Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1998, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 UV Tolstoj lagði drög að skáldsög- unni Stríð og friður meðan hann arkaði um snjóskaílana á landar- eign sinni, Jónas Hallgrímsson samdi ljóð á gönguferðum sínum um landið og Eysteinn Jónsson, fyrrverandi ráðherra, setti saman þingræður á harðahlaupum um ís- lensk fjöll og fimindi. Margt bendir til þess að íslendingar séu loksins að uppgötva þá nautn, upplyftingu andans og lífshamingju, svo ekki sé minnst á líkamsræktina sem fylgir því að taka poka sinn, prik og skó og skeiða út í buskann. Hvernig gönguskó? Um vaxandi áhuga íslendinga á göngum vitnar ekki síst stóraukin sala á gönguskóm. Ein stærsta verslun landsins með útivistarvör- ur hefúr selt hvorki fleiri né færri en 5000 pör af gönguskóm á síðustu fimm árum. Gönguskómir hafa forgang; það er alveg klárt. En hvemig göngu- skór? Úrvalið er svo mikið að byrj- andann rekur í rogastans. Sá sem þetta skrifar er að eðlisfari kyrr- setumaður sem hefúr um tíu ára skeið fundið sig knúinn til göngu- ferða kvölds og morgna, svo og um helgar, auk þess sem hann fer í nokkrar bakpokaferðir að sumar- lagi. Trúlega á hann sér marga lags- bræður meðal íslenskra göngu- manna. Það er eiginlega fyrir þá sem þessi pistill er ritaður, og ekki síst þeim til upplýsingar sem em í þann mund að stíga sín fyrstu skref á langri og skemmtilegri leið. Fyrir þremur árum eða svo ákvað undirritaður að taka nokkur pör af gönguskóm til skipulegs brúks og reyna á þá til hins ýtrasta við allar aðstæður. Frá þeim tíma hefur hann verið með fimm pör af ólíkum gönguskóm í takinu. Á hverjum skóm gekk hann allt frá 30 kílómetr- um og upp í 500 kílómetra saman- lagt. Heilsubótargöngur um Reykja- vík og nágrenni, í urð og grjóti upp til fjalla, í klofháum snjó og á gler- hálum skriðjöklum við Vatnajökul, í vestfirsku mýrlendi, í skóglendi á Norður-írlandi, í Klettafjöllum Kanada, á háfjallastígum í Noregi og jafnvel á asfaltinu á Manhattan- eyju. Þessi reynsla varð honum tilefni til eftirfarandi athugasemda og heil- ræða: Ekki kaupa ódýra gönguskó. Vertu tilbúinn að greiða fyrir þá 15-20.000 krónur. Þá ertu líka með fótabúnað sem endist þér í mörg ár. Kauptu þér leðurskó, helst meö heilu yfirleðri og eins fáum saum- um og kostur er. Gott leður vemdar þig betur og andar betur en önnur efni, auk þess sem auðvelt er að regnverja það. Allir saumar þurfa að vera tvöfaldir, helst þrefaldir, með fi-am tungu og reimum og í kringum hælinn. Inni í öllum hetri gönguskóm er síðan vatnsheld himna, þetta marg- fræga Gore-Tex eða Sympatex. Þeg- ar við bætast þrefaldir saumar og gúmmivöm, er þá ekki gönguhrólf- urinn í góðum málum? Óekki. Stað- reyndin er nefhilega sú að þeir gönguskór em ekki til sem þola verulega vond íslensk veður nema þeir séu kirfilega varðir með si- líkoni eða bývaxi fyrir hverja ferð. Fáðu þér uppháa gönguskó með hálfstífúm sóla. Flestir betri göngu- skór em með Vibram-sóla sem ekki þarf að hafa áhyggjur af. Margir