Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Side 22
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 ^92 Afmæli Ingvar J. Helgason Ingvar Júlíus Helgason forstjóri, Vonarlandi við Sogaveg, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Ingvar fæddist að Vífílsstöðum og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1948. Ingvar hóf þá störf hjá Helga Lárussyni frá Klaustri, sem rak Packard-umboðið, Fataverksmiðj- una Sunnu og sá um útgáfu tímarits Jónasar Jónssonar, Ófeigur. Hann starfaði siðan hjá Innkaupastofnun- ar rikisins 1951-60. Ingvar sneri sér alfarið að rekstri eigin fyrirtækis, Ingvars Helgason- ar hf., árið 1960 sem þá flutti inn leikföng og gjafavöru og seldi í heildsölu. Fyrirtækið hóf síðar inn- flutning og sölu bifreiða, þ.á m. Trabant, Wartburg, Nissan og Subaru. Einnig flytur fyrirtækið inn landbúnaðarvélar og tæki, þ.á m. Massey Ferguson dráttarvélar, Linde lyftara, Claas heyvinnutæki, Kverneland hey- og jarðvinnslutæki o.m.fl. Árið 1993 stofnaði Ingvar og fjöl- skylda fyrirtækið Bílheima ehf. sem flytur inn Opel, Isuzu, Saab og GM bifreiðar. IngVcir Helga- son hf. og Bílheimar ehf. eru í sameiningu stærstu fyrirtæki i bifreiðainn- flutningi á íslandi. Ingvar var meðal stofn- enda Junior Chamber á íslandi og var fyrsti for- seti sambandsins 1960-61. Hann átti sæti í stjórn Bílgreinasambandsins 1984-88. Fjölskylda Ingvar kvæntist 13.11. 1948 Sigríði Guðmundsdóttur, f. 19.6. 1926, forstjóra Bjarkeyjar ehf. Hún er dóttir Guðmundar Ágústs Jónssonar og Elisabetar Einarsdótt- ur. Börn Ingvars og Sigríðar eru Helgi, f. 9.4. 1949, framkvæmda- stjóri, kvæntur Sigríði Gylfadóttur og eiga þau eitt barn; Guðmundur Ágúst, f. 13.4. 1950, framkvæmda- stjóri og formaður HSf, kvæntur Guðríði Stefánsdóttur og eiga þau þrjú böm; Júlíus Vífill, f. 18.6. 1951, framkvæmdastjóri og borgarfull- trúi, kvæntur Svanhildi Blöndal og eiga þau fjögur börn; Júlía Guðrún, f. 7.8.1952, kennari, gift Markúsi K. Möller og eiga þau þrjú böm; Ás- laug Helga, f. 21.6. 1954, kennari og á hún þijú börn; Guðrún, f. 20.7. 1955, sölustjóri Bjarkeyj- ar ehf., gift Jóhanni G. Guðjónssyni og eiga þau þrjú börn; Elísabet, f. 20.7. 1955 d. 24.6. 1958; El- ísabet, f. 5.9. 1957, fram- kvæmdastjóri Bjarkeyjar ehf., gift Gunnari Hauks- syni og eiga þau þrjú börn; Ingvar, f. 5.6. 1960, læknir, kvæntur Helgu H. Þorleifsdóttur og eiga þau íjögur börn. Systkini Ingvars: dr. Guðrún Pálína, f. 19.4. 1922, fyrrv. skóla- stjóri; dr. Láms Jakob, f. 10.9. 1930, yfirlæknir; Sigurður, f. 27.8. 1931, d. 26.5.1998, fyrrv. sýslumaður á Seyð- isfirði; Júlíus f. 24.12. 1936, d. 27.2. 1937; Júlía, f. 14.7. 1940, d. 17.6. 1950. Foreldrar Ingvars voru dr. Helgi Ingvarsson, f. 10.10. 1896, d. 14.4. 1980, yfirlæknir á Vífilsstöðum, og k.h., Guðrún Lárusdóttir, f. 17.3. 1895, d. 4.3. 