Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Page 28
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notaö t DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ1998
Akureyri:
Uppsagnir
DV, Akureyri:
Um 50 hjúkrunarfræðingar á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri hafa
sagt upp störfum sínum vegna óá-
, j^nægju með að ekki hefur verið samið
við þær um nýtt launakerfí.
Hjúkrunarfræðingarnir sem sagt
hafa upp munu vera nálægt þriðjung-
ur hjúkrunarfræðinga við sjúkrahús-
ið. í kjarasamningum á síðasta ári var
um það samið að nýju launakerfi inn-
an sjúkrahússins yrði komið á, en
samningar um það hafa ekki náðst
þrátt fyrir talsverða yfirlegu. -gk
Sverrir á Vísi
Sverrir Hermannsson, fyrrverandi
bankastjóri Landsbankans, verður í
Spjallinu á Vísir.is
klukkan 16 í dag.
Sverrir hefur sannar-
lega verið í kastljósinu
undanfarið, fyrst
vegna Landsbanka- og
Lindarmála en síðan
Sverrir Her- sem forgöngumaður
mannsson. um stoinun stjórnmála-
flokks sem gegn kvóta-
kerfinu. Slóðin á Vísi er www.visir.is
á Netinu og síðan í Spjallið. -hlh
Jarðskjálftafræðingar á Veðurstofu íslands fara yfir stöðu mála í gærkvöid. Þeir sjást hér skoða jarðskjálftarita sem
sýnir jarðhræringarnar. Einar Kjartansson bendir á skjáinn og Gunnar Guðmundsson, Ragnar Stefánsson og Páll
Halldórsson fylgjast spenntir með. DV-mynd Hilmar Þór
Herráð Sverr-
is fundaði
„Mér líst vel á Sverri. Ég er þó ekki
á leið i framboð," segir Guðmundur
G. Þórarinsson, fyrr-
verandi alþingismaður
framsóknarmanna.
Guðmundur sat i gær-
morgun fund með
Sverri Hermannssyni
þar sem m.a. voru
rædd framboðsmál.
Fundurinn var eins
konar herráðsfundur
nánustu stuðnings-
manna Sverris. Auk
Guðmundar sátu hann
Jón Sigurðsson, fyrr-
verandi forstjóri Járn-
blendiverksmiðjunnar,
Helgi Þórðarson verk-
fræðingur, Matthías
Bjamason, fyrrverandi
alþingismaður, Valdi-
mar Jóhannesson og
Bárður Halldórsson frá Samtökum
um þjóðareign.
Guðmundur G. Þórarinsson vildi
sem minnst tjá sig um umræðuefni á
fundinum en sagði að flestum ætti að
vera kunn andstaða sín við framsalið
í kvótakerfinu. -rt
Helgarblað DV:
*Á tímamótum
í helgarblaði DV er birt viðtal við
Árna Sigfússon og Bryndísi Guð-
mundsdóttur, eiginkonu hans. Rætt
var við þau um pólitík, nýafstaðnar
kosningar, framtíðina og margt
fleira.
Við kynnumst söngkonunni kyn-
þokkafullu í Carmen Negra, hinni
ensku Caron Barnes-Berg. Sagt er
frá verðlaununum sem DV fékk í
Amsterdam í gær fyrir auglýsinga-
herferð blaðsins, í erlendu frétta-
ljósi er fjallaö um brotthvarf Geri
úr Kryddpíunum og af innlendum
vettvangi er velt upp pólitískri
^töðu Sverris Hermannssonar, jafnt
i' fortíð sem framtíð. -sm/bjb
Öflugur jaröskjálfti skók Suðvesturland:
Hélt að þetta væri
stóri skjálftinn
- Hvergeröingar hlupu út þegar skjálftinn gekk yfir
„Það leikur allt á reiðiskjálfti enn
þá,“ sagði Eva Hreinsdóttir í Hvera-
gerði þegar blaðamaður hafði sam-
band við hana þegar klukkan var
skammt gengin í ellefu í gærkvöld.
