Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1998, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1998, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 1998 15 Rannsóknarnefndin og ráðherrarnir Ríkisstjórnin og stjórnarliðar höfðu greinilega lagt á ráðin um hvaða rök skyldu notuð gegn tillögu um rannsóknarnefnd í Landsbankamálinu eins og stjórnarandstaðan lagði til. í umræðu um tillög- una voru flutt sömu rökin hjá öllum eins og i vel æfðu leikriti: Málið er hjá ríkissaksóknara, þess vegna er tillagan óþörf. Síðan var tuggið á því í síbylju að stjóm- arandstaðan treysti ekki ríkissaksóknara né eft- irlitsstofnunum Alþing- is eins og Ríkisendur- skoðun. Þessi rökleysa er svo yflrgengileg, að hún er hvorki bjóðandi þingi né þjóð. Staðreyndin er sú að þarna opinberaðist rækilega samtrygg- ing þessara flokka fyrir sérhags- munum gegn almannahagsmun- um. - í þetta skipti voru þeir að verja spillingu og óreiðu í banka- kerfinu og slá skjaldborg um við- skiptaráðherra og bankaráð Landsbankans sérstaklega. Verkefni ríkissaksóknara og rannsóknarnefndar Samkvæmt tillögu stjómarand- stöðunnar var verkefni rannsókn- arnefndarinnar þríþætt; 1. Mál þau er leiddu til afsagnar þriggja bankastjóra Landsbankans í aprO sl. 2. Málefni Lindar hf., einkanlega or- sakir þess að ekki var orðið við ábend- ingum Ríkisendur- skoðunar. 3. Samskipti við- skiptaráðherra við Alþingi, þar sem ráðherrann ýmist flutti þinginu rang- ar upplýsingar eða leyndi það upplýs- ingum. Aðeins einn þess- ara þátta er nú hjá ríkissaksóknara, þ.e. Lindarmálið. Athugun ríkissak- sóknara mun fyrst og fremst beinast að því hvort um saknæm athæfi hafl verið að ræða sem brjóta í bága við refsilöggjöfina. - ekki af hverju ráðherra gaf Al- þingi rangar eða villandi upplýsing- ar - eða leyndi það upplýsingum í Lindar- eða lax- veiðimálinu og hver beri á því ábyrgð - ekki hvort ráðherrann hafi brugðist hlutverki sínu sem yflr- manns bankamála í landinu með því að neita samráði við bankaráð- ið um hvort efnt skuli til opinberr- ar rannsóknar í Lindarmálinu árið 1996 og fylgjast ekkert með framgangi málsins eftir það, þó e.t.v. sé það ekki saknæmt. - ekki hvort bankaráðið hafi brugðist eftirlitsskyldu sinni í Lindarmálinu og þeirri ábyrgð sem hún felur í sér, þó það hafi ekki beinlínis brotið lóg. Rannsóknarnefndin þarf líka að flalla um önnur mál tengd Lands- bankanum en Lindarmálið. Nefna má nokkur atriði: - ábyrgð og eftirlitsskyldu bankaráðs og annarra eftirlitsað- ila bankans tengt óráðsíu og bruðli með fé skattborgara vegna risnu og ferðakostnaðar - óút- skýrðan risnukostnað einstakra bankastjóra upp á nokkrar millj- ónir og skattaleg álitaefni því tengd eins og vegna laxveiðileyfa - ástæður fyrir tugmilljarða útlána- tapi Landsbankans á sl. árum - hvort bankastjórar voru beittir þrýstingi af hálfu Eimskips til að knýja Samskip í gjaldþrot - hvort stjórnmálaflokkar eða samtök hafl notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu í bankanum og ef svo er, í hverju hún hafl þá verið fólgin og hverjir stóðu að þeirri ákvörðun Hverja eru þeir aö verja og hvað aö fela? Rannsóknarnefndir þjóðþinga þekkjast víða um heim. Má t.d. nefna að víða í Evrópu eru völd rannsóknarnefnda mjög vítæk og sums staðar hin sömu og völd rannsóknardómara í sakamáli. Heimilað er að stefna vitnum og yfirheyra þau. í Belgíu er enn fremur sá möguleiki fyrir hendi að senda lokaskýrslu rannsóknar- nefndar þingsins beint til dómstól- anna, þannig að unnt verði að höfða mál. Málsmeðferð rannsóknarnefnd- ar tryggir yfirleitt að gripið er til ráðstafana á grundveUi niður- stöðu nefndar- innar. í mörgum Evrópuríkjum geta rannsóknar- nefndir