Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 13 Til varnar dönskukennslu Paö kemur íslenskunni til góöa aö danska sé áfram kennd í skólum, aö mati kjallarahöfundar. Besta vöm Islensku er dönskukennsla í skólum. I fljótu bragði virðist þessi fullyrðing öfugmæli en svo er ekki. Þvi víkur svo við að aðgreining tungu- mála verður meiri ef kennd eru þrjú tungu- mál fremur en tvö. ís- lenska með sínar beyg- ingar er mál hljóm- skynjunar og munur hljómskynjunar er að- alatriði við að læra tungumál. Mál ólæsra þjóða er alltaf mun ná- kvæmara á hljóm en mál sem lengi hafa ver- ið ritmál. Hljómbreyt- ingin veldur munar- skynjun og tjáningin verður nákvæmari fyrir eyrað. Fyrir hverja aðgreiningu á hljómi er flokkun frá eyra sem skynfæri til taugatrafs og synapsa í heila. Fyrir því meiri aðgreiningu á hljómi í tungumáli, því fleiri taug- tröf myndast og viðameira við- tökukerfl á hljóm. Taugatrafageta til aðgreiningar hljóms, með til- einkun til myndunar hans með rödd, lærist á unga aldri. Sú geta myndar burð fyrir námsgetu síðar á ævi, meðal annars til þess að tileinka sér tungumál. Enn fremur myndar sú geta burð fyrir tungumálstúlkun á myndrænu efni sem sífellt verður meira af. Hljómmunur Til þess að fram fari tileinkun á hljómmun, við vit- rænan skilning á því sem sagt er, þá er best að kenna hann með því að kenna börnum að tala íslensku með dönskum og enskum framburði, til þess að greina muninn. Bömin hlæja mikið í fyrstu, ég hef reynslu af því. Hláturinn á sér þær orsakir að íslenska verður amböguleg við slíkan framburð og „röng“. Það er það góða við að kenna þetta svo. Því þá læra börn- in hljómmun. Síðar á grunn- skólastigi, er hægt að sýna ensku með dönskum framburði og þá hlær fólk enn. Eða dönsku með enskum fram- burði. Hláturinn á sér þær orsak- ir, að inn í heilann koma boð til túlkunar, sem eru ósamstæð. Heil- inn verður að halda áunninni heimsmynd og boð sem era ósam- stæð þeirri heimsmynd, reyna í reynd að skemma hana. Sakir þess að boðin eru á orkuformi, þá verð- ur heilinn að beina orkunni annað því hún getur ekki eyðst. Þá er henni beint í vöðvakipring, hljóð- myndun og útgáfu deyfiefnis fyrir áreittar túlkunarstöðvar. Þetta gefist svipað og verið sé að henda ónýtum boðum í ruslið. Þess vegna hlæjum við að amböguleg- um framburði. En þegar bömum og unglingum er sagt að þessi að- ferð við kennslu hljómmunar sé til þess að auðvelda þeim tileinkun hljómmunarins sérstaklega, þá hætta þau að hlæja og fara að heyra muninn. En það tekur smá- tima. Afleiðingin Kennsla hljómmunar leiðir síð- an til þess að böm og unglingar tileinka sér meðvitaða flokkun á framburði. Það þýðir aðgreiningu tungumálEmna. Það gerir íslensku sérstaka og blandar henni ekki við önnur mál. Þorsteinn Hákonarson Kjallarinn Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjori „Síðar á grunnskólastigi er hægt að sýna ensku með dönskum framburði og þá hlær fólk enn. Eða dönsku með enskum fram- burði.