Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Blaðsíða 17
Iþróttir Bland í poka Mario Zagallo, fyrrverandi þjálfari brasiliska landsliöins, var gagnrýnd- ur mjög mikið fyrir aö velja ekki knattspymugoöið Romario í lokahóp Brasiliu á HM i Frakklandi. Þeir félagar hafa allt frá þeim degi er Zagallo setti Romario út úr hópn- um átt i orðaskiptum og deilum i brasilískum fjöLmiölum. Nú er svo komid að Mario Zagalio, sem var rekinn á dögunum, hefur kært Romario fyrir að sverta mann- orö sitt. Romario setti nefnilega upp skop- teikningu af Zag- allo inn á salemis- aðstöðu á nýstofh- uðum bar sínum, Café Gól, í Rio de Janeiro. Mario Zagallo sést þar sinna nátt- úrulegu kalli sinu en þetta fór fyrir hjartað á gamla karlinum eins og þaö að reyna nóg. Leikur Manchester United og pólska liðsins LKS Lodz í Evrópukeppni meistaraliða verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending klukk- an 18.45. væri ekki búiið Forráðamenn NBA-deildarinnar hafa lofað ársmiðahöfum hjá félögun- um fullum bótum með vöxtum ef deildin hefst ekki á réttum tíma. Allt litur út fyrir þaö eftir að for- ráðamenn og eigendur NBA stmns- uðu út af fundi eftir að hafa heyrt gagntilboð frá leikmönnum. Allt stendur þvi fast og nú þykir óliklegt að NBA-deildin hefjist á rétt- um tima en fyrstu 10 leikirnir eru settir á 10. nóvember. Danski landsliðsmarkvörðurinn hjá Manchester United, Peter Sch- meichel, var tilnefndur sem einn af sjö evrópskum markvörðum sem koma til greina sem besti evrópski markvörðurinn á öldinni. Schmeichel er eini núspilandi leik- maðurinn á listanum en tilkynnt verður um valið í janúar næstkom- andi. Hinir sex á listanum eru Gordon Banks frá Englandi, Lev Yashin, Sovétríkjunum, Sepp Maier, Þýska- landi, Frantisek Planick, Tékkóslóvakiu, Ricardo Zamora, Spáni og Dino Zoff frá ítaliu. Johan Cruyff hefur neitaði beiðni hollenska knattspymusambandsins um að hann taki við hollenska lands- liöinu í knattspymu af Gus Hiddink. Cruyfflagbi samt til að Wim Jansen yrði næst þjálfari hollenska iands- liðsins en hann var síöast við stjóm- völinn hjá Celtic. -ÓÓJ Kristinn dæmir í Færeyjum Kristinn Jakobsson dæmir á morgun leik GÍ frá Götu gegn MTK frá Ungverjalandi í Evr- ópukeppni bikarhafa sem fram fer í Tóftum í Færeyjum. Ari Þórðarson og Kári Gunnlaugs- son verða aðstoðardómarar og Bragi Bergmann varadómari. Færeyski dómarinn Lassin Isaksen kemur hins vegar til ís- lands í næstu viku og dæmir landsleik íslands og Lettlands á LaugardalsveEinum 19. ágúst. Þá dæmir Gylfi Þór Orrason leik Austurríkis og ísraels í Evr- ópukeppni 21-árs landsliða þann 4. september. Ari Þórðarson og Einar Guðmundsson verða að- stoðardómarar og Gísli H. Jó- hannsson varadómari. -VS S$ 1. PEIIP KV. | A-riðill: FH-Fylkir ....................6-2 Grótta 7 5 1 1 24-9 16 FH 7 4 12 16-10 13 Grindavík 6 3 12 16-11 10 Selfoss 6 114 8-14 4 Fylkir 6 1 0 5 8-28 0 Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu: Mikil eftirvænting í gömlu flotastöðinni - Keflvíkingar leika í Liepaja í Lettlandi á morgun Mikil eftirvænting ríkir nú í borginni Liepaja á austurströnd Eystrasaits en þar taka heimamenn á móti Keflvíkingum í Evrópu- keppni bikarhafa á morgun. Þetta er fyrsti Evrópuleikurinn í borginni þar sem Metallurgs Liepaja er nú í fyrsta skipti fulltrúi Lettlands í Evr- ópukeppni. Keflvíkingar komu til Liepaja seint í gærkvöld eftir langt og