tekið til umflöllunar og rannsakað mál, jafnvel þó að þau séu fyrir dóm- stólum á sama tíma. Rannsóknarnefndirnar eiga fyrst og fremst að styrkja eftirlits- hlutverk þingsins. Hér á landi hefur rannsóknar- nefnd sem skipuð er samkvæmt 39. gr. stjórnarskárinnar ekki svo víðtæk völd sem að ofan greinir. Skilningsleysi forsætis-, utanríkis- og viðskiptaráðherra á eðli rann- sóknarnefnda og þingræðinu í landinu er fáheyrt og ráðherrun- um til skammar. Þeir virðast lítið skynbragð bera á þær alvarlegu ávirðingar og spillingu sem tengj- ast Landsbankamálinu. Ráðherrarnir létu eins og þeir hefðu aldrei heyrt minnst á rannsóknarnefndir þjóðþinga og sýndu slik- an yfirgang gagnvart lög- gjafarþingi þjóðarinnar að lengi verður í minnum haft. - Svo ofsafenginn var málflutningur ráð- herranna að ekki er hægt að draga aðra ályktun af honum en að þeir séu ákveðnir í að láta sam- tryggingarmúr þagnar- innar loka málinu. - Sú spurning er áleitin: Hvað hafa þeir að fela og hverja eru þeir að verja? Hvað er það sem þolir ekki dagsins ljós? Jóhanna Sigurðardóttir Davíö Oddsson, Halldór Ásgrímsson og Finnur Ingólfsson. - Ráöherrarnir létu eins og þeir heföu aldrei heyrt minnst á rannsóknarnefndir þjóöþinga, segir m.a. í greininni. Kjallarinn Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður „Skilningsleysi forsætis-, utan- ríkisr og viöskiptaráðherra á eöli rannsóknarnefnda og þingræöinu í landinu er fáheyrt og ráöherrun- um til skammar. “ Árni er sigurvegarinn Enginn vafi leikur á því að Árni Sigfússon er sigurvegari borgarstjórnarkosninganna. Sem forystumaður Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavik náði hann rúm- lega 45% fylgi. Slíkur árangur eins flokks þykir frábær hvar sem er. Það sem ruglar myndina er að sambræðsla flögurra stjómmála- flokka fékk samtals meira en helming atkvæða í Reykjavík og vann þar með kosningamar. í umræðunni vill gleymast að Reykjavíkurlistinn er aðeins kápa utan um þessa flóra flokka. R-listinn hefur reyndar gert sitt besta til að fela þá staðreynd, með því að fella nöfn flokkanna út af atkvæðaseðlinum. Innihald list- ans hefur hins vegar ekkert breyst. R- listinn hefur ekkert sjálfstætt lif. R-lista flokkarnir eru meö lítiö fylgi hver Á meðan Árni sótti 45% at- kvæða til borgarbúa í gegnum Sjálfstæðisflokk- inn var hver hinna flokk- anna að fá kannski 3-15% fylgi frá stuðn- ingsmönnum sínum. Það sem upp á vantaði sótti Ingibjörg Sólrún í gegn- um persónuvin- sældir sínar. Flestir flöl- miðlar hafa haldið því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé sigur- vegari sveitarstjómarkosning- anna alls staðar nema í Reykja- vík. Það er ekki rétt. Sjálfstæðis- flokkurinn er einnig sigurvegari í Reykjavík. Eini munurinn á borg- inni og landsbyggðinni er sá að í Reykjavík voru litlu flokkarnir búnir að mynda bandalag fyrir kosningarnar. ímyndarblekkingar Ingibjargar Sólrún- ar Árangur Áma Sigfús- sonar og D-lista hans er ekki síður merkilegur í ljósi þess að Ingibjörg Sólrún hefur notið per- sónulegra vinsælda í stóli borgarstjóra. Hún þykir sköruleg, áræðin, fljót í tilsvörum og opin- ská. í samræmi við ráð- gjöf auglýsingastofu R- listans faldi hún alla aðra frambjóðendur R- listans I kosningabarátt- unni. Þar með beindist athygli hinna hliðhollu flölmiðla ein- göngu að borgarstjóranum. Til að tryggja stöðuga og vin- samlega umflöllun skipulagði kosningastjórn R-listans flöldann allan af uppákomum með borgar- stjóra. Ingibjörg Sólrún klippti á borða, lagði hornsteina, tók skóflustungur, veitti verðlaun, opnaði sýningar og heilsaði kónga- fólki. Listahátíð var flýtt um tvær vikur, í fyrsta skipti í sögunni, til að borgarstjóri sæ- ist í sem