Skjálfti upp á u.þ.b. 5,3 á Richter gekk
yfir suðvesturhornið kl. 21.43 í gær-
kvöld og voru áhrif hans mest í
Hveragerði þar sem rafmagnið fór af
bænum í skamma stund og hlutir
hrundu úr hillum. Upptök hans eru
talin vera undir Hellisheiði og skóku
eftirskjálftar suðvesturhornið lengi
eftir að stóri skjálftinn reið yfir.
Þrír stórir í röð
Líklegt er að þetta sé lokahnykkur
í skjálftahrinu sem gengið hefur yfir
suðvesturhornið og hefur átt upptök
sín á Hengilssvæðinu og nágrenni.
Skjálfti upp á 4,8 á Richter skók Suð-
urland og höfuðborgarsvæðið um
kvöldmatarleytið í gærkvöld. Að sögn
Dót hrundi úr hillum í Hveragerði í
gærkvöld og fólk var felmtri siegið.
Hér er Sigurlína Hreinsdóttir með
bækur sem hrundu úr hillum.
DV-mynd EH
Evu var seinni skjálftinn mun öflugri
en sá fyrri. Að lokum má nefna að eft-
irskjálíti upp á 4,5 á Richter fannst
greinOega í Hveragerði og á höfúð-
borgarsvæðinu um eOefuleytið.
Hún segist hafa brugðist við eins
og margir aðrir bæjarbúar, hún hljóp
út úr húsi, og segir að margir hafi
verið skelkaðir. „Ég var að lesa í
rúminu þegar drunurnar byijuðu og
aOt byrjað að hristast. Ég hljóp út
eins og margir aðrir,“ segir Eva. Hún
segir að engar teljandi skemmdir hafi
orðið á húsi hennar.
„Einhverjar styttur duttu niður en
það er ekkert sem skiptir rnáli."
Hún segir að það hafi vakið athygli
manna að fýlar sem halda tO í Hamr-
inum upp við hlíðina fyrir ofan bæ-
inn hafi ekki haggast við skjálftann
sem varð um sjöleytið í gærkvöld.
„Nú sést hvergi fugl, það er eins og
hann hafi forðað sér við seinni
skjálftann.
Fólk óttaslegið
„Ég sat bara frosin á meðan
skjálftinn gekk yfir og beið þess sem
verða vildi. Það hrundi allt dót hjá
mér úr hillum og skápum og er bara
aOt á gólfinu. Ég átti von á því að
þetta væri sá stóri. Ég brást við eins
og margir aðrir bæjarbúar og hljöp
út. Mér fannst fólk vera óttaslegið og
undrandi að sjá enda var þetta afar
snarpur skjálfti," segir Sigurlína.
„Það er ekki vitað til þess að nein-
ar skemmdir hafi orðið á húsum.
Einhverjar skemmdir urðu þó á
lausamunum," segir Guömundur
Baldursson, varaformaður almanna-
varnanefndar Hveragerðis.
„Það hafa verið stöðugir eftir-
skjálftar í nótt og í morgun. Sá
stærsti var 3,5 á Richter klukkan
5.40 í morgun. Sá var mjög sunnar-
lega á svæðinu. Það má búast við
stöðugum eftirskjálftum áfram í dag.
Það er ómögulegt að segja hversu
öflugir þeir skjálftar geta orðið,“
segir Einar Kjartansson jarðskjálfta-
fræðingur.
-JHÞ/RR
Veðrið á morgun:
Skýjað og
víða rigning
Á morgun er gert ráð fyrir
austlægri golu. Það verður skýjað
og víða dálítil rigning, einkum
sunnan tO. Hiti verður á bOinu 2
tO 12 stig, mildast suðvestan- og
vestanlands.
Veðrið í dag er á bls. 45.