Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 Sól, jörð, líf og menning: Sólstöðuhátíðir Sunnudaginn 21. júní nk. eru sumarsólstöður. Þann sólarhring- inn verður lengsti dagur ársins og stysta nóttin. Um hádegisbil verð- ur sól hæst á lofti árið 1998. Síðan tekur dag að stytta á ný og hádeg- issól að lækka smám saman, hænufet á dag eins og sagt er. Þannig líða árstíðirnar, ein af annarri, hver með sín einkenni sem ákvarðast af göngu jarðar um sólu. Sumarsólstöður og vetrarsól- stöður voru um árþúsundir tíma- mót í samfélagi manna um víða veröld. Þær voru tími verslunar, þinghalds og guðsdýrkunar. Þær hafa því löngum verið tilefni há- tíða. Hinn skínandi lífgjafi á himni, sólin, var kóróna sköpun- arverksins, á tíðum guð sjálfur, og þungamiðja tilverunnar. En smám saman urðu menn afhuga sól- stöðuhátíðum er þær breyttust í annan fagnað á sama tíma, svo sem jól og Jónsmessu. Sólstööuhátíö á íslandi Árleg sólstöðuhátíð seinni tíma hér á landi hófst með sólstöðu- göngu frá Þingvöllum til Reykja- víkur 21. júní 1985. Þjóðgarðsvörð- ur, sr. Heimir Steinsson, kvaddi hópinn, 75 manns, með ávarpi í Almannagjá og Guðbjörn Guð- bjömsson söng fagurri röddu svo bergmálaði í gjánni. Á leiðinni var m.a. gengið um hlað hjá leiðsögu- manni hópsins um Mosfellsdal og Skammadal, Jóni Gunnari Ottós- syni í Jónshúsi við Gljúfrastein. Eftirminnileg er hlýleg móttaka „Æ fíeiri á Islandi skipuleggja sólstöðuhátíðir en allt frá upp- hafí hefur verið stuðlað að því að hugmyndin breiddist út.“ og viðmót tengdaforeldra Jóns Gunnars, frú Auðar og Halldórs Laxness í Gljúfrasteini. Var göngumóðum veittur af rausn Árleg sólstööuhátíð hér á landi hófst Halldór Laxness tóku hlýlega á móti svaladrykkur áður en lengra yrði haldið. Göngunni lauk á Kjarvals- stöðum en þangað var komið er halla tók af degi með Lúðrasveit verkalýðsins í broddi fylkingar. Magnús L. Sveinsson, forseti borg- arráðs, fagnaði göngumönnum með kröftugu ávarpi og Hamra- hlíðarkórinn sömuleiðis með fal- _____________ legum söng sínum undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdótt- ur. Síðan hefur verið gengið ár hvert ýmsar leiðir í ná- grenni höfuðstaðar- ins á siunarsólstöð- um og einnig hefúr vetrarsólstöðum verið fagnað. Veg og vanda af skipu- lagi og framkvæmd sólstöðugöngu allt ffá 1986 hefur Einar Egilsson haft en auk undirrit- aðs hefur Guðlaugur Leósson verið í undirbúningsnefnd öll árin. Þá hafa með sólstöðugöngu frá Þingvöllum til Reykjavíkur 21. júní 1985. Auður og göngufólki á heimili sínu í Gljúfrasteini. sólstöðuhátíðir tekið að spretta upp viðar og heldur sú þróun áfram. Alþjóðleg sól- stöðuhátíö Vígorð sólstöðu- göngu, sólstöðuhátíð- ar, „meðmælaganga með lífmu og menn- ingunni", hefur fengið hljómgrunn. Æ fleiri á íslandi skipuleggja sólstöðuhátíðir en allt frá upphafi hefur ver- ið stuðlað að því að hugmyndin breiddist út. Mælt hefur verið með því að fólk víðs vegar um land fagnaði ......... sólstöðum með já- kvæðum hætti hvað á sína vísu, eitt og í kyrrþey eða margir saman með látum. Hið langþráða takmark er að samfagna sólstöðum landa á milli með því að stofna til eða ná