Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Blaðsíða 4
4
MIÐVKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998
Fréttir
Keikó kemur til Vestmannaeyja 10. september:
Ekkert gullgrafaraæði
- segir Guöjón Hjörleifsson bæjarstjóri
Keikó til Eyja
- Keikó veröur fluttur í C-17 herflutningavél Bandaríska
flughersins, áætluö lending í eyjum er kl 9.00 þann 10/9 -
Grænland
ísland
Kanada
Bandaríkin
Atlantshafiö
jgHRI
„Menn bíða að sjálfsögðu með eft-
irvæntingu eftir komu Keikós. Þetta
er auðvitað góð viðbót við það sem
fyrir er hér í Eyjum. En ég ætla að
vera hæfilega bjartsýnn þar til ann-
að kemur í ljós. Það er ekkert gull-
grafaraæði runnið á okkur. Ég vil
fyrst sjá hvemig þetta allt gengur,
flutningarnir og vera Keikós hér í
sjónum. Þá á líka eftir að koma í
ljós hversu margir koma til Eyja til
sjá Keikó. Ef allt gengur að óskum
varðandi háhyrninginn verður
þetta að sjálfsögðu mjög gott mál,“
segir Guðjón Hjörleifsson, bæjar-
stjóri í Vestmannaeyjum, í samtali
við DV í gær um komu háhymings-
ins Keikós til Eyja.
Það hefur nú verið staðfest að
Keikó muni koma til Vestmanna-
eyja 10. september nk. Komu Keikós
er almennt beðið með mikilli eftir-
væntingu í Eyjum og víðar. Búist er
við miklum fjölda erlendra fjöl-
miðlamanna og annarra gesta til
Vestmannaeyja þegar stóra stundin
rennur upp.
Fluttur í herflutningavél
Keikó verður fluttur frá Newport í
Oregon, þar sem hann dvelur nú, til
Vestmannaeyja í C-17 flutningavél
bandaríska flughersins. Keikó verður
í sérstöku keri um borð í flugvélinni
sem er fyllt með vatni. C-17 flutninga-
vélin er eina flugvélin sem getur flutt
Keikó í einum áfanga beint frá
Newport í Oregon til Vestmananeyja
án þess að þurfa að millilenda. Flug
án millilendingar er mjög mikilvægt
til að tryggja sem öruggasta ferð fyrir
háhyminginn fræga. Þjálfarar Keikós,
dýralæknar og ýmsir sérfræðingar
munu fylgja honum í flugvélinni til
Vestmannaeyja. Gert er ráð fyrir að
flugvélin lendi á flugvellinum í Vest-
mannaeyjum klukkan 9 að morgni.
Kerið sem Keikó verður í verður sett
upp á stóran flutningabíl sem mun
aka með háhyrninginn niður á höfn-
ina. Þar mun risastór krani hífa kerið
út í Klettsvík þar sem kvíin, sem
Keikó mun dvelja í, er. Keikó verður
síðan hífður upp úr kerinu og niður í
kvína sem er á 9 metra dýpi. -RR
Norðfjörður:
Hundahótelið á
Hofi hættir
DV, Eskifiröi:
„Mun minni aðsókn hefur verið á
hótelið í sumar en þau undangengin
þrjú ár sem hótelið hefur starfað. Við
sjáum ekki annan kost en að loka í
ár,“ segir Guðbjartur Hjálmarsson,
hótelstjóri á hundahótelinu á Hofi í
Norðfjarðarsveit.
Þetta er eina hundahótelið á Austur-
landi og segir Guðbjartur aö þeir sem
notað hafa þjónustuna gætu lent í
vanda þegar kemur að því að fara í fri.
Þörfin virðist ekki mjög mikil en
það eru nokkrir fastir kúnnar.
Guðbjartur segir að um sé að ræða
fullt staif fyrir einn því það þurfi að
fara með hundana í göngu tvisvar á
dag, gefa þeim að éta og þrífa búrin
og þannig má lengi telja.
Þokkaleg aðstaða er til hundahalds
á Hofi og þeir kúnnar sem þangað
leita eru ánægðir og koma alltaf aft-
ur og aftur.