1981, húsmóðir. Ætt Systur Helga voru Ingunn, amma Vigfúsar Ingvarssonar, pr. á Egils- stöðum, og Soffia, borgarfulltrúi i Reykjavík, amma Sveinbjarnar I. Baldvinssonar rithöfundar. Helgi var sonur Ingvars, pr. á Skeggja- stöðum, Nikulássonar. Móðir Ingv- ars var Oddný, systir Jóns, langafa Jónatans, föður Halldórs, forstjóra Landsvirkjunar. Oddný var dóttir Jóns dýrðarsöngs í Haukatungu, Pálssonar. Móðir Helga yfirlæknis var Júlía, systir Páls á Þingskálum, afa Magn- úsar Kjaran stórkaupmanns, föður Birgis alþm. Júlía var einnig systir Jóns, afa Jóns Helgasonar, skálds og prófessors. Júlía var dóttir Guð- mundar, ættföður Keldnaættarinn- ar, Brynjólfssonar, b. á Vestri- Kirkjubæ, Stefánssonar, b. í Árbæ, Bjarnasonar, ættföður Víkingslækj- arættarinnar, Halldórssonar. Guðrún Lárusdóttir var systir Páls, föður Lárusar leikara. Guðrún var dóttir Lámsar, smáskammta- læknis í Reykjavík, Pálssonar, b. í Arnardrangi í Landbroti, Jónsson- ar, pr. á Kálfafelli, Jónssonar. Móð- ir Páls var Guðný Jónsdóttir eld- prests, Steingrímssonar. Móðir Guðrúnar Lárusdóttur var Guðrún Þórðardóttir frá Höfða á Vatnsleysuströnd. Móðir Guðrúnar var Sesselja Þórðcirdóttir. Ingvar Júlíus Helgason. Sævar Jónsson Sævar Jónsson kaupmaður, Súlu- nesi 16, Garðabæ, er fertugur í dag. >Starfsferill Sævar fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Víghólaskóla í Kópa- vogi. Sævar stcirfaði við verslun föður sins frá tólf ára aldri. Hann festi kaup á versluninni Kosta Boda 1985, stofnaði verslunina Leopold 1991 og hóf rekstur þriggja verslana í Leifs- stöð á þessu ári. Sævar er í hóp þekktari knatt- spymumanna hér á landi á siðari ámm. Hann æföi og keppti í knatt- spymu með öllum yngri flokkum Vals, hefúr orðið íslandsmeistari með öllum flokkum félagsins og þ.á m. fjórum sinnum með meistara- tflokki Vals, 1978, 1980, 1985 og 1987, varð bikarmeistari með liðinu 1988, 1990, 1991 og 1992, lék sextíu og niu A-landsleiki fyrir íslands hönd á ár- unum 1979-93 og lék fimmtán lands- leiki með unglingalandsliðinu 21 árs og yngri. Sævar stundaði atvinnuknatt- spymu frá 1981 með Cercle Bmgge í Belgíu, frá 1985 með Brann Bergen í Noregi og frá 1988 með Solothum í Sviss. Fjölskylda Kona Sævars er Helga Daníels- dóttir, f. 10.4.1966, verslunarmaður. Hún er dóttir Daníels Emilssonar, húsgagnasmiðs í Reykjavík, og Ernu Þórarinsdóttur kennara en þau hafa auk þess verið hótelstjórar við Hótel Eddu á Laugarvatni sl. þrjátíu og fimm ár. Sonur Sævars frá fyrra hjóna- bandi er Andri Pétur Sævarsson, f. 18.4. 1983. Böm Sævars og Helgu em ísa- bella Erna Sævarsdóttir, f. 27.6. 1994; Gabríela Rut Sævarsdóttir, f. 30.5. 1996; Daníela Sara Sævarsdótt- ir, f. 5.12. 1997. Systkini Sævars em Guðný Rut Jónsdóttir, f. 15.12. 1950, leikskóla- kennari, en maður hennar er Lárus Valberg offsetfiölritari; Ólafur Haukur Jónsson, f. 20.4. 1953, fram- kvæmdastjóri Samlífs, en kona hans er Inga Lára Helgadóttir leik- skólakennari. Foreldrar Sævars eru Jón Þórar- insson, f. 28.12. 1926, fyrrv. kaup- maður i Vörðufelli, búsettur í Kópa- vogi, og Guðlaug Ólafs- dóttir, f. 9.2. 