Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Síða 12
12
FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Hugarfar í umferðirmi
Fyrstu fimm mánuði þessa árs hafa tólf manns beðið
bana í bílslysum hér á landi. Dauðaslysin í umferðinni
nú, áður en árið er hálfnað, eru tveimur fleiri en allt
árið 1996 og slaga þegar hátt í fjölda dauðaslysa alls árs-
ins í fyrra. Þá létust 15 manns í umferðarslysum. Ótald-
ir eru þeir sem slasast hafa á tímabilinu og stríða við af-
leiðingar þess í lengri eða skemmri tíma. Tölurnar eru
ógnvekjandi og hljóta að vekja menn til umhugsunar.
Framkvæmdastjóri Umferðarráðs sagði í viðtali að
dauðaslysum í umferðinni hefði fækkað undanfarin ár
en núna virtist þróunin vera að snúast við. Slysafjöld-
inn sé langt yfir því sem verið hefur og mun meiri en
undanfarin þrjú til fjögur ár miðað við árstíma.
Einfaldar lausnir til fækkunar slysum í umferðinni
eru ekki til. Ýmsir þættir koma þar við sögu. Það hefur
þó sýnt sig að hægt er að fækka slysunum með áróðri,
hertum reglum og því að fylgja reglunum eftir. Einkum
er þó þörf á hugarfarsbreytingu. Það er mikill ábyrgðar-
hluti að stjórna ökutæki og kallar á stöðuga árvekni.
Bílar eru nauðsynleg samgöngutæki en ekki leikföng.
Að mati Umferðarráðs koma sömu atriði við sögu í
mörgum umferðarslysum. Allt of algengt er að fólk not-
ar ekki bílbelti. Sú er meðal annars raunin í nokkrum
dauðaslysa þessa árs. Um það þarf ekki að deila að belt-
in bjarga. Mörg dæmi eru þess að fólk í beltum gengur
lítt eða ekki sárt frá slysi meðan sá óbundni kembir
ekki hærur. Bílbeltanotkun er lögbundin. Eftirlit er þó
takmarkað og viðurlögum lítt beitt. Mestu skiptir þó
hugarfar fólks. Það að fara alls ekki af stað í bíl óbund-
inn. Gildir þá einu hvar setið er í bíbium. Enginn bíl-
stjóri ætti að fara af stað óbundinn eða með óbundna
farþega.
Ölvunarakstur kemur oft við sögu. Á honum ber að
taka hart enda vítavert athæfi. í nýrri reglugerð, sem
kynnt var á dögunum, eru hert viðurlög við akstri und-
ir áhrifum áfengis. Hér kemur hugarfar enn við sögu.
Áfengi og akstur fara ekki saman. Þetta þarf að innræta
fólki sem og það að fara ekki í bíl með ökumanni sem
neytt hefur áfengis.
Framkvæmdastjóri Umferðarráðs bendir einnig á
slælegan búnað ökutækja og tekur sérstaklega fram að
lélegir hjólbarðar séu algengir. Bíla skal skoða árlega
eða taka úr umferð ella. Þá ber lögreglu að fylgjast með
ástandi ökutækjanna. Ábyrgðin er þó fyrst og fremst
eiganda bílsins og bílstjóra. Hann ber ábyrgð á sjálfum
sér og öðrum í umferðinni. Því snýr ástand bílsins fyrst
og fremst að þeim sem á hann og/eða notar. Stjórntæki,
stýri og hemlabúnaður verða að vera í lagi sem og hjól-
barðar. Enn og aftur er spurt um hugarfar í umferðinni.
Síöast en ekki síst kemur hraði við sögu í umferðar-
slysum. Slysin verða alvarlegri eftir því sem hraðinn er
meiri. Það verður því aldrei nógsamlega brýnt fyrir
ökumönnum að miða hraða við aðstæður. í áðurnefndri
reglugerð um viðurlög við brotum á umferðarlögum er
harðar tekið á hraðakstri. Sektargjöld hafa verið hækk-
uð og ökumenn eru sviptir ökuréttindum á minni hraða
en áður var. Gildir það jafnt í þéttbýli sem dreifbýli.
