Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1998, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1998, Side 26
38 MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 1998 Gömul svín til liðs við vísindin Danskir vísindamenn ætla að nota gömul svin til að reyna að leysa gátuna um alsheimer- sjúkdóminn. Svínin verða að vera að minnsta kosti tiu ára gömul. „Við ætlum að rannsaka hvort það verða vefjabreyting- ar i heilum grísanna þegar þeir verða tíu ára. Ef það ger- ist verður kannski hægt að nota þá í tilraunir til að leysa gátuna um alsheimer,“ segir Ame Lund Jorgensen, lektor við Árósaháskóla. Svín og menn eiga margt sameiginlegt og þess vegna era skepnar þessar einkar vel til þess fallnar að taka þátt í til- raununum. Hins vegar kann að reynast vandasamt að finna tíu ára gamla grisi. Alsheimer leggst einkum á gamalt fólk. Sjúkdómurinn veldur skemmdum á heilavefn- um og skerðir þar af leiðandi vitsmunalegu getu sjúkling- anna. Sólin gleypti tvær halastjömur Stjamvísindamenn urðu vitni að fremur sjaldséðum at- burði fyrir stuttu þegar sólin gleypti tvær halastjörniu' með örstuttu millibili eftir að þær komu inn í gufuhvolf hennar. Þegar síðari halastjaman hafði þannnig endað líf sitt spúði sólin miklu magni sólargass, svona rétt eins og hún væri að ropa eftir góða máltíð. En það var nú víst ekki svo því vís- indamenn bandarísku geimvís- indastofnunarinnar NASA segja þessa tvo atburði, hala- stjömuátið og gasútblásturinn, líklegast vera óskilda. Minni sýklalyf virka vel á eyrnabólgu Fimm daga skammtur af sýklalyfjum virðist virka alveg jafn vel á venjulega eymabólgu í krökkum og tíu daga skammturinn sem yfirleitt er gefinn við þessum leiðinlega kvilla. Þetta era niðurstöður rannsóknar sem vísindamenn við Manitobaháskóla gerðu. í skýrslu vísindamannanna um tilraunimar kemur fram að með fimm daga skammtin- um megi spara umtalsverða fjármuni, auk þess að minni hætta sé á að bakteríumar sem valda bólgunum verði ónæmar fyrir lyfjunum. í Bandrikjunum fá 90 pró- sent bama með eyrnabólgu sýklalyf í tíu daga og gera má ráð fyrir að eins sé hér á ís- landi. í samanburðinum á fimm og tíu daga meðferð not- uðu vísindamennimir algeng sýklalyf eins og amoxicillin og cefaclor. Hugað að langferðum geimfara á næstu öid: Draumurinn um kynlíf úti í geimnum rætist senn Gera þaö um borö í geimskutlu? Því ekki? Kannski á næstu öld. Kynlíf úti í geimnum? Hljómar spennandi, eins og segir í sjón- Vcupsauglýsingunni um lambakjöt- ið. Þótt ýmislegt sé pískrað í röðum geimfara era samt ekki neinar stað- festar heimildir fyrir því að það hafi verið reynt. En kannski er það ekki svo fjarlægur draumur. Að minnsta kosti eru háalvarlegir stjómendur og starfsmenn banda- rísku geimferðastofnunarinnar NASA famir að íhuga þann mögu- leika að heimila slíkt. Hvemig má líka annað vera þar sem menn binda vonir við að senda hóp geimfara i þúsund daga ferð til reikistjörnunar Mars einhvem tíma á næstu öld. Þá líður senn að því að alþjóðleg geimstöð verði send á sporbaug um jörðu þar sem bæði karlar og konur munu dvelja lang- dvölum saman í þröngum vistarver- um. Ekki era þó allir jafn hrifnir af hugmýndum sem þessum og einn reyndur rússneskur geimfari segir meira segja að það sé á við að hafa hlaðna byssu á heimilinu að kynin blandi geði í geimferðum. „Frá sálfræðilegum sjónarhóli vegnar blönduðum áhöfnum alla jafna betur,“ segir aftur á móti A1 Holland, einn helsti sálfræðingur NASA. Karlar og konur hafa margoft far- ið saman í geimferðir frá því hin rússneska Svetlana Savitskaja fór með Saljut 7 árið 1982. Bandarísk geimfarahjón, þau Mark Lee og Jan Davis, flugu meira að segja saman með geimskutlu árið 1992. Ferðin tók átta daga en hjónin vora vísvit- andi höfð sitt á hvorri vaktinni þannig að annað vann á meðan hitt svaf. Þvi var ekki aðstaða til náinna kynna í þeirri ferð. Bandaríski geimfarinn Michael Foale, sem komst í hann krappan um borð í rússnesku geimstöðinni Mir þegar hún lenti í árekstri við birgðaflaug, segist gjarna mundu vilja fara til Mars, þó ekki einn. „Ég mundi vilja fara til Mars með Margt er líkt með skyldum: Pabbar ekki undanþegnir þunglyndi eftir barnsburð