strangt ferðalag en þeir þurftu að fara í gegnum Helsinki til Lettlands. Flugvél þeirra frá íslandi til Stokk- hólms seinkaði svo mjög að Keflvík- ingar misstu af vél þaðan til Riga í Lettlandi. Þegar þeir voru svo loks lentir í Riga beið þeirra þriggja tíma rútuferð til Liepaja sem er fyrrum sovésk flotastöð og var af þeim sökum lokuð borg í ein 30 ár. Væntanlega uppselt á leik- inn Rúnar Amarson, formaður knatt- spyrnudeildar Keflavíkur, fór út á undan liðinu og sagði við DV í gær að móttökur allar í Lettlandi væm mjög góðar. „Þeir bera okkur á höndum sér og það er mikil stemning ríkjandi í borginni. Reiknað er með að uppselt verði á völlinn sem tekur 5.000 manns. Metallurgs er atvinnulið í eigu samnefndrar stálverksmiðju og er eflaust sterkt en við ætlum okkur að ná góðum úrslitum, við emm ekki komnir til annars hingaö til Lettlands," sagði Rúnar við DV í gær. Tveggja ára gamalt félag Metallurgs er nýtt félag, aðeins tveggja ára gamalt, og hét Baltika Liepaja til að byrja með en tók síð- an nafn stálverksmiðjunnar. Félag- ið var stofnað í stað DAG-Liepaja og tók sæti þess í 1. deild 1996. Nafna- breytingar hafa reyndar verið tíðar á félaginu undanfarin ár, það hét FK Liepaja á tímabili og Olimpija þar á undan. Borgin átti aldrei 1. deildar lið á tímum Sovétríkjanna. Lettar eru með sumartímabil eins og við íslendingar og deildakeppnin er því í fullum gangi. Átta lið leika fjórfalda umferð og Metallurgs er þar í baráttu við meistara Skonto Riga um meistaratitilinn en Skonto er efst með 35 stig og síðan kemur Metallurgs með 33. Ólafur ekki með en Eysteinn tilbúinn Keflvíkingar em mættir til Liepa- ja með sitt sterkasta lið að því und- anskildu að Ólafur Ingólfsson er ekki með í fór. Kona hans á von á barni og Ólafur fékk frí af þeim sök- um. Þá er Sigurður Björgvinsson þjálfari ekki með liðinu vegna veik- inda, eins og fram kemur í annarri frétt í opnunni. Eysteinn Hauksson er hins vegar í hópnum og líkur á að hann spili. Hann hefur náð sér af meiðslum sem hann varð fyrir i jún- íbyrjun. -VS Óli í 2ja leikja bann Óli Stefán Flóventsson var í gær úrskurðaðm- í 2ja leikja bann af aga- nefndi KSÍ. Óli Stefán var rekinn af velli þegar Grindavik mætti KR á sunnudaginn og var að auki kominn með fjögur gul spjöld. Þá vom Skagamenn dæmdir í 20 þúsund króna sekt, að hálfu fyrir refsistig úr leiknum við Val og að hálfu vegna brottvísunar Hafsteins Gunnarssonar aðstoðarþjálfara sem jafnframt fékk eins leiks bann. Eins leiks bann í úrvalsdeildinni fengu Anton Björn Markússon, Fram, Dean Martin, ÍA, Zoran Ivsic, ÍA, Bjami Gaukur Sigurðsson, ÍR, Kristján Brooks, ÍR, Gestur Gylfason, Keflavík, Guðjón Ásmundsson, Grindavík, og Ólafur Stígsson, Val. Úr 1. deild fengu þessir leikbönn: Sævar Pétursson, Breiðabliki, Brynj- ar Gestsson, FH, Amaldur Geir Schram, Gunnar Pétursson og Sigurður Sigursteinsson úr Fylki, Alen Mulamuhic og Egill Skúli Þórólfsson úr HK, Stefán Gunnarsson, KA, Hermann Karlsson, KVA, Amar Hallsson, Víkingi. Þeir taka bönnin ýmist út i 13. eða 14. umferð deildarinnar. -VS Fjórir nýliðar Frakka Roger Lemerre, hinn nýi lands- liðsþjálfari frönsku heimsmeistar- anna í knattspymu, valdi í gær fjóra nýliða í fyrsta landsliðshóp sinn. Frakkar mæta Austurríki í vináttuleik næsta miðvikudag en það er upphitun fyrir Evrópuleik- inn gegn íslandi þann 5. september. Lememe valdi Frederic Dehu og Tony Vairelles frá meisturam Lens, en þar var hann þjálfari um hríð, og einnig Florian Maurice frá Mar- seille og Lilian Laslandes frá Bor- deaux. Franck Leboeuf frá Chélsea er eini leikmaðurinn frá ensku félagi en Patrick Vieria og Emmanuel Petit verða fjarverandi vegna deildarleiks með Arsenal og Marcel Desailly frá Chelsea verður í banni gegn íslandi og sleppir þvi þessum leik. -VS Fjölmörg met féllu Það var mikið um aldursflokka- met á Reykjavíkurleikunum í frjálsum íþróttum sem fram fóra um síðustu helgi. 