Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1998, Síða 44
Vinningstölur laugardaginn: 13. 06.’!
Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð
1. 5af 5 0 11.356.430
2. 4af5+>?j§S 5 130.680
3. 4 af 5 143 7.880
4. 3 af 5 4.464 580
f Aukaúrdráttur: 2-11-14-20-31.
I " Jókertölur Q 4
* vikunnar: v I
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnieyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ1998
A-fLokkasamruni:
Blekking
- segir Svavar Gestsson
„Það er bara
blekking að eitt-
hvað hafi færst
nær. Þetta hvorki
fjarlægðist né ná-
lægðist. Þarna
fóru fram góðar
viðræður en það
verður landsfund-
ur sem gerir út
um málið,“ segir
Svavar Gestsson
aiþingismaður um þá túlkun að eftir
miðstjórnarfund Alþýðubandalagsins
hefðu A-flokkarnir færst nær samein-
ingu en nokkru sinni fyrr. -rt
Nánar á bls. 6
Bílvelta í Hrútafirði:
Tvennt slasað
Bílvelta varð i norðanverðum
Hrútafirði um hálfsjöleytið i gær-
kvöld, rétt innan við Bæ. Einbreitt
slitlag er á þessum slóðum og er talið
að annaðhvort hafi sprungið á bíln-
um eða að bílstjórinn hafi misst bíl-
inn út fyrir slitlagið í mölina. Bíllinn
fór tvær til þrjár veltur eftir veginum
og síðan út af og endaði ofan í skurði.
Þrennt var í bílnum og slasaðist öku-
maður og farþegi í framsæti alvar-
lega. Þriðji farþeginn hlaut smá-
skrámur
Tveir sjúkrabdar og tækjabíll frá
Hvammstanga komu á staðinn og
fóru sjúkrabílamir með fólkið á Borg-
arspítalann. -me
Kærðir fyrir
að pissa
Fjórir karlmenn voru kærðir fyr-
ir að pissa á almannafæri í mið-
borginni aðfaranótt laugardags.
Lögreglan stóð mennina að verki
þegar þeir köstuðu af sér vatni.
Þetta er liður í átaki setts lögreglu-
stjóra að taka á minni brotum í
Neskaupstaður:
Þorskar í sund-
lauginni
„Við voram aokoma til vinnu um
hálfþrjú á sjómannadaginn. Þá
blasti við okkur furðuleg sjón. í
sundlauginni voru níu þorskar. Þeir
lágu hreyfingarlausir á botni laug-
arinnar og við athugun kom í ljós
að þeir voru dauðir," segir Brynjar
Pétursson, sundlaugarvörður í
sundlauginni í Neskaupstað.
Þorskamir vora fjarlægðir úr
lauginni skömmu síðar. Brynjar
segir að engar skýringar hafi feng-
ist á þessu en eflaust hafi krakkar
kastað fiskunum í laugina. -RR
Svavar Gestsson.
Ȥll
Hestamenn í Eyjafirði voru í sólskinsskapi um helgina en þá héldu þeir yfiriitssýningu kynbótahrossa, töitkeppni og kappreiðar á Melgerðismelum sem
verða vettvangur Landsmóts hestamanna í næsta mánuði. Menn „skörtuðu" sínum bestu hrossum og mörg þeirra voru sérlega glæsileg, t.d. Frigg frá
Viðvík Safúsdóttir sem fékk einkunnina 8,64 fyrir hæfileika og mun það fátítt. í brekkunni við sýningarsvæðið sátu hins vegar þær Rán Þórarinsdóttir og
Karolina Wenzel og fylgdust með af áhuga. DV-mynd gk
Hörð átök alþýðubandalagsmanna um stól forseta borgarstjórnar:
Helgi og Guðrún skipti
með sér embættinu
- er meðal sáttatillagna - Guðrún Ágústsdóttir talin njóta meirihlutafylgis
Hörð átök geisa nú innan Alþýðu-
bandalagsins um það hver fái stól for-
seta borgarstjómar á kjörtímabilinu.
Guðrún Ágústsdóttir, fráfarandi for-
seti borgarstjómar, sækir fast að halda
embættinu. Helgi Hjörvar, sem skipaði
fyrsta sæti R-listans, gerir einnig
kröfu til þess að fá embættið í sam-
ræmi við leiðtogahlutverk sitt sem
efsti maður listans.
Samkvæmt heimildum DV nýtur
Guðrún fylgis meirihluta þeirra al-
þýðubandalagsmanna sem standa að
borgarstjómarmeirihlutanum. Undan-
fama daga hefur verið reynt að tjalda-
baki að fá Helga til
að falla frá kröfu
sinni með boði um
nefndarsetu en
hann hefur staðið
fast á sínu. Sú hug-
mynd er nú til
lausnar málinu að
Helgi og Guðrún
skipti með sér
embætti forseta
borgarstjómar í tvö ár hvort. Sam-
þykki Helgi ekki það fyrirkomulag
stefnir í að borgarstjómarmeirihlut-
inn muni gera út um málið og niður-
staða fáist í at-
kvæðagreiðslu.
Þar með er talið að
Guðrún muni hafa
betur og sitja sem
forseti áfram.
„Því er ekki að
leyna að margir
eru ósammála því
Helgi Hjörvar. að Helgi verði for-
seti,“ sagði einn
borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans við
DV. „En það er vegna þess að hann er
öflugur. Menn vilja sjá hann í farar-
broddi í átökum við íhaldið en það
feist í eðli embættisins að forsetinn
stendur ekki i eldlínu átaka.“
Guðrún Ágústsdóttir staðfesti við
DV að hún hefði hug á embættinu.
„Þetta er púsluspil og því lýkur ann-
að kvöld. Það er ljóst að Alþýðubanda-
lagið á þetta embætti samkvæmt sam-
komulagi. Við leysum þetta í sátt og
samkomulagi eins og önnur mál innan
Reykjavíkurlistans," sagði Guðrún í
gærkvöld.
„Við emm að binda endahnútinn á
þetta. Það er verið að skoða þrjár
mismunandi útfærslur,” sagði Helgi
Hjörvar við DV í gærkvöld. -rt
Veðrið á morgun:
Skúrir í
Reykjavík
Á morgun verður hæg austlæg
eða breytileg átt. Skýjað verður
með köflum og skúrir sunnan- og
suðvestanlands. Þokuloft verður
við austurströndina en bjartviðri
norðanlands. Hiti verður 6 til 15
stig, hlýjast í innsveitum norðan-
lands.
Veðrið í dag er á bls. 53