1928, fyrrv. verslunarmaður. Ætt Jón er sonur Þórarins, kennara við Austurbæj- arskólann í Reykjavík, Einarssonar, b. á Hauka- bergi á Barðaströnd, Guðmundssonar, b. í Hvammi á Barðaströnd, Jónssonar. Móðir Þórar- ins var Jarþrúður Guð- mundsdóttir, b. á Amórsstöðum á Barðaströnd, Jónssonar. Móðir Jóns kaupmanns var Guð- ný Jónsdóttir, b. á Eyri í Gufudals- sveit, Amfinnssonar og Elinar Guð- mundsdóttur. Guðlaug er dóttir Ólafs, b. á Efri- Brúnastöðum á Skeiðum, Gestsson- ar, b. á Húsatóftum, Eyjólfssonar. Móðir Ólafs var Guðlaug Ólafsdótt- ir, b. í Eystra-Geldingaholti, bróður Sigríðar, langömmu Ingigerðar, móður Guðrúnar Helgadóttur rit- höfundar. Ólafur var einnig bróðir Margrétar, móður Brynjólfs Jóns- sonar á Minna-Núpi. Ólafur var son- ur Jóns, b. á Baugsstöðum Einars- sonar. Móðir Guðlaugar var Gróa Jónsdóttir, b. á Hrygg í Flóa, Einarssonar, og Guðlaugar Helgadóttur, systur Bjama, langafa Guðbjarna, föður Sig- mundar, fyrrv. rektors HÍ. Móðir Guðlaugar var Sig- riður, systir Ólafs, b. í Eystra-Geldingaholti, föð- ur Jóns, b. þar. Sigríður var dóttir Jóns, b. í Eystra-Geldingaholti, bróður Guðlaugar á Húsatóftum. Móðir Sig- ríðar Vcir Ingunn, hálfsystir Vigdís- ar í Miðdal, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur og Errós. Ingunn var dóttir Eiríks, b. í Vorsabæ, bróður Elínar, langömmu Sigur- geirs Guðmannssonar, fram- kvæmdastjóra ÍBR. Eiríkur var son- ur Hafliða, b. á Birnustöðum, Þor- kelssonar, og Vigdísar Einarsdótt- ur. Móðir Ingunnar var Ingveldur Ófeigsdóttir, ríka á Fjalli og ættföð- ur Fjallsættarinnar, Vigfússonar, bróður Sólveigar, langömmu Guð- nýjar, föður Guðlaugs Tryggva Karlssonar. Móðir Ingveldar var Ingunn Eiriksdóttir, ættföður Reykjaættarinnar, Vigfússonar. Sævar Jónsson. Guðmundur S. Guðjónsson Guðmundur Sævar Guðjónsson, trésmiður og vörubílstjóri, Kríu- bakka 4, Bíldudal, er fimmtugur í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist á Patreksfirði og ólst þar upp. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Héraðsskólanum á Núpi 1964, stundaði nám við Jðnskólann á Patreks- firði, lærði trésmíði, lauk sveinsprófi í þeirri grein og öðlaðist síðan meistararéttindi. Guðmundur hefur lengst af og einkum unnið við trésmíðar og vörubílaakstur. Guðmundur er formaður sjálf- stæðisfélags Amarfiarðar, var for- maður fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Barða- strandarsýslu 1984-87, sat í stjórn kjördæmisráðs sjálfstæðisfélaganna á Vestfiörðum 1983-69 og formaður þess 1987-89, hefur setið í héraðsnefnd Vestur-Barðastrandar- sýslu, situr nú í stjóm sjálfstæðisfélags Arnfirð- inga, sat í hreppsnefnd Bíldudalshrepps í tólf ár og var oddviti hennar síð- ustu fiögur árin fyrir sameiningu hreppanna í Vesturbyggð. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 26.10. 1969 Sigríði Bjamadóttur, f. 2.10. 1949, húsmóður. Hún er dóttir Bjama Hannessonar, f. 30.5. 1912, d. 6.3. 1968, og Vigdísar Finnbogadóttur, f. 25.8. 1925, bænda á Litlu-Eyri í Bíldudal. Böm Guðmundar og Sigríðar eru Vignir Bjarni Guðmundsson, f. 30.7. 