Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1998 15 í sökn fyrir unga fólkið „Lög um bann viö áfengisauglýsingum eru þverbrotin og af hinu opin- bera látiö átölulaust," segir Árni m.a. í grein sinni. Við íslendingar erum að mörgu leyti gæfusöm þjóð. Framtiðin er björt og margt ungt og efnilegt fólk er að stíga sín fyrstu spor út í lífiö. Víða má sjá mikla grósku ungs fólks. Menningar- og fé- lagsstarfsemi grunn- og framhaldsskólanema er í miklum blóma. íþrótta- starfsemi unglinga er í stöðugri sókn. Félags- starfsemi eins og skáta- starf er i stöðugum vexti. Ungt fólk er sem sagt mjög virkt í menningar-, félags- og íþróttastarfi, bæði hvað varðar þátt- töku í félögum og á eigin vegum. Fjölmiðlar hafa í seinni tíð sýnt þessum málum aukna og verðskuldaða athygli, t.d. með umfjöllun um unglingahljóm- sveitir, íþróttir unglinga og leiklist- arstarfsemi framhaldsskólanna, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Skólamál í brennidepli í landinu hefur verið þjóðarsátt um að búa ungu fólki sem besta að- stöðu til uppbyggilegs menningar- og tómstundastarfs. Sveitarstjómar- menn og sveitarstjómir víða um land hafa lagt í auknum mæli áherslu á stuðning við víðtækt og Qölbreytt æskulýðs- og íþróttastarf í við- komandi sveitarfé- lögum. Skólamál munu verða í brennidepli næstu árin og hið ágæta innra starf skólanna mun stöðugt verða betra og betra. Alþingi íslendinga hefúr staðið að tölvuvert víðtækri löggjöf um vemd barna og unglinga. í sem stystu máli þá hefur í öllum meg- inatriðum verið sátt í þjóðfélaginu um að gefa æskunni frið til að þroskast á sínum eigin for- sendum. Auglýsingabann þverbrotiö Lög um bann við tóbaksauglýs- ingum er liður i vernd barna og unglinga. Það sama á við um ákvæði um sölu tóbaks. Lög um bann við áfengis- auglýsingum era að sjálfsögðu af sama meiði. Hvað varðar bann við tóbaks- auglýsingum þá hefur það verið þokkalega virt hingað til. Sam- kvæmt ítrekuðum könnunum í Hafnarfirði hafa kaupmenn í nán- ast 80-90% tiifella virt lög um bann við sölu tóbaks til unglinga undir 18 ára aldri að vettugi. Þessar lé- legu niðurstöður hafa orðið mönn- um tilefni til að efasetja allar hug- myndir hagsmunaaðila um breytt sölufyrirkomulag á áfengi. Lög um bann við áfengisauglýs- ingum eru þverbrotin og af hinu opinbera látið átölulaust. Dugleysi framkvæmdavaldsins í málinu er orðið þess eðlis að hagsmunaaðilar era nánast hættir að reyna að fara í kringum lögin og auglýsa óhindr- að, til dæmis í tengslum við íþrótta- kappleiki, bæði með sjónvarpsaug- lýsingum í leikhléum og veggspjöld- um í íþróttahúsum. Það að einstök íþróttafélög skuli láta glepjast af þessu og taka þátt í því er því mið- ur að verða nokkur blettur á ann- ars verulega góðu starfi íþrótta- hreyfingarinnar. Forvarnir verða ekki stundaðar með bjórdollu í annarri hendinni. Ýmsir hagsmunaaðilar hafa sams konar umbúðir um bjór og lét- töl sem hlýtur að teljast vafasamt. Viðskiptavinurinn, ef við viljum nálgast málið frá þeirri hlið, á vissulega rétt á því að þessar ólíku vörutegvmdir séu vel aðgreindar. Mjólk og léttmjólk era sem dæmi í gerólíkum umbúðum. Af þessum sökum mætti t.d. út frá neytenda- sjónarmiðum setja reglugerð er kveði á um að umbúðir séu afger- andi ólíkar eftir vörutegundum. Hver veit nema að hagsmunaaðilar mundu þá jafnvel hætta að auglýsa ilifáanlegan óáfengan bjór. Hiutskipti strútsins? íslensk