Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Page 24
44 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 T>V Ummæli Vélbyssukjaftur sem not er af „Ég væri tilbúinn að gera bandalag við sjálf- an skrattann í því skyni að afnema kvótakerfið og koma á heilbrigðu fyrirkomulagi við flskveiðar og vinnslu. Sverrir er vélbyssukjaftur sem við þurfum á að halda í þessari baráttu." Reynir Torfason hafnarvörð- ur, í DV. Yfirfara gömlu haglarana „Allir sem ég hitti ætla að kjósa Sverri og sumir höfðu við orð að þeir ætluðu að yfir- fara gömlu haglarana sína og pússa af þeim ryðið og vera klárir í slaginn." Gfsli Hjartarson, ritstjóri Skutuls, í DV. Ekki stórmenni Hann lítur ekki i eigin barm heldur reyn- ir eftir megni að koma höggi á aðra. Það eru ekki mikil stór- f menni sem gera * * það.“ Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra um Sverri Hermannsson, í DV. Göslari „Það verður því miður að segjast eins og er að íslending- urinn hefur verið afskaplega slakur við að reka fyrirtæki. Göslari." I Sverrir Hermannsson, fyrrv. bankastjóri, í Morgunblað- inu. Þriðji ritstjórinn „Að sjálfsögðu verður þessu . máli haldið áfram meðan Sverrir gegnir stöðu þriðja ritstjóra Morgunblaðsins eins og hann hef- ur gert undanfar- ið.“ Davíð Oddsson forsætis- ráðherra, um framboðsmá! Sverris Hermannssonar, í Morgunblaðinu. Óþarfa hamagangur „Svona hvellur vegur ekki bara að trausti sem fólk hefur til okkar heldur enn meira að þvi trausti sem fólk hefur á Tölvunefnd. Það er að segja að opinber stjómsýslunefnd sem sér sér ekki fært að leysa vandamál af þessari gerð öðmvísi en með svona hama-1 gangi glatar hægt og hægt trausti." Kári Stefánsson, fram- kvæmdastj. íslenskrar erfða- greiningar, í Morgunblaðinu. ! Sigurður R. Pétursson, formaður Landssambands íslenskra frímerkjasafnara: Áhugamálin geta tengst í frímerkjasöfnun „Sýningin Frímerki 98 er haldin í tilefni þrjátiu ára afmælis Lands- sambandsins, sem að vísu var í febrúar, en þar sem við erum nú með landsþing þá --------------------- er tilvalið að vera með sýningu um ___________IwiqUUI sama leyti, enda hefur það oftast verið þannig með sýningar okkar að þær em haldnar á sama tíma og landsþingið. Það sem kannski einkennir þessa sýn- ingu núna er að við erum að fá söfn frá Bandaríkjunum. í gegnum árin höfum við að mestu verið í sam- vinnu við Norðurlandaþjóðirnar en erum að víkka sjóndeildarhringinn. Þótt mörg frábær islensk söfn séu til þá er nauðsynlegt að vera með söfn erlendis frá á stórri sýningu sem þessari fjölbreytninnar vegna og auk safna frá Bandaríkjunum eru söfn á sýningunni frá Þýska- landi og Hollandi og eru mörg safn- anna margverðlaunuð,“ segir Sig- urður R. Pétursson, formaður Landssambands íslenskra frí- merkjasafnara, en um helgina verð- ur sýningin Frímerki 98 í Safnaðar- heimili Bústaðakirkju. Frímerkjasöfnun hefur lengi ver- ið vinsælt áhugamál hjá ungum drengjum en hefur það ekki breyst með breyttum afþreyingarvenjum? „Frímerkjasöfnun höfðar til ákveð- ins hóps. Það kemur alltaf stór hóp- ur inn í félögin og er með i dálítinn tíma og dettur svo út, sumir koma síðan aftur seinna. Svo er það ann- ar hópur sem heldur áfram, ég er til dæmis bú- Siguröur R. Pétursson. inn að vera að safna frímerkjum frá sex ára aldri, er í dag 54 ára og fri- merkjasöfnun hefur alltaf verið mitt áhugamál. Við í Landssambandinu ------------------ og félögin dagsins legaummikla o _____________ aherslu a unglingastarf- ið og það er eitt aðalmálið hjá okk- ur að fá meira af ungu fólki til liðs við okkur. Við teljum okkur eiga orðið hóp af ungum söfnurum sem eru góðir á norræn- an mælikvarða þótt við vissulega vildum að þeir væru fleiri." Sigurður segir að frímerkjasöfnun sé ákveðið ferli hjá einstaklingnum: „í byrjun er aðeins safnað, síðar fara menn að kynn- ast því hvað hægt er að leika sér með söfn- unina og málið er í raun það að þeir sem hafa getað tengt vinnu eða önn- ur áhugamál frímerkjasöfnun hafa oft komið með góð mótívsöfn." Sigurður leggur sjálfur áherslu á þrennt i sinni söfnun: „Ég á sýning- arsöfnin Tveir kóngar, sem eru tveir kóngar á íslenskum frímerkj- um, þau fyrstu komu út 1907 og Póstsögu íslands. Sem mótívsafn safna ég frímerkjum með listaverk- um, aðallega málverkum." Sigurður starfar sem gjaldkeri hjá verktakafyrirtækinu Háfelli: „Ég er einnig einn aðaleigenda fyrirtækisins ísspor og starfaði við það í mörg ár en er að hvíla mig frá því um tíma.