Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Blaðsíða 28
36
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 TVX/-
onn
íuveitendur
og launþegar
„Það er oft sem menn
gleyma því að
sveitarstjómar-
menn almennt eru
vinnuveitenda-
megin við borðið
nema þegar þeir
ákveða sín eigin
laun. Þá er eng-
in á móti þeim.“
Pétur Sigurðsson, verkalýðs-
foringi á ísafirði, í DV.
Hvað ætla þeir að
kyssa á vöndinn lengi?
„Hefur verkalýðsforystan
ótakmarkaða þolinmæði?
Hvað leyfist þeim lengi að
kyssa á vöndinn, láta viðsemj-
endur og rikisvald ganga á bak
orða og undirskrifta, og kom-
ast upp með það?”
Erla Bergmann verkakona, í
DV.
Þoli ekki tilhugsunina
um illan endi
„Venjulega læt ég sögur
mínar enda vel því
ég þoli ekki til-
hugsunina um ill-
an endi. Söguper-
sónur mínar
lenda venjulega í
slíkum vandræð-
um að ef ekki
leysist úr þeim þá
myndi allt enda með ósköp-
um.“
Fay Weldon rithöfundur, í
Degi.
Ekki stofustáss eða
uppstoppaður fugl
„Ég tel að bókmenntimar
séu hvorki stofustáss né upp-
stoppaður fugl úr fortíðinni
heldur em þær í mínum huga
eins konar lifandi andi.“
Einar Már Guðmundsson rit-
höfundur, í Morgunblaðinu.
Skal meira að segja
fara í markið
„Ég get spilað á miðjunni ef
hann (þjálfarinn)
vill. Ég skal meira
að segja fara i
markið ef nauð-
syn krefur."
Arnar Gunnlaugs-
son, leikmaður
með Bolton, í DV.
Þeir seldu
okkur nú samt
„Þeir Búnaðarbankamenn
segja að það sé ekki hægt aö
selja sparisjóðnum eitt eða
neitt meðan rekstrarform
þeirra er eins og það er. Þeir
seldu okkur nú samt helming-
inn í Kaupþingi á sínum tíma.“
Þór Gunnarsson sparisjóðs-
stjóri, í Degi
I ? vmwj 1 Tti ijifTTrTfl
HRNW
TEK(i(? BETrt?
MEP ^ÓL3TIN6
inn rfmplbs
HLVRRIJEGH
Arnór Guðjohnsen knattspyrnumaður:
Ætla að hella mér í golfið
„Það stóð fyrst til að ég kæmi heim
í fyrrasumar en ég átti mjög gott
tímabil í fyrra í Svíþjóð svo ég gerði
sams konar samning og ég gerði þá
en hann hljóðaði upp á það að hann
var uppsegjanlegur 1. júlí. Þetta
vissu nokkur lið hér heima og höfðu
samband við mig þegar fór að vora.
Sjálfur hafði ég hugsað mér að vera
allt árið úti í Svíþjóð. Ég fór samt að
hugsa út í það að ég vissi ekkert
hvemig ég stæði knattspyrnulega
næsta sumar, ekki yngist ég. Líkam-
inn var í góðu lagi og ég í góðu formi
svo ég ákvað að slá til og eftir við-
ræður við nokkur liö varð úr að ég
gekk tO liðs við Val. Það var i raun-
inni eðlilegast fyrir mig. Þegar ég hef
verið heima í fríum hef ég æft með
Val og þekki strákana þar vel og hef
alltaf kunnað vel við mig á Hlíðar-
enda,” segir Amór Guðjohnsen, einn
fræknasti knattspymumaður sem
við íslendingar höfum átt, en hann er
nú kominn heim eftir langa útivem.
