Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 Fréttir Vinnustaðafundir hjúkrunarfræðinga i gærkvöld: Hækkun dugar ekki öll- um hjúkrunarfræðingum íslenska ríkið og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga náðu í gærdag samkomulagi um að stóru sjúkra- húsin og félagið ynnu saman að því að fá hjúkrunarfræðinga til að draga uppsagnir sínar til baka. Það var þó undir hverjum og einum hjúkrunar- fræðingi komið hvort hann tæki samningnum. Samkomulag hafði náðst um að færa fleiri hjúkrunar- fræðinga í hærri launaflokka en að- eins um fjórðungur þeirra verður í lægsta launaflokknum. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra sagði í samtali við DV í gærkvöld að kostnaður ríkisins vegna nýja samkomulagsins væri um 300 milljónir króna á ári. Að- spurð um hlutfallslega hækkun sagði Ingibjörg erfitt að segja til um hana. „Það er verið að gera samn- inga við hjúkrunarfræðinga á ein- staklingsgrundvelli og hækkunin því mismikil," sagði Ingibjörg. Hún sagði allt benda til þess að megin- þorri hjúkrunarfræðinga drægju uppsagnir sínar til baka enda væri aðlögunarsamningurinn gerður í trausti þess að hjúkrunarfræðingar samþykktu hann. Enn fremur sagði Húsavík: Reinhard verður ráðinn bæjar- stjóri DV, Akureyri: öruggar heimildir DV á Húsa- vík segja að Reinhard Reynisson verði næsti bæjarstjóri á Húsa- vik en viöræöur forráðamanna Húsavíkurlistans við hann und- anfarna daga eru sagðar hafa leitt til þeirrar niðurstöðu. Reinhard hefur undanfarin kjörtímabil starfað sem sveitarstjóri á Þórs- höfn á Langanesi en nýr meiri- hluti í sveitarstjórn þar ákvað að auglýsa starf sveitarstjórans laust til umsóknar í kjölfar kosn- inganna. Um bæjarstjórastöðuna á Húsa- vík sóttu 12 manns. Framan af var taliö líklegast að Örlygur Hnefill Jónsson lögmaður, sem var einn af hugmyndasmiðunum um framboð Húsavíkurlistans, myndi hreppa embættið en mál- in þróuðust ekki þannig. Samkvæmt heimildum DV verður frá því skýrt á bæjar- stjómarfundi nk. þriðjudag að Reinhard Reynisson veröi ráð- inn bæjarstjóri. -gk kostnaður ríkisins um 300 milljónir á ári Ásta Möller og Vigdís Jónsdóttir koma á vinnustaðafund hjúkrunarkvenna Ríkisspítalanna í gærkvöld. DV-mynd Hilmar Þór Ingibjörg að ýmsir nýir þættir væra í samkomulaginu. „Stjómendur sjúkrahúsanna hafa nú tækifæri til að meta laun út frá menntun, reynslu og færni hjúkrunarfræðing- anna,“ sagði Ingibjörg. Fundað í gærkvöld Klukkan 18 í gær funduðu hjúkr- unarfræðingar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Rúmlega 200 manns voru á fundinum þar sem Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, kynnti sam- komulagið sem náðst hafði um að- lögunarsamningana. Um kl. 20 hófst svo fundur hjúkranarfræð- inga á Ríkisspítölunum. Þegar fundi lauk rétt fyrir kl. 23 í gærkvöld sagði Ásta Möller að á fundinum hefði aðdragandinn að samkomulaginu verið útskýrður og samkomulagið í heild sinni. „Svo vora mjög margar spuming- ar,“ sagði Ásta. Aðspurð um hvort tekin hefði verið áhætta með því að skrifa undir samkomulagið sagði Ásta að fullt samráð heföi verið við báðar viðræðunefndir