“ Framtíðarmúsik eða skammlífir slagarar Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri með meiru, hefur boðað endurreisn sína í íslenskum stjórnmálum eft- ir að hafa verið hrakinn til þess að segja af sér hjá Landsbankanum vegna margvíslegra ávirðinga sem óþarft er að rekja. Það sem vekur athygli er það hversu góðan hljóm- grunn þessi fyrrverandi ráðherra sjálfstæðismanna virðist fá á með- al Vestflrðinga. Þótt efast megi um að fundurinn á ísafirði sé til marks um stóra sigra fundarboð- anda á stjómmálasviðinu má draga af honum ýmsar ályktanir. í fyrsta lagi það hversu óréttlætið sem fiskveiðistjómunarkerfið hef- ur alið af sér hvílir þungt á ísensku þjóðinni. í öðru lagi segja viðtökurnar heilmikið um óá- nægju kjósenda með núverandi stjórnmálaflokka og þörfina á að gera breytingar á stjómmálasvið- inu. En þótt Sverrir velji sér eitt viðfangsefhi sem baráttumál þá dugir það skammt til þess að búa til sannfærandi stjórnmálaafl. Það þarf meira til. Sameiginlegt framboð A-flokk- anna og Kvennalista 1999 Nýafstaðinn landsfundur Al- þýðubandalagsins gefur tilefni til bjartsýni um að brátt blasi við nýir tímar hjá þeim er vilja setja x við flokka sem kenna sig við fé- lagshyggju. í stað þess að velja á milli þriggja til fiögurra smárra flokka sem bjóða í mörgum stór- um málum upp á svipaða stefnu mun í næstu alþingiskosningum vera boðið upp á eitt breitt fram- boð jafnaðar- manna og félags- hyggjufólks sem stefnir m.a. að því að vinda ofan af því órétt- læti sem langvarandi áhrif hægri afla hafa haft á sam- félagið. Því er ekki ætlað að leysa öll heims- ins vandamál á næsta kjörtíma- bili, heldur leggja áherslu á grund- vallaratriði félagshyggjunnar, að endurreisa félagslega samhjálp, vinna að jafnrétti í reynd, verja hag launafólks og draga úr þeim ógnvekjandi aðstöðumun sem hef- ur myndast á milli þeirra sem eitt- hvað eiga og hinna sem lítið eiga. Jafnrétti og kvenfrelsi lykilorö Hið sameiginlega framboð sem Alþýðubandalagið hef- ur samþykkt að stefna að ásamt Alþýðu- flokki og Kvennalista mun leggja áherslu á jafnrétti kvenna og karla í reynd og kven- frelsishugsjónin er ein af meginstoðunum sem á verður byggt. Það er lykilatriði til þess að vel takist til að lögð verði á það áhersla strax i upp- hafi að kostir kvenna og hæfileikar fái að njóta sín til jafns við karlana. Á þetta hefur skort hingað til. Ástæður þess verða ekki raktar hér og það er ekki einfalt mál að tryggja þetta en það hefur sýnt sig að það skiptir miklu máli að leggja áherslu á jafnréttishugsjónina strax þegar af stað er farið. Reykjavíkurlistinn er gott dæmi um slíkt og á þeim rúmu fiórum árum sem hann hefur verið við völd í borginni hefur ásýnd henn- ar tekið stórum breytingum í átt til jafnréttis. Framtíöarmúsik eöa skammlífir slagarar Hugsjón jafnaðarmennskunnar hefur ekki fengið að blómstra í ís- lenskum stjórnmálum hingað til. Ástæður þessa liggja í sögulegum þáttum sem nú heyra til liðnum tíma. Alþýðubanda- lagsfólk er orðið langþreytt á að horfa á hugsjónir sínar verða áhrifalaus slagorð í munni stjómmálamanna og það sýndi og sannaði á nýafstöðnum lands- fundi að það vill breytingar. Það er tilbúið að leggja sum baráttinnálin til hlið- ar fyrir önnur brýnni. Slíkt hið sama hafa kvenna- listakonur og al- þýðuflokksfólk sýnt sig reiðubúin til að gera. Með þvi að sameinast um grund- vallarlífsýn um jöfn- uð og félagslega sam- hjálp verður hægt að auka áherslur