Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1998, Síða 6
6
Fréttir
Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins:
Flokkarnir aldrei nær sameiningu
„Þetta var góður fundur og í alla
staði mjög málefnalegur og hvað
varðar samfylkingarmálin á lands-
vísu þá er það mín tilfinning að
flokkarnir séu nær því að sameinast
en nokkru sinni áður,“ segir Mar-
grét Frímannsdóttir formaður um
miðstjórnarfund Alþýðubandalags-
ins sem haldinn var á laugardaginn.
Þessi miðstjómarfundur er síðasti
formlegi fundurinn fyrir landsfund
Alþýðubandalagsins sem haldinn
verður helgina 4.-5. júlí næstkom-
andi.
Á fundinum var farið rækilega
yfrr niðurstöður sveitarstjórnar-
kosninganna og síðan vom samfylk-
ingarmálin til umræðu. Undanfarið
hafa fimm hópar, skipaðir fulltrúum
Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og
Kvennalista, unnið málefnapakka
vegna fyrirhugaðs sameiginlegs
framboðs. Fjórir hópanna kynntu
niðurstöður þeirrar vinnu á fundin-
um, utanríkismálahópur mun ekki
hafa lokið störfum enn. Málefnahóp-
segir Margrét Frímannsdóttir formaður
Margrét Frímannsdóttir var ánægð með störf miðstjórnarfundar sem haldinn
var í Þinghóli á laugardaginn. Hér ræðir hún málin við Jón Gunnar Ottósson
og Jóhann Geirdal, varaformann flokksins. DV- mynd Jói
arnir munu halda áfram störfum en
það verður landsfundar Alþýðu-
bandalagsins að kveöa endanlega
upp úr hvernig Alþýðubandalagið
kemur að samvinnu flokkanna í
næstu alþingiskosningum.
Eðlilegur ágreiningur
Nokkur ágreiningur hefur verið
um sameiningarmálin innan Al-
þýðubandalagsins og skiluðu með-
al annars Steingrímur J. Sigfússon
og Ögmundur Jónasson hvor um
sig greinargerð um málið. Margrét
Frímannsdóttir segir ekki nema
eðlilegt að menn greini á um svo
stór mál. „Það kom skýrt fram á
fundinum að það séu ekki skiptar
skoðanir um aukna samvinnu
flokkanna. Það er frekar að ágrein-
ingurinn standi um hvemig form-
ið á að vera en þessi mál verða
rædd til hlítar á landsfundi flokks-
ins í byrjun næsta mánaðar og ég
er bjartsýn á að menn leysi þenn-
an ágreining í rólegheitum. Ef
fundurinn um helgina var sýnis-
hom af því sem koma skal þá á ég
ekki von á öðru en landsfundurinn
verði vettvangur málefnalegrar
umræðu," segir Margrét Frí-
mannsdóttir. -aþ
Síldarævintýrið fyrir austan:
Menntaskólanemi á
bankastjóralaunum
Hin góða veiði íslendinga úr
norsk-íslenska síldarstofninum
upp á síðkastið er athyglisverð og
hefur vakið upp sælar minningar
síldaráranna þegar þau vom og
hétu og allt snerist um síld og aft-
ur síld. Síldarskip Eskfirðinga,
Hólmaborg og Guðrún Þorkelsdótt-
ir, hafa mokað upp síldinni og
komið drekkhlaðin til hafnar. Mik-
il verðmætasköpun á sér stað og
margir gera það gott, sjómenn, út-
gerð og vinnslan í landi.
18 ára menntaskólanemi úr
Reykjavík, Jón Trausti Reynisson,
nýsloppinn úr vorprófum Mennta-
skólans við Sund, hefur farið 3
veiðiferðir á Guðrúnu Þorkelsdótt-
ur sem háseti og er í skýjunum
með sín laun sem hann reiknar
með að séu ekki undir 470-480 þús-
und krónur.
„Þetta er alveg ævintýralegt, ég
hefði aldrei trúað þessu,“ sagði
Jón Trausti í samtali við DV. „Ég
fór um borð 28. maí og í dag, 13
dögum síöar, er ég búinn að hafa
Erum flutt að Helluhrauni
10, Hafnarfirði
Gínur, fataslár
Mátunarspeglar - sokkastandur
Barnagínur, framhengi í panil.