tengsl- Kjallarinn Þór Jakobsson veðurfræöingur um við sólstöðuhá- tíðir erlendis. Þannig hafa tengsl náðst milli fslands og hverfis í Seattleborg i Bandaríkjunum þar sem skipulögð hefur verið árleg skrúð- ganga á sólstöðum að sumri og fagnaður að vetri. í bígerð næstu árin er skrán- ing og myndun al- þjóðlegs „nets“ þeirra staða sem hafa fagnað eða byrja að fagna sól- stöðum. Vinnum að einingu og friði á jörðinni með sameiginlegri hátíð, mannkynshá- tíð. Engir dagar væru betur til þessa fallnir en sólstöðudagarnir tveir, 21. júní og 21. (eða 22.) des- ember. Þór Jakobsson Gráiflokkurinn snýr aftur I nýafstöðnum sveitarstjórnar- kosningum unnu vinstrimenn stórsigur á Húsavík og fengu meirihluta. Oddvitinn var 66 ára og hefur setið í bæjarstjórn síðan árið 1974. Sjálfstæðisflokkurinn vann mikla kosningasigra á Sel- tjamamesi og í Bolungarvík. Sitj- andi bæjarstjórar þar eru 63 og 64 ára og hafa setið í sveitarstjórn samanlagt í 68 ár. Sjálfstæðisflokkurinn vann einnig sigur á Akureyri. Þar var í baráttusætinu maður sem var fyrst kosinn í bæjarstjórn árið 1974. Hann er eini bæjarfulltrúinn á íslandi sem á svo langa setu að baki, fyrir utan þá þrjá sem ég hef þegar vikið að. Til viðbótar við Húsavík unnu vinstriflokkarnir mikinn sigur í Reykjavík og fyrir austan. Leiðtogarnir á báðum stöðum vom fyrst kosnir í bæjar- stjórn árið 1982. Gömlu hundarnir í þessum kosningum urðu ýmis merk pólitísk tíðindi en mest áber- andi er árangur „gömlu hund- anna“, þ.e. sveitarstjórnarmanna sem eiga langa setu að baki. Þetta hlýtur að koma þeim sem hafa tal- að um nauðsyn endurnýjunar og mikilvægi þess að ungt fólk komist áfram í stjómmálum á óvart. Eftir seinustu þingkosningar var nánast eng- inn þingmaður yfir sextugt. í viðskiptalífinu ber meira og meira á því að ungir menn (karlmenn) séu settir til forystu. Þetta er til marks um „nútíma- væðinguna" í stjómmálum og við- skiptalífi sem mjög er til umræðu. Orðið „nútímavæðing“ er af- skaplega dularfullt og felur í sér að tíminn sé ekki mælieining heldur hafi hann eðli. í „nútíma- væðingunni" felst að ríkjandi gildi yfirstéttarinnar í landinu, einka- rekstur, veikari velferðarkerfi, lægri skattar, eru gerð að „nútíman- um“, þ.e. þau eru ekki lengur stjóm- málaskoðun heldur náttúrulögmál. Þannig munu lands- menn allir smám saman gera þessi gildi að sínum því að þau era „nútíminn". En í „nútímavæð- ingunni“ felst líka að „gamli tíminn" þarf að víkja og þar sem svipaðir menn úr sama flokki hafa stjórnað þessu landi nær alla öldina merk- ir það fyrst og fremst eldri menn. Gamall bankastjóri verður þannig fulltrúi spillingar og óstjórnar „gamla tim- ans“, andspænis „nútímanum" með einkavæðingu sinni og vax- andi mætti auðsins. Gráiflokkurinn í framboð Fyndnust verður þessi andstaða þegar borin eru saman „gamla bankaráð" Landsbankans, hold- gervingur þeirrar spillingar sem fylgir ríkisrekstri og stjórnmálum almennt, og hið „nútímalega“ bankaráð sem ætlar að einkavæða bankann (gefa hann Kolkrabban- um) og gera hann „nútímalegri". Þvi að í þessu tilviki eru „gamli timinn" og „nútíminn" sömu menn, Kjartan Gunn- arsson er orðinn Kjartan