Verði nýjar reglur og eftirfylgni þeirra til þess að
fækka slysum þá er vel. Hraðakstur í þéttbýli er ekki
verjandi. Vera kann að huga þurfi að hraðamörkum á
greiðfærum „fjölakgreinabrautum" þar sem raunhraði
er yfir sektarmörkum. Þar, eins og annars staðar, gild-
ir þó að vera með hugann við aksturinn, aka eftir að-
stæðum og reglum og sýna öðrum tillitssemi.
Jónas Haraldsson
Danir eru öðru hverju að
greiða atkvæði um nýja áfanga í
Evrópusamrunanum. Nú síðast
féllust þeir á Amsterdamsam-
komulagið. Sú þjóðaratkvæða-
greiðsla leiðir það sama í ljós og
þær tvær sem efnt var til um
Maaastrichtsamninginn: Danir
eru klofhir í herðar niður í Evr-
ópumálum. 44-50% þeirra eru
annaðhvort beinlínis andvig að-
ild Dana að Evrópusambandinu
eða vilja ekki stíga lengra i átt
til yfirþjóðlegs Evrópustórveld-
is, en 50-56% þeirra samþykkja
það ferli.
Fyrir hverja þjóðcu-atkvæða-
greiðslu sameinast flestir
stjórnmálaforingjar, fjölmiðla-
menn, verklýðsforingjar og stór-
forstjórar í einum feiknaöflug-
um kór. Kórinn syngur þá
buslubæn að ef Danir felli
næsta samning muni þeim út-
skúfað úr samfélagi Evrópu-
þjóða, þeir muni verða áhrifa-
lausir og einangraðir, missa af
síðasta strætisvagni á framfara-
braut og lífskjör þeirra versna.
Mesta furða reyndar hve margir
andæfa þessum volduga hörm-
ungakór með atkvæði sínu.
Nauðhyggja gegn
lýðræði
Andstaðan er vitanlega af
ýmsu tagi. Hún getur bæði kom-
ið frá þeim vinstrimönnum sem
finnst að stórfyrirtæki ráði öllu
Teiknimyndahetjurnar kafteinn Evró, Evrópa og úlfurinn Lúpó leggja af staö
til aö berjast fyrir nýjum gjaldmiöli.
Efasemdir um
Evrópusambandið
í ES og svo frá ysta hægri.
Kannski verður það mörgum
drýgst til andstöðu, að þeim sýnist
Evrópusamruninn sækja fram á
kostnað lýðræðis. Það sé smám
saman verið að flytja allar ákvarð-
anir sem máli skipta til yfírþjóð-
legra stofnana sem eru óralangt
frá kjósendum í hverju landi. Auk
þess sem Danir vita að ekki er von
á öðru en áhrif smáþjóða í stofn-
unum ES muni fara rýrnandi með
væntanlegri stækkun þess.
Dæmi sé ég um þetta í viðtali
við áður háttsettan embættismann
í danska utanríkisráðuneytinu.
Hann var á sínum tíma einn
þeirra sem unnu að undirbúningi
inngöngu Dana í ES og telur að
það hafi verið rétt að stefna að
sameiginlegum innra markaði. En
nú finnst honum nóg komið af
Evrópusamruna, enda hafi
skrifræðismenn og
tæknikratar sölsað undir
sig pólitíkina og reyni að
keyra nýja heimsveldishug-
sjón ofan í kok almennings
með þeim formerkjum „að
það er engin leið önnur“.
Þar með verði lýðræðið
skopstæling af sjálfu sér,
þvi að valkostir eru útilok-
aðir. Eða eins og sagt var
við Dani þegar Maastricht-
samkomulagið var á döf-
inni: þið megið segja nei,
greyin, en þið verðið látnir
greiða atkvæði þar til þið
kjósið rétt.