200 keppendur tóku þátt í leikunum, allt frá 12 ára og yngri og upp í öldungaflokk. Jón Ásgrímsson úr FH setti ung- lingamet í spjótkasti er hann kastaði 69,30 metra og er Jón því al- veg kominn upp að því að brjóta 70 metra múrinn. Vigfús Dan Sigurðsson úr ÍR setti sveinamet í sleggjukasti með því að kasta 52,93 metra. Ólafur Dan Hreinsson, Fjölni, setti piltamet í 300 metra grinda- hlaupi er hann hljóp á tímanum 45,35 sekúndum. Anna Heiða Gunnarsdóttir úr Ármanni setti telpnamet í stangar- stökki er hún stökk 2,10 metra. Sigrún Fjeldsted setti tvö met í telpnaflokki. Hún kastaði spjótinu 39,55 metra og sleggjunni 33,56 metra. Metið i spjótkasti var orðið sjö ára gamalt. Loks setti Halldóra Eiríksdóttir úr UMSB telpnamet í kringlukasti með því aö kasta 35,05 metra. -ÓÓJ Geir komst áfram Geir Sverrisson sigraði í gær í sínum riðli í undanúrslitum 400 m hlaups á heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum í Birmingham. Hann keppir í úrslitum hlaupsins á morgun en í dag tekur hann þátt í milliriölum og væntanlega undanúrslitum i 100 metra hlaupi. Einar T. Sveinsson hafnaöi í 8. sæti í sínum flokki í kúluvarpi og vakti árangur hans nokkra athygli vegna þess hve ungur hann er. -VS (J9) iNGLAND Fyrri leikirnir í 1. umferð ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu fóru fram í gær- kvöldi. Eins og vænta mátti litu ljós nokkur óvænt úrslit. Lið í ensku úrvalsdeildinni koma inn í keppnina í næstu umferð. Úrslit leikjanna í gærkvöldi urðu sem hér segir: Bamet-Wolves.................2-1 Birminghani-Millwall ........2-0 Blackpool-Scunthorpe.........1-0 Bolton-Hartlepool ...........1-0 Boumemouth-Colchester........2-0 Bradford-Lincoln.............1-0 Bristol City-Shrewsbury......4-0 Bury-Bumley .................1-0 Cambridge-Watford............1-0 Exeter-Ipswich ..............1-1 Fulham-Cardiff...............2-1 Huddersfield-Mansfield.......3-2 Leyton Orient-Bristol Rovers . 1-1 Luton-Oxford ................2-3 Macclesfield-Stoke...........3-1 Northampton-Brighton ........2-1 Notts County-Man. City ......0-2 Oldham-Crewe ................3-2 Peterborough-Reading.........1-1 Plymouth-Portsmouth..........1-3 Port Vale-Chester............1-2 Rotherham-Chesterfield.......0-1 Sheff. Utd-Darlington .......3-1 Southend-Gillingham .........1-0 Swansea-Norwich..............1-1 Torquay-Crystal Palace.......1-1 Tranmere-Carlisle............3-0 Walsall-Q.P.R................0-0 W.B.A.