Panilpinnar, plastherðatré. Sérsmíði
á innréttingum. Verðtilboð.
Sendum í póstkröfu.
Rekki
ehf. heildverslun
Helluhrauni 10 - Sími 565 0980
meiri tekjur en ég hafði í allt fyrra-
sumar á línubáti. Samt var stoppað
í 3-4 daga í landi vegna sjómanna-
dagsins. En þetta er rispuvinna og
ég veit að nótaveiðamar gefa ekki
alltaf svona vel af sér. Andinn er
góður um borð, dugleg áhöfn og
skipið klassaflnt og skipstjórinn
fiskinn. Ég hef verið 3 sumur á sjó,
þar af 2 á humri og eitt á linu.
Nótaveiðamar eru mjög frá-
bragðnar og skemmtilegri að minu
mati, alla vega miðað við mlna
reynslu."
Jón Trausti er Vestfirðingur og
flutti fyrir nokkrum áram til höf-
uðborgarinnar frá Flateyri. Hann
er með sjómannsblóð í æðum en
hyggst þó ekki leggja sjómennsk-
una fyrir sig, ætlar að vera áhuga-
sjómaður íyrst um sinn.
Aðspurður kvaðst Jón ekki vera
búinn að ákveða hvað hann ætlaði
að gera við launin en taldi öraggt
að þau færu í eitthvað skynsam-
legt. Skólanám er fram undan í
vetur en e.t.v. .væri freistandi að
verja einhverjum hluta launanna í
hlutabréfakaup og freista gæfunn-
ar.
-Regína
Hróarskelduleikur:
Fjórir
heppnir tii
Hróarskeldu
DV, Bylgjan og Feröaskrif-
stofa stúdenta efndu í samein-
ingu til verðlaunagetraunar um
hina miklu Hróarskelduhátíð
sem haldin er að þessu sinni 25.
til 28. júní í Danmörku. Verð-
launahafar í getrauninni urðu
þessir: Kolbrún Ágústa Guðna-
dóttir, Sætúni 1, Suðureyri, Kon-
ráð Gísli Valsson, Túngötu 42,
Reykjavík, Ragna Gestsdóttir,
Flókagötu 8, Reykjavík, og Árný
Hekla Marínósdóttir, Móatúni
23, Tálknafirði.
Fjórmenningamir fara til
Hróarskeldu í boði Ferðaskrif-
stofu stúdenta en uppselt er í
pakkaferð ferðaskrifstofunnar
til Hróarskeldu en enn er hægt
að fá staka miða á hátíðina
sjálfa.
fiUOROH ÞORKEiJ
Jón Trausti Reynisson datt í lukkupottinn þegar hann brá sér á síldarbát hjá
Alla ríka. Á aðeins hálfum mánuði hafði hann tæplega hálfa milljón í tekjur.
DV-mynd Emil
Slökkviðliðsmenn hjóla hringinn:
Feröin gengur mjög vel
- styrkja krabbameinssjúk börn
„Ferðin hefur gengið mjög vel hjá
strákunum. Þeir eru degi á undan
áætlun. Þeir stefna að því að koma til
Reykjavíkur klukkan 14 á þriðjudag.
Það ætla einhverjir að hjóla með síð-
asta spölinn. Ég vil hvetja fólk til að
taka vel á móti þeim þegar þeir koma.
Þeir hafa staðið sig mjög vel og gera
þetta í þágu góðs málefnis," segir ívar
Trausti Jósafatsson, upplýsingafull-
trúi slökkviliðsmannanna sex sem
eru að hjóla í kringum landið.
Tilefni ferðar slökkviliðsmann-
anna er aö styrkja krabbameinssjúk
börn. Áheitasöfnun stendur yfir
vegna ferðarinnar. Slökkviliös-
mennirnir voru staddir í Vík í gær
og gistu þar í nótt. Þeir lögðu af stað
frá Reykjavík 5. júní sl.
