Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Blaðsíða 4
Nú getur þú
fengið góða sláttuvél
sem passar bæði fyrir
grasflötina og budduna!
Á kynningarverði - Takmarkað magn
Raser sláttuvélarnar eru hannaðar samkvæmt staðli Evrópusambandsins hvað öryggi
ima
og umhverfisáhrif varðar, með amerískan gæðamótor, samara - þú þarft ekki að raka-
og stillingu fyrir grashæð. Þær fást bæði raf- og bensíndrifnar í mörgum stærðum,
fyrir misstórar lóoir.
RASER 390 Rafmótor,
fyrir allt að 500 mz grasflöt.
Kynningarverð
15.200 kr.
RASER 350
Rafmótor, fyrir allt
að 400 m2 grasflöt.
Kynningarverð
11.600 kr.
RASER 484B
Bensínmótor,
fyrir allt
að 1200 m2
grasflöt.
Kynningarverð
24.900 kr.
RASER 534TRB
Með drifi,
bensínmótor,
fyrir allt að
2000 m2'grasflöt.
Kynningarverð
39.500 kr.
RASER
484TRB
Með drifi,
bensínmótor,
fyrir allt að
1400 m2
grasflöt.
Kynningarverð
34.500 kr.
RASER 430
Rafmótor, fyrir allt
að 600 m2 grasflöt.
Kynningarverð
22.800 kr.
ryrsti gamurmn kom i dag!
Fyrslir koma fyrstirfá!
RASERPAN
504TRB
Með drifi,
bensínmótor,
álhús, fyrir allt að
2000 m2 grasflöt.
Kynningarverð
52.900 kr.
garðsláttuvélar
með amerískum mótor
frá
RÁÐGJÖF
SÉRFRÆÐINGA
UM GARÐ-
OG GRÓÐURRÆKT
wk GROÐURVORUR
VERSLUN SÖLU FÉLAGS GARÐYRKJUMANNA
Smiðjuvegi 5, Kópavogi, sími: 554 3211
t
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1998
Fréttir
Tll skiptanna
Utanríkisráðherra Svíþjóðar í heimsókn:
Náin samskipti
eru mikilvæg
- sænska velferðarkerfið sterkara eftir niðurskurð
Umsjón: Reynir Traustason
Netfang: sandkom @ff. is
„Það er mjög gott og nauðsynlegt
að koma hingað í heimsókn. Með
því móti nær maður að kynnast
landinu betur og fær tækifæri til að
eiga innihaldsríkari samræður við
ráðamenn en oftast er tækifæri til á
alþjóðlegum fundum," sagði Lena
Hjelm Wallen, utanríkisráðherra
Svíþjóðar, við DV. Hún sagðist vera
komin hingað til viðræðna við Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráðherra
og væru málefni NATO, Evrópu-
sambandsins og norræn samvinna
efst á dagskrá.
Hún sagði norræna samvinnu
mikilvæga nú, á dögum aukinna al-
þjóðlegra samskipta, og samstaða
norrænu þjóðanna yki möguleikana
á að rödd þeirra og sjónarmið
kæmust á framfæri og hlytu eftir-
tekt. Það hefði m.a. annars komið í
ljós þegar Norðurlöndin mótmæltu
kjamorkusprengingum Indverja.
Lena sagði aö þau Halldór hefðu
rætt um samstarf þeirra Norður-
landa sem eru innan Evrópusam-
bandins og hvemig þau gætu að-
stoðað ísland og Noreg, sem stæðu
utan sambandsins, við samninga-
gerð og annað.
Aðspurð hvort sjálfstæði Svíþjóð-
sömu leið og Bretar og bíða og sjá í
nokkur ár.“ í haust verða kosning-
cir í Svíþjóð og sagðist Lena vera
bjartsýn fyrir hönd jafnaðarmanna.
Vinsældir þeirra hefðu dalað fyrir
nokkrum áram, þegar taka þurfti á
vandamálum velferðarkerfisins
með niðurskurði og aðhaldi. „Þriðja
hver króna sem fór út var tekin að
láni og það gekk ekki. Þessar að-
gerðir vora sársaukafullar en nú er
kerfið komið í jafnvægi og efnahags-
líf Svíþjóðar líka. Við getum því ein-
beitt okkur að uppbyggingu velferð-
arkerfisins á nýjan leik, en það er
skilvirkara keríi en var. Sveitarfé-
lögin hafa fengið meira fé á milli
handanna en bera á sama tíma
meiri ábyrgð á meðferð þess og
ákveðnum þáttum velferðarþjónust-
unnar sem áður var í höndum ríkis-
ins.“
Lena hefur komið alloft til ís-
lands og minntist þess þegar hún
heimsótti Vestmannaeyjar 1974, eft-
ir gosið. „Ég man eftir glóandi
hrauninu og svartri öskunni og í
gær fórum við í vélsleðaferð á snjó-
hvítan Vatnajökul. Andstæðumar
hér eru dásamlegar," sagði Lena
með bros á vör. -phh
Nú stendur yfir kvikmyndahá-
tíðin í Cannes. Meðal íslenskra
þátttakenda voru hjónin Guðný
Halldórsdóttir leikstjóri og Hall-
dór Þorgeirsson framleiðandi.
