Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Side 22
34 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1998 Fréttir Tlð innbrot í Hvalfjarðargöng - skemmdir unnar á lokunarbúnaöi DV, Akranesi: Starfsmenn Fossvirkis í Hval- ^ fjaröargöngum hafa ekki vinnu- frið vegna átroðnings fólks sem vill komast í gegnum göngin strax en eins og kunnugt er verður um- ferð ekki hleypt í gegn fyrr en 10. júlí. Sjúkraflutningar í bráðatil- fellum frá Akranesi til Reykjavík- ur er eina undantekningin sem gerð hefur verið. Dæmi eru um að fólk hafi brotist í gegn til þess að komast til Reykjavlkur. í báðum endum eru fjarstýrðar bómur og fólk hefur eyðilagt þær, í fjarveru starfsmanna Fossvirkis, til þess að komast í gegn. Nú hyggjast starfs- menn Fossvirkis taka alvarlega á málum enda mikil slysahætta þarna. Verið er að klára jarðvinnu í sunnanverðum göngunum, leggja dren og rafmagnskapla og smiðir eru að setja upp rafstöðvar. í norð- urhlutanum, sem búið er að mal- bika, er verið að klæða göngin að innan, loka fyrir leka og frost- klæða. Akranesmegin er verið að steypa skálann í gangamunnan- um. Um 100 manns vinna við göng- in sem áætlað er að verði tilbúin, eins og áður segir, 10. júlí í sumar. -DVÓ Unnið viö klæöningu í Hvalfjaröargöngum. Kvótanefndin: Ræddi við sjómenn Fulltrúar sjómanna gengu í vik- unni á fund kvótanefndarinnar sem á að finna sáttagrundvöll undir deilu sjómanna og útvegsmanna í tæka tíð áður en verkfall skellur á að nýju. Benedikt Valsson, framkvæmda- stjóri FFSÍ, sagði að nefndinni hefðu verið kynnt sjónarmið félags- manna, upplýsingar og afstaða sem allt væru þekktar stærðir. Hann sagði að ekki hefði verið boðað til nýs sérstaks fundar en væntanlega yrðu menn í sambandi eftir því sem starfi nefndarinnar miðar fram.-SÁ Kvótanefnd stjórnvalda: F.v. Jóhann Sigurjónsson sendiherra, Árni Kolbeinsson, ráöuneytisstjóri sjávarútvegsráöu- neytisins, og Ólafur Davíösson, ráöuneytisstjóri forsætisráöuneytisins. Hvalíj aröargöngin: Þýðingarmikil fyrir Snæfellsnesið - segir Guðjón Petersen, bæjarstjóri DV, Vesturlandi: „HvaLQaröargöngin munu hafa mikil og góð áhrif hjá þjónustufyrir- tækjum á Snæfellsnesi,“ segir Guð- jón Petersen, bæjarstjóri í Snæfells- bæ. „Það er reyndar svo að bættar samgöngur hafa ekki alltaf orðið til þess að íbúum fjölgi hér á landi en þó tel ég meiri líkur á því að göngin muni snúa þróuninni við hér á Snæ- fellsnesi. Fækkun í Snæfellsbæ á milli ár- anna 1996 og 1997 var 2,1%. Minni fækkun en árin á undan. Var 2,8 % árin 1995-1996 og yfir 3,0% árin 1994-1995, þannig að dregið hefur úr að fólk hafi flutt úr Snæfellsbæ. Ég lít svo á að með Hvalfjarðar- göngunum muni Snæfellsnesið, sem skíða- og útivistarparadís, svo ekki sé nú talað um þegar væntanlegur þjóðgarður kemur, gjörbreyta stöð- unni hvað varðar ferðamannaþjón- Guöjón bæjarstjóri. DV-mynd S ustuna. Þetta kippir Snæfellsnesinu klukkutíma nær aðalmarkaðssvæð- inu, bæði hvað varðar útlendinga og íslendinga. Ég held að Hvalfjarðar- göngin muni auðvelda mjög vöxtinn í þjónustugeiranum," sagði Guðjón Petersen. -DVÓ ■w 1. vinningur: Stafakarlarnir, gagnvirkur íslenskur tölvuleikur, ásamt barnabókinni Stafakarlarnir eftir