-Brentford.............2-1 Wigan-Rochdale ..............1-0 Wrexham-Halifax .............0-2 York-Sunderland..............0-2 Hermann Hreiðarsson og samherjar hans i Crystal Palace fengu svo sannarlega að hafa fyrir jafnteflinu gegn Torquay sem leikur í 3. deild. Hermann kom við sögu í jöfn- unarmarkinu, átti fastan skalla að markinu, markvörðurinn hélt ekki boltanum og Attlilio Lombardo fylgdi vel á eftir og skoraði. -JKS Arnar bestur Arnar Gunnlaugsson fékk tækifæri í byrjunarliði Bolton í gærkvöld og nýtti það vel - var besti maður vallarins þegar Bolton sigraði Hartlepool, 1-0. í deildabikarnum. Amar lagði upp sigurmarkið fyrir Bob Taylor. Guðni Bergsson var líka í liði Bolton en Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í 16 manna hópnum. -VS MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 MIÐVKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 25 Vaiva Drilingaite er komin f Hauka. Tvær sterkar til Hauka Tvær öflugar handknattleikskonur hafa ákveð- ið að skipta yflr í Hauka fyrir næsta tímabil. Önnur þeirra er markvörðurinn Vaiva Dril- ingaite sem lék í fyrravetur með FH en þar áður með Val. Hin er líka erlendur leikmaður sem lék með ÍBV í fyrra, Sandra Anulyte. Sandra Anulyte skoraði 140 mörk í 20 leikjum fyrir ÍBV í fyrra sem era sjö mörk að meðaltali í leik. Haukar era fyrir utan þetta með nánast óbreytt lið á næsta ári nema að Hulda Bjamadótt- ir er farin út til Danmerkur. -ÓÓJ Bow til Skotlands - leikur meö Edinburgh Rocks í bresku úrvalsdeildinni Ferö á stórleik í Englandi Úrval-Útsýn og Manchester United-klúbburinn á íslandi standa fyrir hópferð á stórleik í ensku úrvalsdeildinni milli Manchester United og Liverpool dagana 24.-27. september. Klúbbmeðlimir geta skráð sig í ferðina næstkomandi laugardag milli klukkan 9 og 11 í s. 569-9374 og 569-9304. Aðrir hafl samband í s. 569-9300. -GH Jónatan Bow, körfuknattleiks- maðurinn kunni, gekk í gær frá samningi við breska úrvalsdeildar- liðið Edinburgh Rocks og leikur með því í vetur. Bow, sem er ís- lenskur rikisborgari og lék hér á landi um langt árabil, spilaði með Bayreuth í Þýskalandi á síðasta tímabili. Edinburgh vann sig upp í úrvals- deildina fyrir þetta tímabil og er eina skoska félagið sem þar á sæti á næsta tímabili. „Félagið ætlar sér stóra hluti og hefur keypt til sín sterka leikmenn, þar á meðal besta skotbakvörð deildarinnar í fyrra, Ted Berry. Ég á að eiga góða möguleika á sæti i byrjunarliðinu og bíð spenntur eftir því að tímabilið hefjist," sagði Bow við DV i gær- kvöld. Gaman að hitta Óla Gott. „Við föram til Edinborgar á sunnudaginn og það verður gaman að prófa að búa þar. Stjóm félagsins og Jim Brandon þjálfari koma mjög vel fyrir og virðist annt um að við fáum góðar móttökur. Þá verður gaman að hitta vin minn, Ólaf Gott- skálksson, fótboltamarkvörð hjá Hi- bernian í Edinborg, og ég fer örugg- lega á völlinn til að sjá hann spila,“ sagði Bow. Bow og fjölskylda hafa dvalist hér á landi í sumar og til greina kom að hann tæki aftur upp þráðinn í ís- lensku úrvalsdeildinni. Ræddi við Keflvíkinga „Ef ekkert hefði gengið upp hjá mér erlendis hefði ég spilað á ís- landi í vetur,“ sagði Bow að lokum en samkvæmt heimildum DV átti hann meðal annars í viðræðum við Keflvíkinga. Bow hefur leikið sex landsleiki fyrir íslands hönd en er enn ekki orðinn löglegur með landsliðinu í alþjóðamótum. -VS Sigurður Björgvinsson, þjálfari Kefla- víkur, með hjartagalla frá fæðingu: „Sögur um slag stór- lega ýktar“ - er með aukagangráð í hjartanu en ætlar að vera á bekknum í næsta leik Sigurður Björgvinsson, annar þjálf- ara úrvalsdeildarliðs Keflavíkur í knatt- spymu, fór ekki með sínum mönnum til leiks í Lettlandi í gærmorgun. Ástæðan var heidur óskemmtileg því Sigurður var fluttur á sjúkrahús eftir æfingu liðs- ins í fyrrakvöld og þar kom í Jjós að hann er