Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1998, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 Iþróttir Hvaö er til ráða - hver þessara 9 aðferða er best? Vítakeppnir eru famar að setja mjög mikinn svip á all- ar lokakeppnir í alþjóðlegri knattspyrnu. Umræðan um ágæti þeirra fór einna hæst fyrir fjórum árum' þegar í fyrsta sinn var útkljáð um heimsmeist- aratitilinn í vítakeppni. Hér að neðan skul- um við líta á hvort það séu til aðrar leiðir en að enda leikinn i vítakeppni og veltum' fyrir okkur kostum og göllum við hverja og eina aðferð. Þessu er ætlað að vera meira til skemmtunar en í mikilli alvöru en stjómarmenn FIFA hafa sagt að þeir séu opnir fyrir sniðugri lausn. Gullmark Sú regla sem gildir á HM i Frakklandi og var fyrst tekin í notkun á Evrópumótinu í Englandi þar sem Oliver Bierhoff skoraði sigurmarkið á 95. mínútu. Gullmarkið er til hoða 130 mínútur annars tekur við vita- keppni. Kostir: Gullmarkið kemur ekki nema að liðin sæki og reyni að skora. Úrslitin ráð- ast með því að skora mark í leik og verö- launar því sóknarknattspymu. Gallar: Liðin geta hangið á jöfnu langt fram eftir kvöldi. Þarf því að vera í sambandi við vítakeppni. Vítaspyrnur teknar fyrst Vítaspymukeppnin fer fram fyrir leikinn og mun hún síðan ráða úr- slitununum skilji liðin jöfn að leik loknum. Kostir: Það lið sem tapar víta- keppninni getur bætt fyrir það og farið framar og reynt að sækja og bæta fyrir klúðrið á vítunum. Gallar: Það lið sem vinnur vítakeppnina pakkar mjög líklega í vöm. Horn Það lið vinnur sem fengið hefur fleiri hom eftir framlengingu. Kostir: Horn eru afleiðing sóknarknatt- spymu þó svo kannski að mörg komi upp úr lít- ilvægum sóknum. Gallar: Hver segir að það sé betra og skemmtilegra að lið fái fleiri hom? Skot á mark Það lið vinnur sem náð hefur fleiri skot- um á markið eftir framlengingu. Kostir: Skot koma eftir sóknir og því fá liðin bónus fyrir að ná fleiri skotum á mark. Gallar: Ætti ekki að verðlauna lið fyrir að skora en ekki að láta verja frá sér. Tína leikmenn út af t. Eftir framlengingu þurfa þjálfarar að‘ taka einn leikmann af velli á 5 mínútna fresti. Kostir: Leikurinn ræðst í venjulegum leik og þegar liðin em orðin mannfá er ólík- legt að þau reyni annað en sóknarbolta. Gallar: Allt skipulag og uppsetning lið- anna riðlast og auk þess sem þetta umbreytir leiknum líkt og um víta- keppni væri að ræða. Fjöldi brota Það liö vinnur leikinn sem brotið hefur minna af sér eftir framlengingu. Kostir: Það verðlaunar prúðan leik en gerir litið sem ekkert annað en það. Prúðmannlegur leikur er nú samt það sem menn vilja alltaf sjá í knattspymunni. Gallar: Það væri hægt að vinna leik án þess að ógna neitt á sóknarvelli. Það segir lítið til um sóknarleik liðanna að þau spili ekki vömina fast. Bráðabani, einn á einn Bandaríska aðferðin. Minnir á íshokkí, leik- maður rekur knött frá miðju og fer einn á einn á markvörðinn. Leikmaðm* hefur aðeins 15 sek- úndur til að klára skotið. Kostir: Líkara leik heldur en vítakeppni þar sem reynir á boltaleikni leikmanna auk skot- leikni. Gallar: Nánast um dulbúna vítakeppni að ræða og leikmenn verða blórabögglar. Vítaspyrnukeppni Hvort lið fær fimm víti eftir framlengingu. Þessi aðferð gildir enn i alþjóðaknattspyrnu og allir þekkja hana vel. Kostir: Af hverju erum við að nefha 8 aðrar leiðir? Gallar: Leikmaður getur orðið blóraböggull fyrir að klikka á einu víti þrátt fyrir að hafa unnið fyrir kaupinu sínu hina 2 klukkutímana sem leikurinn stóð yfir. v Kastað upp á það Ein leiðin enn er að gera eins og gert var í fyrstu keppnunum því ef aukaleikur liðanna var jafh var tekinn upp teningur og hann látinn ráða um örlög liðanna. En er þetta ekki komið gott í bili? Hvaða leið finnst þér best? DV 16 liða úrslit í bikarkeppninni að heQast: Hvað gerist á Eskifirði í kvöld? - þegar 1. deildar lið KVA mætir Leiftursmönnum 16-liða úrslit í bikarkeppninni í knattspymu hefjast i kvöld með fimm leikjum en annað kvöld verða þrír leikir. 