Amór hefur svo sannarlega hleypt
nýju blóðu í deildarkeppnina í und-
anfomum leikjum og skoraö hvert
glæsimarkið af öðm. En hvemig var
það að koma aftur inn í íslenska bolt-
ann? „Það var tilhlökkun að koma
heim en satt best að segja vissi ég
ósköp lítið um íslenska fótboltann og
deildina og hélt jafnvel að ég þyrfti
nokkum tíma til að jafna mig. Ekki
fór ég vel af stað í mínum fyrsta leik,
sem var bikarleikur gegn KR, en síð-
an hef ég haft mikinn meðbyr og hef
ég haft virkilega gaman af að leika í
deildinni. Það er nú svo að með árun-
um fer maður aö geta haft fóboltann
bæði sem áhugamál og
vinnu, mesta stressið er Arnór
horfið, og nú er það ánægjan af að
leika heima sem fleytir manni áfram.
Ég veit ekki hvað ég verð lengi í bolt-
anum en hef hug á að leika allavega
eitt ár í viðbót."
Amór segir aðspurður að það sé
munur á fótboltanum hér heima og í
Svíþjóð: „Hér heima em margir góð-
ir einstaklinga en það sem mér flnnst
helst vanta er skilningur á leikað-
ferðum, hreyfingar á mönnum sem
em án boltans.”
Maður dagsins
Amór hefur ekki frekar en flestir
aðrir knattspymumenn, sem hafa
verið að leika jafnlengi og hann,
sloppið við meiðsl. Alvarlegustu
meiðslin mín vom þegar ég var
hjá Anderlecht. Þar missti ég í
raun af fyrstu þremur árunum
einmitt þegar ég taldi mig vera í
hvað bestu formi. Ég náði mér svo að
vísu vel upp úr þeim meiðslum og
við urðum Belgíumeistarar og var ég
kosinn besti leikmaðurinn og
var einnig markahæsti
leikmaðurinn."
Eitt helsta áhuga-
mál Amórs þessa
dagana er golfið:
„Ég ætla að
hella mér í
golfið þegar
fer að hægjast (§
um. Við Guð-
mundur
Torfason
spilum mik- /'m
Guðjohnsen.
ið saman og notum hvert tækifæri
sem gefst til að fara í golf og þá helst
á Grafarholtsvöllinn og það er eng-
inn vafi í mínmn huga aö ég á eftir
að spila golf í mörg ár.“ Eiginkona
Amórs er Anna Borg og eiga þau
einn dreng, Kjartan Borg Guðjohn-
sen, sem er fimm ára. Fyrir á Amór
Eið Smára Guðjohnsen sem, eins og
alþjóð veit, er að feta dyggilega í fót-
spor föður síns í fótboltanum. Amór
er einnig orðinn afi og þeir eru vist
fáir sem enn em i fremstu röð í fót-
boltanum sem geta státað
af þeim titli: „Það
, V. var einmitt verið
að skíra afa-
barnið á
sunnudaginn
og fékk hann
nafnið Sveinn
Aron
Guðjohnsen,
segir Arnór,
greinilega stolt-
ur af sonarsynin-
um.“
-HK
Útgáfutón-
leikar Spúnk
og Múm
í kvöld em útgáfutónleik-
ar hljómsveitanna Spúnk og
Múm í tilefni útkomu Splitt
10 tommunnar, Stefnumót
kafbáta. Tónleikamir era í
Tónieikar
Kafilleikhúsinu í Hlaðvarp-
anum. Þetta era tvær nýjar
hljómsveitir sem era að fara
í fyrsta sinn.á plötumarkað-
, inn. Múm spilar drum an’
base með órafmögnuöum
hljóðfæraleik og Spúnk spil-
ar Jeppatónlist". Annar
meðlima Múms verður
staddur í Danmörku á með-
an á tónleikunum stendur
en verður í símasambandi
við Kaffileikhúsið á meðan
Múm spilar. Einnig munu
DJ Bíbí (Magga Stína) og DJ
Dísa Humar þeyta skifúr
fýrir gesti KaSIleikhússins
á milli þess sem hljómsveit-
imar leika.
Tónleikamir hefjast kl.
21.00 og standa til kl. 1.00.
Staðgengill.
Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði.
