Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 22. JULÍ 1998 0enning» Allir geta verið eins og Hrói höttur „Okkur hefur alltaf fundist spennandi að gera leikhús einhvers staðar annars stað- ar en í leikhúsum. Það er gaman að búa til nýjan vett- vang fyrir leikhús svo að það þurfi ekki alltaf að vera fast í fyrir fram ákveðnu rými,“ segja Gísli Öm Garðarsson og Gottskálk Dagur Sigurðar- son, en þeir hafa ásamt fleiri unnið við að setja upp söng- leikjaleikritið um Hróa hött. Gísli þýddi verkið úr norsku og vann leikgerð, auk þess sem hann er einn af fram- kvæmdastjómnum, en Gott- skálk Dagur er einn af leik- uranum. Undir sýninguna, sem stjómað er af Þór Tulini- us, hefur verið keypt heljar- mikið sirkustjald sem er sett upp í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum. Félagamir segjast hafa velt því mikið fyrir sér hvar best væri að setja verk- ið upp en komust síðan að því að Fjölskyldu- og hús- dýragarðurinn gæfi góða mynd af Skírisskógi. Þar væri mikið af dýrum, grænt umhverfi og mun auðveldara að skapa útivistarstemningu en inni í leikhúsi. Þeir Gottskálk og Gísli segja að allt hafi geng- ið vel fram að þessu, sýningamar hafi verið um það bil fimm á viku, hver sýning rúm klukku- stund, og þeir sem standa að sýningunni séu ánægðir að kynna hlægilega lágt miðaverð sem hægt er að bjóða vegna þess að fyrirtæki hafa verið dugleg að styrkja starfsemina. Þegar spurt er að því hvort einblínt sé á ein- hvem ákveðinn aldurshóp segja félagamir svo ekki vera. Það er líf og fjör í Húsdýragaröinum um þessar mundir. Hrói höttur og og menn, hafa komið sér þar fyrir í sirkustjaldi. „Þetta er fjölskylduvæn sýning sem er mjög kómísk og grínið höfðar til allra aldurshópa. Sýningin er farsakennd á köflum og í raun má segja að ekki sé dauður punktur í henni. Ásta Hafþórsdóttir grímugerðarkona er að vinna með okkur og hún býr til mikið af fígúrum og sterk- um karakterum. Við fáum líka að nota dýr Hús- dýragarðsins í sýningunni, geitur, hesta og kan- ínur sem mikið fjör er í. Sem dæmi má nefna að Gottskálk Dagur leikur hinn illræmda fógeta frá Nottingham og hann ryðst inn á sviðið á fráum hesti til þess að skapa sem trúverðugasta miðaldastemn- ingu, sem hefði verið erfitt í venjulegu leik- húsi. Einnig em mörg lög í sýning- unni og tónlistar- menn á sviðinu að spila á þver- flautu, trommur og gítara. Má því segja að líka sé mið- aldastemning yfir tónlistinni. Bömin taka virkan þátt í sýningunni. Allir fá súkkulaðigullpening sem hægt er að kaupa fyrir þegar dýrin koma inn, allir standa upp og ógna vonda fógetanum þegar hann stígur á stokk og svo framvegis. Boðskapur þessa klassíska verks er fagur: Allir eiga að vera vinir og allir geta verið eins og Hrói höttur! En að sjálfsögðu fer illa fyrir þeim sem era vondir í lokin. Fógetinn hræðilegi er hand- tekinn, settur í turninn og allir vinir hans, dýr rændur öllum fótunum." Þegar félagamir em spurðir að því hvort þeir óttist ekkert að þetta róttæka verk leiöi til byltingar: böm og fullorönir taki alvarlega boð- skapinn að ræna frá hinum ríku og gefa hinum fátæku (sem ekki yrði víst par vinsælt meðal ákveðinna hópa) þá segjast þeir ekkert vera hræddir um það. Það sé góðæri í þjóðfélaginu og þeir voni frekar að allir verði betri vinir og að jafnréttið sem að lokum ríkir í