ungmenni eiga ekkert annað skilið en að njóta vafans í þessum málum ef einhver er. Tóbak og áfengi era viðkæm og vandmeð- farin vara á sama hátt og t.d. lyf. Af þessum sökum gilda sérstök lög í landinu. íslensk ungmenni eiga allan rétt á að þau séu virt og það er skylda okkar að stuðla að því að það sé gert. Það verður því að teljast ömur- legt ef stjórnvöld ætla í þessu máli að velja sér hlutskipti strútsins með höfuðið í sandinum í stað þess aö ganga fram fyrir skjöldu og standa vörð um velferð æskunnar í landinu í þeirri víðtæku samstöðu sem ríkir í þjóðfélaginu um að tryggja börnum og unglingum vemd. Ámi Guðmundsson Kjallarinn Árni Guðmundsson æskulýös- og tómstundafulltrúi „íslensk ungmenni eiga ekkert annað skilið en að njóta vafans í þessum málum ef einhver er. Tó- bak og áfengi eru viðkvæm og vandmeðfarin vara á sama hátt og t.d. lyf. Af þessum sökum gilda sérstök lög í iandinu.u Þegar þjóðskáld deyr Það hefur verið fróðlegt að fylgj- ast með viðbrögðum þjóðarinnar við því þegar þekktasti skáldjöfur hennar, hugsanlega að Snorra und- anskildum, kvaddi heiminn. Heim, sem hann á virkri skáldævi sinni var mjög meðvitaður um. Heim, sem á virkasta hluta skáldævi hans, var mjög meðvitaður um hann. Örlögin höguðu því svo að skáldjöfúrinn hlaut að eyða all- mörgum af síðari æviárum sínum lítt eða ómeðvitaður um heiminn, sem hrökk svolítið við, þegar hann kvaddi endanlega. Hvar er íslenska þjóðin? Fyrir okkur sem meðtókum Hall- dór Kiljan Laxness með móðurmjólkinni og vor- um hallir undir lífsskoð- anir hans, er óneitan- lega fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum þjóðar- innar nú þegar hann er allur. Allir æðstu valda- menn þjóðarinnar hafa látið í ljósi harm sinn vegna dauða þjóðskálds- ins og allir ritvargar þjóðarinnar hafa komið fram í fjölmiðlum, dag eftir dag, til að mæra hann og votta frammi fyrir alþjóð, hversu mikils þeir meti hann og hversu mikið þeir eigi honum að þakka. Þegar Halldór kom heim til ís- lands og færði þjóð sinni æðstu við- urkenningu sem rithöfundi getur hlotnast, nóbelsverðlaunin, kom þjóðin niður á Sprengisand til að fagna skáldi sínu og það voru for- setar Alþýðusambands íslands og Bandalags íslenskra listamanna sem ávörpuðu skáldið. Fylking valdsmanna var þunnskipuð og engin „Bermudaskái" var drukkin. Þegcu: nóbelsskáldið kvaddi þjóð sína að leiðarlokum í örmum katól- skrar kirkju, lét enginn valdsmað- ur með sjálfsvirðingu sig vanta, ekki heldur voru framherjar lista í landinu viðs fjarri. En hvar var al- þýða íslands? Væntanlega sitjandi gegnt sjónvarpsskjáunum til að sjá hvernig framámennirnir syrgja þjóðskáldið hennar. Sé snillingur annars vegar Hvað hefur breyst? í raun ekk- ert. Uppreisnargjamt skáld hefur, eins og svo mörg uppreisnar- gjöm skáld á undan honmn, gengið á vit óumflýjanlegra örlaga sinna. Ungt skáld sem segir þjóð sinni til synd- anna, telst í fyrstu vera ofláti. Ef boðskap- ur þess getur verið hættulegur valdinu er í einræðisrikjum reynt að þagga niður í því með valdi, en í lýðræð- isríkjum að þegja það í hel. Takist það ekki vegna þess að röddin er of skær eða boðskapurinn sem hún flytur er tímabær, er gjama gripið til þess ráðs að gera boðskapinn tortryggi- legan hjá almenningi. Ef snillingur er annars vegar, verður röddin ekki þögguð niður, en þá er komið að síð- asta úrræðinu: að gera skáld- ið að þjóðskáldi. Þegar