Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1998, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1998, Side 51
 I I i I i ) I i i I i i I i i I I ■> LAUGARDAGUR 27. JUNI 1998 rnk 59 Öldurhúsin heilluðu blaðamann Herald Tribune mest r A mörkum veturs og sumars ísland hefur til þessa vakið á sér athygli í útlöndum fyrir náttúrufeg- urð, konur, kraftakarla og Björk. Nú bregður svo við að öldurhúsin í Reykjavík eru farin að trekkja meira en nokkuð annað, að minnsta kosti ef marka má grein í hinu víð- lesna dagblaði, Herald Tribune, ný- lega. Þar segir blaðamaðurinn Jesse McKinley, frá ferð sinni til íslands og næturbrölti um skemmtanalíf Reykjavíkur að kvöldi síðasta vetr- ardags og morgni sumardagsins fyrsta. Fyrirsögnin á greininni er „Warm Nights in Cold Reykjavik" eða Heitar nætur í kaldri Reykja- vik. Jesse segir höfuðborg íslands al- veg eins geta verið eitt af hverfum Manhattan, talar um Reykjavík sem skemmtanaglaða borg. Síðan nefnir hann hvern veitingastaðinn á fætur öðrum. Úti á hlýrabolum Hann byrjar á Skuggabamum þar sem nokkurra metra löng biðröð fyrir utan staðinn vekur mikla at- hygli hans. Konur úti i kuldanum á hlýrabolum og pilsum einum fata og karlar í jakkafötiun með bindi. Næst liggur leiðin á Kaffi List. Mannmergðin er Jesse hugleikin og að drukkinn sé þýskur bjór á meðan spilaðar eru spænskar ballöður. Einnig virðist honum líða vel innan um allra þjóða kvikindi. Siðan nefnir hann staði eins og Café Paris, Kaffibrennslima, Sólon Islandus og Grand Rokk og 22. Fer fögrum orðum um þá alla nema hvað verðlagningin á veitingunum finnst honum sums staðar vera í hærri kantinum. Verðið hefur þó ekki hindrað hann í að heimsækja alla þessa staði - hefur sjálfsagt ver- ið með vænan dagpening meðferðis! „Stærsta partíið var hins vegar í Austurstræti og Bankastræti. Þar voru unglingar í hópum og létu kuldann ekkert á sig fá. Þeir fógn- uðu sumrinu dansandi og hugguðu hver annað,“ skrifar Jesse og finnst einkar áhugavert að sumardagur- inn fyrsti á íslandi sé alltaf á fimmtudegi. Gamli miðbærinn heillar blaða- manninn einnig. Hann lýsir ferð sinni á Ingólfstorg þar sem bretta- strákarnir leika listir sínar, mótor- hjólagæjar sýna vélfákana og léttur kuldahrollur fer um hann þegar hann sér þá borða ís með dýfu. Líklega er fyndnasta uppgötvun blaðamannsins bandaríska þegar hann telur sig hafa misst af öllu Qörinu, kominn út á götumar um kvöldmatarleytið. Enginn á ferli og veitingastaðimir nær tómir. Sem betur hafði hann vit á að fara til hótelsins á ný en þar var honum sagt að skemmtanalífið glæddist ekki fyrr en undir miðnætti, eða þegar sólin settist. Heralb INTERNATIONAL Snbitnc Pl'BLISHED WITH THF. NF.W YORK TtMES AND THE WASHINGTON POS1 1 4 Warm Nights in Cold Reykjavilc City Gets Hot When the Summer Sun Goes Down By Jcssc McKinley Stm YMTimttStnkr k EYKJAVIK —UU I iuil aftcr mldnljtht righl bclow ihe ______k Arciic Cirele. and if ii wcrco’l for ihc f«ct ih*i thc kuntel wu stiU viiible on thc horizon, ihe tccnc in thc itrccts of pany-banpy Rey k- iavtk ccKtld casily lutvc bccn 1n lowcr Manhatran. Acrois from ihe Pariíamew building in the wortd'i north- crmnoit capital, mcn in alick »uiu and womcn in mlniskim ucre iunding 10 decp ai ihc door to Skucaa Barinn (the Sbadow bart a trcody níghtclub whoic dccor runi _ ,. . . . . ftxxn ecbra-ikin lamj» lo A vifW ofRtykjawk and its mountain hackdrop. Thc Brcnntlann’i blond- wood bor contaim morc than 100 brewi. I cho»c Paika Bjor (S7), brewed by Vtking. a ttrong concociton with a •Ujhuy woody tasic. Off I wcni again, and oftcr wvcral houra of wandcring, I realized ihat the lUccts sccmcd strangdy quict, though my watch thowed 7 P.M. I retreatcd lo thc hotd, wondcring if 1 had lomdtow misscd tfie party. What I didn't know wai that ihínci rareiy kíck off in Rcykjam until thc tun scts, which in late April meani about 10 P.M. Three collegc fricndi came to my room at around 8 P.M. By tfic timc we madc it back JftumttKwi th* twilíeht h»d wmmm Úrklippa úr Herald Tribune þar sem fjallað var um öldurhús og næturlíf í Reykjavík. Mazda 323 Sedan Staöalbúnaður: Fullkomin hljómflutningstæki með geislaspilara, útvarpi og fjórum hátölurum, vökvastýri/veltistýri, samlæsingar m/fjarstýringu, loftpúði fyrir ökumann, mottur að framan og aftan, snúningshraðamælir, GLX innrétting, ryðvörn m/8 ára ábyrgð. Öldurhús borgarinnar heilluöu blaðamann Herald Tribune meira heldur en konur og kynjafegurö. DV-mynd Teitur ll 3 , 1 ■ . - Pr' wF » . : fiazda 323

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.