1969, vélstjóri á Patreksfirði, en kona hans er Margrét Guðmunds- dóttir og er stjúpsonur hans Sindri Kristjánsson; Gyða Guðmundsdótt- ir, f. 27.8. 1974, nemi við KHÍ, búsett í Reykjavík en maður hennar er Þorleifur Örn Bjömsson; Ásdís Snót Guðmundsdóttir, f. 3.11. 1975, nemi, búsett í Bíldudal en dóttir hennar er Viktoría Lif, f. 9.12. 1997. Systkini Guðmundar eru Krist- inn Jóhannes Guðjónsson, f. 1.1. 1946, starfsmaður Samskipa, búsett- ur í Reykjavík; Sigurberg Guðjóns- son, f. 11.3.1947, lögmaður í Reykja- vík; Ólafur Grétar Guðjónsson, f. 7.9. 1953, kælitæknir og einn eig- enda fyrirtækisins GÁ Kuldi ehf, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Guðmundar: Guðjón Guðbjartsson, f. 15.5. 1916, d. 12.11. 1993, sjómaður og starfsmaður Áburðarverksmiðju ríkisins, og Gyða Jóhannesdóttir, f. 1.11. 1922, húsmóðir. Ætt Guðjón var sonur Guðbjarts Þor- grímssonar, b. á Látrum, og Guð- mundínu Ólafsdóttur, b. á Stökkum, Ólafssonar, Gunnarssonar. Gyða er dóttir Jóhannesar, b. í Tálknafirði, og Kristínar Ólafs- dóttur. Guðmundur tekur á móti gestum í félagsheimilinu Baldurshaga laugardaginn 25.7. nk. milli kl. 19.00 og 22.00. Guömundur Sævar Guöjónsson. Til hamingju með afmælið 22. júlí 80 ára Ása Jónsdóttir, Lindargötu 57, Reykjavík. Friðgerður Finnbj ömsdóttir, Birkiteigi 13, Keflavík. Jóhanna Guðmiuidsdóttir, Hátúni 10, Vík. 75 ára Helga Þorsteinsdóttir, Ljósheimum 12, Reykjavík. Inga Jóhanna Ólafsdóttir, Kópavogsbraut 86, Kópavogi. Sigurður H. Þórðarson, Árskógum 8, Reykjavík. Skúli Magnússon, Miðtúni 12, Selfossi. 70 ára Héðinn Baldvinsson, Ægisgötu 14, Ólafsfirði. Ingólfur Jónsson, Helgamagrastræti 53, Akureyri Kristinn Sigurðsson, Svalbarði 8, Hafnarfirði. 60 ára Bjöm Jónsson, Álfsstöðum, Skeiðahreppi. Hann er að heiman. Anna Edvardsdóttir, Hrafnabjörgum 3, Egilsstöðum. Þónum Á. Sigmjónsdóttir, Frostaskjóli 11, Reykjavík. 50 ára Ásta Sigurðardóttir, Kjarrhólma 4, Kópavogi. Bjami S. Ásgeirsson, Álfabergi 22, Hafnarfirði. Guðjón Smári Agnarsson, Borgargerði 18, Stöðvarfirði. Guðmundur Kristinn Ólafsson, Vallarhúsum 11, Reykjavík. Guðrún Kristmimdsdóttir, Víðihlíð 13, Sauðárkróki. Gunnhildur A. Fannberg, Garðastræti 2, Reykjavík. Sigríður Jakobsdóttir, Fífuseli 16, Reykjavík. Sigurður A. Guðmundsson, Brautarholti 20, Ólafsvík. Þónrnn Halldórsdóttir, Sólhlíð 4, Vestmannaeyjum. 40 ára Anna Rósa Njálsdóttir, Vættaborgum 72, Reykjavík. Finnur Jón Nikulásson, Rauöási 17, Reykjavik. Guðbjörg Sigurveig Birgisdóttir, YrsufeUi 11, Reykjavik. Heiðar Rafn Sverrisson, Sléttahrauni 30, Hafnarfirði. Hlíf Garðarsdóttir, Hesthömrum 16, Reykjavík. Kristján Valgeirsson, Djúpavogi 24, Höfnum. Gullbrúðkaup Hjónin Árni Helgason og Anna Hafliðadóttir frá Neðri-Tungu, Ör- lygshöfn í Rauðasandshreppi, eiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli laug- ardaginn 25.7. nk. Af því tilefni taka þau á móti gestum í Víkingasal Hótel Loftleiða á guUbrúðkaupsdaginn kl. 15.00. Þau vonast tU að sjá sem flesta vini og ættingja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.