Bergljótu Arnalds. Bjami Geir Guðjónsson nr. 7260 2-10 vinningur: Barnabókin Stafakarlarnir eftir Bergljótu Arnalds Sigvaldi Þorsteinsson Hólmfríður Helgadóttir Anna Lilja Gísladóttir Guðmunda Gunnarsdóttir Grétar Stefánsson Freydís Jóna Guðjónsdóttir Sunna Rut Garðarsdóttir Bima Dögg Bérgþórsdóttir Rannveig Haraldsdóttir nr. 12307 nr. 8892 nr. 01047 nr. 04876 nr. 6008 nr. 8754 nr. 11669 nr. 06420 nr. 03421 Sveitarfélögin í Eyjafirði: Miklar breytingar á næstu árum - segir bæjarstjórinn á Dalvík DV, Akureyri: „Það þarf einhvem meiri spá- mann en mig til að segja fyrir um hvenær öll sveitarfélögin við Eyja- fiörð verði sameinuð í eitt. Hitt get ég fullyrt að almennt hefur hugsunar- hátturinn gagnvart þessum málum gjörbreyst á undanfomum árum og togstreitan minnkaö," segir Rögn- valdur Skíði Friðbjömsson, bæjar- stjóri á Dalvík. Rögnvaldur Skíði nefnir sem dæmi hugmyndir sem eru ættaðar frá Ak- ureyri um sameiningu á Iðnþróunar- félagi Eyjafjarðar, skrifstofu atvinnu- mála og upplýsingamiðstöðvar ferða- mála fyrir öll sveitarfélögin í Eyja- firði. Sveitarfélögin hafa frest til 10. mars til að svara og segja álit sitt á þessum hugmyndum. „Ég á von á því að það muni koma jákvæð niðurstaða út úr þessari könnun og til stofnunar skrifstofunn- ar muni koma í apríl. Ég hef ekki heyrt annað en að menn séu jákvæð- ir fyrir þessu og þetta gangi í gegn. Sum sveitarfélaganna hafa staðið sameiginlega að Iðnþróunarfélagi og ferðamálamiðstöð og þetta er rökrétt framhald á því,“ segir Rögnvaldur. Aðilar í ferðaþjónustu hafa lýst efasemdum sínum varðandi þessa Rögnvaldur Skíöi Friöbjörnsson. sameiningu og telja að hlutur ferða- þjónustunnar muni þar verða fyrir borð borinn. Rögnvaldur segist telja þær efasemdir óþarfar enda sé hugs- unin sú að efla ferðamannaþjónust- una og það eigi ekki að draga úr fjár- magni til ferðaþjónustunnar sem hins vegar muni nýtast betur. „Það passar ekki lengur fyrir menn að vera að horfa til sérstöðu hvers og eins sveitarfélags og sér- staðan er lítil. Miðað við þróunina í dag eiga eftir að verða miklar breyt- ingar á næstu árum,“ segir Rögn- valdur. -gk Leiðrétt- ing Með ágætri mynd, sem tek- in er á Hvammstanga og birt- ist í DV 5. febr. sl., sést hvem- ig Minjasafn verslunar skemmdist er flutningabíll með fuilfermi af rækju rann stjómlaust á gamla pakkhúsið þar sem minjasafnið er til húsa. í örstuttum myndatexta gætir hins vegar missagnar þar sem segir „að safnið sé í pakkhúsi fyrrum verslunar Sigurðar Davíðssonar". Hér er hallað réttu máli. Hið rétta er að umrætt pakkhús var í eigu Verslunar Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga frá 1923 til 1988 er verslunarrekstrinum var hætt eða í 65 ár, en Versl. Sig- urðar Pálmasonar rak um- fangsmestu smásöluverslun og afurðarsölu í einkaeign sem um getur á Hvamms- tanga í samtals 74 ár, eða frá 1914 til 1988. Til fróðleiks fyr- ir þá sem áhuga hafa skal upplýst að umrætt pakkhús, sem nú hýsir Minjasafn versl- unar, var upphaflega um sl. aldamót í eigu danska kaup- mannsins R.P. Riis, síðan G. Gíslasonar & Hay og loks Kaupf. V-Húnvetninga sem seldi það Versl. Sigurðar Pálmasonar 1923.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.