Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1998, Qupperneq 18
18
*Mienning
MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 1998 i-lV
Hollar sumarlistir
Myndlistarmaöurinn og Akureyringurinn
Öm Ingi hefur í hátt á annan áratug ferðast
milli grunnskólanna á landinu aö beiðni skóla-
yfirvalda, dvalið vikutíma með nemendum á
hverjum stað og „sprengt upp listalífið" eins og
hann segir sjálfur - með því að vinna með þeim
einkum að myndlist og leiklist. Á þessum ferð-
um sínum hefur hann
kynnst ótrúlega mörg-
um hæfileikaríkum
krökkum sem höfðu
ekki fengið listrænum
áhuga sínum svalað,
og smám saman fædd-
ist sú hugmynd með
honum að bjóða upp á
sumarbúðir á Akur-
eyri þar sem unglingar
gætu iðkað listgreinar
eins og listamenn í
hálfan mánuð.
1992 lét hann
draum sinn rætast og
stofnaði Sumarlista-
skólann á Akureyri.
Hann er opinn ungu
fólki á aldrinum 10-16
ára - og þaö þarf ekki
aö vera neinum sér-
stökum hæfileikum
búið - „aðeins hafa í
sér löngun til að fást
við listir," segir
hann. Fæstir vita á
þessum aldri hvað
þeir geta í leiklist,
dansi eöa kvikmynda-
gerð, svo dæmi séu tekin; helst vita krakkar
hvað þau geta í myndlist af því að þau læra
svolítið í teikningu í skólamnn.
„Stundum hefur verið heilt landslið í mynd-
list hjá mér,“ segir örn Ingi, „og það varð til
þess að við tókum að okkur að myndskreyta
heilt hús að utan í Hrísey, hús Útgerðarfélags
KEA á eynni á kostnað félagsins. Við gerum
eina mynd á ári; nemendur vinna undirbún-
ingsvinnu og gera skissur, síðan förum við út
í Hrísey og þar teikna þau beint á vegginn og
mála síðan eins og þau geta. Ég kem bara inn
á síðasta stiginu. Reitimir sem mála á eru
sautján þannig að ef örendiö endist þá lýkur
verkefninu árið 2010!“
Öm Ingi ræður sér tvo til þrjá kennara á
sumri svo að saman eru þau þrjú eða fjögur
með 15-20 krakka hóp. í sumar verður kennd
myndlist og almenn leiklist, sérstakt nám-
skeið verður í götuleikhúsi. Allir kennarar
starfa við skólann á listrænum forsendum;
kennararéttindi eru ekki skilyrði enda hefur
sjálfur forsprakkinn engin slík réttindi - hann
er bara kennari af guðs náð.
En hvernig fer starfið fram? Er nemendum
skipt í hópa?
Öm ingi - vill aö allir unglingar fái aö iöka fagrar listir.
„Nei, þau era öll í öllu í daglegu
prógrammi," segir Öm Ingi, „En eftir fyrstu
vikuna hafa þau oft hellt sér út í sérverkefni
sem tekur hug þeirra allan. Þá em vinnustof-
ur opnar á kvöldin svo að þau geti unniö."
Honum finnst öllu máli skipta að námskeiðiö
sé tvær vikur en ekki ein, því tvær vikur nýt-
ist svo miklu betur. „Ég lít ekki á þetta sem
afþreyingu heldur vil ég að þjálfúnin komi
einstaklingunum aö gagni, og ég veit að í
mörgum tilvikum hefur hún gert það.“
Fordæmishræðsla
- Hver borgar brúsann?
„Þátttakendur greiða námskeiðsgjald, 35.000
krónur, fyrir kennsluna, allt efni, fæði og hús-
næði.“
Ekki er þaö dýrt; þó er eini verulegi styrk-
urinn sem Öm Ingi hefur fengið frítt skóla-
húsnæði hjá Akureyrarbæ. í ár verður Sum-
arlistaskólinn í Oddeyrarskóla; þar er ný-
byggður íþróttasalur sem líka er ætlaður til
fjöllistanota. En af hverju styrkir bærinn ekki
skólann betur?
„Menningarstefna Akureyrar virðist
enn vera í
smíöum,“
segir Öm
Ingi. „Ég finn
fyrir endur-
bótavilja en
allt gengur
afar hægt fyr-
ir sig vegna
þess hvað
stefnan er
óljós. Það er
erfitt að trúa
því að eitthvað
mimi breytast
stórlega til batnað-
ar á næstu ámm.
Hér hefur líka
alltaf verið mikil
fordæmishræðsla.
Ekki má veita
neinum athygli af
ótta við að annar
fari sömu leið og
þá þurfi að gera
það sama fyrir
hann.“
Námskeiðið hjá
Emi Inga byrjar
sunnudaginn 21.
júní og stendur til 5. júlí; enn er rúm fyrir
nokkra nemendur í viðbót. Öm Ingi er líka
með námskeið í myndlist fyrir fulloröna í
sumar en þaö er nánast fullt.
