Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Síða 7
7 MIÐVIKUDAGUR 22. JULI 1998 Helga í Seðlabankann Nú eftir að ákveðið hefur verið að ráða Friðrik Sophusson for- stjóra Landsvirkjunar án þess að auglýsa stöðuna þykir eðlilegt að næst þegar ráðið verður í einhverja af æðstu stöðum þjóðfélagsins verði einhver framsókn- armaður fyrir val- inu. Eftir að Steingrímur Hermannsson hætti sem seðla- bankastjóri er auðvitað allt annað fásinna en að einhver annar framsóknarmað- ur veröi fyrir valinu sem næsti bankastjóri. Er talið nokkuð ör- uggt að Helga Jónsdóttir borgar- ritari og eiginkona Helga H. Jóns- sonar, fráfarandi fréttastjóra, muni fá að skipa næstu stöðu seðlabankstjóra íslands... Byltingin lifir Á fóstudaginn hélt Ögmundur Jónasson, alþingismaður og for- maður BSRB, upp á fimmtugsaf- mæli sitt með miklum mannfagn- aði við hús sitt á Grímshaga í Reykjavík þar sem slegið var upp stóru veitinga- tjaldi og vinir hans fluttu hon- um ræður og söng. Ögmundur hefur aldrei legið á róttækum skoðun- um sínum þó blessuð byltingin sem margir hafa heðið eftir sé týnd og tröllum gefm. Af því tilefni færðu nokkrir vinir hans úr BSRB honum fallegan bol. Á honum stóð letrað stórum stöfum: Lifi bylting- in - hvar í andsk. sem liún er ann- ars niöur komin... Herbert á fullu Gamalkunnur poppari, Herbert Guðmundsson, er fluttur aftur til íslands frá Sviþjóð þar sem hann rak meðal annars ísbúðir. Á sínum tíma var hann ein af sprautunum í hljómsveitum á borð við Eik, Pelíkan og Tilveru sem skallakynslóö- in man vel eftir. Seinna gaf hann út sína eigin diska og í haust er von á safndiski frá Herbert þar sem bestu lögin verða tínd fram með einhverju nýju góð- meti. Meðfram tónlistinni vinnur Herbert sem sölu- og markaðsstjóri hjá Kórand við að selja heimasíður sem eru vistaðar hjá íslenskri margmiðlun. En Herbert hefur lengi komið nálægt sölustörfum og er einhver harðasti sölumaður sem Island hefur enn alið... Samkeppni Allt eins er gert ráð fyrir því að samkeppnin á útvarpsmarkaðnum fari harðnandi á næstu misserum. Fínn miðill hf., sem rekur m.a. út- varpsstöðvamar FM957 og X-ið, hef- ur gífurlega hlust- un og viðtökurnar við nýju útvarps- stöðinni Gulli era langtum betri en menn áttu von á. Sagnir herma að Fínn miðill hafi mikinn áhuga á því að koma af stað dægurmálaútvarpi í beinni samkeppni við Þjóðbraut Bylgj- unnar og Dægurmálaútvarp Rásar 2. Er talið að Fínn miðill komi til með að hefja undirbúning rásar- innar þegar í haust svo Þjóðbraut- armenn mega fara að vara sig, líka Brynhildur Þórarinsdóttir sem er víst langt frá því að vera V. Þór- arinsdóttir eins og sagt var frá í sandkorni í vikunni... Umsjón Hjálmar Blöndal Netfang: sandkom @ff. is Fréttir Landslið valið á Norðurlandamótið í hestaiþróttum: Allir hestarnir að láni erlendis frá Sigurður Sæmundsson hefur skotið saman landsliði fyrir Norðurlanda- mótið sem verður haldið á Hedeland í Danmörku i ágústbyrjun. í landslið- inu er blanda reyndra knapa og ný- liða en allir hestarnir koma að utan. „Ég er hvergi banginn," segir Sig- urður. „Það er alltaf erfitt ef ekki er hægt að koma með hesta héðan en þeir koma frá Svíþjóð og Þýskalandi. Þórir Grétarsson er nýliði en hann kemur frá Þýskalandi með skeiðhest- inn Níels frá Árbæ sem er með fremstu vekringum í Þýskalandi um þessar mundir og hefur skeiðað 250 metrana á 21,9 sek. Hann keppir í 250 metra skeiði, gæðingaskeiði og 100 metra skeiði með fljúgandi skeiði, sem er sýningargrein. Hulda Gústafsdóttir hefur verið í landsliði áður og kemur með stóð- hestinn Hljóm frá Brún. Þau keppa í fimmgangi, tölti og gæðingaskeiði. Þeim hefur gengið mjög vel í Þýska- landi í sumar og verið ofarlega á sterkum mótum. Einar Ö. Magnússon er eini knap- inn sem kemur frá íslandi en hann fær lánaðan stóðhestinn Segul frá Skarði frá Sviþjóð. Þeir keppa í fimm- gangi, tölti og gæðingaskeiði. Jóhann G. Jóhannesson kemur frá Þýska- landi með stóðhestinn Glað frá Hóla- baki. Þeim hefur gengið mjög vel á mótum í Þýskalandi í sumar og voru stigahæstir nýlega á sterku móti. Þeir keppa í tölti, fimmgangi, 250 metra skeiði og gæðingaskeiði. Reynir Ö. Pálmason er nýliði. Hann kemur með Þráð frá Hvítár- holti. Þar renni ég blint 1 sjóinn. Ég sá þá á myndbandi og ætla að láta á það reyna hvernig þeir standa sig. Það verður að