflokkum hans í bæjarstjóm. En það vita hins vegar allir íbúar hér í Hveragerði, ég sem aðrir, að það sem stendur í fyrri hluta bréfs- ins (þar sem segir að margir vist- menn Dvalarheimilisins Áss eigi við geðræn vandamál að stríða og valsi um götur og hafl áreitt böm og unglinga, innsk. blm.) er ekkert annað en sannleikur. Þetta fólk er búið að vera hér í 30 ár og þaö hef- ur gengið á ýmsu. Þetta fólk, sem haldið er niðri á lyfjum, kemur jafn- vel hingaö inn á Hótel Örk og er að fá sér í glas og er með raddaskap." - Og hvað vilt þú gera við því sem stjómmálamaður í Hverageröi? „Mér finnst allt f lagi að það verði skoðað á hvaða nótum þetta er. Þetta er rekið sem dvalarheimili fyrir aldraða og hvað er stór hluti þar geðsjúklingar?" Björn S. Pálsson. - Og hvað vilt þú láta gera í því? „Ja, ég er ekkert að ásaka þetta dvalarheimili á neinn hátt og vil ekki fara að ræða þetta mál á for- sendum þessa bréfs,“ sagði Bjöm. Hatur ríkjandi - Þú sagðir, Bjöm, í samtali við fréttaritara DV aö staðhæfmgar um samkomulag milli Sogns og Áss, sem fram koma í dreiflbréfinu, væra komnar frá starfsmönnum Sogns. Yfirlæknir þar hafl geflð í skyn að samkomulag lægi fyrir. Hvað áttu við? „Ég sagði henni að ég hefði heyrt þessa sögu í haust eða vetur eins og margir Hvergerðingar, því þá fór Dreiflbréf það sem sent var öllum Hvergerðingum nú á miðvikudag hefur valdið reiði meðal bæjarbúa. Dreifibréfið hafði verið sent frá Reykjavík svo engin hætta væri á að sæist til þeirra sem vildu koma þessi saga af stað. Annars vil ég ekki ræða þetta frekar." - En hvemig stendur á því að pólitíkin hér í Hveragerði er svona hatrömm? „Ég vil ekki meina að þetta dreifi- bréf hafl neitt með flokkspólitík að gera. En pólitíkin er hatrömm að því leytinu til að hér hefur verið helvítis hatur. Hér er búið að vera að stinga menn í bakið aftur og aft- ur. Það var gerö stjómarbylting á miðju kjörtímabilinu og hatrið á rætur að rekja þangað." Studdi Ingólfur meirihlu- tann? En það hafa verið aðrar hreyfmg- ar í stjómmálum í Hveragerði ný- verið. Alda Andrésdóttir, ein þeirra bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem myndaði nýjan meirihluta und- ir merkjum Bæjarmálafélagsins, gekk fyrir um þremur vikum aftur í Sjálfsstæðisfélagið Ingólf. Hefur Gísli Páll sagt að hann líti á hana sem eina fulltrúa minnihlutans í bæjarstjóm í dag. Björn tók undir þaö og sagði að Alda væri nú full- trúi Sjálfstæöisfélagsins Ingólfs í bæjarstjóm. Alda samþykkti hins vegar framlagða fjárhagsáætlun meirihlutans á fnnmtudag í siðustu viku. - Má þá líta svo á, Björn, að Sjálf- stæðisfélagið Ingólfur hafi verið að samþykkja fjárhagsáætlun Bæjar- málafélagsins og H-listans? „Nei, þessi umskipti era nú svo nýskeð.