Þjónn í
súpunni er
ekki hefð-
bundið
leikhús-
verk. Það
gerist
bæði á
sviði og
meðal
áhorfenda
Þjónn í súpunni
Annað kvöld verður leikritið
Þjónn í súpunni sýnt í Iðnó. Þetta
er fyrsta leiksýningin sem fram fer
í Iðnó en húsið var nýlega tekið í
notkun eftir miklar endurbætur.
Leikstjóri er María Sigm-ðardóttir
sem leikstýrði Sex í sveit en það
leikrit sló eftirminnilega í gegn í
vetur.
Leikhús
Leikritið er sérstakt að því leyti
að það gerist á veitingahúsi og er
sýningargestum boðið upp á mat
og drykk meðan á sýningu stend-
ur. í salnum era bæði alvöraþjón-
ar sem og leikarar. Meðal leikara
era Bessi Bjarnason og Edda
Björgvinsdóttir, sem lék af mikilli
snilld í Sex í sveit, Margrét Vil-
hjálmsdóttir og Kjartan Guðjóns-
son, en þau léku saman í Stoneffee
og Veðmálinu, og Stefán Karl Stef-
ánsson en hann er enn í leiklistar-
námi, á eftir eitt ár í Leiklistar-
skóla Islands og teljar margir hann
einn af okkar efhilegustu gaman-
leikurum.
Þjónn í súpunni hefur verið sýnt
viö miklar vinsældir í sumar og
uppselt á nánast allar sýningar.
Bridge
Evrópumót yngri spilara í bridge
fór ffam í Vínarborg dagana 17.-26.
júlí. ítalir urðu Evrópumeistarar en
Danir, núverandi heimsmeistarar
unglinga, enduðu í öðru sæti. Þær
tvær þjóðir, ásamt ísraelsmönnum
og Norðmönnum, sem enduðu í
þriðja og fjórða sæti, unnu sér inn
þátttökurétt á HM yngri spilara í
sveitakeppni. Að venju vora veitt
verðlaun fyrir besta úrspil mótsins,
bestu vömina og bestu sögnina. Pól-
verjinn Igor Grzejdziak (hvernig er
hægt að bera svona nöfn ffam) fékk
verðlaunin fyrir besta úrspilið í
þessu spili. Igor sat i norður og
sagnir gengu þannig, austur gjafari
og allir á hættu:
* Á53
«► 9652
* ÁK92
* 107
* G2
«► 107
D85
♦ KG8632
N
* D986
G43
* G106
* ÁD4
* K1074
» ÁKD8
* 743
* 95
Austur Suður Vestur Norður
pass 1 * pass 1 «►
pass 2 «► pass 4 «►
p/h
Opnun suðurs var „pólskt lauf’,
tvíræð sögn sem sýndi annaðhvort
veika jafnskipta hönd eða sterka
hönd með einhverja skiptingu. Eftir
tveggja hjarta sögnina vissi norður
að suður var með veika jafnskipta
hönd og lét geimið nægja. Spilið
kom upp í leik Pólverja við Norð-
menn og Öyving
Saur hitti á gott
útspO, spaðaátt-
una. Igor setti lítið
spil í blindum,
vestur setti tvist-
inn og síðan kom þristurinn heima!
Það var nánast útilokað fyrir Saur
að finna nú vömina sem hnekkir
spilinu, að taka tvo slagi á lauf. Saur
hélt áfram spaðasókninni og það
nægði sagnhafa til vinnings. Hann
spilaöi næst spaðasexunni, Igor
drap gosa vesturs á ás, tók trompin
af andstöðunni og einn tapslagm- i
laufi fór síðan niður í spaða þegar
Igor svínaði spaðatíunni. Á hinu
borðinu var samningurinn spilaður
í suður og útspilið var spaðagosi.
Þar fékk sagnhafi 11 slagi og því
hálfsvekkjandi fyrir Igor að tapa 1
impa á þessari glæsilegu spila-
mennsku. ísak Öm Sigurðsson