gönguskór em aukinheldur með sérstakt lag milli ytri-og innri sóla, svonefnt fjöðrunarlag, sem er tví- mælalaust mikill kostur. Sólinn og bólstmð upphækkunin styður við ökklann og ver fætuma fyrir hnjaski. Það tekur stimdum dágóð- an tíma að ganga til „heila“ og upp- háa leðurskó, en þegar á reynir þreytist göngumaðurinn ekki eins mikið í slíkum skóm og í léttum. Úttekt á gönguskóm Stjömugjöf er miðuð við aðhliða notkun á skónum allt árið um kring. Mest em veittar fimm stjöm- ur. La Sportiva Cervino, þyngd 1000 g, verð kr. 15.900, 66°N, gengnir um 500 km. La Sportiva er ekki þekkt merki hér á landi en Norðmenn kaupa þessa skó grimmt. Hér er um að ræða þunga skó með heilt og „mót- að“ yfirleður sem rennur saman við tvöfalda tungu. Það tekur langan tíma að ganga til skó af þessu tagi; ökklapúðar og tunga mættu vera eftirgefanlegri. Skómir era því tæp- lega fyrir byijendur. En fyrir þá hyggjast stunda fjallaklifur í fúlustu alvöm þá styðja þessir skór ágæt- lega við ökklann og þverrákóttur sólinn „liggur" vel í urð og grjóti. Þeir hljóta því að teljast góður kost- ur, sérstaklega miðað við verð. Eft- ir 400 kílómetra sér talsvert á tá- hettunni, eins og iðulega gerist með stifa skó. Annað bjátar ekki á. Ekki sér á þeim fáu saumum sem á skón- um era og ekki hefúr enn þurft að vatnsverja þá. La Sportíva Cervino Stjömugjöf ★★★ Meindl - Makalu Pro, þyngd 900 g, verð kr. 19.500, Útilíf, Glæsibæ, gengnir um 500 km. Skómir frá Meindl njóta meiri virðingar en flestir aðrir skór hér á landi. Af einskærri sérvisku valdi ég mér ekki vinsælustu gönguskóna frá umboðinu, heldur skó með frem- ur hörðum sóla og gúmmíhettu yfir tána, en þeir höfða sérstaklega til veiðimanna sem hyggja á dagsferð- ir. Þeir hafa til að bera alla helstu kosti Meindl-skónna, saumar em tvöfaldir eða þrefaldir, stuðningur við hæl og ökkla er frábærlega góð- ur og framan á vel fóðraðri tung- unni er hanki sem kemur í veg fyr- ir að reimar losni til fúllnustu. Það tók nokkra daga að ganga skóna til og venjast hörðum sólunum. Ég gerði líka mikið að því að vaða í þeim, aðallega til að prófa gúmmí- vömina, sem virkaöi í 400 kíió- metra. Upplagðir skór fyrir vel fjáða veiöimenn, aðrir ættu að fá sér Meindl-skó með meiri fiöðrun eða athuga ódýrari valkosti. Meindl - Makalu Pro Stjömugjöf ★★★★ Scarpa Ladakh, þyngd 900 g, verð kr. 19.480, Skátabúðin, gengnir um 500 km. Helstu keppinautar Meindl hér á landi era að sjálfsögðu Scarpa- skómir. Yfirleðrið á Ladakh, í þessu tilfelli rúskinn, er heillegt með 2 cm gúmmírönd, saumar era tvöfaldir og þrefaldir, stuðningur við hæl og ökkla er til fyrirmyndar, sérstaklega púðamir efst. Nokkra daga tók að ganga skóna til, en það var ljúf kvöð vegna fjöðrunarlagsins undir innri sóla sem er með því al- besta sem ég hef kynnst í skófatn- aði. Ég hugsa að ég hafi lagt meira á þessa gönguskó á stuttum tíma en nokkra aðra; m.a. tíðar göngur i snjó og krapa, um Reykjanesiö endi- langt og Ódáðahraun, oft með tals- verðar byrðar á bakinu. Stóðust skómir hverja þolraun með