sjúkrahúsanna inni á stóru sjúkra- húsunum sem svo hefðu verið í viðræðum við stjórnendur þeirra. „Og jafnframt vorum við í samráði við trúnaðarmenn hjúkrunarfræð- inga,“ sagði Ásta. Næstu dagar biðstaða Ljóst er að komandi dagar koma til með að skera úr um hversu margir draga uppsagnir sínar til baka. Margir hjúkrunarfræðingar höfðu þó á orði eftir fundinn að laimahækkanir dygðu ekki til þess að þær yrðu dregnar til baka. Einkum eru það nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar sem era óá- nægðir. Nú þegar hafa nokkrir hjúkrunarfræðingar ráðið sig til annarra starfa bæði hér heima og erlendis. Margir hætta Hjúkrunarforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, Ema Einarsdóttir, sagði í samtali við DV seint í gær- kvöld að hún væri vonsvikin með hversu margir hættu þótt hún væri um leið ánægð með þá sem drægju uppsagnimar til baka. „Það var vitað fyrir löngu að þetta myndi fara á þessa leið,“ sagði Erna. Aðspurð um hvort hjúkran- arfræðingar gætu dregið uppsagn- imar til baka í dag sagði Erna að hjúkranarfræðingar þyrftu að semja við hana um það. -hb Tónlistarviðburður á Akureyri: Kristján með stórtónleika í höllinni DV, Akureyri: Stórtenórinn Kristján Jóhannsson mun halda eina tónleika hér á landi á árinu og fara þeir fram í íþróttahöllinni á Akureyri 10. október. Tónleikamir era haldnir í minningu föður Kristjáns, Jóhanns Konráðsssonar söngvara og vill Kristján votta föður sínum virðingu með þvi að tileinka honum tónleikana. Anna María Jóhannsdóttir, systir Kristjáns, sem sér um skipulagningu tónleikanna á Akur- eyri, segir að tónlistin, sem flutt verður á tónleikunum, verði fyrst og fremst óperatónlist. Með Kristjáni mun koma fram fræg erlend söngkona. Tónlistinni stýrir þekktur erlendur stjómandi en auk Kristján Jóhannsson. þess koma fram Jóna Fanney Svavarsdóttir söngkona, frænka Kristjáns, Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands, hljóðfæraleikarar úr Sin- fóniuhljómsveit íslands, Karlakór Akureyrar- Geysir og söngkonur úr kóram á Akureyri. Flytjendur verða alls hátt í 200 talsins. Anna María segir að það sé geysilegt fyrirtæki að koma tónleikum sem þessum á svið. íþrótta- höllinni á Akureyri þarf að gjörbreyta að inn- an til aö hún henti sem tónleikasalur og þá verður flutt hljóðkerfí í höllina frá Reykjavík. Reiknað er með aö hægt verði að selja um 2000 manns aðgöngumiða og það sé eitthvað nýtt ef ekki verður uppselt þegar Kristján Jóhannsson syngur í heimabæ sínum, Akureyri. gk 4.5 % 4,0 3.5 3,0 2.5 2,0 1.5 1,0 0,5 0,0 DV-graf IH L. ... J 4 v h- ‘i ■/ V Maí iúní Atvinnuleysi frá maí 1997 til maí 1998 •J VJ 4,4 J.J 4,7 4,0 4,7 '4,0 4,7 ii -V' 4,4 iim lúiiú Júlí Ágúst Sept- Októ- Nóvem- Desem- Janúar Febrúar Mars Apríl Maf ember ber ber ber Atvinnulaus- um fækkar Atvinnuleysi á íslandi var i maí 2,8%. Hjá körlum 1,9% og konum 4,1%. Þetta jafngildir því að 3836 manns hafi varið án atvinnu mánuðinn. Það eru 768 færri en í síðasta mánuði og um 1940 færri en í maí í fyrra. Meðalat- vinnuleysi síðustu 12 mánuði var 3,9%. Atvinnulausum hefúr því fækk- að í heild um 33,6% miðað