„Mér finnst aö það eigi aö skipuleggja sum-
arkennslukerfi á vegum hins opinbera sem
valkost fyrir alla unglinga,“ segir Öm Ingi að
lokum. „Margt liti betur út ef það yrði gert.
Vinnuskólamir fyrir unglinga hafa
ekki tekist vel, sumir kalla þá leti-
skóla. Þar fá böm fábrotin verkefni
og vinna ekkert skapandi starf. Þau
ættu að fá að þroska sig meö því að
iðka leiklist og myndlist sem gagn-
ast þeim í öðm námi. Það verður að
breyta þessum málum hér á landi
og ég er argrn- út af því að það skuli
ekki vera gert.“ -SA
Saga
Mynd Gunnar Sverrisson
Með tveimur hrútshornum...
MÍGRENI
Mcira en hcfuöverkur
.N t L.YK NAVf-
CKL'l.ÆKNlNt-.AK
oa sjAi.nuAU'
Franska listakonan Orlan
er ekki aðeins listamaður,
hún er listaverk sem hún
sjálf hefur búið til. Það var
sjón að sjá hana í Norræna
húsinu þar sem hún fyrirlas
á Listahátíð á vegum art.is -
en það var enn athyglisverð-
ara að heyra hvað hún hafði
að segja.
Á liðnum öldum dóu kon-
ur oft fyrir aldur fram af
bamsfóram og sjúkdómum.
Þær ólu börn sín í þjáningu,
eins og guð lagði á þær í
syndafallinu, en nú er öldin
önnur, segir Orlan. Við þurf-
um ekki að þjást. Guð og til-
skipanir hans era ekki til.
Mænudeyfing og morfin
standa okkur hins vegar til
boöa. Við getum farið í lýta-
aðgerðir. Við getum breytt
okkur í hvað sem er. Tæknin
er til, ef þú vilt skipta um
ímynd, þá gerðu það en
vertu skapandi og leitandi!
Ekki láta staðlaðar feg-
urðarímyndir sem mótast af smekk og kröfum
einhverra tískukarla ráða ferðinni, segir
femínistinn Orlan við konur.
Orlan notar sinn eigin líkama eins og efni-
við eða verkstæði. Samkvæmt henni á
skreytilist engan rétt á sér og engin list á rétt
á sér nema hún stefni að því að breyta hugs-
un okkar og þar með heiminum. Listin á ekki
að dúlla á yfirborðinu, hún á að skera inn úr
því, vera rót-tæk.
Orlan hefur farið i níu skurðaðgerðir sem
hún sjónvarpar í beinni útsendingu um víða
veröld og tekur upp á myndband. Skurðstofan
verður svið, aðstoðarmenn og læknar í leik-
búningum snúast í kringum listakonuna sem
er með fullri meðvitund, les upphátt og svar-
Orlan.
Myndlist
Dagný Kristjánsdóttir
ar fyrirspumum á með veriö er að fletta and-
litinu á henni sundur. Blóðið rennur, líkam-
inn opnast, lifandi, glansandi vefir í öllum
hugsanlegum litbrigðum hins rauða blasa við
áhorfendum.
Síðasta aðgerðin var sýnd þögul af mynd-
bandi undir fyrirlestrinum í Norræna húsinu.
Það steinleið yfir einn áhorfanda. Eftir það
var slökkt á myndbandinu.
En Orlan undirstrikaöi að
allt þetta hefði verið þján-
ingarlaust. Markmiðið væri
að sýna umbreytinguna,
þar sem texti og kroppur
rynnu saman í hinu hold-
lega orði.
Orlan leggur áherslu á að
list sín sé ekki „body art“
(húðflúr og nælur) heldur
gangi hún lengra og búi til
holdsins og orðsins list.
Engin þjáning,
engin tilfinning
Viðbrögðin við Orlan og
kenningum hennar voru yf-
irleitt sterk. Sumir vora þó
fullir efasemda og fannst að
sjálfspyntingarlosti mið-
aldra konu sem færi í lýta-
aðgerðir væri ekki list.
Gagnrýni af því tagi er út í
hött vegna þess að Orlan er
ekki að gera sig sæta. Hnúð-
amir sem græddir vora á ennið á henni eru
ekki fagrir og stóra nefið sem hún ætlar að
láta búa til á sig innan tveggja ára er hin full-
komna andstæða lítilla nefja, gervibrjósta og
silíkonvara sætu stelpncmna. Aðgerðir Orlan
eru áhættusamar og nefaðgerðin gæti mögu-
lega rústaö fyrri aðgerðum og þar með andlit-
inu. Orlan er sem sagt blóðug alvara.
Verri er afneitun hennar á sársaukanum,
þjáningunni og dauðanum, sem bæði virkar
ótrúveröug og fátækleg. Þvi ef verið er aö gera
tilraunir með það hvaö likaminn þolir hlýtur
óttinn við sársaukann og afneitun á honum að
tæma tilraunina bæði af merkingu og tilfinn-
ingu. Eöa það hefði Kathy sáluga Acker sagt.
DV-mynd ÞÖK
Saga, tímarit Sögufélagsins, 36. árgangur
1998, er komin út. Höfundar koma víða við í
greinum sinum, fjalla meðal annars um efni
af vettvangi erlendrar sagnfræði en efni úr ís-
landssögu fyrri alda skipar þó stærstan sess.