Óvissa
og nýjar
umbúöir
Tvískipting Dana í
Evrópumálum er
líka tengd þvi hve
mjög þeim fækkar
sem treysta á spá-
dóma um stjórn-
mál og efnahag. Sé
einhver nógu for-
vitinn til að fá sér
lærða bók um Evr-
ópusambandið og
framtíö þess er
eins víst að hann lendi í þoku og
reyk. í einni nýlegri af þessu tagi
segir t.d.: Hin leyndardómsfulla
nýja skipan mála í Evrópu mun í
meginatriðum verða til góðs. Hún
getur og gengið
til baka, en
ekki endilega,
hnignunar-
hneigðir gætu
vikið fyrir at-
burðum eða
nýrri og skap-
andi forystu.
Með öðrum
orðum: hvað þá
verður veit nú
enginn. Og því
er brugðið á
önnur ráð og
einfaldari. Efa-
hyggja um Evr-
ópusamrunann
er orðin svo
sterk orðin í
ES, að þeir í
Brussel hafa ákveðið að búa til
teiknimyndahetju, Kaftein Evró,
til að berja hana niður. Kafteinn
Evró er í fylgd laglegrar hjálpar-
stúlku, Evrópu, og þeim fylgir úlf-
urinn Lúpó í geipilegri baráttu við
þann illa doktor Vider sem ætlar
sér að sundra Evrópu og ríkja
einn upp frá því. Fyrirtækið sem
hannar þessar hetjur segir: „Við
höfum komist að því að Evrópa er
fín vara en í vondum umbúðum.
Fólki finnst Evrópusambandið
eitthvað óáþreifanlegt og skrifræð-
islegt. Kafteinn Evró er tilraun til
að fá almenning til að samsama
sig því.“
Ámi Bergmann
„Kannski veröur þaö mörgum
drýgst til andstööu aö þeim sýn-
ist Evrópusamruninn sækja fram
á kostnaö lýöræöis. Þaö sé
smám saman veriö aö flytja all-
ar ákvaröanir sem máli skipta til
yfírþjóölegra stofnana sem eru
óralangt frá kjósendum í hverju
landi. “
Kjallarinn
Árni Bergmann
rithöfundur
Skoðanir annarra
Greið braut
„Meginniðurstaða sveitarstjórnarkosninganna er
aö sameining jafnaðar- og félagshyggjufólks er orðin
að veruleika. Gamaldags hugmyndir um sérframboð
A-flokkanna heyra sögunni til. Brautin er greið. Það
verður sameiginlegt framboð jafnaðar- og félags-
hyggjufólks í næstu alþingiskosningum."
Þorvarður Tjörvi Ólafsson í Mbl. 4. júní.
Hver er þrjóturinn?
„í umræðum um Landsbankann og Lind að und-
anfórnu hefur gjarnan verið spurt hver sé þrjótur-
inn. Miklir fjármunir hafa tapast en það liggur jafn-
framt fyrir að í embætti þessara fyrirtækja hafa
menn verið skipaðir pólitískt og menn hljóta að
spyrja sig. Var umboð þeirra að hámarka hagnað
eða gæta pólitískra hagsmuna? Kann að vera að í
þessum tilfellum hafi stjórnendur fyrirtækjanna
staðið sig sem skyldi, þ.e. veitt flokksgæðingum hag-
kvæm lán sem síðan hafa verið endurgoldin flokkun-
um með ríflegum framlögum, hylmt yfir skuldir
flokksmálgagna og gert „sínum mönnum" kleift að
rétta vinsamlegum aðilum hjálparhönd?"
Viðskiptablaðið 3.-9. júní
Evrópska myntin
„En þegar Sverrir Hermannsson sagði fjölmiðlum
að hann hefði lengi haft áhuga á evrópsku myntinni
EMU og farið út til að kynna sér hana kom hann
raunar upp um eigin þekkingarskort. Hann heldur
bersýnilega að Evrópumyntin heiti EMU. En það er
nafn á Myntbandalagi Evrópu. Myntin sjálf heitir
hins vegar euro.“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson í Mbl. 4. júní.