við maí í fyrra. Atvinnuleysi minnkar nokkuð jafnt yflr landið. Það er mest á Norðurlandi Vestra, 4.5% en einungis þar stendur það i stað. Minnsta atvinnuleysið er á Vestfjörðum eða 1,1%. Búast má við að atvinnuleysi minnki í júní og geti orð- ið á bilinu 2,5% til 2,9%. Viða er farið að bera mun meira á vinnuaflsskorti en atvinnuleysi. blm: -JP Stuttar fréttir i>v Boðar breytingar Davíð Odds- son forsætis- ráðherra boðar breytingar á lagaumhverfl því sem gildir um gerð kjara- samninga : hjá opinberum starfsmönnum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Margar sólskinsstundir Sólskinsstundir í Reykjavik vom 70% yfir meðallagi í júnímán- uði eða um 270 talsins. Meðalhiti mældist 9 stig í Reykjavík og 8 á Akureyri. Morgunblaðið segir frá. Ný dómstólalög Ný lög um dómstóla landsins taka gildi í dag. Við samningu lag- anna var sérstaklega stefht að því að styrkja stöðu og sjálfstæði dóm- stóla gagnvart öðrum stoðum ríkis- valdsins. Sjálfsvíg fanga Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra hefur ákveðið að skipa nei'nd hlutlausra sér- fræðinga sem eiga að rann- saka orsakir sjálfsvíga á Litla-Hrauni. Þrír fang- ar á Litla-Hrauni hafa fyrirfariö sér á þessu ári. Ríkissjónvarpið sagði frá. Ný lífeyrissjóðalög Eftirlit með iðgjaldagreiöslum launþega verður hert verulega með gildistöku nýrra laga um lífeyris- sjóði sem taka gildi í dag. Séreigna- sjóðum verður skylt að greiða sjóð- félögum lífeyri ævilangt. Lífeyris- sjóðimir fá eins árs aðlögunarfrest. Nýr upplýsingavefur Nýr upplýsingavefúr ÍSÍ og menntamálaráðuneytisins um íþróttamannvirki á íslandi var opnaöur á þriöjudag. Samhliða opnun vefsins kom út skýrsla Mannvirkjanefndar ÍSÍ. Slóð vefs- ins er: http://www.toto.is/mann- virki. Áfallastuðningshópur Á Selfossi hefur verið stoftiaður áfallastuðningshópur. Meðal með- lima hans er fagfólk sem hefur áhuga og þekkingu á áfallahjálp. Hópurinn er tilbúinn að veita stuðning í kjölfar alvarlegra áfalla. Byggöastofnun í dag verður haldin sérstök há- tiðarsamkoma í tilefni af því að Þróunarsvið Byggðastoftiunar flyst formlega norður til Sauðárkróks. Bjarki Jóhannesson verður for- stöðumaður sviðsins. Starfsmenn þess verða alls sex talsins. Guðbjörg ráðin Borgarráð samþykkti á þriöju- dag að ráða Guðbjörgu Halldórs- dóttur í stöðu skólastjóra við Voga- skóla. Áður hafði frseðsluráð sam- þykkt að leggja til við borgarráð að Guðbjörg yrði ráðin en alls sóttu tíu um stöðuna. Ekki í helgan stein Steingrímur Hermannsson kvaddi á þriðju- dag starfsfólk Seðlabankans en dagurinn var síðasti starfs- dagur Stein- gríms í bankan- um. Hann segist þó ekki vera sestur í helgan stein. Bylgjan greindi frá. Vinsæl símaskrá Á þeirri viku sem Símaskráin hefur verið á Netinu hafa uppflett- ingar á henni verið um 226 þúsund. Á fyrsta degi vora uppflettingar frá hádegi næstum því 25 þúsund og daginn eftir 45 þúsund. Veröbréfaþing Viðskipta á Verðbréfaþingi í gær námu alls 1.326 mkr. Þar af námu hlutabréfaviðskipti 47 mkr. Úrvals- vísiltala Aðallista hækkaði um 0,36% -JHÞ/JP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.