félagshyggju og skipa henni þann sess sem hún á skilið í íslenskum stjórnmálum. Fyrrverandi bankastjórar sem skynja kall tímans hvað fiskveiði- stjórnunarkerfið varðar munu ekki hafa mikil áhrif á þá framtíð- armúsik sem þetta nýja framboð boðar. Stjómmálamaður sem vel- ur sér eitt vinsælt viðfangsefni til þess að ná eyrum fólksins á sér ekki langa framtíð. Hætt er við að fyrir honum fari eins og ódýrum slagara sem slær í gegn um skamma hríð en gleymist síðan áður en langt um líður. Bryndís Hlöðversdóttir „Fyrrverandi bankastjórar sem skynja kaii tímans hvað fiskveiði- stjórnunarkerfið varðar munu ekki hafa mikil áhrif á þá framtíð- armúsik sem þetta nýja framboð boðar.“ Kjallarinn Bryndís Hlööversdótti þingmaöur Alþýöubandalagsins í Reykjavík. Með og á móti Á að leyfa sölu á léttvíni og bjór í matvöru- verslunum? Sjálfsögð neysluvara Hluti af arfleifð áfengisbanns- ins, sem afhumið var á fiórða ára- tugnum, er að við íslendingar búum enn við einokun ríkisins á smásölu áfengis. Ég fæ ekki séð að áfengi sem ríkisstarfsmað- ur afhendir kaupanda sé betra eða holl- ara fyrir hann en annað áfengi. í flest- um öðrum löndum er áfengi, a.m.k. bjór og léttvín, selt i matvöruverslunum. Á Is- landi getur neytandi hins vegar ekki keypt sér áfengi án þess að líða eins og glæpamanni í gráum verslunum ÁTVR. Viðhorf okkar þurfa að breytast gagnvart þess- um hlutum. Áfengi er ekkert ann- að en sjálfsögð neysluvara og þess vegna óeðlilegt að ríkisvald- ið stundi viðskipti með hana. Auk þess er það furðulegt að íbú- ar í litlum sveitarfélögum þuifi að gera sér langferðir eingöngu til að kaupa eina léttvínsflösku vegna duttlunga ríkisvaldsins. Sem betur fer er von til þess að þessir hlutir breytist þó að brevt- ingarnar taki langan tíma. Það er einkum vegna hrokafullra við- horfa ákveðinna siðapostula sem viija hafa vit fyrir fólki og treysta því ekki til að velja sjálft milli áfengis og anncirrar vöru. Það er ekki nóg að varpa fram marklausri tölfræði heldur þarf einnig að sýna valfrelsi einstak- lingsins vissa lágmarksvirðingu." Svört skýrsla Svía „Ef við fórum út fyrir land- steinana þá sjáum við að sex heimsþekktir vísindamenn, tveir Svíar og einn frá Bandaríkjunum, Kanada, Finnlandi og Noregi, hafa kannað hverjar afleið- ingar yrðu af því að ríkis- einkasala og smásala áfengis í Svíþjóð yrði einkavædii. Er þá gert ráð fyr- ir því hún yrði færð inn í venjulegar mat- vöruverslanir eins og menn eru að berjast fyrir hér á landi og verð myndi lækka. Niðurstöður skýrslunnar eru þær að neysla og fión eykst hvernig sem að breytingum yrði staðið. Ef miðað yrði við verðlag í fiölmenn- asta ríki Evrópusambandsins, Þýskalands, fiölgaði dauðsföllum af völdum áfengisneyslu um 4000 á ári og ofbeldisverkum, sem ekki leiddu til dauða, um 22.000 ár hvert. Ef slíkt gerðist á íslandi hefði jiað í for með sér að dauðs- föllum af völdum áfengisneyslu fiölgaði um 110-120 á ári og of- beldisárásum um 6-700. Spuming- in er: Höfum við efni á að fórna 110-120 mannslífum árlega á alt- ari þeirra sem hagnast á einka- væðingu áfengissölunnar?" -hb Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfúnda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.