menning- arlegustu um- hverfi. Allt þetta átti að tryggja sem flest atkvæði í kassann. Niöurlæging borgarstjórans Þrátt fyrir allt þetta hélt R-listinn ekki einu sinni sama fylgi og fyrir flórum árum. Það er hrein og klár niðurlæging fyrir Ingibjörgu Sól- rúnu. En hvers gat hún annars vænst? Hún varð að fela meðfram- bjóðendur sína. Suma þurfti hún að verja opinberlega fyrir skatt- svik og flármálaóreiðu. Hún hafði enga stefnu að kynna. Hún hafði engan árangur að sýna. Hún gat engu svarað um sviknu loforðin. Ólafur R. Jónsson „Sjálfstæöisflokkurinn er einnig sigurvegari í Reykjavík. Eini mun- urinn á borginni og landsbyggö- inni er sá að í Reykjavík voru litlu fíokkarnir búnir að mynda banda- lag fyrir kosningar.“ Kjallarinn Ólafur R. Jónsson framkvæmdastjóri Me5 og á móti Niöurfelling á leyfi til virkjunar Jökulsár í Fljótsdal Olöf Guöný Valdh marsdóttir, formaö- ur Nattúruverndar- ráös. Leyfið undan- þegiö lögum „Ég tel tvfmælalaust að fella eigi úr gildi leyfi Landsvirkjunar til að virkja Jökulsá í Fljótsdal og að nýtt leyfi eigi að vera háð mati á umhverfisáhrifum. Markmið laga nr. 63/1993 um mat á umhverf- isáhrifum er að tryggja að áður en tekin er ákvörðun um framkvæmdir sem kunna, vegna staðsetn- ingar starfsemi sem þeim fylgir, eðlis eða um- fangs, að hafa í fór með sér um- talsverð áhrif á umhverfi, náttúru- auðlindir og samfélag þá fari fram mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmdanna. Leyfi Landsvirkjunar til að virkja Jökulsá í Fljótsdal er undanþegið lögunum. Með virkjun árinnar er hætta á að dýrmætar náttúruperlur glatist. Má þar t.d. nefna Eyjabakkasvæð- ið sem hefur náttúruverndargildi á alheimsvísu samkvæmt svokölluð- um Ramsarsamningi sem íslend- ingar hafa undirritað og er samn- ingur um votlendi með alþjóölegt gildi, sérstaklega fyrir fuglalíf. Einnig myndi stífla þurrka upp hluta árinnar og við það hyrfi ein glæsilegasta fossaröð á íslandi. Miðlun jökulsáa kemur i veg fyrir vorflóð sem getur haft áhrif á svif- þörungavöxt, sem er undirstaða annarra dýrategunda og svona mætti telja áfram. Ef virkjun Jökulsár í Fljótsdal fer ekki í mat á umhverfisáhrifum er engin trygging fyrir verndun náttúrunnar. Mat á umhverfisá- hrifum án þess að fella leyfið úr gildi er marklaust þar sem Lands- virkjun er ekki skuldbundin til að hlíta niðurstöðum matsins." Óréttmætt „Kostnaður við rannsóknir og undirbúning í þágu Fljótsdals- virkjunar nemur á núverandi verðlagi alls um 3.000 milljónum króna frá upphafi. Er þá meðtalinn kostnaður vegna útboðs á öllum helstu verkþátt- um virkjunar- innar 1991 auk kostnaðar við rannsóknir á umhverfisáhrif- um hennar og vegna undirbún- ingsfram- kvæmda. Það er því ábyrgðar- hluti að afskrifa þessa flárfestingu i eitt skipti fyrir öll með því að svipta Landsvirkjun virkjunarleyf- inu sem gefið var út 1991 1 sam- Halldór Jónatans- son, forstjóri Landsvirkjunar. ræmi við gildandi lög og stefnu stjórnvalda. Ég get því ekki fallist á að réttmætt sé að svipta Lands- virkjun þessu leyfi. Verði það gert með sérstakri lagasetningu veldur það Landsvirkjun verulegu flár- hagslegu tjóni sem hlýtur að teljast bótaskylt. Landsvirkjun vinnur nú að gerð skýrslu um mat á umhverfisáhrif- um Fljótsdalsvirkjunar sem spann- ar þau áhrif sem virkjunin og rekstur hennar getur haft á um- hverfi sitt, ekki aðeins gróðurfar og dýralíf, svo sem fugla og hrein- dýra, heldur einnig á strandlengju Héraðsflóa, ferðamennsku, forn- minjar og samfélag. Skýrslan verð- ur þannig úr garði gerð að hún mun standast þær kröfur sem gerðar eru til slíkrar skýrslu sam- kvæmt lögunum um mat á um- hverfisáhrifum." -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.