Guðbjartur segir að aðstöðuna þurfi
að bæta en ekki sé kostur á því vegna
þess hve fáir nýta sér hana og því ekki
annað til ráða en að loka. -ÞH
Guðbrandur Hjálmarsson ásamt aðstoðarmanni. DV-mynd Þórarinn
Greindargenið og Kári klári
Læknar eru öfundsjúkir aular.
Hafi þjóðin ekki vitað það áður þá
veit hún það núna. Þurfi hún frek-
ari staðfestingar við getur hún
fengið hana skriflega frá Davíð
Oddssyni. Eins og guð almáttugur
býr hann yfir sálfræðilegum
röntgenaugum og getur að vild
skoðað sálarflækjur í því aumasta
sem fyrirfinnst í sköpunarverk-
inu, sem er auðvitað læknadótið.
Þess vegna gat hann frá tröpp-
um Stjórnarráðsins upplýst þjóð-
ina um að það væri alls ekki um-
hyggja fyrir trúnaðarsambandi
læknis og sjúklings sem leiddi til
efasemda lækna við því að draga
alla sjúkdómasögu íslendinga
saman í tölvuhró uppi á Lyng-
hálsi, heldur einskær gamaldags
öfund.
Þetta rímar við reynsluna.
Læknar eru ágjarnir. Þeir eru sérhlífnir. Þeir vilja
aldrei neitt fyrir náungann gera og ails ekki sjúk-
linga. Þó skortir örlítið upp á að forsætisráðherrann
sé búinn að ná guðlegu innsæi. Honum yfirsást að
læknastéttin er líka haldin sjúklegri minnimáttar-
kennd gagnvart séníinu á Lynghálsi.
Kári er nefnilega klárari en þeir allir til samans.
Staðreyndin er sú að yfirleitt eru læknar líka illa
gefnir. Langflestir slampast gegnum námið með því
að loka sig frá umheiminum og lesa sig hálfgalna á
kofiintöflum og öðrum eksótískum stímúlöntum.
Þegar þeir eru orðnir úttaugaðir er svo tappað af
þeim með því að fara með þá í svokallaðar rann-
sóknarferðir út á land þar sem þeir drekka sig
blindfulla og skandalísera eins og rómverskir her-
foringjar.
Það þurfti aldrei að tappa af Kára klára. Hann
þurfti aldrei að lesa og gat því fylgst með fleiru en
nýjustu tíðindum af gyllinæð. Hann tapaði ekki af
sex árum mannkynssögunnar með því að loka sig
yfir læknabókunum. Þess vegna getur
hann talað um allt við alla enda veit
hann allt. Kári klári leyfir meira að
segja blöðunum að birta eftir sig stökur
stöku sinnum sem sanna að hann er
hundrað prósent íslendingur _ þrátt fyr-
ir hreiminn.
Það er sem sagt ekki aðeins öfund og
ágirnd heldur líka minnimáttarkennd
gagnvart Kára klára sem veldur því að
læknar vilja ekki leyfa honum að selja
fyrir nokkra milljarða upplýsingar sem
þeir hafa safnað um sjúkdómasögu þjóð-
arinnar og liggja hvort sem er fyrir
manna og hunda fótum, engum til gagns.
Það vill hins vegar svo heppilega til
að þessu getur Kári klári auðveldlega
kippt í liðinn. Hann hefur nefhilega
sjáifur til þess öll tæki og tól. Hann þarf
ekki annað en láta draga úr sér svolítið
blóð og setja siðan einvalalið sitt á Lyng-
hálsinum til vinnu dag og nótt uns hann
hefur einangrað greindargenið úr sjálfum sér. Það
getur hann svo klónað eins og fara gerir og dópað
þvínæst gervalla læknastéttina upp í augasteina
með gáfunum úr sjálfum sér. Þar með verða allir
læknar jafneiturskarpir og Kári klári og minnimátt-
arkenndin hverfur jafnhratt og dópið hjá Fíknó.
Á þessu er að sönnu sá ljóður að Kári verður ekki
lengur klárari en kollegarnir. En það er í góðu lagi.
Hann hirðir í staðinn af þeim milljarðana...
