Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Side 15
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1998 15 Kjallarmn Ármann Jakobssson íslenskufræðingur Konungur nokkur sagði: Ríkið, það er ég. Sú var tíð að sagt var frá þessu sem dæmi um ver- öld sem var, þá fjarlægu tíð þegar einn einstak- lingur var allt ríkið í eig- in persónu. Stundum er þó engu líkara en við séum samtíðarmenn Loðviks 14. því að opin- ber umræða árþúsunda- mótanna virðist hneigj- ast til að snúast jafnan um menn fremur en mál- efni. Persónugervingar Umræðunni á íslandi er stjómað af einsleitum hópi. Þegjandi samkomu- lag virðist ríkja meðal þeirra fáu sem hafa orðið rnn að viðtakendur boðskapar þeirra, all- ur almenningur, hafi ekki vilja eða getu til þess að skilja hug- myndir og hugsjónir. Þess vegna er öll umræða á íslandi um ein- staklinga en ekki hópa eða stefhu. Umræða um fríðindi fyrir- manna og meðferð opinbers fjár er áður en varir tekin að snúast um einstaklinga á borð við Jó- hönnu Sigurðardóttur og Sverri Hermannsson. Enginn botn fæst í hið raunverulega mál, hvort til sé forréttindastétt á íslandi sem ekki lýtur sömu lögum og almenningur og býr við lífskjör sem era svo frá- brugðin því sem venjulegt fólk þekkir að óhætt er að kalla hana „hina þjóðina." Eins er með stjómmálin. Aldrei er rætt um grundvaUarmálefnaá- greining vegna þess að oddvitar stjómmálaaflanna em orðnir að hálfgerðum kvikmyndastjömum. Kosningar í Þýskalandi em „ein- vígi“ miili Kohls og Schröders. Enginn spyr um stefnu Verka- mannaflokksins, aðeins um stjómunarstíl Tonys Blairs. Afleiðingar þessarar persónu- gervingar allrar umræðu eru í auknum mæli að koma í ljós. Hún getur leitt til þess að frambjóðend- „Eins er með stjórnmálin. - Aldrei er rætt um grundvallarmálefnaágreining vegna þess að oddvitar stjórnmála- aflanna eru orðnir að hálfgerðum kvikmyndastjörnum." ur sem hafa veika málefnastöðu eða hugsjónir sem falla kjósendum ekki nógu vel í geð og virðast vera að tapa kosn- ingum fari að reka áróður gegn öðmm einstak- lingum í framboði í von um að kosn- ingarbaráttan fari óðar að snúast um það - enda er það yfirleitt raun- in. Rógsherferöin Skýrt dæmi um rógsherferð af svipuðu tagi er umræðan um Bertolt Brecht. Mörgum er illa við þann komm- únisma sem hann fylgdi og þá hefst rógsherferð gegn honum. Rógsherferðin þekkist frá mál- efnalegri gagnrýni á þvi að ekki er látið nægja að agnúast í hug- sjónir Brechts heldur skal hann hafa verið kvennabósi lika og rit- þjófur ofan á allt saman. Þá hefur umræðan fjarlægst tilefni sitt, skoðanir Brechts á stjómmálum, og er orðin að níði um einstak- linginn sem er þá lýst sem nánast alvondum manni. Önnur afleiðing persónugerv- ingar umræðunnar getur verið að einstaklingur sem þykir ekki hafa sýnt nægilega gott siðferði getur varið sig með því að segja að um rógsherferð sé að ræða. Þannig gæti stjómmálamaður sem hefði fært sér aðstöðu sína í nyt til þess að auðgast stórkostlega á kostnað almannahags drepið allri umræðu um málið á dreif með því að vísa til þess persónu- níðs sem vissu- lega einkennir samfélagsum- ræðuna. Það hlýfur að vera hlutverk alira sem tjá sig opinberlega sem fá orðið - að hætta þessari stöðugu persónugervingu umræð- unnar. Það þarf að skapa á íslandi umræðuhefð, hefð fyrir því að málefni séu rædd opinberlega, óháð foringjum og öðrum einstak- lingum. Annars er lýðræðið í hættu. Ármann Jakobsson „Þegjandi samkomulag virðist ríkja meðal þeirra fáu sem hafa orðið um að viðtakendur boðskap- ar þeirra, allur almenningur, hafi ekki vilja eða getu til þess