Af áhugaveröu má nefna ritgerð Sverris
Jakobssonar sem nefhist „Friðarviðleitni
kirkjunnar á 13. öld“ og íjallar um viðleitni
kirkjunnar til þess að koma á friði í ófriöi
Sturlungaaldar. Sverrir færir rök fyrir þvi að
sú friöarviöleitni hafi mótast af alþjóðlegum
hugmyndum sem verið höfðu í þróun allt frá
10. öld og leggur áherslu á
þann skyldleika sem er með
íslensku samfélagi 13. aldar
og evrópsku miöaldasamfé-
lagi.
Heiti ritgerðar Páls
Bjömssonar: „Hvers vegna
varð Þýskaland ekki Eng-
land?“ vekur óneitanlega at-
hygli. Páll veltir fyrir sér
hvort þróun Þýskalands frá
hefðbundnu þjóðfélagi í borg-
aralegt þjóðfélag kapítalisma
og lýðræðis hafi verið sér-
stæð og afvegur frá þeirri leið sem önnur
Vesturlönd fóra eða hvort Þýskaland hafi
þróast eðlilega og orðið eitt nútímalegasta
land álfunnar.
Ámi Daníel Júlíusson gagnrýnir i grein
sinni þá dökku mynd sem stundum er dregin
upp af lífsskilyröum fólks á íslandi á fyrri
öldum. Hann heldur því fram að lífskjör hafi
ekki verið verri en gerðist í Evrópu og mögu-
leikar landbúnaðar hafi ekki verið fullnýttir.
Auk þessara greina eru margar aðrar
áhugaverðar og tæplega þrjátíu ritdómar þar
sem fjallað er um nýútkomin sagnfræðirit.
Ritstjórar Sögu era þeir Guömundur J. Guö-
mundsson, Guðmundur Jónsson, Már Jóns-
son og Siguröur Ragnarsson.
Ekki bara hausverkur
Lækninga- og sjálfshjálparbók um Migreni er
komin út hjá Fjölva-Vasa. Þetta er yfirgripsmik-
iö rit og fjallar um allar hliðar þessa þjáningar-
fulla sjúkdóms en áætlað er að 7-10 þús. manns
hér á landi eigi við verulegan mígrenvanda að
stríða.
Fyrst er sjúkdómnum lýst, orsökum
hans og kveikju kastanna. Þá er fjallað
um hefðbundnar lækningaaðferðir og
þau mörgu ráð lyflæknisfræðinnar
sem komið hafa á markaðinn. Svo er
þrautalendingin aö leita óhefðbund-
inna lækninga og um þá möguleika
fjallar meirihluti bókarinnar, um
sjálfshjálp, mataræði, matarofnæmi,
slökun og hugleiðslu. Ýmsar náttúru-
legar lækningar eins og kínversk nál-
arstunga, grasalækningar, hómópatía,
sálræn heilun og svokölluð beinajöfn-
un hafa líka reynst mjög árangursrík-
ar viö mígreni.
Höfundur er Eileen Herzberg en Eva Ólafs-
dóttir þýddi bókina.
Menningarbörn
Út er komið tímaritið Böm og menning sem
félagið Böm og bækur - íslandsdeild IBBY gef-
ur út. í þessu tölublaði er að finna ýmsar grein-
ar sem skýra frá markvissu menningarstarfi
fyrir böm. Meöal annars er Listasmiðjan Gagn
og gaman í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi
heimsótt og spjallað við Elisabetu B. Þórisdótt-
ur, forstöðumann Gerðubergs, og Björgu VO-
hjálmsdóttur sem vinnur við Gagn og gaman.
Jón Kalman Stefánsson, ljóðskáld og rithöf-
undur, skrifar greinina Nokkrar laustengdar
vangaveltur um bernskuskynjun, Halldór Kiij-
an og stórlæti. Þar teflir hann fram tveimur
bemskukvæðum HaOdórs, Bráðum kemur betri
tíð og Ég er brott frá þér bernska. Jón Kalman
segir „albirtu skáldskapar-
ins“ leika um fyrra kvæðið
en hið síðara sé aftur á móti
borið upp af lærdómi, ort af |
þekkingu og þroska. Jón
bendir í greininni á lokalínu
kvæðisins Bráðum kemur
betri tíð „og kýrnar leika við
kvurn sinn fingur“. Skáldið
og fræðimaðurinn Jón
Helgason mun hafa lesið
kvæðið yfir og bent hinum unga HaOdóri á, að
kýr hafa klaufir, ekki fingur. „En þar liggur
auðvitað snOldin og hún er af bemskunni runn-
in,“ segir Jón Kalman. „Þetta er hin ferska sýn
á heiminn, leikurinn og frumleikinn í einni
línu. Svona getur sá einn ort sem hefur ekki yf-
irgefið bernskulandið."
Ritstjóri er Kristín Birgisdóttir.
i 1 Jmsjón:
Þórunn Hrefna
„ ,,.„r[|in