Dagfari
Stuttar fréttir i>v
Vínveitingar
Drög dómsmálaráðuneytisins að
breytingu á reglugerð um af-
greiðslutima vínveitingahúsa í
Reykjavik hafa veriö rædd á fundi
starfshóps um málið. Samkvæmt
drögunum er það á valdi hvers
sveitarfélags að ákveða hversu
langur afgreiðslutími vínveitinga-
húsa er í viðkomandi sveitarfélagi.
Morgunblaðið sagði frá.
SS til Danmerkur
Sláturfélag
Suðurlands ætl-
ar að setja upp
kjötvinnslu í
Danmörku á
fyrri hluta næsta
árs. Áætlað erað
5-10 manns
starfi við vinnsl-
una í fyrstu. Sala á lambakjöti hef-
ur gengið þokkalega í Danmörku.
Forstjóri SS er Steinþór Skúlason.
Miðar rifnirút
Forsala fyrir landsleik íslendinga
og heimsmeistara Frakka hófst á
bensínstöðvum Esso í gær. Salan
var svo mikil strax að búist er við
því að miðamir seljist upp í dag.
Um 1000 miðum var dreift á bensin-
stöðvarnar í hádeginu í gær.
Lík grafin upp
Hópur vísindamanna frá nokkrum
löndum ætlar i næstu viku að opna
sex af sjö gröfum fólks sem lést af
völdum spænsku veikinnar á Sval-
barða árið 1918. Þeirra á meðal voru
íslendingar. Bylgjan sagði frá.
Hagnaður 208 miiljónir
Hagnaður
Sildarvinnslunn-
ar hf. i Nes-
kaupstað nam
208 milljónum
króna eftir
skatta fyrstu sex
mánuði ársins. Á
sama tíma í
fyrra var hagnaðurinn 175 milljón-
ir. í rekstraráætlun er gert ráð fyr-
ir 100 milljóna króna hagnaði síðari
hluta ársins. Forstjóri Síldarvinnsl-
unnar er Finnbogi Jónsson.
Keypti 1,4% í SÍF
Burðarás hf., eignarhaldsfélag
Eimskipafélagsins hefúr keypt
hlutabréf í SÍF hf. að nafhvirði
11.000.000 kr. og aukið þar með hlut
sinn í SÍF hf. úr 3,6% í 5,0%. Við-
skiptavefur Vísis.is sagði frá.
0,3% hlutur seldur
Verðbréfaþingi hefur borist til-
kynning um að innherji hafi keypt
0,3% hlut í íslandsbanka. Nafnvirði
bréfanna er 11,6 milljónir króna.
Viðskiptavefur Vísis.is sagði frá.
Eftirspurn
Mikil eftir-
spum hefur ver-
ið síðustu daga
eftir hlutabréf-
um í deCode
genetics, móður-
félagi íslenskrar
erfðagreiningar,
fyrirtækis Kára
Stefánssonar, samkvæmt frétt Fjár-
festingarbanka atvinulífsins. Gengi
hlutabréfanna hefúr hækkað á
einni viku um tæp 16%. Viðskipta-
vefur Vísis.is sagði frá.
Samdi viö Garðabæ
Samningar hafa tekist um að
Landsbanki íslands hf. hafi umsjón
með skuldabréfaútboði Garðabæjar
að fjárhæð 225 milljónir króna. Við-
skiptavefur Vísis sagði frá.
5300 bílar um göngin
Um 5300 bílar hafa ekið um Hval-
fiarðargöngin á dag aö meðaltali frá
því þau vom opnuð. Forsvarsmenn
Spalar, sem rekur Hvalfiarðargöng-
in, vísa því á bug að umferðarteppa
myndist á annatímum viö göngin,
og segja að biötími verði vart lengri
en 4 mínútur.
Norskt varöskip komiö
Norska strandgæslan er með varð-
skip í Smugunni, og hefúr beðið ís-
lensk skip sem þar em á veiðum um
leyfi til að fara um borð til að kanna
afla þeirra. Talsmaður norsku
strandgæslunnar í Ósló sagði í við-
tali við Stöð 2 að fylgst væri ná-
kvæmlega með íslensku skipunum
sem þar væm að veiðum. -SÁ