“ því í dreifingu. Þeir bæjarbúar sem DV náði tali af í gær vora á einu máli um efni þess og var m.a. haft á orði aö þessi uppákoma væri hneisa fyrir bæjarfélagið. Nú hafa „óháðir" bæjarbúar hafið undirskriftasöfnun Um endurkomu Öldu sagði Bjöm „hún sér eftir að hafa farið út í þetta og það hafa verið mistök." - Mun Sjálfstæðisfélagið Ingólfur fara þess á leit við Öldu að hún taki sæti á lista? „Ég vil ekki tjá mig um það,“ sagði Bjöm. Framsókn úr H-lista Aðrar fréttir úr háhitapólitíkinni í Hveragerði era aö Framsóknar- flokkurinn hefur ákveðið að standa ekki að H-listanum í komandi kosn- ingum heldur bjóða fram í eigin nafni. Egill Gústafsson, formaður Framsóknarfélagsins i Hveragerði, sagði að ástæðan væri fyrst og fremst sú að flokkurinn vildi láta fara fram liðskönnun. „Við höfum ekki boðið fram í nafni Framsókn- arflokksins síðan 1982 og höfúm ver- ið í H-listanum síðan 1986. Það sam- starf hefur gengið vel og við erum ekki að útiloka frekara samstarf við sömu aðila þó það verði þá fulltrúar Framsóknarflokksins sem koma að því.“ Uppstillingamefnd er að störf- um og það er ljóst að Runólfur Þór Jónsson mun ekki verða efsti mað- ur á lista. „Hann verður á listanum en getur ekki af persónulegum ástæöum verið þar í forystu. En við vonumst eftir að fá tvo menn kosna," sagði Egill. Þá er ljóst að Hjörtur Már Bene- diktsson, fúlltrúi óháðra á H-listan- um, mun ekki gefa kost á sér í bæj- arstjómarkosningunum. -phh í bænum til að mótmæla vinnu- brögðum af þessu tagi. Hér á eftir fara viðbrögö nokkurra íbúa Hvera- gerðis sem DV hitti á förnum vegi í gær. -phh Sýður á Hvergerðingum Fáránlegt „Mér flnnst þetta bréf fáránlegt og held að öllum frnnist það. Ég vildi ekki fá þetta fólk í bæinn ef satt væri. Annars er póli- tíkin hér í Hveragerði þannig að það er best að vera ekkert að gefa upp skoðanir sínar í þeim efnurn," sagði Þóra Gísladóttir, af- greiðslustúlka í Hveragerði. Skítkast og lygi „Þetta dreifibréf er fyrir neðan allar hellur, skítkast, uppspuni og lygi. Það ríkir almenn reiöi héma í bæn- um út af þessu. Ég veit ekki um neinn sem ekki er reiður út af þessu," sagði Unnur Ingvadóttir i Hveragerði. Vitleysa „Ég fleygði þessu bara í ruslið undir- eins. Ég ansa ekki svona vitleysu," sagði Elín Kjartans- dóttir í Hveragerði. Lágkúru- legt „Það eina sem ég vil segja um þetta er að mér fmnst þetta lágkúrulegt. Ég efast um að þetta eigi við nein rök að styðjast," sagði Steinar Hilm- arsson í Hvera- gerði. HVERGERÐINGAR - ÖLFUSINGAR ER EKKI NÓG KO.MIÐ Dvalarhcimilið Ás, sem á sínum tíma var sett á stofn sem heimili fyrir aldraða hefur um margra ára skeiö hýst fólk á ölium aldri ekki cingöngu gamalt fólk og hafa margir vistmenn sem hér hafa dvalið verið með geðræn vandamál. Sumir af þcssu fólki hcfur valsað hér um götur bæjarins og hafa íbúar Hveragerðis látið það óáfalið þrátt fyrir að vitað sé að börn og ungllngar hafa orðið fyrir árciti frá þessu fólki. Hins vcgar hcfur nú verið upplýst að fyrir lyggi samkomulag á milli Dvalarheimilisins Ás og Sogns, sem er stofnun fyrirósakhæfa afbrotamenn, um að Dvalarhcimilið Ás taki að sér að hýsa hér í Hveragerði fólk sem útskrifaðist til reyns|u frá Sogni. Hvað á þessi starfsemi skylt við dvalarheimili fyrir aldraða. Þykir bæjarbúum það verjandi að hér verði vistaðir á Dvalarheimilinu Ás, ósakhæfír afbrotamenn á reynslulausn. Vclvakandi veit að nú þegar hafa nokkrar fjölskyldur ákveðið að flytja burt úr Hveragerði vegna þessa undarlega máls. Er ekki rétt að bæjarstjórn Ilveragerðis grípi nú þegar inn í þettað mál. VELVAKANDI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.