„Söfnun hefur gengið alveg ágæt-
lega, þótt ekki komið mikil viðbrögð
frá höfuðborgarsvæðinu en við von-
um að það aukist nú þegar liður að
lokum ferðarinnar," segir ívar
Trausti. -RR
Slökkvliðsmennirnir sjást hér við
upphaf ferðarinnar.
aoet !Mm sr unnim'fun
MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 1998
Kjöt eins og af Keikó
Sendinefhdin frá Ameríku, sem
leitað hefur að framtiðarstað fyrir
háhyminginn Keikó, var á Austur-
landi um daginn og fékk sér að
borða á hóteli austur
á Héraði. Matseðill-
inn var að sjálfsögðu
á íslensku sem Kan-
amir skildu ekki
orð í og spurðu því
þjóninn. Þjónninn
var ekki allt of
sleipur í enskunni
og vafðist það
nokkuð fyrir honum að útskýra
einn réttinn, hrefnukjöt, og hvaða
skepna þessi hrefna væri. Hann
sagði því ..meat from an animal
like Keikó“, eða ket af skepnu eins
og Keikó, og brá hvalavinum nokk-
uð við þessar upplýsingar. Eskfirð-
ingar óttast nú að þessi réttur á mat-
seðli hótelsins hafi eyðilagt mögu-
leika þeirra á að fá Keikó í fjörðinn.
Ómissandi
Það hefur vakið nokkra athygli
að nýkjörinn meirihluti í sveitar-
stjóm í Skagafirði virðist ekki ætla
að ráða Snorra Bjöm Sigurðsson
bæjarstjóra á Sauðár-
króki, sem sveitar-
stjóra í nýju samein-
uðu sveitarfelagi.
Hins vegar hefur
það reyndar vakið
enn meiri athygli
að farið hefur verið
fram á það við
Snorra Björn að
hann starfi fyrir nýja sveitarfélagið
í einhvern tíma og er helst að skilja
að hann eigi að vinna að málum
sem varða sameininguna og koma
þeim áleiðis. Skýringin á þessu er
hins vegar augljós þegar grannt er
skoðaö. Snorri Bjöm var „heilinn" á
bak við sameiningu 11 sveitarfélaga
í Skagafirði og er talinn ómissandi
varðandi það verk að þoka samein-
ingunni í gott horf því nánast allt
verkið er eftir þótt kjósendur hafi
formlega samþykkt sameiningu.
Prófkjörsskjálfti
Tilburðir stjórnarandstöðunnar
til að velta Finni Ingólfssyni úr
sessi hafa orðiö æ veikari og nú
þykir sýnt að ráðherrann muni
standa þau pólitísku
hretviðri af sér. Sam-
herjar Finns í Fram-
sóknarflokknum
kynnu þó að reyn-
ast honum ívið
skeinuhættari. I
Reykjavík fer
óðum að styttast í
prófkjör og margir
telja Ólaf Öm Haraldsson koma
þar firnasterkan í slaginn. Ólafur
þykir hafa haft puttana á þjóð-
arpúlsinum í helstu hitamálunum á
Alþingi og þannig styrkt stöðu sína
meðal kjósenda. Innan Framsóknar-
flokksins er Ólafur ekki talinn ólík-
legur til að skipa 1. sæti flokksins í
næstu kosningum. Það stefnir því í
harðan slag.
Hagnaður aukinn
Stöðumælasjóður Reykjavíkur
viröist hafa komið sér upp árangurs-
ríkri aðferð við að hafa sem mestan
ágóða af aukastöðugjöldum eða sekt-
um sem bíleigendum
er gert að greiða borgi
þeir ekki í stöðumæl-
ana eða að tíminn
rennur út. Starfsmað-
ur DV, sem fékk í
vikunni stöðugjalds-
seðil á bíl sinn, dreif
sig samstundis í bank-
ann til að greiða hann þvi að á seðl-
inum stendur að sé gjaldið greitt inn-
an þriggja daga sleppi viðkomandi
með að greiða 500 kall en annars 850
krónur. Þegar í bankann kom krafð-
ist gjaldkerinn hærri upphæðarinn-
ar þar sem stöðuvörðurinn hafði dag-
sett greiðsluseðilinn þrjá daga aftur í
timann.
Umsjón Stefán Ásgrímsson
Netfang: sandkorn @ff. is