Pabbarnir era ekkert und- anskildir þegar fæðingardep- urð er annars vegar. Nýbak- aðir feður eru þó einkum í hættu ef makar þeirra þjást af depurð, segja breskir vísind- menn í grein í American Jo- umal of Psychiatry. Rannsókn á breskum karl- mönnum leiddi einnig í ljós að stjúpfeður eru einkar við- kvæmir og gjarnari en aðrir á að verða þunglyndir eftir að konur þeirra hafa eignast bam. „Karlar í stjúpfjölskyldum kunna að eiga frekar á hættu að verða þunglyndir en karl- ar í hefðbundnum fjölskyld- um. Þessi áhætta er nátengd þunglyndiseinkennum maka þeirra," segir i grein vísinda- mannanna. Kirby Deater-Deckard fór fyrir hópi vísindamanna viö Bristol- háskóla sem gerði könnun meðal sjö þúsund karla bæði fyrir og eftir að eiginkonur þeirra eða sam- býliskonur ólu bam. Þunglyndi eftir bamsburð er vel þekkt fyrirbæri. Um það bil þrettán prósent allra kvenna finna fyrir því og skiptir þá ekki máli úr hvaða menningarumhverfi þær koma. Deater-Deckard og félaga fýsti að vita hvort fjöl- skyldumynstrið skipti ein- hverju máli þegar fæðingar- þunglyndi meðal karla væri annars vegar. „Feður þiufa einnig að að- laga sig á meðgöngutímanum og eftir bamsburð. Visbend- ingar eru um að líkamlegri og andlegri heilsu sumra karla hraki eftir fæðingu bams þeirra, sérstaklega ef þeir hafa ekki mikla reynslu af umönn- un barna," segja vísindamenn- irnir. Karlamir sem tóku þátt í rannsókninni voru spurðir fjölda spuminga um hagi sína. Þeir voru síðan fengnir til að taka heföbundið próf sem mælir þunglyndi. Um þrjú prósent feðra i heðbundnum fjölskyldum þar sem foreldr- arnir ólu börnin sín upp sam- an sýndu greinileg merki þunglyndis. Sú tala komst hins vegar i sjö prósent í fjölskyldum þar sem annar aðilinn átti börn úr fyrra sambandi. Þá jókst þunglyndi feðranna eftir því sem þeir voru eldri, höfðu minni menntun og maki þeirra var árásargjarnari og lítt ástúðlegur. En það sem spáði best fyrir um þunglyndi feðranna vora þunglyndar mæður. Og sú blanda hefur einkar slæm áhrif á börnin. konunni minni,“ segir Foale. Reiknað er með að ferðalagið til Mars taki 180 daga og að fyrstu geimfaramir verði þar í 500 daga áður en þeir leggja upp í heimferð- ina, sem tekur svo aðra 180 daga. Rússneski geimfarinn Musa Man- arov, sem var rúmt ár um borð í Mir í fyrstu ferð sinni, segir að ein- angrunin úti i geimnum auðveldi mönnum að gleyma öllu sem heitir kynlíf. „Þaö er auðveldara úti í geimn- um. Á jörðu niðri hefur maður aug- lýsingar og sjónvarpið fyrir sér. Maður mundi ganga af göflunum að vera kvenmannslaus í tvö ár. En ef þetta er allt fjarri manni úti í geimnum er þetta eins og að vera í klaustri," segir Manarov. Og ekki má gleyma því að um borð í geimskutlum og öðram geim- flaugum era þrengslin mikil þannig að erfitt gæti reynst að stunda þar kynlíf. En hvað um það, þá er næsta víst að enn um sinn verður haldið áfam að ræða hvort maðurinn geti með viljastyrknum einum haft hemil á dýrslegum hvötum sínum í margra ára geimferðum. Við fylgjumst spennt með. Ólífuolían er ekki jafnholl og af er látið Nú lágu Danir í því. Og sos- um aðrir ef því er að skipta. Ný dönsk rannsókn sýnir fram á að ólífu- olía í fitu- ríkri mál- tíð eykur hættuna á bráðablóð- tappa jafn- mikið og smjör. Hef- ur smjörið þó aðallega verið tal- inn syndaselurinn í þeim efnum en ólífuolían til þessa getað flaggað syndaaflausn. Líffræðingurinn Lone Frost Larsen gerði tilraun með ýmsar tegundir fitu fyrir doktorsrit- gerð sína við manneldisdeild landbúnaðarháskólans danska. Hún fékk átján hrausta unga menn til að borða fimrn mis- munandi fituríkar máltíðir sem innihéldu mikið magn af ýmist repjuolíu, sólfíflaolíu, ólífuolíu, pálmaolíu eða smjöri. Að máls- verðinum loknum mældi Lone Frost Larsen magn svokallaðs þáttar VII í blóðinu. Því meira sem er af þessum þætti VII í blóðinu, þeim mun meiri hætta er á að maður fái blóðtappa. Lone komst að því að allar juku máltíðimar magnið af þætti VII i blóðinu og þar með hættuna á blóðtappa. Skipti þá engu máli hvort fitan í matnum var ólífuolía eða eitthvað annað. Það er því kannski eins gott að fara að öllu með gát.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.