Ekki var utanförin
með öllu áfallalaus
því á Heathrow-
flugvelli týndist
allur farangur ís-
lendinganna.
Ferðafötin urðu
því að nægja og
, urðu víst nokkr-
ir hinna alþjóð-
legu gesta
skrýtnir á svip þegar íslend-
ingamir mættu í hin ýmsu boð á
dreifbýlistúttum og í lopapeysu,
eða þannig. Það var mikill léttir
þegar farangurinn skilaði sér loks
nokkrum dögum eftir að haldið
var utan og fólk fékk föt til skipt-
anna...
Átthagarnir kalla
í Reykjavík er haldið úti einu
öflugasta átthagafé-
lagi landsins, Ön-
firöingafélaginu.
Formaðurinn,
Björn Ingi
Bjarnason, er
vakinn og sofinn
yfir félagi sínu.
Nýlega kynnti
félagið þau
áform sín að
fjölmenna til Flateyrar og
halda heOagan sjómannadag með
þeim sem átthagana byggja. Málið
vatt upp á sig og á endanum þótti
heimamönnum sem þéttskipuð
dagskrá hinna brottfluttu væri til
þess fallin að ýta þeim út af svið-
inu með sina dagskrárliði. Stjórn
félagsins fann þann kulda sem af
heimaslóðum lagði og brá skjótt
við. Vesturförin vai- blásin af og
allir hvattir til að halda sjó-
mannadag hinna brottfluttu í
Kópavogi með öllu tilheyrandi...
Ut úr myndinni
Nú er orðið einsýnt að Rolling
Stones munu ekki kæta listahátíð-
argesti í Reykjavík með söng sín-
um og hljóðfæraslætti. Þær fregnir
bárust um heimsbyggðina á dög-
unum að hinn rómaði gítarleikari
Rollinganna, Keith
Richard, hefði farið
sér að voða á heim-
ili sínu í Connect-
icut og rifbeins-
brotnað. Öllu tón-
leikahaldi i sum-
ar mun því
seinka sem rif-
brotinu nemur.
Ólafur Helgi Kjart-
ansson, sýslumaður ísfirðinga, og
einn þekktasti aðdáandi Stones
hérlendis, er sagður fara með bæn-
ir i því skyni að brotið grói þann-
ig að Amsterdamhljómleikamir
standi svo sem áætlað var en hann
hefur sem kunnugt er bókað sig
þar á feraa tónleika ...
Lena Hjelm Wallen, utanríkisráðherra Svíþjóðar, kom í heimsókn hingað til
lands í vikunni til viðræðna við Halldór Ásgrímsson. Hún hitti forseta
íslands, Ólaf Ragnar Grimsson, á Bessastöðum á miðvikudag og
augljóslega fór vel á með þeim. DV-mynd EÓI.
ar hefði að einhverju leyti minnkað
við inngönguna i Evrópusambandið
sagði hún ljóst að í sameiginlegu
ferli ákvarðana heföu viðkomandi
lönd auðvitað áhrif hvert á annað.
Hún teldi hins vegar inngönguna
hafa orðið Svíþjóð til góðs. Hún
sagði Svía hins vegar taka sjálf-
stæða afstöðu til mála og það væri
t.d. stefna stjómvalda varðandi
evru-myntina að taka hana ekki
upp að sinni. „Við ætlum að fara
HM98*
vísir ""J TorsíðaTTl
www.visir.is
Oflugur
vefur um HM
í Frakklandi
í dag verður HM-vefur Vísis
opnaður á slóðinni www.hm98.is.
Á forsíðu HM-vefsins eru nýjustu
fréttir af undirbúningi þáttttöku-
liðanna á HM sem hefst í
Frakklandi 10. júní. Á undirsíðum
er hægt að nálgast upplýsingar um
liðin, riðlana, leiki, leikdaga,
leikmenn og ýmislegt fleira sem
tengist keppninni.
Á meðan á HM stendur verður
fylgst grannt með gangi mála og
möguleikar Netsins notaðir til að
skýra frá því sem fram fer með
nýjum og spennandi hætti.
Notendum vefsins gefst kostur á
margs konar þjónustu og geta tekið
þátt í leikjum sem tengjast HM.
íslenskar Getraunir eru
aðalstyrktaraðili HM-vefsins
www.hm98.is.
Hægt er að fara inn á HM-vefinn
af forsíðu Vísis á www.visir.is en
einnig að fara beint inn á HM
vefinn með því að slá inn
www.hm98.is. -hlh
Þungavigt
Völd og áhrif einstakra manna
liggja oft víða. Nýlegur samningur
um smíði á hafrann-
sóknaskipi varð til
þess að kunningi
sandkoma benti á
tengsl sem liggja
milli Hafró og
Chile. Sami mað-
ur er nefnilega
ræðismaður
Chile hérlendis
og stjórnarfor-
maður Hafró. Brynjólfur Bjarna-
son, framkvæmdastjóri Granda, er
umræddur áhrifamaður og skrítin
tilviljim að nýtt skip Hafró er í
smíðum í Chile og Kínverjar, sem
einnig vildu verkið, voru ekki
heimsóttir og komu ekki til álita...