Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1998, Síða 27
MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 1998
39
Blindar
bjöllur
- hlaupa 200
metrana á
2 sekúndum!
Það olli visindamönnum
lengi heilabrotum hvernig
tígrisbjallan Cincendela stund-
aði veiðar sínar. Eftir því hafði
veriö tekið að bjallan gerði í
sífellu örstutt hlé á eftirförinni
og tilgangur þeirra var vís-
indamönnunum hulin ráðgáta.
Þessi hlé vara aðeins í um
hálfa sekúndu þannig að hægt
var að útiloka það að bjallan
væri einfaldlega að hvíla sig.
En hver var skýringin?
Nú hefúr komið í ljós aö
Aöferö tfgrisbjalla viö veiöar
gæti komiö aö gagni viö þró-
un sjónkerfa fyrir vélmenni.
ástæðan fyrir þessu hiki er sú
að bjöllumar blindast eitt
augnablik og verða því að
nema staðar. Tígrisbjallan er
nefnilega þannig sköpuð að ef
hún hreyfir sig of hratt safna
augu hennar ekki nægum
Ijóseindum til þess að búa til
skýra mynd af bráðinni. Þess
vegna verða þær að stoppa,
horfa í kring um sig og hlaupa
svo aftur af stað.
Það er áhugavert að jafnvel
þótt bjallan stoppi þrisvar til
fiórum sinnum meðan á eftir-
fórinni stendur tekst henni
samt að ná bráð sinni. Bjallan
þýtur nefnilega áffam á hrað-
anum 0,5387 metrum á sek-
Michael Johnsson þætti
eflaust gott aö geta státaö af
tíma tígrisbjöllunnar á 200
metrunum
úndu eða u.þ.b. 2 km/klst. Það
virðist kannski ekki mikið við
fyrstu sýn en er þó jafngildi
þess að maður hlaupi tvö
hundruð metra sprettinn á litl-
um tveimur sekúndum, sem
hver sem er þættist góður af.
Vonast er til þess að rann-
sóknir á ljósnemum bjöllunn-
ar, sem safna ljóseindum og
búa til myndir, muni leiða til
þess að hægt verði að þróa
betri sjónkerfi fyrir vélmenni.
Þykir uppgötvunin um ástæðu
hinnar einkennilegu veiðiað-
ferðar bjöllunnar benda til
þess að ekki sé endilega nauð-
synlegt aö hafa hraðasta ljós-
nemann ef safnað er með hlé-
um. -fln
Þessi stúlka lætur laukinn ekki aftra sér frá þvf aö brosa.
- af hverju tárin streyma við laukskurð
Jafnvel reyndustu kokkar geta
ekki tára bundist þegar þeir skera
lauk og kynslóðir húsmæðra og hús-
feðra hafa velt fyrir sér ástæöunni
fyrir þessum óþægilega fylgifiski
þessa gómsæta grænfóðurs. Ástæð-
an er víst sú að þegar laukurinn er
skorinn losna úr læðingi brenni-
steinssambönd sem blandast vatns-
gufu í loftinu og stíga upp í vit þess
sem sker. Þar áreita þessi sambönd
taugaenda í munni, nefl og, ekki
síst, augum.
Fólk er misviðkvæmt fyrir þess-
um samböndum. Sumir geta skorið
lauk klukkustundum saman, nánast
út í það óendanlega, en aðrir tárast
við fyrstu sneið. Einnig er minna af
þessum samböndum í sætum lauk
svo hann hefur í for með sér minna
táraflóð.
Til þess að forðast að vatna mús-
um yfir matnum leggur Alþjóðlega
lauksambandið, samband banda-
rískra laukframleiðenda, til ýmis
ráð. Fyrst og fremst skal byrjað að
skera oddmjóa endann móti rótinni
og rótina sjálfa því síðast þar sem
þar er langmest af þessum óþægi-
legu efhum. Einnig skal nota beitt-
an hníf til þess að forðast að merja
nærliggjandi frumur og þannig
auka magn efnanna sem stíga upp
ffá skurðarsárinu. Þá er gott að
kæla laukinn fyrir skurð því að
kæling hægir almennt á efnahvörf-
um.
Nú þarf enginn lengur að vatna
músum yfir skomum lauk, nema
grátsýkin sé ólæknandi. Að minnsta
kosti veit fólk af hverju og getur því
brosað gegnum tárin. -fin
Eðlur ganga á vatni
Eðlutegund sem fmnst við ár og
læki í regnskógum Ameríku er
gædd þeim einstaka hæfileika að
geta bókstaflega gengið á vatni. Það
þarf því ekki að koma á óvart að
þessi sérstæða eðlutegund er kennd
við mann sem er eina annað dæmið
1 veraldarsögunni um þennan hæfi-
leika, nefnilega Jesú Krist sjálfan,
þó að frelsarinn hafi nýtt sér vatns-
gönguna frekar á táknrænan hátt en
praktískan. Jesú Krists-eðlurnar
eru með nokkurs konar kögur um-
hverfis afturfætuma. Þegar þær
skella fótunum niöur á vatnið fest-
ist loft á milli fótanna og vatnsins
og eölumar ná aö standa á því nógu
lengi til þess aö taka næsta skref.
Svona gengur þetta svo lengi sem
eölan getur haldið nógu miklum
hraða til þess að nýta sér loftpúð-
ana. -fin
Jesú Krists-eölurnar fara aö fordæmi frelsarans og arka á öldum.
MMC Lancer st. '97,5 d., 5
g., ek. 29 þús. km, grár.
iVerö 1.250.000.
Skoda Felica Combi '96, 5
d., 5 g., ek. 26 þús. km, blán
Verö 700.000.
VW Golf 1800 '94, 3 d„ 5
g„ ek. 73 þús. km, vínrauður,
álfelgur, sóllúga.
Verö 1.050.000.
Opel Astra dísil st. '97,5
d„ 5 g„ ek. 45 þús. km,
blágrár. Verö 1.220.000.
Pontiac Trans sport '91.
4 d„ ssk„ ek. 92 þús. km,
grár, 7 manna.
Verö 1.590.000.
’Toyota Hilux D/C '93,4 d„'
5 g„ ek. 109 þús. km, rauður,
,pallhús. Verð 1.480.000. ,
Peugeot Boxer '96,5 d„ 5 g.,
ek. 88 þús. km, hvítur. Verð
1.530.000.
Borgartúni 26, símar 561 7510 & 561 7511
<
í
-«
r*