Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1998, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1998, Side 36
48 MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 1998 íþróttir unglinga i>v Pæjumótið í Ve s t m a n n a e y j u m Frábær viðburður „Þetta er svo frábær viðburð- ur að þetta er í fjóröa skiptið sem ég kem,“ sagði Smári Þórarinsson, fararstjóri Valsstúlkna. „Yfir heildina er ég mjög ánægður með skipulagningu mótsins og framkvæmd. Einnig gerði veðrið gæfumuninn nú í ár,“ sagði Smári ánægður að loknu móti. „Að mínu mati finnst mér að það eigi ekki að útkljá úrslit í vítaspymukeppni fyrr en í fyrsta lagi í 3. flokki því að þetta er bara allt of mikil pressa á stelpurnar," sagði Smári, en Valsstúlkur töpuðu leik í undan- úrslitum á móti KS í bráðabana vítaspyrnukeppni. „Æðislega gaman“ „Þetta er í þriðja sinn sem ég kem á Pæju- mót,“ sagði Sandra Ás- geirsdóttir, leikmaður 5. flokks Breiða- bliks. Hún var ánægð með velgengni liðsins. „Við spiluðum um 5.-6. sætið.“ „Það var frábært að fara á skemmtunina á Stakkagerðis- túni og tónleikarnir í íþrótta- miðstöðinni voru lika góðir,“ sagði Sandra, enda nóg um að vera annað en fótbolti á Pæju- mótinu. Aðspurð hvort hún ætlaði að koma aftur sagði Sandra: „Jahá sko, þetta er svo æðis- lega gaman." Yndislegt veður „Þetta er mitt annað skipti á Pæjumóti," sagði Bryndís Þorsteinsdóttir, leikmaður 4. flokks KS frá Siglufirði. Henni fannst skemmtilegast að keppa. „Svo var líka æðislegt að fara í báts- ferð og í sund.“ Hana langar að koma aftur á næsta ári. „Það er svo gaman héma, sérstaklega þegar veðrið er svona gott.“ „Frábært“ Ema Þorleifsdóttir er að þjálfa 6. flokk og er hún að ljúka sínu sjötta Pæjumóti. Ema hefur verið einstak- lega sigursæll þjálfari í gegnum tíðina og náð einmitt mjög góðum árangri á Pæjumótinu í Eyjum. Hvemig hefur þér þótt til takast nú í ár? „Alveg frábærlega og nú hefur veðrið loksins leikið við okkur. Þetta hefur verið öðmvísi fyrir mig núna þar sem ég er að þjálfa mun yngri stelpur en ég er vön að gera. Mér finnst allt hafa farið mjög vel fram, en hvað varðar leikina þá finnst mér að allar þær stelpur, sem taka þátt í mótinu, það er að segja yngstu stelpurnar, ættu að fá verðlaun." Breiöabliki gekk vel á Pæjumótinu, eins og svo oft áður. sjsSS Erna Þorleifsdóttir, þjálfari 6. flokks ÍBV, ásamt tveimur lærisveinum sínum f 6. flokki. Stúlkurnar f 6. flokki ÍBV voru sigursælar á mótinu. Þær sigruðu í keppni B-liöa og uröu f þriöja sæti í keppni A-liða. Hér ganga þær brosandi til leiks. Umsjón: Texti: Myndir: íris B. Eysteinsdóttir Rútur Snorrason Ómar Garðarsson Pæjumótið fór vel fram að vanda: Leikgleðin í fyrirrúmi hrein unun að fylgjast með stúlkunum í gær lauk Pepsí-pæjumótinu í knattspymu í Vestmannaeyjum en síðan á fimmtudag hafa 830 stelpur á aldrinum 6 til 15 ára att kappi í fótbolta í þessu móti sem ÍBV stend- ur fyrir. Alls tóku 15 félög þátt í mótinu með samtals 82 lið. Keppt var í þriðja, fjórða, fimmta og sjötta aldursflokki. Mótið heppnaðist í alla staði mjög vel enda lék veðrið við þátttakendur alla dagana. Úrslitaleikimir fóru fram í gær en í gærkvöldi var mik- ið lokahóf þar sem verðlaun vora af- hent og tilkynnt var um bestu menn í hverjum flokki. Heiðursgestir á lokahófmu voru Ragna Lóa Stefáns- dóttir knattspymukona og Arnar Ottesen. Eyjamenn hafa orðið mikla reynslu i að halda mót fyrir yngri flokka í knattspyrnu og það sannað- ist þama. Allt gekk eins og vel smurð vél. Fótbolti var leikinn frá morgni til kvölds. En lífið er ekki bara fótbolti og á kvöldin var boðið upp á úti- dansleik og kvöldvöku. Það var hrein unun að fylgjast með leikjum í Pæjumótinu. Sama leikgleðin var hjá öllum aldurs- flokkum en þegcir kom að úrslita- leikjunum magnaðist spennan og áður en yfir lauk höfðu mörg tár fallið en allir fóra heim með minn- ingar um skemmtilegt mót. Breiðablik var sigursælasta fé- lagið á mótinu og vann í fjórum flokkum. ÍBV sigraði í tveimur og Valur og FH i einum hvort félag. Nánar verður fjallað um mótið i DV á morgun og farið yfir úrslit í einstökum flokkum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.