Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1998, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1998, Page 8
24 Fosshótel fellur að óskum þínum Fosshótel er vaxandi hótelkeðja sem samanstendur af tfu hótelum víós vegar um landið. Stefna hótelanna miðar að því að veita gestum sínum bestu þjónustu sem völ er á. VERIÐ VELKOMIN Njótið gistingar og veitinga í notalegu umhverfi. flkdiom Afþreying þín - akkar ánægja F0SSHÓTEL LIND, REYKJAVlK, Símí 562 3350 • F0SSHÓTEL CITY. REYKJAVÍK, sími 5111155 • FOSSHÓTEL BIFRÖST, BORGARFIRÐI, sími435 0005 • FOSSHÓTEL ÁNING, SAUÐÁRKRÓKI, sfmi 453 6717 ■ FOSSHÓTEL ÁNING, VARMAHLÍÐ, sfmi 453 8130 • FOSSHÓTEL HARPA, KJARNALUNDI, sími 461 1014 • FOSSHÓTEL HARPA, AKUREYRI. sfmi 461 1400 • FOSSHÓTEL KEA, AKUREYRI, sími460 200 • FOSSHÓTEL HALLORMSSTAOUR, sfmi 471 1705 • FOSSHÓTEL VATNAJÖKULL, sími 478 2555 Gestakort Reykjavíkur er fáanlegt sem eins dags, tveggja daga og þriggja daga kort. Það gildir sem aðgöngumiði i strætisvagna, sjö sundlaugar, Fjölskyldu-og Húsdýragarðinn og Skautahöllina. Gestakortið gildir einnig að söfnum borgarinnar (Árbæjarsafni, Safni Ásmundar Sveinssonar, Hafnarhúsinu og Kjarvalsstöðum). Gestakortið fæst keypt í Upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur og Upplýsingamiðstöð ferðamála, Bankastræti 2. Það kostar kr. 600/1 dagur, 800/2dagar og 1000/3 dagar. LAUGARDAGUR 20. JUNI 1998 Dimmuborgir viö austanvert Mývatn eru óvenjulegar hraunborgir sem einkennast af hellum og kiettum. Kunnastur er Kirkjan, háhvelfing sem opin er í báða enda. DV-mynd GK Mývatn: Sannkölluð ferðamannaparadís Mývatn er sannkölluð ferða- mannaparadís. Daglega koma þangað um 3.000 ferðamenn til að njóta stór- kostlegrar náttúru, skoða fuglalíflð og annað það sem svæðið hefur að bjóða. Mývatn er fjórða stærsta vatn landsins og er það heimsfrægt fyrir fuglalíf sitt en talið er að þar haldi sig fleiri andategundir en á nokkrum öðrum stað á jarðríki. „í Reykjahlíðarskóla er starfrækt upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn ásamt gestastofu sem rekin er af Náttúruvemd ríkisins. Þar eru veitt- ar upplýsingar um náttúru Mývatns, sögu og mannlíf og gagnlegt er að byrja heimsóknina með þvi að koma við á þessum stöðum," segir Þórunn Snæbjarnardóttir hjá upplýsingamið- stöðinni við Mývatn. „Landverðir hafa aðstöðu i upplýsingamiðstöð- inni og bæði þar og út um sveitir get- ur ferðafólk hitt þá og leitað upplýs- inga t.d. um merktar gönguleiðir og áhugaverða staði.“ Mývatnssveit er sannkölluð nátt- úruperla og þar eru óteljandi fallegir staðir til að skoða. „Hægt er að fara í stuttar gönguferðir um nágrenni Mý- vatns, leigja hjól eða fara um svæðið á hestbaki en fjórar hjólaleigur og tvær hestaleigur eru á staðnum. Eft- ir 20. júlí verða í boði bátsferðir um Mývatn á vélbát en fram að þeim tíma er hluti vatnsins lokaður vegna vatns- og ungatímans." Ymsir aðilar við Mývatn eru með skoðunarferðir. „Eldá fer með ferða- manninn í hringferð umhverfis vatn- ið og inn á Kröflusvæðið," segir Þór- unn. „Boðið er upp á daglegar ferðir að Dettifossi og í Ásbyrgi og eins inn í Öskju. Tvisvar í viku er bíll sem fer inn í Kverkfjöll í þriggja daga ferðir með leiðsögumanni. í sumar munum við einnig bjóða áætlunarferð, um 3 klst. ferð, í Kröflu, að Dettifossi og aftur til baka.