Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1998, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 Afmæli Sveinn Guðmundsson Sveinn Guðmundsson kennari, Miðhúsum í Reyk- hólahreppi, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Sveinn fæddist á Kirkju- bóli í Norðfiröi í Suður- Múlasýslu. Hann lauk prófi frá Eiðaskóla 1941, búfræði- prófi frá Hvanneyri 1947 búfræðikandidatsprófi það- an 1954, stundaði nám við KHÍ 1973-74 og dvaldi við nám í Noregi til að kynna sér grunnskóla í dreifbýli. Sveinn stundaði bamakennslu og verslunarstörf um árabil, var naut- griparæktarráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Borgarfjarðar 1954-55, er bóndi á Miðhúsum I Reykhólasveit frá 1955 og hefur jafnframt stundað kennslu í unglinga- og gagnfræða- skólum, lengst af á Reykhólum í Reykhólasveit 1965-72 og frá 1973 en kenndi á Hvolsvelli 1972-73. Sveinn sat Búnaðarþing 1958-62, er fréttaritari Morgunblaðsins frá 1955, hefúr setið í sýslunefnd frá 1978 og Sveinn Guðmundsson. sat í stjórn Dvalarheimil- is aldraðra um skeið. Fjölskylda Sveinn kvæntist 7.8. 1955 Ólínu Kristínu Jóns- dóttur, f. 15.7. 1931, kirkjuorganista. Hún er dóttir Jóns Daðasonar, bónda í Miðhúsum, og k.h., Ingibjargar Árna- dóttur húsfreyju. Börn Sveins og Ólínu Kristínar eru Jón Hjálm- ar, f. 15.7. 1955, sjóliðsfor- ingi að mennt, dúnútflytjandi og rek- ur nú dúnhreinsistöð að Miðhúsum; Guðmundur, f. 27.4.1957, d. 27.9.1974; Ingibjörg Erna, f. 19.5.1960, hjúkrun- arfræðingur í Reykjavík; Þrymur Guðbergur, f. 31.5. 1966, en sambýlis- kona hans er Harpa Snorradóttir sjúkraliði; Guðmundur, f. 13.4. 1976, verkamaður í Þörungaverksmiðj- unni, en sambýliskona hans er Kol- brún Hildur. Systkini Sveins: Aðalbjörg prests- frú; Þórir, drukknaði átta ára; Þór- dis, nú látin, húsmóðir. Uppeldissystkini: Sigríður Davíðs- dóttir, gift Gissuri Þ. Eggertssyni, bókaútgefanda í Reykjavík, og Páll Dagbjartsson, skipstjóri á Homafirði, kvæntur Guðrúnu Magnúsdóttur frá Seyðisfirði. Foreldrar Sveins voru Guðmundur Sveinsson, f. 20.1. 1897, bóndi og smiður á Kirkjubóli og síðar starfs- maður ÁTVR, og k.h., Guðbjörg Stef- anía Jónsdóttir frá Efraskálateigi í Norðfirði, f. 8.6.1900, húsfreyja. Ætt Guðmundur var sonur Sveins, b. í Fannardal og á Kirkjubóli, bróður Stefáns húsvarðar, fóður Jóhannes- ar, fyrrv. framkvæmdastjóra í Nes- kaupstað. Sveinn var sonur Guð- mundar, b. í Fannardal, Magnússon- ar, b. á Kirkjubóli, Guðmundssonar, bróður Jóns, afa Jóns Ólafssonar, skálds og ritstjóra. Móðir Sveins var Sigurbjörg Sigfúsdóttir, b. i Fannar- dal, Vilhjálmssonar, b. á Kirkjubóli, Ámasonar. Móöir Sigfúsar var Ingi- björg Gísladóttir, b. á Hofi, Sigfús- sonar. Móðir Sigurbjargar var Ingi- björg