Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Qupperneq 12
12
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1998
Spurningin
Lesendur
Hvert ferð þú helst til
að skemmta þér?
Elín Þóra Böðvarsdóttir leik-
skólakennari: Á Astro og Skugga-
bar.
Pálína Austfjörð húsmóðir: Kaffi
Akureyri.
Þóra Jónsdóttir, starfsm. Japis: Á
Skuggabarinn.
Marjón Sigmundsson verslunar-
stjóri: Á Skuggabarinn.
Erla Ragnarsdóttir nemi: Á
Glaumbar eða Astro.
Fangelsismálin
á íslandi
- stefna íslenskra stjórnvalda
Er ekki betra að leita fíkniefnanna áður en þau koma inn í fangelsin? spyr
bréfritari m.a. - Hundur nýttur við fíkniefnaleit.
Aðstandandi fanga skrifar:
Ég hef reynt að kryfja til mergjar
hvað liggur að baki stefnu stjóm-
valda í fangelsismálum hér á landi.
Enn þá hef ég ekki fundið viðhlít-
andi svör. Ég hefi spurt marga og
heldur ekki fengið nein svör hjá
þeim. Ég held því áfram að spyrja
og nú með nokkram línum til les-
endasiðu DV ef vera kynni aö augu
einhverra kynnu að opnast fyrir því
að breyting þarf að verða á málum.
Er stefnan sú að hafa aðeins lág-
marks læknis-, sálfræði- og geðheil-
brigðisþjónustu til staðar í fangels-
unum? Ér hún sú að halda áfram að
leita að fíkniefnum eftir að þau
koma í fangelsin og refsa síðan
þeim sem era þeim háðir og neyta
þeirra í fangelsunum? Er hún fólgin
í því að halda áfram að bæta á
ábyrgð fangavarða, auka álag þeirra
og krefjast aukinnar menntunar, en
halda samt áfram að borga sömu
lágu launin?
Ætla stjómvöld að halda því fram
að ástæðan fyrir því hve fáir era í
íslenskum fangelsum, miðað við
aðrar þjóðir, sé þeirri góðu stefnu
að þakka, sem rekin hefur verið
undanfarin ár, en ekki sú, að
ástandið í íslenska þjóöfélaginu sé
um margt mun betra en annars
staðar, og ekki „eins mikil þörf ‘ að
brjóta af sér til að lifa? - Og ætla
fjölmiðlar að láta þetta fram hjá sér
fara?
, Er ekki kominn tími til að breyta,
viðurkenna að þessi stefna er röng?
Því til sönnunar eru tvö sjálfsmorð
og ótal tilraunir til slíks í íslenskum
fangelsum. Er það ekki vænlegri
stefna að reyna að hjálpa þeim ólán-
sömu einstaklingum sem lenda í
fangelsi með því að sjá til þess að öll
nauösynleg þjónusta sé til staðar?
Er ekki betra aö leita fíkniefnanna
áður en þau koma inn í fangelsin og
hjálpa þeim sem eiga við fíkniefna-
vanda að stríða?
Er ekki kominn tími til að skipta
um stefnu, viðurkenna mistökin?
Halda þeirri reynslu sem komin er í
stétt fangavarða með því aö borga
mannsæmandi laun (eftir 20 ára
starf nær fastakaupið ekki 100 þús.
kr.), auka aöstoð við fanga með það
að markmiöi að vistin verði þeim til
góðs og geta þá sagt við alla sem
vilja vita: „Við rekum góða fangels-
isstefnu á íslandi".
Sjónvarpið og hin mörgu
andlit þess
Kristján H. skrifar:
Ástæðan fyrir því að ég sendi
þessar línur er sú að mig langar til
að fagna komu Elínar Hirst að
Sjónvarpinu.
Mér er ekki fært að kaupa áhorf
að Stöð 2, en er ákaflega þakklátur
fyrir að geta horft á fréttir óruglað-
ar. Mér hafa alltaf fundist fréttir á
Stöð 2 vera léttari og líílegri og bet-
ur fluttar en á Sjónvarpinu sem
hefur einkennst af einhvers konar
þyngslum. Ég held að Elín eigi eft-
ir að framkalla meiri léttleika þar.
En ekki má gleyma þeim stöllum
Jóhönnu, Katrínu og Emu, sem
era að mínu mati mjög frambæri-
legar á skjánum.
Ég get ekki skOið við fréttafólkið
án þess að minnast á Samúel Öm í
íþróttunum, en hann er hreint frá-
bær maðurinn sá, hraðmæltur en
skýrmæltur um leið.
Ég sakna Spaugstofumanna og
vO fá þá aftur, t.d. tvisvar í mán-
uði. Ekki sé ég eftir Dagsljósi.
Sumt var að vísu gott en meira lé-
legt. Síðasti þátturinn var t.d. öm-
urlegur. Hefði mátt feUa aUt niður
utan hlaup Ómars. í staðinn kysi
ég fréttaskýringaþætti og umræðu-
þátt í viku hverri. - Ég slæ botninn
í þetta með kveðju til „kvölddrottn-
ingar“ Sjónvarpsins, Ragnheiðar
Clausen.
KEA-veldið á fallanda fæti
Áml Ólafsson hringdi:
Ég las viðtal í Degi við nýjan
kaupfélagsstjóra hjá KEA á Akur-
eyri. í Degi daginn áður rakst ég á
opnuauglýsingu frá KEA. Það var
eiginlega hún sem kveikti í mér að
hringja. Auglýsingin var viðamikO
og kynnti helstu vöramerki KEA-
veldisins. Góð auglýsing svo langt
sem hún náði. En hún náði bara
ekki tU neytenda þvi það var ekkert
verð í henni að sjá. Þetta er úrelt
viðskiptaaðferð. Það er kannski
engin furða þótt KEA-veldið sé á
faUanda fæti ef svona hefur verið
hugsunarhátturinn hjá forráða-
mönnunum.