“ morgni og til baka að kvöldi. Frá Ak- ureyri ganga þrjár rútur hingað á dag, frá Húsavík tvær og rútan á milli Egilsstaða og Mývatns gengur daglega." En það er ekki nóg að vera með fal- legt landslag, skemmtilegar skoðun- arferðir og góðar samgöngur. „Ferða- maðurinn þarf að sofa og nærast og hér við Mývatn eru fjölbreyttir gisti- möguleikar í boði og prýðilegir veit- ingastaðir. Við erum með þrjú hótel, Viö Mývatn er margt sem gleður auga ferðamannsins. Fuglalífiö er fjöl- skrúðugt og landslagiö hreint stórkostlegt. DV-mynd GK Góðar samgöngur „Við búum við mjög góðar sam- göngur hér við Mývatn. Hingað eru daglegar flugferðir úr Reykjavík að REYKIAVlK Leiðin yffir Kjöl ' *: Varmahlíö #Akureyri Svartá* • • / r? Reykj^ík Hverageröiw* Selfos: DV-graf IH Kjölur: A einum deai landsvæðiö milli Landleiðir akaaagl Kjölur er Langjökuls og Hofsjökuls. Svæð- ið liggur að mestu í 650 m hæð yfir sjó og er fjallasýnin þaðan afar tilkomumikil. Um Kjöl er stysta leið milli Suður- og Norð- urlands og var þar fyrrum tíð- fbrult. í júlí og ágúst mun Norðurleið- aglega um Kjal- veg og gefst mönnum því kostur á að fara á einum degi þessa gömlu þjóðleið sem áður tók marga daga að fara fótgangandi eða á hestbaki. Lagt er af stað kl. 9 árdegis frá BSÍ í Reykjavík og frá Umferðar- miðstöðinni, Akureyri. Hótel Reynihlíð, Hótel Reykjahlíð og suður við Skútustaði er nú í sumar verið að opna lykilhótel. Hér er einnig rekin gistiþjónusta, hægt er að fá bæði svefnpokapláss og uppbú- in rúm auk þess sem hér er rekið ágætis tjaldsvæði. Á hótelunum eru veitingastaðir og í sumar verður í fyrsta skipti opnaður pitsaustaður á Hótel Reykjahlíð sem verður opinn frá 16-21. í gamla bænum er rekið kaffihús og bar og sérhæfa þeir sig í því að vera með íslenska kjötsúpu. Veitingastaðurinn Hverinn er einnig með ýmislegt girnilegt í boði og í Skútanum við Skútustaði er boðið upp á létt hlaðborð í hádeginu. Ýmislegt er hægt að gera til af- þreyingar hér við Mývatn. Fyrir þá sem vilja skella sér í sund er annað- hvort að fara í útisundlaugina í Reykjahlíð eða innilaugina á Skútu- stöðum. Hér er 6 holu mjög skemmti- legur golfvöllur og hægt er að leigja sér árabát og róa út á vatnið. 27. júní verður Mývatns-maraþon haldið í fjórða sinn og í þetta skiptið er ætl- unin að vera með miðnæturhlaup. Við fáum mjög mikið af útlendum ferðamönnum til Mývatns, spurning- in er bara hversu lengi við getum fengið þá til að stoppa hjá okkur. Þeir sem koma til íslands með Norrænu stoppa allir í Mývatnssveit og erlend- ir hópar sem eru á hringferð um landið koma allir við héma. Hingað kemur líka töluvert af íslendingum og reynum við að koma til móts við þarfir landans af fremsta megni. ís- lenskir ellilífeyrisþegar fá helmings- afslátt af skoðunarferðunum hjá okk- ur og einnig erum við með sérstakt tilboð á gistingu ef pantað er með minna en sólarhringsfyrirvara." -me

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.