Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 Útlönd Friðarviðræður ísraelsmanna og Palstínumanna: Palestínumenn gefa sólarhringsfrest ísrelsmenn áttu í gær þriðja fund sinn með Palestínumönnum en viðræður hafa staðið undanfarið. Með viðræðunum vonast menn til að hægt verði að komast að sam- komulagi um öryggisgæslu og landaafsal samkvæmt tillögu að friðarsamkomulagi sem Bandaríkja- menn hafa hannað. Yasser Arafat, forseti heimastjórn- ar Palestínumanna, sagði í gær að samningamenn hans hefðu engar nýjar fréttir að afloknum tveimur samningafundum með ísraelsmönn- um. Þegar Arafat var inntur eftir því hvort einhver árangur hefði náðst á fundum og/eða hvort ísraelsmenn hefðu komið fram með eitthvað nýtt þá neitaði hann þvi harðlega. Nabil Abu Rdainah, helsti aðstoð- armaður Arafats, sagði í samtali við ijölmiðla í gær að Palestínumenn væru reiðubúnir að halda viðræðum með þessum hætti áfram í sólar- hring, ekki lengur. Að því loknu mundu Palestínumenn meta stöðuna og gefa Bandaríkjamönnum skýrslu ísraelskir lögreglumenn meö sérþjálfaöa hunda til aö leita aö sprengjum ganga um Jerúsalem. Frá því bílasprengja sprakk í borginni á laugardag hefur öryggisgæsla veriö hert til muna. Símamynd Reuter um hvort ísraelsmenn neituðu enn að ganga að kröfum þeirra. Viðræður ísraelsmanna og Palest- ínumanna snúast um þá hugmynd Bandaríkjamanna að ísraelar láti Palestínumönnum eftir 13% lands á Vesturbakkanum gegn því að hinir síðarnefndu herði öryggisgæslu sina. Arafat er samþykkur þessum tillögum en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, hefur hingað til hafnað þeim. Netanyahu hefur hins vegar boð- ið Palestínumönnum að 3% af um- ræddum 13% verði gerð að grænum svæðum þar sem báðir aðilar heita því að ráðast ekki í byggingarfram- kvæmdir. ísraelskir fjölmiðlar telja líklegt að Palestínumenn geti fallist á þessa málamiðlun. Þá kom fram í ísraelska dagblaðinu Maariv að Israelsmenn væru tilbúnir að slaka enn á kröfum sínum gegn því að Arafat kallaði saman Þjóðarráð Palestínu og á þeim fundi skyldi ráðið fella úr gildi ákvæöi um að ísrael skyldi lagt í rúst. Reuter Fyrrum ungfrú heimur og núverandi frambjóöandi til embættis forseta Venesúela, Irene Saez, hefur ekki undan aö heilsa aödáendum sínum. Irene segist vera fulltrúi barna og friöar í heiminum og þessi tvö málefni muni hún setja á oddinn nái hún kjöri í forsetakosningunum sem verða í desember á þessu ári. Símamynd Reuter Noregur: Sex látnir í sjóslysum DV, Ósló: Fimm menn drukknuðu þegar bátskel sem þeir voru á hvolfdi við Skjervey í Norður-Noregi í fyrrinótt. Sex voru á bátnum og komst einn af við illan leik. Lögreglan telur að báturinn hafi verið allt of lítill til að bera sex menn og því hafi honum hvolft. Veður var gott en enginn um borð hafði á sér björgunarvesti. Sömu nótt var báti siglt á sker úti fyrir Hörðalandi í Suður-Nor- egi. Þar fórst einn maður en fjór- ir slösuðust alvarlega. Engin björgunarvesti voru um borð i bátnum. Bæði slysin eru rakin til að- gæsluleysis og er nú talað um að skylda notkun björgunarvesta í smábátum. Líkin liggja eins og hrá- viði í þorpum í Kosovo Líkin liggja eins og hráviði um allt í þeim þorpum Kosovohéraðs í Serbíu sem hafa orðið verst úti í bardögum aðskilnaðarsinna og serbneskra