Skúládóttir, ættfóður Skúlaætt- arinnar, Skúlasonar. Móðir Guðmundar á Kirkjubóli var Sigríður Þórarinsdóttir, b. á Randversstöðum í Breiðdal, bróður Bjama í Viðfirði, fóður dr. phil. Bjöms málfræðings og Halldórs, foð- ur dr. Halldórs íslenskufræðings og Ármanns námsstjóra. Þórarinn var sonur Sveins, b. í Viðfirði, Bjama- sonar, og Sigríðar, systur Þrúðar, ömmu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, fóður Ólafs Jóhanns, rithöfundar og forstjóra. Sigríður var dóttir Davíðs, b. í Viðfirði, Sveinssonar. Móðir Sigríðar Þórarinsdóttur var Soffia Friðriksdóttir, b. í Borgar- gerði, bróður Soffiu, móður Jónasar Jónasen landlæknis og Theodórs amtmanns. Friðrik var sonur Rasmusar Lynge, verslunarstjóra á Akureyri, Lauritzon. Stefanía var dóttir Jóns, b. á Efra- Skálateigi í Norðfirði, Þorleifssonar, b. í Skálateigi, Jónssonar. Móðir Stefaníu var Guðríður Páls- dóttir bókbindara Pálssonar og Helgu Friðfmnsdóttur, b. á Gunnars- stöðum, Eiríkssonar. Móðir Helgu var Ingibjörg Ormsdóttir. Sveinn er að heiman. Guðlaugur Guðjónsson Guðlaugur Guðjónsson skurð- gröfustjóri, Sunnubraut 1, Vík í Mýrdal er sjötugur i dag. Starfsferill Guðlaugur fæddist að Lyngum í Meðallandi og ólst þar upp við öll almenn landbúnaðarstörf. Guðlaugur hefur starfað við vinnuvélar sl. fjöratíu og fimm ár. Hann hóf störf á skurðgröfu hjá Vélasjóði ríkisins 1953 og vann þar til 1962. Jafnframt stundaði hann sjómennsku fimm vertíðir, á ár- unum 1956-61. Árið 1962 stofnaði Guðlaugur, ásamt fleiri fyrirtækið Landþurrk- un sf. sem hann starfrækti tú 1972. Þá hóf hann samstarf við Ræktun- arsambandið Hjörleif. Ár- ið 1989 stofnaði hann, ásamt fiölskyldu sinni fyr- irtækið Framrás ehf. sem þau hafa starfrækt síðan. Fjölskylda Guðlaugur kvæntist, 26.12. 1960 Ragnhildi Ár- sælsdóttur, f. 5.1. 1929, hús- móður og saiunakonu frá Reynishólum í Mýrdal. Foreldrar hennar voru Ár- sæll Jónsson, bóndi og söðlasmiður i Reynishólum, og k.h., Guðrún Gunnsteinsdóttir húsmóðir. Böm Guðlaugs og Ragnhildar eru Ársæll, f. 14.7.1961, bifvélavirki í Vik, kvæntur Bryndísi F. Harðardóttur, og eiga þau tvö böm; Jó- hann, f. 11.10. 1965, véla- maður í Vik; Dagrún, f. 29.7. 1970, skrifstofumað- ur í Mosfellsbæ, í sam- búð með Benedikt Ragn- arssyni, og eiga þau einn son. Systkini Guðlaugs era Guðmundur, f. 6.6. 1927, bóndi að Eystra-Hrauni í Landbroti; Oddný Margrét, f. 20.8. 1929, bóndi að Ásgarði í Landbroti; Vilborg, f. 16.9.1930, kjólameistari í Reykjavík; Sigrún, f. 11.2. 1932, húsmóðir í Keflavík; Vigfús, f. 9.6. 1934, d. 3.8. 1935; Vigfús, f. 3.7. 1935, d. 27.9. 1960; Dagbjartur, f. 17.4.1937, d. 14.1.1993, bóndi að Lyngum í Meðallandi; Jó- hanna, f. 19.6. 1939, matartæknir í Kópavogi; Sigurður, f. 18.11. 