Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Síða 32
44 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1998 I>1LF Ummæli Rökþrota dóms- málaráðherra „Ég hygg aö þessarar um- ræðu verði helst minnst fyrir dap- urlegan málflutn- ing rökþrota dómsmálaráð- herra, sem kaus að beita útúr- snúningum og fjalla hvergi málefnalega um alvarlegar staðreyndir þessa máls.“ Hrafn Jökulsson blaðamað- ur, um umræður á alþingi um Franklín Steiner, í Degi. Vitleysisgangur sjó- og útgerðarmanna „Mér finnst nóg að þurfa að fást við duttlunga loðnunnar, þótt ekki komi líka til vitleys- isgangurinn í þeim aöilum sem eiga að sjá um að veiða þetta." Þórður Jónsson, rekstarstjóri SR-mjöls, í DV. Mannlíf - efnahagslegt reiknisdæmi? „Aö hætta að nota íslensku er rökrétt fram- hald af þeirri römmu markaðs- hyggju sem nú ríður húsum og telur allt mann- líf einhvers konar efna- hagslegt reikn- isdæmi.“ Árni Bergmann rithöf- undur, í DV. Rugluðu viðhorf landsmanna „Það er ömurlegt til þess að vita að talsverður hópur í verkfræðingageiranum og póli- J tíkusar á atkvæðaveiðum skuli hafa ruglað viðhorf fullmargra landsmanna til þeirra verð- mæta sem gera þetta land aö sérstæðasta og ómengaðasta svæði á Vesturlöndum." Sigurlaugur Brynleifsson rit- höfundur, í Morgunblaðinu. Aldrei af okkur tekið „Ég fagna því að nokkru leyti að leikurinn sé endurtekinn vegna þess að fyrir valsmenn skiptir fjárhags- hliðin miklu meira máli heldur en t titillinn. Við erumbúnirað vinna hann, búnir að fagna honum og það verður aldrei af okkur tekið." Brynjar Harðarson, fyrrver- andi form. handknattleiks- deildar Vals. r»ro Utbreiðsla lang- og miðbylgjustöðva að degi til - miðað við góðan móttökustyrk, minni styrkur fjær - A. Vatnsendi (207 kHz, B. Skjaldarvík (738 kHz, 5 C. Eiðar (207 kHz, 20 kW) D. Höfn (666 kHz, 1 kW) E. Gufuskálar (189 kHz, 300 kW) F. Eiðar ný stöð (207 kHz, 100 kW) Stefán Hrafn Hagalín, umsjónarmaður Punktm.is.: Yinnan er stóra áhugamálið „Þetta er önnur þáttaröðin og það er hugur í Stöð 2 að halda þessu gangandi. Það voru 10 þættir í fyrri röðinni og nú er stefnt á alla vega 10 í viðbót. Þættirnir nú eru með tals- vert breyttu sniði en áður. Þeir verða fréttatengdari og ítarlegri en áður. Það eru færri viðtöl en þau verða skarpari og ítarlegri," segir Stefán Hrafn Hagalín, 26 ára um- sjónarmður íslensku þáttaraðarinn- ar Punktur.is., sem heldur áfram göngu sinni á Stöð 2. Fyrsti þáttur- inn í nýju þáttaröðinni verður nk. mánudagskvöld klukkan 22.05. „Ég beini sjónum að því sem helst er á döfinni i síbreytileg- um tölvuheiminum. Sér- stök áhersla verður lögð á fréttir af fólki, tölvum og Netinu. í fyrsta þætti verður m.a. fjallað um vafrastríðið mikla á milli Microsoft og Netscape. Þá verður sagt frá alls kyns verslun og við- skiptum á Netinu sem hafa stórauk- ist hér á landi undanfarin ár. Næg- ir þar að nefna smáauglýsingavefi og viðamikinn fasteignavef sem nýt- ur mikillar athygli. Það verður fjall- að um hvernig fólk getur á praktísk- an hátt náð miklu út úr Netinu og sparað sér sporin og tímann. Að auki kemur óvæntur gestur í þenn- an fyrsta þátt. í öðrum þætti ætla ég að fjalla um fjármálastarfsemi fyrir fólk, hvemig það getur notað sér banka, tryggingafélög o.fl. Það er að aukast mjög áhugi á tölvum. Ég held að það séu tölvur á helmingi heimila í landinu og um 70 prósent íslend- inga hafa aðgang að tölvum á heimili, skóla eða vinn- unni. Skoðanakönnun Gallups sýnir að 46 prósent íslendinga er með að- gang að Netinu. Þetta er hætt að vera einhver iðja fyrir sérvitringa með kókbotnagleraugu. Það em all- ir að nota þetta í dag. „Það var ánægja með áhorfið á fyrri þáttun- um. Nú er bjartsýni að auka það enn enda þættirnir nú á mjög góð- um tíma. Þeir verða nú á eftir X- Files og á undan seinni fréttum Stöðvar 2. Hver þáttur verð- ur endursýndur tvisvar í hverri viku,“ segir Stefán Hrafn. Hann er einnig rit- stjóri tímaritsins Tölvuheimur PC World Island. Tímaritið kemur út mánaðar- lega. Stefán Hrafn segir að það sé rekið i sam- starfi við fyrir- tæki sem heit- ir ITG og er stærsta út- gáfufyrir- tæki heims á sviði upp- lýsinga- tækni. Stefán