Það er því miður liðin sú tíð þeg-
________________________________ Sárt að sjá Kaupfélag Eyfiröinga á Akureyri fara sífellt niður á við, segir hér m.a.
ílí^MÆv þjónusta
allan
í síma
14 og 16
ar hinn vinsæli Jakob Frímannsson
var við stjómvölinn. Hann var einn
sá mesti og besti stjómandi stórfyr-
irtækis sem ég hef kynnst. Sann-
kaUaður „diplomat11 og hefði sómt
sér í hvaða stjómunarstöðu sem er.
Þetta er fortíðin. En það er okkur
sem búum hér norðaustanlands sárt
að sjá fyrirtæki eins og Kaupfélag
Eyfirðinga vera sífeUt að fara niður
hin síðari ár. Já, aUt frá því að Jak-
ob heitinn lét af störfum. Síðasti
kaupfélagsstjóri orðaði það svo að
starfið hefði verið krefjandi og virt-
ist hann feginn að losna úr stólnum.
- Það era breyttir tímar og kannski
ekki á færi nema sérstakra harð-
jaxla að axla ábyrgð forstjóra stórra
framleiðslu- og verslanakeðja. Og
ekki tekiö út meö sældinni. Þeir era
á feröinni nótt sem nýtan dag í þess
orðs fyllstu merkingu. Það sannast
hjá stóra verslunarmörkuðunum
syðra.
DV
Útlendinga
til hliðar
Hjörleifur hringdi:
Manni er farið að blöskra
hvemig íslenska stjórnkerfið er
niðurnjörvað í reglugerðum
þannig að engu verður hnikað tO
þegar og þótt nauðsyn sé á. Ég las
um mexíkósku konuna sem vOdi
fá starf við sitt hæfí hér á landi,
gift íslendingi og hvaðeina. Hún
er nú flúin af landi brott. Þetta er
ekki einstakt dæmi, þau eru orðin
fjölmörg. Mér finnst að taka eigi
tiUit til þess hvort fólk hefur góða
menntun eða ekki. Við getum vel
bætt við fólki hér, og eigum að
flytja inn fólk. En þaö má alls
ekki setja útlendinga tU hliðar,
vegna vansmíða á reglugerðum. (
Sterk og virt
lögregla
Sveinbjöm hringdi:
AUtaf eru að koma fréttir um
eitt og annað í embætti lögreglu-
stjórans í Peykjavík. í einn tíma
era það vanhöld á fikniefnum i
vörslu lögreglunnar, eða þá
meint samvinna við lögbrjóta
eins og títtnefndan Steiner í
fíkniefnamálinu stóra. Og núna
er það einhver svört skýrsla sem
sögð er upplýsa harða áfeUis-
dóma um störf lögregluembættis-
ins. Og svo er sjálfur lögreglu-
stjóri i veikindafríi fram á haust,
samkvæmt fréttum, en samt á i
hann að kynna sér skýrslu þessa.
Fyrr verður ekkert upplýst. Við
verðum að hafa sterka og virta
lögreglu, en svo virðist ekki vera,
því miður.
Vita menn
ekki um skatt- |
skylduna?
Ó.P.L. skrifar:
Það er eins og íslendingar komi
aUtaf af fjöllum þegar skattamál
koma tO umræðu. Þá spyrja menn
eins og kjánar: Nú, er þetta skatt-
skylt? Vita menn ekki um skatt-
skylduna? Þetta les maöur um sí
og æ og dæmi tekin hingað og i1
þangað um þjóðfélagið. Nú er rætt |
um að greiðslur úr verkfallssjóði
séu skattskyldar. Var einhver *
spurning um það? Og Kamtsjatka-
liðið segist eiga að fá undanþágu
frá skatti af dagpeningum. AUir
koma af fjöUum, nema skatturinn
sem segir að skatt eigi að greiða
af öUum tekjum. Dagpeningar og
verkfaUsbætur eru líka tekjur.
Nema hvað?
- „ <
Isolfur og pillan
Margrét hringdi: (
Fóstureyðingar eru dauöans
alvara, segir ísólfúr Gylfi Pálma-
son í grein í DV í dag (19. maí).
Ég er þessu fuUkomlega sam- ,
mála. Fóstureyðingar valda við-
varandi sáram, segir hann líka.
Hárrétt hjá honum. Þetta mál er
tímabært að ræða. Þökk sé ísólfi.
Hins vegar er ég ekki sammála (
því að dreifa eigi piUunni end-
urgjaldslaust tU kvenna á aldrin-
um 16 tU 20 ára. Enda er ísólfur (
því ekki hlynntur heldur. Kerfið
er nógu misnotað samt. Eigin
ábyrgð á lífi, limum og kynlifi er
lausnin.
Hærri vextir
eöa verðbætur?
íbúðarkaupandi hringdi:
Nú hefur OECD verið að benda
okkur íslendingum á aö hækka í
bara vextina tU að forðast verð- |
bólguhækkun. Þeir háu herrar
átta sig víst ekki á því að hér era
bæði háir vextir og verðbótaþátt-
ur, sem hvergi tíðkast í nálægum
löndum. Af tvennu Olu vOdi ég
þó fremur hærri vexti í bUi eöa
breytUega en þennan viður-
styggUega verðbótaþátt. - Ráða-
menn, takið nú verðbótaþáttinn ,
úr sambandi, í verðbólgulausu
landinu. Og jafiivel þótt verð- (
bólga væri einhver. I
i