1940, sjómaður, Hafnarfirði; Áslaug, f. 2.11. 1942, sjúkraliði í Reykjavík; Sigursveinn, f. 6.8. 1945, bóndi og bílstjóri, Lyngum í Meðallandi; Steinunn, f. 9.2. 1947, bóndi, Gröf í Skaftártungu. Foreldrar Guðlaugs vora Guð- jón Ásmundsson, f. 10.5. 1891, d. 13.11. 1978, bóndi að Lyngum, og k.h., Guðlaug Oddsdóttir, f. 19.4. 1904, fyrrv. húsfreyja að Lyngum, sem nú býr á Dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjar- klaustri. Guðlaugur tekur á móti gestum á heimili sínu frá kl. 19.00 á afmælis- daginn. Guðlaugur Guðjónsson. Guðríður Magnea Jónsdóttir Guðriður Magnea Jónsdóttir dag- StðTfsfcrÍll móðir, Hlíðarhvammi 2, Kópavogi, er fimmtug i dag. Guðríður fæddist í Vestmanna- irsx^m^aoi ALLIR ÁSKRIFENDUR DV í VERÐLAUNAPOTTI Heppinn áskrifandi hreppir ríkuleqa búinn tjaldvagn frá Gísla Jónssyni hf. Dregið verður 14. ágúst. Vikulega verður dregið um FIESTA-gasgrill ásamt fylgihlutum frá HUSASMIÐJUNNI CAMP-LET APPOLO LUX Áskriftarsími 550 5000 eyjum og ólst þar upp. Hún flutti frá Eyjum 1963 og hefúr síðan átt heima í Reykjavík og Kópavogi. Auk húsmóðurstarfa hefur Guðríður stundað ýmis störf. Hún hefúr verið dagmóðir sl. áratug og formaður Félags dag- mæðra í Kópavogi í tvö ár. Fjölskylda Guðríður giftist 12.3. 1966 Hallgrími Lárusi Markússyni, f. 15.5.1946, verkamanni. Hann er sonur Markúsar Hallgrímssonar og Guðrúnar Valgerðar Lárasdóttur. Böm Guðríðar og Hallgríms eru Markús Hallgrímsson, f. 13.1. 1966, verkamaður í Reykjavík, var kvænt- ur Sigrúnu Pétursdóttur Wiencke húsmóður en þau skildu og er sonur þeirra Hallgrímur Markússon, f. 1.7. 1988, en kona Markúsar er Guðný Linda Ólafsdóttir húsmóðir og er dótt- ir þeirra Magnea Sif Markúsdóttir, f. 4.12.1997; Berglind Hallgrímsdóttir, f. 30.4. 1970, fóstra í Reykjavík, en mað- ur hennar er Halldór Bærings Bjama- son verslunarmaður og em böm þeirra Rakel Bærings Halldórsdóttir, f. 21.9.1993, og Daði Bærings Halldórs- son, f. 8.4.1997; Bergur Hallgrímsson, f. 24.6. 1976, verkamaður í Reykjavík, en kona hans er Helga Sigríður Flosa- dóttir verkakona. Foreldrar Guðríðar: Jón Kristins- son, f. 8.4. 1926, og Guðbjörg María Helgadóttir, f. 6.12. 1923, d. 7.7. 1996. Ætt Jón er sonur Kristins, póstmeist- ara á Mosfelli í Vestmannaeyjum, Jónssonar, út- vegsb. á Mosfelli, Guðmundssonar, b. í Ey, Eiríksson- ar. Móðir Jóns í Ey var Kristín Jónsdóttir. Móðir Kristins var Jenný, systir Odd- nýjar, móður Hrafnkels Helga- sonar yfirlæknis. Jenný var dóttir Guðmundar, b. og útgerðarmanns á Bakka í Landeyjum, Diðrikssonar og Kristínar Jónsdóttur. Móðir Jóns var Jóna Guðlaugs- dóttir, b. í Mundakoti, Guðmunds- sonar, b. á Háarima í Þykkvabæ, Jónssonar. Móðir Guðlaugs í Mundakoti var Guðbjörg Ámadótt- ir. Móðir Jónu