Hrafn hefur unnið við blaðamennsku undanfarin 8 ár. Hann var fyrst á Alþýðublaðinu, bæði sem blaðamaður og frétta- stjóri. Síðar var hann ritstjóri á Helgarpóstinum. Stefán Hrafn á tvö börn, drengina Andra Má 8 ára og Jökul Starra 2ja ára. Sambýliskona Stefáns Hrafns er Arndís Kristjáns- dóttir en hún er verkefna- og þró- unarstjóri hjá netdeild Morgun- blaðsins. Aðspurður um áhugamálin segir Stefán Hrafn þau vera vinnuna, fjölskylduna og lestur góðra bóka. Vinnan er stóra áhugamálið auk fiölskyldunnar að sjálf- sögðu. Ég les griðarlega mikið og reyni að stela hluta nætur- innar til þess. Ég vildi geta komist oftar i bíó,“ segir Stefán Hrafn að lok- um. -RR Stefán Hrafn Hagalín. Maður dagsins Eggert Þorleifsson og Björn Ingi Hilmarsson í hlutverkum feðga í Feörum og sonum. Feður og synir - kynning á undan sýningu Leikfélag Reykjavíkur sýnir í kvöld á stóra sviði Borgarleik- hússim Feður og syni eftir ívan Túrgenjev. Áður en sýningin hefst mun Ingibjörg Hafstað bók- menntafræðingur kynna höfund- inn og sefia verkið í sögulegt sam- hengi á Leynibar Borgarleikhúss- ins. Kynningin hefst kl. 19 og er aðgangur ókeypis. Leikhús Feður og synir gerist í Rúss- landi um miðja nítjándu öld. Hinn ungi Arkadi kemur með skólafé- laga sinn, hinn bráðgáfaöa Basarov, á óðal fóður síns. Basarov gerir árangurslausar til- raunir til að vekja þessa rótgrónu og efnuðu fiölskyldu af óhaggan- legu andvaraleysi. En hann er kvalinn af togstreitu mikilla til- finninga og grípur til örþrifaráöa með skelfilegum afleiðingum. í hlutverkum í Feðrum og son- um eru Björn Ingi Hilmarsson, Eggert Þorleifsson, Guðlaug Elísa- bet Ólafsdóttir, Guðrún Ásmunds- dóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Pétur Einarsson, Sóley Elíasdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Leikstjóri er Alexsei Borodin og sá hann einnig um leikgerð. Bridge Sabine Auken tók ákvörðun sem reyndist ekki vel í viðureign henn- ar við Þröst Ingimarsson og Þórð Bjömsson, sigurvegara tvímenn- ings Bridgehátiðar. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og enginn á hættu: 4 Á109 4» ÁK653 •f DG * 1084 4 DG8 «4 G 4 ÁK9754 * ÁD2 4 5432 * D72 * 6 * G9763 Suður Vestur Norður Austur Þórður Jens Þröstur Sabine pass pass 1 dobl pass 1 4 p/h 4 K76 * 10984 * 10832 * K5 Stúlkur eru í miklum meiri- hluta keppenda. Úrslit í frístæl Úrslit íslandsmeistara- keppni unglinga í frjálsum dönsum (freestyle) fer fram í Tónabæ í kvöld kl. 20. Keppendur á aldrinum 13-17 ára alls staðar af land- inu munu berjast um ís- landsmeistaratitilinn. Mik- ill áhugi hefur verið fyrir Dans þessari keppni og era kepp- endur 120 talsins sem er metþátttaka. Til skemmtun- ar verður ýmislegt, meðal annars dansatriði frá Dans- skóla Jóns Péturs og Köru, mambókóngar frá Verslun- arskóla íslands, unglingar frá Aerobic Sport og sigur- vegarar frá því í fyrra. Danssýning í Kringlunni í dag verður þriðja hug- myndin í 20,02 hugmyndir, átaki ungs fólks gegn eitur- lyfium, sýnd gestum og gangandi í Kringlunni. Að þessu sinni eru það nem- endur úr Listdansskóla ís- lands sem sýna Gravity eft- ir Önnu Sigríði Guðnadótt- ur. Verkið verður sýnt á efri hæð Kringlunnar fyrir framan Hagkaup kl. 17. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2037: Sældarbrauð. CVhoP Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Flestir spilarar hefðu eflaust kos- ið að segja tvo tígla á hönd austurs en Sabine Auken ákvað frekar að dobla til úttektar. Jens Auken var i vanda staddur og hafði val um að segja tvo tígla eða einn spaða, sem hann og gerði. Dobl austurs lofar alla jafha 4 spilum í spaða og Jens taldi sig vera að segja sig inn í 4-3 samlegu í litnum. Eins spaða sögn austurs er tak- mörkuð í punkt- um (0-8 punktar) og Sabine taldi því litla ástæðu til að halda áfram í sögnum. Á þennan dramatíska hátt misstu þau hjónin af borðleggjandi fimm tígla samn- ingi og lentu i 8-3 samlegu í stað þess að spila á 6-4 samleguna. Þröst- ur og Þórður fengu 132 stig af 134 mögulegum fyrir að verjast í einum spaða. ísak Örn Sigurðsson Sabine Auken.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.