“ Eigin- kona Sigurðar heitir Guðný Edda Magnúsdóttir og þau eiga Hrund, sem er í sálfræði, Svein Ottó, gullsmið ir hann og Magnús sem er sautján ára nemi. -HK Skapandi dans er í fyrirrúmi á Danslist ’98 að Varmalandi. Danslist '98 Danslistarmót, Danslist ’98, verður haldið að Varma- landi í Borgarfirði 5.-7. júní. Þetta er mót ungra dansara og eru þátttakendur frá öll- um skólum sem kenna skap- andi dans í Reykjavík og á Akureyri, enn fremur dans- hópar frá félagsmiðstöðv- um. Sýning verður í íþrótta- húsinu í Borgarnesi á morg- un kl. 17. Þar koma fram > þátttakendur mótsins með fjölbreytta dagskrá. Þetta er glæsileg sýning þar sem dansaður verður klassískur Dans ballett, nútímalistdans, djassdans og dans með frjálsri aðferð, meðal annars nokkrir vinningsdansar frá keppni í frjálsum dönsum. Myndgátan Hefur skyldum að gegna. Myndgátan hér að ofan lýsir nafnoröi. Margrét Vilhjálmsdóttir leikur eitt aöalhlutverkiö. Poppkorn í kvöld verður Poppkorn eftir Ben Elton sýnt á smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. í leikritinu segir frá kvikmyndaleikstjóra sem frægur er fyrir ofbeldiskvikmynd- ir. Hann er tilnefndur til ósk- arsverðlaunanna og fær þau. Nótt- ina eftir afhendingu þeirra brjót- ast tveir einlægir aðdáendur hans inn i glæsihús hans í Hollywood. Atburðarás næturinnar tekur öll- um kvikmyndum hans fram og skyndilega er hann kallaður til ábyrgðar. Leikhús Höfundur Poppkorns, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, er breski háð- fuglinn Ben Elton. Háskaleg fyndni verksins og tilvísanir þess í geggjaðan heim Hollywood-kvik- myndaiðnaðarins og æsifréttaleit fjölmiðla hittir í mark. Leikritið hefur farið siguiTór um Bretland. Meöal leikenda eru Pálmi Gestsson, Hjálmar Hjálmarsson, Ólafla Hrönn Jónsdóttir og Mar- grét Vilhjálmsdóttir. Leikstjóri er Guðjón Pedersen. Bridge Breska útgáfufyrirtækið Batsford hefur undanfarna mánuði gefið út fjölda nýrra bridgebóka og í siðasta mánuði bættust tveir titlar í safnið. Önnur þeirra er bókin „Hand Evaluation in Bridge” eftir Brian Senior, bók um spilamat sem er verulega eiguleg. Höfundur hinnar bókarinnar er Martin Hoffman en titill hennar er „Bridge: Defence in Depth“ en það er bók um vörnina. í henni er að finna 65 varnarþrautir sem margar hverjar gera töluverðar væntingar til lesandans. Skoðum hér eitt dæmi úr bókinni, þraut númer 60. Lesandinn er varnarspil- ari í austur og sér aðeins spil blinds (norðurs) í 5 spaða samningi eftir þessar sagnir: 4 Á2 * 97652 •f ÁD6 * K104 ♦ - 4» G * KG10852 * D98762 4 DG1097654 * Á3 * 94 * G Austur Suður Vestur Norður 1 4* 4 4 4 grönd 5 4p/h Þú ert ekki alveg viss um hvað fjögurra granda sögn félaga þýðir en þegar vestur spilar út hjartagosan- um og blindur birtist er ljóst að vestur á láglitina. Þú yfirdrepur gosa á drottningu og suður drepur á ásinn. Eftir nokkra umhugsun spilar sagnhafi tígli á drottningu, tekur tigulásinn og spilar tígulsexu. Hvað gerir þú í þessari stöðu? Suður er góður spilari og hann áformar að henda laufgosan- um í tígulinn. Ef vestur lendir inni getur hann hvorki spilað tígli né laufi. Tígull er i tvöfalda eyðu og ef laufi er spilað er tían sett í blindum og suður losnar við einspilið sitt í spaða niður í laufkónginn. Ágætis dæmi um „skærabragð". En austur getur eyðilagt fyriráætlanir sagn- hafa með því að trompa litla tígul- inn með lágum spaða. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.