var Þuríður Magnús- dóttir, b. og formanns í Nýjabæ, Magnússonar. Móðir Þuríðar var Ingigerður Jónsdóttir. Guðbjörg María var dóttir Helga Kristins, sjómanns og verkamanns á Ólafsfirði og síðar verkamanns í Kópavogi, Halldórssonar, b. og sjó- manns aö Burstafelli í Ólafsfirði, Guðmundssonar, b. að Skeggja- brekku og víðar, Ásgrímssonar. Móðir Halldórs var Guðrún Magn- úsdóttir. Móðir Helga Kristins var Guðrún Margrét Gottskálksdóttir, b. á Ytra-Kálfskinni og Hærings- stöðum, Jónssonar. Móðir Guðrún- ar Margrétar var Lilja Sveinsdóttir. Móðir Guðbjargar Maríu var Ragnhildur Magnúsdóttir, b. og for- manns að Leiram og á Minni-Borg Guöríður M. Jónsdóttir. Hl hamingju með afmælið 1. júlí 80 ára Kristjana Hjartardóttir, Skólavegi 9, Hnifsdal. Kristján Jónsson, Garðarsbraut 38, Húsavik. Svava Guðmundsdóttir, Nestúni 23, Hellu. 75 ára Baldur Bjarnason, Hverfisgötu 32, Reykjavík. Óskar Ingibergsson, Njarðargötu 7, Keflavík. Sigurlín Ágústsdóttir, Hringbraut 15, Hafharfirði. 70 ára Ásthildur Guðmundsdóttir, Uppsalavegi 8, Húsavik. Eiríkur Steindórsson, Ási, Hrunamannahreppi. Eyjólfur O. Eyjólfsson, Strandgötu 6, Stokkseyri. Hallgrímur Kristmundsson, Hringbraut 128A, Keflavík. Jóhannes Guðmundsson, Kelduhvammi 7, Hafharfirði. Jónatan Einarsson, Hörgshlíð 20, Reykjavík. Sigvaldi Jónsson, Uppsalavegi 8, Húsavik. 60 ára Hróðný Valdimarsdóttir, Fossvöllum 17, Húsavík. Kristján Lárentsínusson, Lágholti 4, Stykkishólmi. Þóra Karlina Rósmimdsdóttir, Heiðargerði 19, Húsavík. 50 ára Bjarni Bjamason, Skólabraut 22, Akranesi. Guðjón Ingi Ólafsson, filugagötu 13, Vestmannaeyjum. Hilmar Ásgeirsson, Heiðmörk 19, Stöðvarfirði. Jónína K. Jóhannsdóttir, Markarvegi 15, Reykjavik. Ólafur Haraldsson, Seljabraut 40, Reykjavík. Sigrún Þorbjömsdóttir, Álfhólsvegi 43, Kópavogi. Sigurður Magnússon, Helguvík, Bessastaðahreppi. 40 ára Aðalheiður L. Borgþórsdóttir, Hafnargötu 10, Seyðisfirði. Auður Einarsdóttir, Blikahólum 4, Reykjavík. Einar Svansson, Sólbrekku 27, Húsavík. Erla Melsteð, Heiðarási 20, Reykjavík. Gunnar Aðalsteinsson, Arnarsmára 26, Kópavogi. Gunnar Sigurðsson, Stakkanesi 10, ísafirði. Hólmfríður Þorkelsdóttir, Fagraneskoti, Aðaldælahreppi. Ómar Logi Gíslason, Álftröð 5, Kópavogi. Svanhildur Daníelsdóttir, Miöbraut 12, Hrísey. undir Eyjafiöllum og síðar verka- manns í Vestmannaeyjum, Jónsson- ar, b. á Steinum undir Eyjafiöllum, Valdasonar. Móðir Magnúsar var Þuríður Jónsdóttir. Móðir Ragn- hildar var Guðríður Jónsdóttir, b. í Bakkakoti og víðar undir Eyjafiöll- um, Einarssonar. Móðir Guðríðar var Ragnhildur Jónsdóttir. Guðríður tekur á móti gestum að heimili sinu á afmælisdaginn, mið- vikudaginn 1.7. milli kl. 18.00 og 21.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.