gefa nýjum knöpum tækifæri til að sanna sig. Þeir keppa í tölti og fjórgangi. Rúna Einarsdóttir hefur verið að gera góða hluti með hryssuna Snerpu frá Reykjavík í fjórgangsgreinunum. Ég var með þær í myndinni fyrir heimsmeistaramótið í Noregi í fyrra en fannst hryssan fullfrískleg en mér er sagt að hún sé betri núna. Ég hef miklar væntingar með þetta par. Herbert Ólason kemur með vekringinn Spútnik og keppir í 250 metra skeiði og gæðingaskeiði og einnig 100 metra skeiðinu. Mér skilst að Spútnik sé í ágætu formi um þess- ar mundir. Sigurður Heiðar Óskarsson kemur með Kát frá Stördal í Þýskalandi og keppir í tölti. Þeir hafa verið við topp- inn í allt sumar og nartað í 1. sætið á mótum í Þýskalandi. Þetta er huggu- legur klár. Einnig kemur til greina ungur knapi, sem er með Eitil frá Akureyri í skeiði, en það skýrist um næstu helgi eftir mót sem haldið verður í Þýskalandi. Ef þeir ná mjög góðum tíma tek ég þá inn. Ég hef rætt við fjölda manns um þetta mót og þurfti að teygja mig víða Hulda Gústafsdóttir kemur með stóðhestinn Hljóm frá Brún á Norðurlanda- mótið. DV-mynd E.J. en tel að við séum með góðan hóp sem gæti staðið sig vel á Norður- landamótinu. Vissulega erum við að keppa við sterka andstæðinga og tel ég Svíana mjög erfiða á fimmgangs- vængnum og Danina á fjórgangs- vængnum en þar er Jóhann Skúlason með sterkan klár. Gull geta dreifst viða á svona mótum og oft hefur sára- litlu munað en ég fer rólegur út,“ seg- ir Sigurður. Æskulýðsnefnd hefur einnig valið fimm knapa á Norður- landamótið. Þau era: Rakel Róberts- dóttir (Geysi), Pála Hallgrímsdóttir (Gusti), Dagný B. Gunnarsdóttir (Létti), Sigurður Straumíjörð Pálsson (Herði) og Ingunn B. Ingólfsdóttir (Andvara). -EJ Þaö rauk í tvígang sama daginn upp úr jörðinni í Fossvogi eftir að bíræfnir náungar höfðu kveikt í sinu í fyrradag. Vítislogarnir náðu tökum á nokkrum trjám og höfðu þar með örlög þeirra í hendi sér. Slökkviliðiö og lögregla komu á staöinn og reyndu að hafa hemil á óvættinum. DV-mynd S. Leiðrétting Rangt var farið með upplýsingar um styrkveitingar vegna byggingar nýs skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs í Breiðuvík sem greint var frá í DV á mánudag. Hið rétta er að Umhverfís- sjóður verslunarinnar styrkti skála- bygginguna um eina milljón króna og Ferðamálasjóður styrkti byggingu hreinlætishúss um 250 þúsund. Þá var ekki rétt með farið að Þórhallur Þor- steinsson sé formaður Ferðafélags Fljótsdalshéraðs. Hann er formaður byggingamefndar Breiðuvíkurskála. Þorlákshátíð í Skálholti: Minning heilags Þorlaks heiðruð Kaþólskir íslendingar héldu lands- mót sitt í Biskupstungum um síðustu helgi. í tengslum við mótið var hald- in Þorlákshátíð í Skálholti í fyrsta sinn. Hátíðin tengist Þorláksmessu á sumri, en 800 ár eru liðin síðan helg- ir dómar Þorláks biskups Þórhalls- sonar voru skrinlagðir í Skálholti, þann 20. júlí 1198. Landsmótið hófst í Aratungu á fóstudagskvöld með kvöldvöku við varðeld. Á laugardag hófst dagskrá í Við minnisvarða Jóns Arasonar. Sr. Jakob Rolland flytur bæn. Við hliö hans er hr. Jóhannes Gijsen, biskup í Landakoti. DV-myndir SÁ Skálholti með morgun- bænum en að þeim loknum fluttu fyrir- lestra sr. Sæmundur Vigfússon, Jón Böðv- arsson og Kári Bjarna- son. Eftir hádegið söng herra Jóhannes Gij- sen, biskup kaþólskra íslendinga, hámessu í Skálholtsdómkirkju, en að henni lokinni gengu prestar og kirkjugestir í skrúð- göngu að minnisvarða um Jón Arason Hóla- biskup í Skálholti. Á göngunni var sungið kvæði Stefáns frá Hvítadal um Þorlák biskup helga en við minnis- varðann flutti sr. Jakob Rolland, sóknarprestur í Landakoti, bæn. Síðdegis á laugardag voru tónleik- ar í Skálholtskirkju þar sem flutt voru verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Einar Jóhannesson, Szymon Kuran Prestar og kirkjugestir ganga úr Skálholtskirkju að aftökustaö og minnisvarða Jóns Arasonar Hóla- biskups. Fremstur fer Jóhannes Gijsen, biskup í Landakoti. og W.A. Mozart o.fl. Um kvöldið var kvöldvaka í Aratungu sem haldin var með þátttöku islenskra og erlendra gesta á Þorlákshátíðinni. Að sögn sr. Jakobs Rolland tókst hátíðin afar vel, en auk íslendinga tóku allmargir er- lendir ferðamenn þátt í henni, þeirra á meðal stór hópur skáta frá Caén í Frakklandi. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.