Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 9 Utlönd Æskuheimili Pauls McCartneys í Liverpool opnað almenningi: Húsið þar sem Bítlarnir urðu til Æskuheimili Bítilsins Pauls McCartneys, við Forthlingötu 20 í Liverpool, verður opnað almenningi þann 29. júlí næstkomandi. McCartney bjó í húsinu á ung- lingsárunum, nánar tiltekið á árun- um 1955 til 1964 en þá flutti hann ásamt fóður sínum og bróður í ann- að húsnæði. Á þeim tíma var frægð- arsól Bítlanna farin að skina og erfítt að verjast æstum aðdáendum í litla húsinu við Forthlingötu. „Þetta er merkishús því hérna varð til tónlist sem átti eftir að hafa áhrif á milljónir manna um heim allan,“ sagði Martin Drury, formað- ur breska þjóðminjaráðsins, en ráð- ið eyddi um fimm milljónum króna í breytingar á húsinu. Þetta er í fyrsta sinn sem breska þjóðminja- ráðið kaupir og opnar almenningi hús núlif- anda einstaklings. Paul McCartney kvað vera mjög stoltur af nýja safninu og hann segir í kynningarbæk- lingi um húsið að hann sé viss um foreldrar hans hefðu átt erfitt með að trúa þessu. Hús- ið sé hlaðið minningum frá uppgangstímum Bítlanna og hann hafi átt margar góðar stund- ir með vini sínum og fé- laga, John Lennon, í húsinu. íhúsinu er að finna fjöldann allan af ljós- Forthlingata hefur lengi veriö vinsæl hjá feröamönnum sem hingaö til hafa þó einungis getaö bariö húsiö augum utan frá. Nú geta gamlir Bítlaaðdáendur skoöaö hvernig innanstokksmuni McCartney-fjölskyldan haföi á heimili sínu. myndum sem faðir Pauls, Mike McCartn- ey, tók á þeim tíma þegar fjölskyldan bjó í húsinu. Myndirnar þykja góð heimild um hvemig húsið leit út að innan á árum áður en þeir feðgar, Paul og Mike, unnu náið með starfsmönnum hins nýja safns. Safnstjómin býst við miklum mannfjölda og hefur þegar verið tilkynnt að sökum smæðar hússins verði fólk að panta skoð- unarferðir fyrirfram. Reuter Dægrastytting en ekki vændi Kanadísk svipukona segir að kynlífsleikirnir sem hún bjóði viðskiptavinum sínum séu aðeins upplyfting en ekki vændi. Konan er nú fyrir rétti í Toronto, ákærð fyrir að selja blíðu sína. Ef blíðu skyldi kalla því kona þessi er þekkt undir nafninu Madame de Sade í heimi þeirra sem stunda sadómasókískt kynlíf. Leki til fjölmiðla í máli Clintons kannaður Kenneth Starr, sérlegur sak- sóknari sem rannsakar meint kynlífshneyksli Bills Clintons Bandaríkjaforseta, reyndi í gær að fá áfrýjunarrétt til að hnekkja úrskurði dómstóls um að hann léti lögmönnum forsetans í té ákveðin gögn sem þeir óskuðu eft- ir. Lögmenn forsetans ætla að reyna að sanna að starfsmenn Starrs hafi á ólögmætan hátt gef- ið fréttamönnum leynilegar upp- lýsingar um gang rannsóknarinn- ar fyrir ákærukviðdómi. Auk Starrs voru í réttinum lög- menn bæði Clintons og Monicu Lewinsky, fyrrum lærlingsins í Hvita húsinu sem forsetinn er sagður hafa átt í ástarsambandi við. Heimildarmenn segja aö Starr hafi farið fram á að fá frest til að fara að úrskurðinum. Barnaskóútsala smáskór í bláu húsi v/Fákafen • sími 568-3919 ^úðkaupsveislur—útisamkomur—skemmtanir—tónleikar—sýningar—kynningar og fl. og fl. og fl. T ..og ýmsir fylgihlutir psf> skiou Ekki treysta á veðrið þegar skipuleggja á eftirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700m2. Einnig: Borð, stólar, tjaldgólf og tjaldhitarar. leto) stfeátta ..meo skátum á heimavelli síml 562 1390 • fax 552 6377 Hitabylgjur stíga upp úr jöröinni í Washington DC borg í Bandaríkjunum en ekkert lát er á hitabylgjunni þar í landi og hafa tugir manna látiö lífiö vegna óbærilegs hitans. Reiknað er meö aö hitinn veröi nálægt fjörutíu stigum í dag. Símamynd Reuter Krókur á móti bragði í Lockerbiemálinu: Bandaríkin íhuga réttarhöld í Hollandi Bandarfsk stjómvöld komu með nýtt útspil í gær í deilu sinni við lí- býsk stjórnvöld vegna sprengjutil- ræðisins yfir Lockerbie í Skotlandi og sögðust vera aö skoða hvort hægt væri að rétta í málinu i Hollandi. Tveir líbýskir menn eru grunaðir um að hafa sprengt flugvél Pan Am í loft upp yfir skoska bænum árið 1988. Tvö hundruð og sjötíu létu líf- ið í tilræðinu. Líbýumenn stungu upp á sömu lausn fyrir mörgum árum en bæði Bandaríkjamenn og Bretar tóku til- lögunni fálega. Sameinuðu þjóðim- ar beita Libýu nú refsiaðgerðum þar sem stjómvöld þar neita að framselja mennina tvo. Bandaríkjamenn hafa sem sé Madeleine Aibright, utanríkisráö- herra Bandaríkjanna. skipt um skoðun en bresk stjóm- völd sögðu i gær að þau héldu enn í þá kröfu að réttarhöldin yfir mönn- unum fæm fram annað hvort í Skotlandi eða Bandaríkjunum. Það vora Madeleine Albright, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sandi Berger, þjóðaröryggisráögjafi Bills Clintons Bandarikjaforseta, sem lögðu fram tillöguna á fundi með ættingjum fómarlamba Locker- bies-tilræðisins. Clinton sagði að þessu nýja út- spili væri ætlaö að koma hinum grunuðu undir manna hendur svo rétta mætti yfir þeim. Clinton bætti því þó við að ekki væri ljóst hvort hægt væri að flytja réttarhöldin til þriðja lands. BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Skeiðarvogur - Miklabraut, gatnamót, breyting á aðalskipulagi. Auglýst er tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykja- víkur 1996-2016, þar sem athafnasvæði og almennu útivistarsvæði er breytt í veghelgunarsvæði, skv. 18 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Kynningin fer fram í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00 - 16:15 og stendur til 21. ágúst 1998. Ábendingum og athugasemdum vegna ofangreindrar kynningar, ef einhverjar eru, skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 4. september 1998. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Borgarskipulag Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.