sóma. Stöku sinnum blotnaði í þeim, en þeir þomuðu fljótt, allir saumar héldu og lítið sér á gúmmíi. Stykki rifiiaði upp úr fóðringu að innan, það var allt og sumt. Ladakh era ekki ódýrir skór en gæðin réttlæta verðið. Scarpa Ladakh Spmugjöf ★★★★★ Trezeta Pamir, þyngd 800 g, verð kr. 15.400 kr., Seglagerðin Ægir, gengnir 40 km. Hér era skór sem ég kynntist ekki náið fyrr en nýlega og komu mér verulega á óvart. Yfirleðrið er úr heillegu rúskixmi eins og á Ladakh, meira að segja öllu heil- legra, því það rennur saman við tunguna, en auk þess era saumar tvöfaldir og þrefaldir á réttum stöð- um og fjöðrun er góð. Stuðningur við ökkla virðist nægjanlegur. Einn helsti kostur Pamir, fyrir utan hag- stætt verð og þyngd, er að ekki þarf að ganga þá tU. Ágætur kostur fyrir byrjendur sem hyggja á lengri ferð- ir. Trezeta Pamir Stjömugjöf ★★★★ Brasher Master Boot, þyngd 750 g, verð kr. 15.700, Essó-búð- in, gengnir 30 km. Markmið Chris Brasher er að búa til létta gönguskó til alhliða nota, meira að segja til langferða við verstu aðstæður. Master Boot er ör- ugglega með fafiegustu gönguskóm sem hér fást, gerðir úr brúnu og gljáandi kálfskinni. Sólinn er sér á parti, með fáum tökkum, en háum og breiðum, auk þess sem á honum er bunga undir táberginu svo að skórinn hallast fram á við, raggar, við hvert fótspor. Þetta skapar sér- kennilega fiöðrun, sem ásamt mjúku leðrinu gerir skóna ótrúlega þægilega við fyrstu kynni. Ánægjan minnkaði ekki hætishót við stuttar ferðir um Heiðmörk. En eftir að hafa gengið í þeim 10 km með 10 kg á bakinu fann ég fyrir þreytu i fót- um. Ég er því ekki sannfærður um að þessir skór dugi til svaðilfara uppi á íslenskum öræfúm. En vifii menn fá sér skó til styttri ferða þá er Master Boot góður kostur auk þess sem verðið hlýtur að tefiast hagstætt. Brasher Master Boot Stjömugjöf ★★★ Viðhald á göngu- skóm Ejarlægðu rgimar og innlegg eftir hveija gongu. Hreinsaðu skóna vandlega með því að úða á þá vatni, farðu síðan yfir þá, utan og innan, með svampi eða bursta. Láttu þá standa og þoma und- ir beru lofti eða þar sem loft- ræsting er góð, alls ekki úti í sólinni, nálægt ofni, eldstó eða í heitu farangursrými á bíl. Ef dagblöð era við höndina má troða þeim ofan í skóna. Þegar skómir era þurrir skaltu bera á þá vax eða silíkon og gera sérstaklega vel við sauma og samskeyti. Þessi efni vatnsveija bæði gönguskóna og mýkja þá. Ágætt er að bera eilít- ið vaselín á reimagöt og lykkjur. Þægileg leið til að skoða söfnin í Reykjavík. Safnarútan ekur alla daga vikunnar, nema mánudaga (20. júní -31. ágúst). Farið frá Lækjartorgi fjórum sinnum á dag kl. 13,14,15 og 16. Ekið á miili safnanna og geta farþegar farið í og úr rútunni að vild. Aðgöngumiðinn í rútuna kostar 300 krónur og veitir afslátt að söfnunum. Frekari upplýsingar er að fá í bæklingi um Safnarútuna sem liggur frammi á llpplýsingamiðstöð ferðamála, Upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavikur, í söfnum bornarinnar ou víðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.