að skilja hugmyndir og hugsjónir." Hrókað langt í Landsbankanum Sagan segir að fýrir nokkram árum hafi ungir menn í skóla bundist í fóstbræðralag og heitið því að styðja hver annan til valda í íslenskum stjómmálum. Þeir völdu sér mesta sérhagsmuna- flokkinn, Framsókn, sem vett- vang, enda vitað mál að þar þrífast vel ýms misjöfn öfl, og því vænlegt til fanga. Þá gerðist það óvænta fyrir tveim áram, að Sjálfstæðisflokkur- inn tók að sér að endurreisa Fram- sókn eina ferðina enn, og nú skyldi hraða einkavæðingunni af kappi. Framsókn tók að undirbúa þátt sinn í henni, og bankaráð Landsbankans samþykkti því strax í fyrra að kaupa einskis- verða hlutdeild í lítryggingarsviði VÍS fyrir 3,4M (Milljarða). Fyrir þann greiða fékk fyrrverandi for- maður bankaráðs LÍ m.a. stjórnar- sæti í VÍS en Framsókn fékk allt „eigið fé“ Landsbankans til að kaupa sér hluti í fyrirhugaðri einkavæðingu. í Landsbankanum hafði alltaf verið tefld skák með þrem kóngum, eymamerktum F, S og J. Þar gilti afdráttarlaus sam- staða og hver kóngur um sig hafði neitunarvald eða vetó. Ef einhver sagði nei féll málið. Ef allir sögðu já var það framkvæmt. Laumuspil Framsóknar Um síðustu áramót tók Fram- sóknarmaðurinn Helgi S. Guð- mundsson við formennsku í bank- aráði Landsbankans. Hann var fjölmiðlaglaður og kom strax í Sjónvarpið til að krefjast þess að Landsbankinn félli frá samningn- um um kaup líftryggingaskorar á vegum VÍS sem hann skýrði með þvl að Lands- bankinn ætti ekki „eigið fé“ til að mæta þeim skuldbindingum sínum við VÍS. Þetta hentaði ekki innsta kjarnanum í Framsókn því að hann ætlaði að nota féð í einka- væðinguna á eig- in vegum og Framsókn munar um minna en 3,4M. Landsbankinn hafði áður greitt 11M gjaldþrota- skuldir SÍS og 2.4M til Hambros- banka en SÍS hafði áður tekið það lán án heimildar eða vitneskju Landsbankans. LÍ hafði þegar greitt og afskrifað þessar skuldir SÍS og þvi augljóst að Helgi var nú að misstíga sig því að þetta var „Öll hafa þessi bankasambönd verið notuð í eiginhagsmunaskyni af Framsókn, ekki síst LÍ og nú Seðlabankinn. Nú vill Framsókn ná enn frekari tökum á banka- kerfínu í sambandi við einkavæð- inguna og er yfírtaka LÍ mikilvægt skref íþá átt.u nýtt fé og nýtt blóð fyr- ir Framsókn. Nú vom góð ráð dýr. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Dagblaðið Dagur á Ak- ureyri skýrði frá því að „tveir hátt settir" menn I Framsókn hefðu gengið hart fram I að láta Halldór Guðbjamason (F) segja af sér sem bankastjóra I LÍ hf. enda heitið því að hann skyldi ráðinn að- albankastjóri LÍ hf. og hvítþveginn af öllrnn fyrri syndum, sem og bankaráð LÍ allt. Þá urðu félagar hans, kóngamir S og J, ber- skjaldaðir því að það var gegn leikreglunum að einn kóngur véki sér undan og opnaði skákina á hina tvo. Laumuspil Framsóknar tókst þannig til fullnustu. Með eig- in afsögn urðu S og J réttlausir, enda var tekið að ausa þá auri bæði á Alþingi og I fjölmiðlum. Sótrauður heflr S verið að böðlast I reiði sinni I fjölmiðlum en ekkert haft upp úr því nema andstreymið. Dagur upplýsi um fráskákina Jónas frá Hriflu stofnaði Fram- sóknarflokkinn fyrir 70 árum. Fyrsta verk hans var að rægja gamla íslandsbanka og Framsókn tókst að fá honum lokað 1930 og yf- irtaka stjórn hans (sem síðan nefndist Útvegsbankinn) þótt Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís hann ætti þá vel fyr- ir skuldum. Síðan hefir Framsókn stjómað öllum ríkis- bönkunum og átti auk þess Samvinnu- bankann ein. Öll hafa þessi banka- sambönd verið not- uð í eiginhagsmuna- skyni af Framsókn, ekki síst LÍ og nú