skáld er orðið að þjóð- skáldi era verk þess ofurseld lærðum gagnrýnendum og rit- skýrendum, sem tæta þau sundur, lið fyrir lið, í lærðum bókmennta- ritum. Þar er megináhersla lögð á fagiufræðilega mælikvarða en reynt að drepa boð- skapnum á dreif og þá er tilganginum náð. Verkin era ekki lengur eign al- þýðunnar heldur menningarelítu. Þau era gefin út 1 skrautútgáfum til að prýða fagrar stássstofur. Helst þurfa bækurnar að vera svo skrautleg- ar að menn veigri sér við setja fmgrafór á þær. Þá er boðskapurinn vel varðveittur. Samhygðin Halldór Kiljan Lax- ness var mestur íslenskra skálda á þessari öld. Okkur sem höfum búið við skáldskap hans mestan hluta ævinnar og fengum notið boðskap- arins, án útvötnunar, hefur hann verið hluti af því að lifa. Samhygð- in, sem var inntakið í boðskap hans mun fylgja okkur að ævilok- um og vonandi enduróma í þeim sem við höfum reynt að leiöa gegn- um lífið. Skóhljóð hans var ekki alltaf létt. Þjóðin hrökk stundum viö þegar hann steig niður fæti og meðan íslensk menning lifir mun marka fyrir fótsporum hans. Ámi Bjömsson „Halldór Kifjan Laxness var mestur íslenskra skálda á þess- ari öld. Okkur sem höfum búið við skáldskap hans mestan hluta ævinnar og fengum notið boð- skaparins, án útvötnunar, hefur hann verið hluti afþví að lifa.u Kjallarinn Árni Björnsson læknir 1 IVIeð oj á móti l Bolludagurinn Lífgar upp á tilveruna Magnús Ólafsson lelkarl. „Mér finnst þetta góð og gild hefð sem lífgar upp á skamm- degið. Núna er fólk hins vegar farið að borða bollur helgina fyrir bolludag og jafnvel í vikunni fyrir bolludag. En það er nú bara eins og með allt sem við ís- lendingar ger- um, t.d. um jólin og pásk- ana, það þarf allt að vera svo stórt og mikið hjá okkur. Ég verð nú að viðurkenna að þetta er kannski komið út í öfg- ar en bolludagurinn er góður í hófi. Það er alveg nóg, finnst mér, að halda upp á bolludag- inn rétt um helgina og á jnánu- daginn en ekki að vera teygja hann fram í vikuna fýrir hinn eiginlega bolludag. Þaö er auðvitað ekki bara hefðin sem mælir með bolludeg- inum því vel bakaöar bollur eru mjög góöar. Ég tala nú ekki um heimabakaðar bollur. Ég kaupi ekki bakarísbollur heldur hef ég alltaf borðað heimabakaðar bollur, fyrst hjá mömmu og síð- an hjá konunni minni. Ég myndi því ekki fyrir nokkra muni vilja missa af bolludeginum en segi nú samt að allt sé best í hófi.“ Ótrúlega fitandi Bolludagurinn sem slíkur er í lagi, svo framarlega sem hann verður ekki að mörgum bollu- dögum, eins og bakarar leitast við að gera hann. Þessi hefð- bundna rjómabolla með öllu til- heyrandi inni- heldur hins vegar ótrúlega margar hita- einingar, eða um 400 til 500 BJörn Loifsson í World Class. hundruð talsins. Hún er þvi margra smjörstykkja virði af fitu. Það má þó minnka fitumagn- ið með því að nota jurtaís í stað rjóma og minna af sultu. Það tekur líka um tuttugu mínútur að hjóla þessar hita- einingar af sér ef hjólað er mjög þungt og eins hratt og hægt er á þessu álagi. 'WW Á bólludaginn er að sjálf- sögðu viðeígandi að hafa fisk- eða kjötbollur í matinn, helst að nota magurt hakk í bollurnar og steikja í lítilli fitu. Aðalatriðið er þó eins og alltaf að gæta hófs í neyslunni og borða rjómabollur aðeins á bolludaginn en ekki dagana á undan og eftir." -glm Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðiö nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.