með hjartagalla. „Ég var með strákunum á æfmgunni eins og oft áður og allt í einu fann ég fyrir óreglulegum hjartslætti. Þetta er ekkert nýtt, ég hef átt í þessu gegnum árin en það hefur alltaf verið höndlað sem „yfiröndun" og aldrei verið tengt hjartanu. En þegar þetta hætti ekki eft- ir nokkrar mínútur varð ég órólegur og það endaði með því að ég leitaði til læknis," sagði Sigurður í spjalli við DV í gærkvöld en hann liggur á Landsspít- alanum. Bíll með tvær bensíngjafir „Þegar ég var rannsakaður kom í ljós að ég er með nokkurs konar auka- gangráö í hjartanu. Það má líkja þessu við því að bíll væri með tvær bensín- gjafir og stundum væru þær ekki í takt. Ég þarf að taka það rólega um sinn og fer í aðgerð, vonandi strax í september, þar sem þetta verður lagað og þá á ég að fá fullan bata,“ sagði Sigurður og bar sig veL Hann sagðist vonandi fá að fara heim af spítalanum í dag, miðvikudag, og taldi allar líkur á að hann yrði á bekkn- um hjá Keflvíkingum um helgina þegar þeir mæta Val. „Ég má ekki hlaupa með á æfingum í bili en ég er alls ekki sestur í helgan stein og ætla að halda áfram í þjálfun, enda bara 39 ára gamall. Sem betur fór gat Þorsteinn Bjarnason, þjálfari 2. flokksins hjá okkur, hlaupið í skarðið fyrir mig og farið með strákunum til Lettlands og ég hef svo bara verið í sam- bandi við mannskapinn í gegnum síma,“ sagði Sigurður Björgvinsson og bætti því við aö sögur um að hann heföi fengið hjartaslag væra stórlega ýktar. -VS Sigurður Björgvinsson var hinn hressasti þegar DV heimsótti hann á Landsspítalann í gærkvöld. DV-mynd Teitur Forkeppni UEFA-bikarsins: Leikur Islands gegn heimsmeisturum Frakka 5. september: Miðarnir runnu út Aðgöngumiðasala að leik ís- lands og heimsmeistara Frakka í riðlakeppni Evrópumóts landsliða í knattspymu, sem hófst snemma í gærmorgun, gekk framar vonum. í gærkvöldi leit út fyrir að þeir fimm þúsund miðar, sem í boði voru, væra allir famir út. Á nokkrum sölustöðvum ESSO höfðu sumir hverjir verið komnir áður en stöðvarnar vora opnaðar árla morguns, slíkur var áhuginn. Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali viö DV í gærkvöldi að hann heföi ekki svona fyrirfram átt von á því að miðamir gengu eins hratt út og raun bar vitni. „Ég átti allt eins von á því að miðasalan gengi í nokkra daga. Það lítur út fyrir að flmm þúsund miðar hafi selst strax á fyrsta degi. Það er auðvitað súrt í broti að geta ekki selt fleiri miða. Við megum einungis láta af hendi 7.004 miða. Við eram skuldbundnir fyrir hátt f tvö þúsund miðum sem fara til dómara, út til Frakklands og svo loks upp í fyrirfram gerða samn- inga. Ég er að gera mér vonir um að eitthvað verði afgangs þannig að þeir miðar geta farið í sölu,“ sagði Geir Þorsteinsson. Þess má geta að börn 12 ára og yngri fá ókeypisaðgang í stæði Laugardalsvallar. -JKS Olafur jafhaði Fyrri leikir 2. umferðar í forkeppni UEFA-bikarsins í knattspymu vora leiknir í gærkvöldi. Grindvíkingurinn Ólafur Örn Bjamason var i sviðsljósinu þegar hann skoraði jöfnunarmark Mal- mö gegn Hadjuk Split í Króatíu. Mögu- leikar Malmö á að komast í aöalkeppnina verða því að teljast þó nokkrir en sænska liðið á heimcdeikinn eftir tvær vikur. Ólafúr Öm kom inn á sem varamaður en Sverrir Sverrisson lék hins vegar all- an leikinn hjá Malmö. Glasgow Rangers sigraði gríska liðið Saloniki, 2-0, en ekki er víst að sá sigur dugi til að komast áfram því