Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Page 10
10
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998
Spurningin
Hvað borðar þú fisk
oft í viku?
Kristína Jensen verkakona: Um
þrisvar sinnum.
Kári Sverrisson verslunarmaöur:
Einu sinni í viku.
Jóna Diljá Jóhannsdóttir, tveggja
ára: Hún borðar ekki fisk. En hún
ætlar að gera það í framtíðinni ef
amma hennar fær að ráða.
Hanna Níelsdóttir skrifstofu-
stjóri: Tvisvar í viku.
Steinunn Jóhannsdóttir: Einu
sinni í viku.
Hjördís G. Thors húsmóðir, nemi
og tvíburaamma: Þrisvar sinnum í
viku.
Lesendur
VW-bjallan er
komin aftur
Skarphéðinn Einarsson skrifar:
Það hefur ekki farið fram hjá
neinum sem les dagblöð, íslensk og
erlend, að gamla góða VW-bjallan er
nú komin á almennan markað í
Bandaríkjunum. En Islendingar
þurfa að bíða í eitt ár þar til þeir
verða fáanlegir í Þýskalandi. Að
vísu voru flutt inn nokkur eintök af
umboðinu frá Bandaríkjunum sem
keypt voru af þarlendum bílasölum.
Margir eiga góðar minningar um
bjölluna hér á landi sem annars stað-
ar. Sagan segir að þegar hún hafi
fyrst verið kynnt í Bandaríkjunum
eftir stríð 1948 hafi kanar fengið
taugaáfall er þeir litu gripinn enda
vanir stórum köggum er einkenndu
bandarískan bílaiðnað eftirstríðsár-
anna. En þær hrakspár sem bjallan
fékk þar í landi áttu eftir að breytast
og sagt er að 2 milljónir bíla hafl
selst þar þegar framleiðslu var hætt
1976. En minningin um bjölluna lifir
og nú er hún komin aftur. Ég er viss
um að hún mun slá í gegn enn á ný
Hin nýja VW-bjalla, en bréfritari hvetur bílainnflytjendur til að flytja hana inn
sem allra fyrst.
um allan heim og færa VW-verk-
smiðjunum fúlgur fjár.
Ég skora á þá mörgu aðila sem
fást við innflutning á bílum frá
Bandaríkjunum að bjóða þennan bíl
hér á landi sem allra fyrst. Það er
víst að hann mun ekki rykfalla í
geymslum skipafélaganna.
Sigríður fer hvergi
Eyjólfur Eysteinsson, stjómar-
maður kjördæmisráðs Alþýðu-
bandalagsins í Reykjaneskjör-
dæmi, skrifar:
Ég tel rétt að taka fram vegna
skrifa um Sigríði Jóhannesdóttur,
þingmann Alþýðubandalagsins á
Reykjanesi, í Sandkomsdálki blaðs-
ins á dögunum, að það stendur ekki
til að skipta um þingmann í Reykja-
neskjördæmi. Sigríður tókst á
hendur erfitt hlutverk þegar hún
gekk inn í störf fráfarandi þing-
manns, Ólafs Ragnars Grímssonar,
en hún hefur leyst þau af stakri
prýði. Almennt ríkir mikil ánægja
með störf þingmannsins, sem með-
al annars sat i fjárlaganefnd, erflð-
ustu þingnefndinni, og stóð sig þar
mjög vel eins og hennar er von og
vísa. í dálki blaðsins er á meiðandi
hátt vísað til þess sem óumdeildra
sanninda að það hafi verið ákveðið
að skipta henni út og ákveðnir ein-
staklingar nefndir sem hugsanlegir
fulltrúar. Það eru tiltölulega ný
vinnubrögð í pólitík að framtíð
stjórnmálamanna sé ákveðin í
kaffistofum fjölmiðlanna og störf
þess sama fólks séu að engu gerð ef
hagsmunir þess skarast við þá sem
taka þátt í því kaffiboði hverju
sinni. Sigriður hefur sem þingmað-
ur lagt áherslu á lýðræðisleg vinnu-
brögð og í krafti þess studdi hún
sameiningartillögu Margrétar Frí-
mannsdóttur á landsfundinum,
ásamt viðauka sem miðaði að því
að ná sáttum milli stríðandi afla í
flokknum. Þingmaðurinn gekk
enda ekki gruflandi að því að sterk-
ur stuðningur var við tillöguna i
kjördæminu. í „fréttinni" er það þó
talið henni til lasts að hafa ekki
básúnað þessa afstöðu sína, en til
þess er henni flokkurinn of mikil-
vægur ög fólkið sem innan hans
starfar. Það eru umbrotatímar á
vinstri væng stjómmálanna og því
er það mikilvægt að þeir sem hafa
valist til trúnaðarstarfa komi fram
af heilindum og drengskap svo að
þær hugsjónir sem hafa lengst af
verið aðalsmerki vinstri hreyfing-
arinnar glatist ekki í atinu. Það hef-
ur Sigríður gert og mættu fleiri
taka sér hana til fyrirmyndar.
Af hverju sleppa
bankastjórarnir?
Hrafn Hauksson skrifar:
Ég var að hlusta á pistil Illuga
Jökulssonar í útvarpinu í morgun
þar sem fjallað var um ókeypis lax-
veiði bankastjóra. Ég verð að játa
að óneitanlega fór margt um huga
mér meðan á lestrinum stóð. Niður-
staöa mín er að lögin gildi ekki fyr-
ir alla. Sumir sleppa en aðrir ekki.