Skirisskógi megi ríkja hér. Megasukk í Kaffileikhúsinu: Barlómur og væl Megas er víst orðinn einn af þessum listamönnum sem þykja óumdeilanlega góðir. Það segja að minnsta kosti flestir þó að ekki sé ætlunin að fara að líkja ítökum hans í þjóðarsálinni við ítök H.K.L, Guðbergs eða Bjark- ar. Megas hefur nefnilega enn ekki fengið nein útlend verð- larni og fær þau líklegast aldrei. Ég veit ekki hvort þvi er um að kenna en mér þykir oft eins og komi nokkurt fát á fólk ef ræða á frekar um Megas sem tónlistarmann. Fyrst flestir em sammála um að maðurinn semji betri texta en aðrir sem við slíkt fást hér á landi, hvers vegna sjást plötur hans aldrei á vinsælda- eða metsölulistum? Hefur fólk almennt ekkert gam- an af þvi sem gott er? Eða lend- ir Megas einhvem veginn milli þils og veggjar? Það er að þeim sem að öllu jöfhu hlusta á popp finnist hann of flókinn en hinir, sem lesa fagur- bókmenntir á kvöldin, leggi ekki í vana sinn að hlusta á popp og afskrifi Megas sem poppara. Þetta er rannsóknarefni. En svo koma auðvitað töfrastundir þegar ólik- um hópum tekst að sameinast. Múrar falla og umræður um austur og vestur eða há- og lág- menningu líða út í sumamóttina. Og það gerðist í Kafiileikhúsinu síðastliðið fóstudagskvöld þeg- ar Megas hélt þar hljómleika ásamt drengjunum í Súkkati. Á þá hljómleika mætti alls konar fólk og þetta alls konar fólk sat opinmynnt í þrjá tíma og hlustaði. Fyrst kom Súkkat fram og flutti sín lög. Þetta var blandað efni, gamalt og nýtt, sígild lög eins og Jóhann, þar sem fjallað er mn persónugerv- ing hins íslenska framkvæmdamanns sem tekst að drepa sig á öllu sem hann tekur sér fyrir Megasukk. Leikgleöi og fagmennska í fyrirrúmi. hendur. Sveitasöngurinn AUamalla ( þar sem sveitin er að eigin vali) lýsir unaðskenndri nátt- úrasýn og á hápunktinn í því þegar Jónas Hall- grímsson hleypur þar haltur út um túnin eins og kálíúr sem kemst loks út úr fjósi. Nýlega söngva flutti Súkkat einnig og af þeim má nefna Draumur um straum sem er grátbólginn trega- söngur rafmagnstækjanna sem kúra á hillunum okkar og eiga sér engan draum heitari en þann að komast I samband. Söngvar Súkkats em haganlega ortir og flutn- ingurinn gerir upplifunina einstaka. Gunnar Öm situr og grúfir sig yfir gítarinn, líkt og hann sé að leika tregafullar spænskar rómönsur og Hafþór stendur í sömu spomm og syngur en bregður aldrei svip. Megas steig síðan á svið eftir klukkustundar- dagskrá Súkkats. Hann klæddist skærbleikum jakka úr silki og minnti æ meir á konfektmola eftir því sem leið á kvöldið. Megas var sjálfsör- yggið uppmálað, flutti þétta dag- skrá og allir sem eitthvað hafa hlustað á þann gamla fengu ok- urverð fýrir snúða sína. Söngva eins og Gömlu gasstöðina við Hlemm, Lóu Lóu Lóu og Spáðu í mig, svo og nýrri söngva og Ijóð ann- arra skálda við lög Megas ar. Síðasti hluti dagskrárinn ar var svo Megasukk. Leik- gleðin var allsráöandi og fé lagamir léku lög sem þeir hafa ort í sameiningu og bera skemmtilegan keim beggja. Sem dæmi má nefiia langa útgáfu af kúknmn fræga í lauginni, sem er beinlínis köfnunarvaldur, og betrumbætur Megasar á lagi Súkkats, Það er vont en það venst. Hjá Megasi venst það ekki neitt heldur „versnar stöðugt og verður loks djöfullegra en orð fá lýst“. Síðan flutti Megasukk fjölmörg þekkt lög í einstæðum