öryggissveita, að því er starfsmaður hjálparstofnunar í hér- aðinu segir. Margar fjölskyldur eru innilokað- ar í hálfónýtum húsum og búa við mjög þröngan kost, án rennandi vatns og rafmagns. „í þorpinu Prejlep er mikil eyði- legging og mikill náfnykur. Hræ af hestum og nautgripum liggja á göt- um úti og rotna og okkur var sagt frá líkum sem enginn hefði hirt,“ sagði maðurinn, sem alls ekki vill láta nafns síns getið, í viðtali við fréttamann Reuters. Þessir íbúar Kosovohéraös sluppu lifandi frá átakasvæöunum nærri bænum Orahovac þar sem aöskilnaöarsinnar berjast viö serbneskar sveitir. Stuttar fréttir i>v AIK á fullu í Nígeríu Nígeríubúar búa sig nú sem óð- ast undir að stofna nýja stjórn- málaflokka fyrir þingkosningarn- ar í maí á næsta ári. Ekki sopið kálið Háttsettur aðstoðarmaður Keizos Obuchis, utanríkisráð- herra Japans, sagði í morgun aö likumar á að ráðherrann verði næsti for- sætisráðherra landsins væru ekki jafn miklar og Qölmiðlar vilja vera láta. Talað hefur ver- ið um að Obuchi hafi svo gott sem tryggt sér sigurinn í atkvæða- greiðslu í stjómarflokknum á föstudag. Grafið og brennt Björgunarsveitamenn í Papúu Nýju-Gíneu kepptust í morgun við að grafa eða brenna lík fóm- arlamba flóðsins mikla sem reið yfir norðurströnd landsins á fóstudag. Þúsunda er enn saknað. Efnahagslíf í lagi Alan Greenspan, seðlabanka- stjóri Bandaríkjanna, gaf banda- rísku efnahagslífi ágætiseinkun í gær. Hann varaði þó við því að aukin verðbólga og erfiðara efna- hagsástand í Asíu gætu breytt öllu. Sænskur raðmoröingi Tuttugu og þriggja ára gamall sænskur maöur, sem játað hefur á sig þrjú morð, er ennfremur grunaður um að hafa framið hið fjórða. Þá er verið rannsaka hvort hann hafi átt þátt í þremur morð- um til viðbótar. Gore í austurveg A1 Gore, v£iraforseti Bandaríkj- anna, heldur til Rússlands og Úkraínu í næstu viku til að ræða við þarlenda ráðamenn um efnahagsum- bætur. Ástandið í þeim málum er ekki eins og flestir hefðu óskað sér. Þá mun varaforset- inn heimsækja Tsjernobýl kjam- orkuverið. Menem hættur við Carlos Menem, forseti Argent- ínu, tilkynnti í gær að hann mundi ekki sækjast eftir forseta- embættinu í þriðja sinn á næsta ári. Tilburðir forsetans í þá átt höfðu vakið litla hrifningu. Lyfta fellur af háhýsi Eldri kona lést og nokkrir slös- uðust þegar vinnupallar og bygg- ingalyfta féllu niður af háhýsi og á Times-torgið I New York í gær. Ekkert í fréttinni Vamarmálaráðuneyti Banda- ríkjanna hefur sent frá sér yfirlýs- ingu þess efnis að fréttaflutningur CNN-sjónvarpsstöðvarinnar af meintri eiturgasnotkun banda- ríska hersins gegn liðhlaupum í Víetnam sé ekki á rökum reist. Sömu vandamál Nelson Mandela, forseti Suður- Afriku, er í opinberri heimsókn í Brasilíu. Hann sagði í gær að lönd- in tvö ættu við sömu vandamál að glíma; fátækt og félagslegt ójöfnuð. Báðar þjóðir þyrftu að minnka bilið á milli fátækra og ríkra, skapa at- vinnu og búa til velferðarþjóðfélag sem allir gætu notið. Enginn árangur enn Samningaviðræður á milli Kaþ- ólikka við Garvachygötu og Óran- íumanna hafa enn engan árangur borið. Samningamenn ræða saman í gegnum þriðja aðila og eins og er þá er ekki vitað hvenær næsti fundur i deilunni verður haldinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.