Ég á vin sem í vetur var dæmdur
fyrir að veita öðrum kjaftshögg. Það
var vissulega ekki til eftirbreytni.
Báðum þótti okkur þó sektardómur-
inn nokkuð þungur. En þessi vinur
minn borgaði sína sekt og þakkaði
bara fyrir að hún var ekki hærri. En
nú er komið að tilefni þessara skrifa.
Hefði hann sloppið við sektina ef
yHIG^OM þjónusta
allari sólarhringii
I sima
5000
milli kl. 14 og 16
Sólon Sigurösson er einn bankastjóranna sem bréfrit-
ari telur að hafi komið betur út úr „laxveiöimálunum"
en þeir hafi átt skilið.
hann hefði sagt að hann vissi ekki
að hann væri að gera rangt? Að mál-
ið hefði verið mis-
skilningur af hans
hálfu og hann lof-
aði að gera þetta
aldrei aftur? Er
það svona sem
verjendur framtíð-
arinnar eiga að
meðhöndla sín
mál? Hann vissi
ekki að hann væri
að gera neitt rangt
og er alveg til í að
þetta verði rann-
sakað. Er það
svona sem saka-
mál framtíðarinn-
ar verða afgreidd?
Við þessu væri
gott að fá einhver
svör frá einhverju
ráðuneytanna því
þar virðast menn
á sama máli, að
glæpur sé ekki
sama og glæpur.
Er í lagi að stela
bara sjónvarpinu
en láta græjurnar
vera? Er í lagi að
fara í óleyfilega
laxveiði á kostnað almennings en
lögbrot að stela úr búð?
Fókus flottur
Vinkonur skrifa:
Við viljum þakka fyrir Fókus
sem DV er farið að gefa út fyrir
ungt fólk. Það er mjög gott. Það
mætti samt vera meira um fot og
tísku, sérstaklega unglingatisku.
Það mætti líka skrifa um ýmis-
legt sem kemur ungu fólki við,
eins og af hverju það eru engir
skemmtistaðir fyrir okkur. Ung-
lingar og ungt fólk verða alltaf
útundan í öllum fjölmiðlum.
Fókus er flottastur!
Umhverfi
Seltjarnarness
Sveinn K. hringdi:
„Um daginn hringdi skokkari
og hrósaði Seltjamarnesbæ fyrir
að hafa lagt malbikaðan stíg
með fram sjónum sem menn
geta gengið eða skokkað. Þetta
er gott og blessað. En ég held að
viðkomandi lesandi hafi verið
heldur fljótur á sér að hrósa
bæjaryfirvöldum á Seltjarnar-
nesi fyrir framlag til umhverfis-
mála. Hvað blasir við þar sem
stígnum sleppir? Vegur sem
liggur með fram ströndinni alla
leið út í Gróttu. Skokkarinn hef-
ur greinilega verið svo upptek-
inn við að hlaúpa að hann hefur
ekki tekið eftir að þessi vegur,
sem bæjaryfirvöld bera ábyrgð
á, eyðileggur þessa fallegu
strandlengju algerlega. Hann er
algjör hneisa."
Hávaði á
Hverfisgötu
Vestfirðingur hringdi:
„Ég hef um skeið búið á Hverf-
isgötunni í Reykjavík. Þegar um-
ferðinni loksins léttir á kvöldin
glymur samt hávaöinn úr stræt-
isvögnunum langt fram yfir mið-
nætti. Fyrir ofan mig býr síðan
maður sem greinilega er með
klassíska tónlist á heilanum.
Hann spilar fram á nótt með
græjurnar stilltar á fullu. Beet-
hoven er ágætur í bland við
glymjandann í strætó en þetta er
orðin afar óheppileg blanda sem
erfitt er að sofna við. Menn ættu
að taka meira tillit til nágranna
sinna og SVR ætti að hafa í huga
að borgarbúar þurfa að sofa.“
Konur taka yfir
M.Hj. hringdi:
„Nú er ung kona nýlega orðin
formaður Prestafélags íslands.
Konur eru líka að sækja á innan
kirkjunnar og orðnar prestar
mjög víða. Ég held að þetta sé
góö þróun. Þær eru afar vel
fallnar til að hugga þá sem eiga í
erfiðleikum. Þær eru líka ekki
eins líklegar til að standa í deil-
um til að ota sínum tota heldur
vinna meira í kyrrþey. Ég tek
líka eftir því aö deilumar sem
hafa sett svip sinn á þjóökirkj-
una eru miklu minni núna en
fyrir örfáum misserum. Kanski
verður þessi jákvæða þróun til
aö þeim fækki sem segja sig úr
kirkjunni."
Áhyggjur
Sverris
Helga Jónsdóttir hringdi:
Hvað er eiginlega að gerast í
pólitikiimi? í gær heyrði ég frétt-
ir af því að Sverrir Hennanns-
son hefði verið á fundi hjá ungu
alþýðubandalagsfólki. Ekki kem-
ur mér við með hverjum það
ágæta fólk heldur fundi en ég
hefði þó haldið aö það gæti fund-
ið sér heppilegri fundargest. Mig
rak þó fyrst í rogastans að heyra
að Sverrir varaði þetta unga fólk
viö að fórna hugsjónum í utan-
ríkispólitíkinni. Síðan hvenær
var Sverrir á móti Nató? Eru
engin takmörk fyrir því sem
tækifærissinnaðir stjómmála-
menn segja til að ganga í augun
á þeim sem þeir eru að tala við í
það og það sinn?