Grikkirnir eru erfiðir heim að sækja. Andrei Kanchelskis skoraði fyrra mark Rangers en Rod Wallace það síðara. Rangers gat hæglega bætt við fleiri mörkum. Hvorki Óskar Hrafn Þorvaldsson né Valur Fannar Gíslason vora með Ströms- godset sem tapaði, 1-0, gegn Hapoel í Tel Aviv í ísrael. Brann vann nauman sigur á Zalgiris frá Litháen en sem kunnugt er sló lit- háíska liðið Skagamenn út í síðustu um- ferö. Ágúst Gylfason lék fyrri hálfleikinn með Brann en Bjarki Gunnlaugsson var ekki með vegna meiðsla. Staða Amars Grétarssonar og sam- herja hans í AEK var ekki vænleg en ungverska liðið Ferencvaros var fjórum mörkum yflr allt fram á lokamínútu leiksins. Á henni skoraði AEK tvö mörk svo staða liðsins fyrir síðari leikinn er ágæt. -JKS íþróttir \+Íi3. DEILD KARLA A-riðill: KFR-Afturelding . 1-5 Afturelding 12 10 0 2 59-7 30 Léttir 12 8 0 4 35-19 24 KFS 13 7 2 4 44-29 23 Bruni 12 7 1 4 23-18 22 Snæfell 13 3 3 7 21-35 12 KFR 12 2 4 6 17-35 10 Vikingur, Ó.12 2 3 7 23-51 9 Hamar 12 2 3 7 11-39 9 B-riðill: Ármann-Haukar ...............1-5 Haukar 10 6 1 3 20-11 19 Njarðvik 9 5 2 2 30-16 17 Bolungarv. 9 5 1 3 17-16 16 Ármann 9 4 0 5 19-22 12 Ernir, ís. 8 3 1 4 19-18 10 GG 8 1 1 6 15-32 4 D-riðill: Neisti, H.-Hvöt 0-2 HSÞ, b -Magni 0-3 Magni 11 9 2 0 36-9 29 Hvöt 11 8 2 1 34-6 26 Neisti, H. 11 4 1 6 21-24 13 Nökkvi 11 3 1 7 16-24 10 HSÞ, b 12 1 0 11 10-54 3 E-riðill: Leiknir, F.-Sindri .............1-0 Einherji-Huginn ................8-0 Sindri 11 10 0 1 65-5 30 Leiknir, F. 12 9 1 2 35-13 28 Þróttur, N. 11 7 0 4 42-19 21 Höttur 11 7 0 4 25-19 21 Einhetji 11 2 1 8 26-37 7 Neisti, D. 11 1 1 9 19-67 4 Huginn 11 1 1 9 15-67 4 Haukar styrktu stöðu sína verulega með góðum sigri á Ármanni en eru ekki öruggir i úrslit. Bolvikingar þurfa nú að vinna GG með átta mörk- um til að komast upp fyrir Hauka og Njarðvik þarf að sigra Ármann. Bergþór Ólafsson, þjálfari Leiknis á Fáskrúðsfirði, tryggði liði sínu sigrn1 á Sindra sem tapaði sinum fyrstu stigum. Bæði lið voru komin i úrslit. -VS UEFA-BIKARIHN Forkeppni, 2. umferð, fyrri leikir Sigma Olomouc-Kilmarnock . 2-0 Krohmer (27.), Koenig (79.) Hapoel Tel Aviv-Strömsgodset 1-0 Tubi (75.) Arges Pitesti-Istanbulspor . . . 2-0 Mutu (33.), Barbu (45.) Ferencvaros-AEK Aþena .... 4-2 Selimi (10.), Lendvai (29.), Nyilas (55.), Vincze (83.) - Nikolaidis (90.), Sebwe (90.) Ekeren-Servette.............1-4 Morhaye (85.) - Rey (21.), (51.), Wolf (36.), Durix (79.) Rangers-PAOK Saloniki .... 2-0 Kanchelskis (55.), Wallace (68.) Molde-CSKA Sofia ...........0-0 IFK Gautaborg-Fenerbache . 2-1 Hermannsson (37.), Persson (74.) - Senturk (49.) Murska-Silkeborg............0-0 Slavia Prag-Inter Bratislava . 4-0 Vagner (23.), (90.), Kozel (55.), Skala (72.) Rauða Stjarnan-Volgograd . . 2-1 Skoric (60.), Ognjenovic (90.) Brann-Zalgiris Vilnius.....1-0 Kvisvik (75.) Wisla Krakow-Trabzonspor . . 5-1 Dubiciki (3.), Kowaiik (33.), (71.), (86.), Zajak (89.) - Vugrinec (66.) Vejle-Otelul Galati.........3-0 Wael (31.), (41.), Sögaard (62.) Osijek-Anderlecht............3-1 Krpan (29.), Prisc (54.), Vranjes (81.) - Claeys (80.) Omonia Nicosia-Rapid Vin . . 3-1 Rauffman (42.), (57.), Malekkos (46.) _ Wagner (22.) VPS Vaasa-Graz AK .........0-0 Polonia -Dynamo Moskva .. . 0-1 - Gusiev (54.) Hadjuk Split-Malmö FF .... 1-1 Brajkovic (44.) - Ólafur öm Bjama- son (72.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.