1. deildar lið KVA, sem gerði sér lítið fyrir og sló út bikar- meistara Keflvíkinga í síðustu um- ferð, mætir Leiftursmönnum á Eski- firði. Það verður fróðlegt að sjá hvort KVA heldur áfram á sömu braut en framganga Austfirðinga í síðustu umferð vakti mikla athygli. Eyjamenn, sem tróna í efsta sæti úrvalsdeildar, halda norður yfir heiðar og mæta Þór á Akureyri. Athygliverð viðureign verður á KR-velh þar sem heimamenn taka á móti Val. Breiðahlik og ÍR eigast við á Kópavogsvelli og loks leika Víðir og Víkingur í Garði. 16-liða úrshtuniun lýkur annað kvöld. Þá mæta Fylkismenn liði FH í Árbænum. Grindavík tekur á móti ungmennaliði KR og Fram og Þrótt- ur eigast við á Valbjamarvelli í Laugardal. Allir leikimir í umferð- inni hefjast klukkan 20. -JKS Hollendingar hafa sýnt með frammistöðu sinni á HM að þeir eru til alls vísir. í hollenska liðinu er valinn maður í hverju rúmi og svo virðist sem liðið vaxi við hverja raun. Hér sjást Hollendingar fagna sigurmarkinu gegn Júgóslövum. Markið gerði Edgar Davids sem er í peysu númer 16. Símamynd-Reuter Svensson gaf Celtic afsvar Sviinn Tommy Svensson gaf í gær skosku meisturunum í Celt- ic svar þess efnis að hann settist ekki í stól framkvæmdastjóra fé- lagsins. Svensson bauðst starfið í síðustu viku og fékk nokkra daga til að íhuga málið. Celtic heldur því leit sinni áfrarn en mjög brýnt er að maður finnist í starfið en nú styttist óðum í að æfingatímabilið hefjist. -JKS ítali í vörnina hjá Tottenham Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham hefur fest kaup á italska vamarmanninum Paolo Tramezzani frá Piacenza fyrir 1,3 milljónir punda. Tramezzani hittir landa sinn Nicola Berti fyrir hjá Tottenham. Tramezzani sagði að Berti hefði mælt með Tottenham og það hefði ráðið miklu í endanlegri ákvörðun sinni. -JKS Perez í herbúðir Blackburn Rovers Roy Hodgson, knattspyrnu- stjóri Blackbum Rovers, hefur um tíma leitað að sterkum vam- armanni og í gær gekk hann frá kaupum á Frakkanum Sebastian Perez frá Bastia á Korsíku. Enska liðið greiddi 320 milljónir fyrir leikmanninn sem skrifaði undir fiögurra ára samning. Blackbum hyggur á enn meiri leikmannakaup fyrir tímabilið. -JKS íslandsmót á torfærumótorhjólum: Næsta mót í Ketilási Önnur umferð af þremur á íslands- mótinu í torfæm- mótorhjólaakstri verður haldin á fóstudaginn kemur við Ketilás í Fljótum. Keppnin hefst klukk- an 19 og er áætlaö aö henni verði lokið um tveimur tímum síð- ar. Allar keppnir sumarsins gefa stig til íslandsmeistara. Keppt verður i þremur Dokkum og verða verðlaun veitt að lokinni keppni við Vi99ó Viggósson hefur unniö allar keppnir sem Sniglarnir hafa staðið útibú Kaupfélags fyrir 1 Enduro. Heldur hann áfram á sömu braut í Ketilási? Skagfirðinga, Ket- ilási, í boði kaup- félagsins. Þessi keppni er hluti af landsmóti Snigla sem haldið er við Ketilás dagana 2.-5. júií. Á mótinu er keppt á svokölluð- imi torfærumótor- hjólum í braut í landi Helgustaða og Stórholts og er um 6 km að lengd. Eknir verða 7-8 hringir og verður aðgangur ókeypis. -JKS t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.