Gunnarsson hf. í nútímavæðing- unni er ekkert pláss fyrir gamlingja og það hafa sumir þeirra fengið að reyna. En nýjustu tíðindi benda til að gömlu mennirn- ir muni risa upp. Það sem eftir er af þing- flokki Sjálfstæðis- flokksins anno 1971 ætlar jaihvel I ffarn- boð gegn þingflokkn- um anno 1995. Enginn veit hvem- ig sú hildur fer. En úrslit seinustu sveitarstjómarkosninga benda til þess að þeir gömlu séu á uppleið. Gamalt fólk sættir sig ekki lengur við að vera skipað á hinn óæðri bekk í íslensku samfélagi, að vera hent út um sextugt og kallað öllum illum nöfnum, borga skattana og fylgjast þögult með belgingi og hroka hinna yngri. Nú má 68-kynslóðin vara sig. Gráiflokkurinn er að rísa upp. Og þá dregur til tíðinda í íslensku samfélagi. Ármann Jakobsson í þessum kosningum urðu ýmis merk pólitísk tíðindi en mest áberandi er árangur „gömlu hund- anna“, þ.e. sveitarstjórnarmanna sem eiga langa setu að baki. Kjallarinn Ármann Jakobsson íslenskufræðingur 13 ' 1 Með Oj á móti t Tollar á erlendu grænmeti Jafna aðstöðu- Kjartan Ólafsson, formaöur Sam- bands garöyrkju- „Tollar á grænmeti jafna þann aðstöðumun sem er á milli fram- leiðenda. í nágrannalöndunum, t.d. í Hollandi, eru miklir styrk- ir til græn- metisfram- leiðenda og miklar niður- greiðslur. Þar er offram- leiðsla á sumrin og þá er sú fram- leiðsla seld úr landi á mjög lágu verði, jafnvel undir kostnaðar- verði. Með þessum tollum er ein- faldlega verið að jafna út þessar niðurgreiðslur og styrki sem er- lendir framleiðendur njóta í sín- um löndum því íslenskir fram- leiðendur njóta engra niöur- greiðslna hér á landi. Þegar þessi mál eru skoðuð verður aö taka alla þá styrkjapólítlk sem tíðkast í löndum Evrópu- sambandsins með i reikninginn. Auk þess má benda á að á undangengnum árum hefur verð á íslensku grænmeti lækkað og jafnframt hefur orðið gríðarleg neysluaukning t.d. á gúrkum og er neyslan nú svipuð og á Norð- urlöndunum. Það er því ekki rétt eins og sumir halda fram að hátt verð á erlendu grænmeti dragi úr neyslunni á grænmeti yfirhöfuð. Slíkt er úrelt við- horf.“ Dregur úr neyslu „Ég minni á þá staðreynd að hér er um holla vöru að ræða sem heilbrigðisyfirvöld hvetja til neyslu á og því er það að gera hana dýrari andstætt manneld- issjónarmið- um. Hátt verð á grænmeti dregur veru- lega úr neyslu á því almennt og það kemur niður á inn- lendum fram- leiðendum líka. Neytend- ur finna sér einfaldlega aðrar ódýrari vörar í staðinn. Það má því segja að tollar á grænmeti séu ekki bara í and- stöðu við manneldissjónarmið heldur einnig innlendan iðnað. Málin hafa þó skánað með að- ild okkar að Evrópska efnahags- svæðinu því nú eru sumar teg- undir gi'ænmetis fluttar inn án tolla. En ég hendi á að hér er um nauðsynjavöru að ræða sem ætti að flytja inn án aflra tolla. Fjar- lægðarverndin ein og sér á að duga. Það er öllum til hagsbóta að verðið lækki því þá eykst neyslan á grænmeti sem kemur sér einnig vel fyrir innlenda framleiðendur." -glm Jóhannes Gunnars- son, formaöur Neytendasamtak- anna. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum i blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.