Seðlabankinn. Nú vill Framsókn ná enn frekari tökum á bankakerfinu í sam- bandi við einkavæð- ingima og er yfir- taka LÍ mikilvægt skref í þá átt. Eng- inn skyldi halda að bankamálaráðherr- ann hefði ekki gengið vel og tryggilega frá því máli nú þegar settur hefir verið einn bankastjóri yfir allan bankann, þótt sá hafi aldrei komið nálægt bankamálum nema sem gestur í fáa mánuði í er- lendum banka, og geta allir skilið það mál. Það er meira mál að koma sínum manni í rétta stöðu, enda mun ætlunin að hann gegni þar „réttu" hlutverki. Sprikl Jó- hönnu á Alþingi um laxa- og risnumál fv. bankastjóra LÍ er að- eins leikur í skák Framsóknar og hentar þeim vel en kominn er tími til að Dagur upplýsi hverjir það vora sem skipulögðu fráskák Hall- dórs Guðbjamasonar. Þar liggur hundurinn grafinn enn. Önundur Ásgeirsson Með og á móti Á að leggja Útflutningsráð niður? Óþarft Þessi skattheimta, þ.e. inn- heimta markaðsgjalds sem fer í að reka Útflutningsráð, er hættu- leg og óraunveruleg, ekkert ósvipað og kirkjugarðsgjaldið. Ef stjómvöld telja að Útflutningsráð eigi að vera til á að fjármagna það á fjárlög- um. Tímarnir hafa breyst síð- an Útflutnings- ráð var stofn- að. Utanríkis- þjónustan hef- ur tekið að sér markaðsfull- trúa í sendiráð- um sínum er- lendis sem hefúr verið okkur út- flytjendum og samtökum versl- unarinnar mjög gott og er mikið framfararspor að okkar mati. Tækninni hefur einnig fleygt gíf- urlega fram sem hefur orðið til þess að mjög auðvelt er að kom- ast í samband við viðskiptavin- ina. Svo finnst okkur sárgræti- legt að verslunarmenn borga meira en helminginn af öllu þessu gjaidi en hafa samt aðeins einn fuUtráa af níu í stjórn ráös- ins. Ég vil samt taka fram að við höfum átt ánægjuleg viðskipti við Útflutningsráð og þar eru mjög hæfir menn við störf. Við teljum þetta ráð sem slíkt hins vegar óþarft og eðlilegt að starf- semi þess sé hluti af utanríkis- þjónustunni. Auk þess er betra að fagmenn sjái um það sýning- arhald sem nú er í höndum ráðs- ins. Nauðsynleg þjónusta Svipuð starfsemi og Útflutn- ingsráð hér á landi er i gangi í öllum okkar nágrannalöndum. Ef eitthvað er þá fer stuðningur opinberra aðila við atvinnuveg- ina vaxandi og einnig er mikið reynt að laða erlenda fjár- festa í löndin en það er sú starfsemi sem við höfum haft með höndum. Útflutningsráð hefúr einskorð- að sig við það að aðstoða fýr- irtæki við að koma sinni vöra og þjónustu á framfæri er- lendis og verið með fjölbreytta þjónustu á því sviði, meðal ann- ars sýningarhald erlendis. Við svörum um 1.000 fyrirspumum á dag frá erlendum aðilum um ís- lensk fyrirtæki, vörur og þjón- ustu. Við eram með kennslu í markaðsfræðum sem við höfum rekið i átta vetur samfleytt þar sem tæp 60 fyrirtæki hafa lært markaðssetningu. Við emm með fimm markaösráðgjafa erlendis og höldum nú í haust fjárfest- ingaþihg annaö árið í röð. Þannig mætti léngi telja. Okkar Qármögnun er í gegnum svokall- að markaðsgjald og við teljum því vel varið. Starfsemin kostar svipað og t.d. Ferðamálaráð og sýslumaðurinn á ísafirði. Það er rétt að ákveðið var í fyrra að við hættum sjáifir að reka okkar fóstu skrifstofur erlendis og þær yrðu hluti af starfsemi utanríkis- þjónustunnar og það er af hinu góða. Það er hins vegar svo margt annað sem heyrir undir sölustarfsemi erlendis heldur en það sem hægt er að gera í erlend- um sendiráðum. Þjónusta Út- flutningsráðs er að mínu mati nauðsynleg og henni verður haldið áfram í einu formi eða öðru. -HI Jón Ásbjörn&son, formaöur Samtaka verslunarlnnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.