útsetningum. Þar má nefna ögn raunsærri mynd af miðbænum en Kristín Lilli- endahl málaði hér um árið í laginu Breytir borg um svip. Útgáfa Megasukks heitir Sortnar centr- um og þar berst frá Hótel Borg „barlómur og væl“ í stað baráttunnar ljóðs, perrar þvælast um í leit að fómarlambi og hópur Grænlendinga „drekkur á Duus“. Svona eins og þetta lítur út ef rósrauðu gleraugun kámast. Það mætti ef til vill ætla að menn hefðu reik- að beygðir um garða eftir tónleikana en ég leyfi mér að fúllyrða að svo var ekki. Að heyra svo mikla bölsýni í ljóði að neðar verður ekki kom- ist gefur manni ekki tilefni tO annars en að hugsa: „Það er von.“ DV-mynd Teitur Styrkir úr Menningarsjóði íslands og Finnlands Stjóm Menningarsjóðs íslands og j Finnlands kom saman til fundar í Villmanstrand og Imatra í Finnlandi dagana 12.-15. júní sl. til að ákveða j árlega úthlutun styrkja úr sjóðnum. Umsóknarfrestur var til 3. mars sl. og bámst alls 96 umsóknir, 65 frá Finn- landi og 31 frá íslandi. Úthlutað var 165.250 finnskum mörkum eða jafn- gildi um 2,1 milljón króna. Meðal þeirra sem hlutu styrki voru Gestur Guðmundsson háskólakennari sem fékk 6.000 mörk til að halda námstefn- una Finnland og ís- land, norrænir út- verðir. Norræna húsið í Reykjavík fékk 5000 mörk til þess að gefa út bók um Norræna húsið og Alvar j Aalto. Páll Stefánsson ljósmyndari > hlaut 4000 marka ferðastyrk til þess I að starfa með ftnnskum ljósmyndur- um og Gerður Kristný rithöfundur fékk einnig 4000 marka ferðastyrk til þess að kynnast finnskum rithöfund- um og skrifa um ferð sina . Stjórn sjóðsins skipa Matti Gustafson hum. cand., Juha Peura fil. mag., dr» Njörður P. Njarðvík prófessor og Þór- unn Bragadóttir deildarstjóri. Hér og nú betrumbætt Út er komið júlíhefti tímaritsins Hér og nú, töluvert bætt og breytt frá fyrri tölublöðum. „Meginviðfangsefhi Hér og nú er að gefa landsmönnum upp- lýsingar um þá afþreyingu sem í boði er í hverjum mánuöi. Frá og með þessu tölublaði verður birt nákvæmt dagatal yfir alla þá atburði hvar sem er á landinu sem teljast til afþreying- ar eða skemmtunar," segir í fréttatil- kynningu frá ritstjóm, en efnisflokkar em íþrótt- ir, listir, menning, útivist og fleira. Út- liti blaðsins hefur einnig verið breytt en áður- nefnt dagatal er kjami blaðsins og öðru efni raðað sem mngjörð utan um þaö. Tímaritinu Hér og nú er dreift endurgjaldslaust um allt land og látið liggja frammi á stöðum þar sem fólk á leið um. Ritstjóri Hér og nú er Ingunn Ásdís- ardóttir og útgefandi er Saga íslands. Ljóðabók Kristians Guttesens Kristian Guttesen hefur sent frá sér aðra ljóðabók sina, Skuggaljóð. Bókin er 35 síður og inniheldur þrjá ljóða- bálka sem nefnast Óður til ljóðdrek- anna, Elegía og Rimma. Að sögn höf- undar fjalla ljóðin um lífið, dauðann og ástina þar á milli. Kristian er 24 ára gamall og þrjú ár em síðan fyrsta ljóðabók hans, Afturgöng- ur, kom út. Hann er bú- settur í Wales á Bret- landi og stundar nám viö Glamorgan-háskól- ann í Pontypridd. Bókin er myndskreytt af Óla Geir Guttorms- syni og gefin út á kostnað höfundar. Trén ofar skýjum. trén ofar skýjum teygja sig hœrra og vindurinn hlýrri er haustar á ný varlega lútir litunum fornum undir laufunum skáldiö finnur sitt Ijóó Umsjón Þóninn Hrefna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.