Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Blaðsíða 32
á&vmnci > o a aO UJ s o o s lo < 2 v: O h in -> s Ln FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREl SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Flottroll í Smugunni: Leitað á náðir Rússa '’DV, Ósló: Peter Angelsen, sjávarútvegsráð- herra Noregs, ætlar að leita eftir sam- ráði við Rússa til að stöðva veiðar ís- lendinga í Smugunni. Háttsettir sendi- menn frá Rússlandi koma til Noregs í næstu viku vegna sjávarútvegssýning- ar í Þrándheimi og þá verða Smugu- veiðamar ræddar sérstaklega. Einkum er Norðmönnum illa við að flottroll er notað í Smugunni. Strandgæsluskipið Nordkapp er nú farið úr Smugunni án þess að menn hafi verið sendir um borð í íslensku togarana sem nú eru fimm. Skipið kom í Smuguna á mánudag. Strand- gæslumenn upplýstu DV um það í ^morgun að sólahringsaflinn væri um *20 tonn á hvem togara, eða ailmiklu minni en var þegar hrotan hófst í Smugunni í fyrri viku. Strandgæslumenn sögðu að ekki hefði þótt ástæöa til að fara um borð til að vega og meta aflann og kanna veið- arfærin. „íslensku skipstjóramir viðurkenna að þeir noti flottroll og því var engin ástæða fýrir okkur tO að fara um borð til að fá það staðfest. Skip okkar era hins vegar ekki langt undan þannig að hægt er að senda þau á vettvang með C ijiskömmum fyrirvara,” sagði Dag L. Isaksen hjá strandgæslunni í morgun. -GK Fjölnir próflausl Vilji hérlendis til stóraukinna viöskipta viö Taívan: Sendinefnd til Taívan í gærkvöldi fluttu rnargir af fremstu djasstónlistarmönnum landsins lög og texta Jóns Múla Árnasonar í Iðnó. Jón Múli og kona hans, Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, skemmtu sér greinilega vel. Tónleikarnir verða endurteknir í kvöld. DV-mynd Teitur Óróinn í AB: Bryndís vill mig út - segir Steingrímur J. „Ég tel rétt að ræða þetta innan þingflokksins áður en ég fer að ræða það í fjölmiðlum," sagði Mar- grét Frimannsdóttir, formaður Al- þýðubandalagsins, í samtali við DV í morgun um þau orð Bryndísar Hlöðversdóttur að þeir Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónas- son geti ekki starfað innan þing- flokksins ef þeir hyggi á nýtt vinstra framboð í alþingiskosning- unum í vor. „Ég á ekki von á öðru en að þeir taki sjálfir ákvörðun og lýsi henni fyrir okkur,“ sagði Mar- grét Frimannsdóttir. „Það er ekkert nýtt að Bryndís Hlöðversdóttir tali í þessa vera. í vor sagði hún eitthvað á þá leið að þeir sem ekki væra sér sammála um sameiginlegt framboð með kröt- um gætu bara farið,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon við DV í morg- un. Steingrímur sagði það ekkert leyndarmál að hann, Ögmundur og fleiri, sem svipað væri ástatt um, hefðu kannað hljómgrunn fyrir framboði nýrra stjórnmálasamtaka á vinstri vængnum. -SÁ Lögregluríki - Kínverjar væntanlegir í lok mánaöarins „Þetta kemur mér á óvart miðað við t.d. þann dóm sem féll fyrir vestan um svipað mál. Fimm héraðsdómarar sýknuðu mig þegar ég kærði málið en nú kærir lögreglan og vinnur málið. Þetta er lögreguríki sem við búum í,“ segir Fjölnir Þor- ( -^eirsson bílasali eft- ir að Héraðsdómur Reykjavíkur stað- festi sviptingu á ökuréttindum hans í einn mánuð og dæmdi hann til að greiöa sekt fyrir hraðakstur í borg- inni. Héraðsdómur hafði áður fellt sviptinguna úr gildi. -RR Frakkar í háska Frönsk fjölskylda lenti í háska þeg- ar bifreið þeirra valt í Bárðadal í Suð- ur-Þingeyjarsýslu í gær. Frakkamir reyndu að sveigja frá kind sem hljóp inn á veginn. Bifreið- in valt og er mikið skemmd, að sögn lögreglu. Stutt er síðan frönsk kona ,jjét lífið þegar bifreið sem hún var i valt í Skaftafelli eftir að kind hafði hlaupið fyrir bíl hennar. -RR Hluti taívönsku sendinefndarinnar á Hótel íslandi í morgun. Hún var að gera sig reiðubúna fyrir að heimsækja fjölda íslenskra sjávarútvegfyrirtækja í dag. Mikill áhuga er hjá Taívönunum. DV-mynd -S Taívanska sendinefndin, sem stödd er hér á landi til að afla og auka viðskipti milli íslands og Taív- an, mun eiga fundi með fjölmörgum aðilum atvinnulífsins í vikunni. í dag mun nefndin m.a. eiga fund með fulltrúum Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hf., Bakkavör, Marel hf. og íslenskum sjávarafurðum hf. Það er Úflutningsráð íslands sem skipuleggur dagskrá fyrir sendi- nefndina meðan hún er hér á landi. Sendinefnd frá Kína er svo væntan- leg í lok mánaðarins einnig til sams konar viðræðna. íslendingar munu svo senda nefnd til Kína í lok októ- ber og hugsanlega til Taívan. Að sögn Vilhjálms Guðmundsson- ar, forstöðumanns iðnaðar- og þjón- ustudeildar Úflutningsráðs, er nokk- uð um viðskipti milli Taívan og Is- lands í dag. „Það má segja að Taívan sé komið skrefi lengra í viðskiptum við ísland en Kína að því leyti að þeir kaupa dýrari sjávarafurðir. Þeir kaupa fyrst og fremst grálúðu, þótt þeir kaupa líka rækju og loðnu.“ Vil- hjálmur sagði að það væri vonast til þess að viðskipti myndu þróast með sjávarfang sem íslendingar veiddu ekki að öllu jöfnu. „En svo er einnig markmið að kynna hátækni okkar í fiskvinnslu og það er engin spurning að það er orðið tímabært að kynna fyrir Taívönum að við erum framar- lega þar á sviði.“ Hann sagði einnig að launin væru mun hærri í Taívan en í Kína og því möguleikar þeirra meiri að kynna sér nýja tækni í átt til frekari hagræðingar. Aðspurður um væntingar til þess að viðskipti myndu aukast milli landanna sagði Vilhjálmur að það væri auðvitað alltaf markmið að gera svo og treysta á þau sambönd sem fyrir væru og auka við- skiptin. Einnig er von á sendinefnd frá Kína til Islands til að kanna möguleika á auknum viðskiptum í sjávarútvegi milli landanna tveggja. „Við munum svo senda sendinefhd til Kína og vonandi til Taívan í lok októ- ber,“ sagði Vil- hjálmur að lokum. Á morgun munu Taívanarnir m.a. heimsækja Útgerð- arfélag Akureyr- inga og fleiri fyrir- tæki á Norðurlandi en á föstudaginn er svo stefnan sett á Vesturland þar sem Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi og Sigurð- ur Ágústsson hf. á Stykkishólmi o.fl. fyrirtæki verða heimsótt. -hb Veðrið á morgun: Rigning á öllu landinu Á morgun verður suðaustan kaldi eða stinningskaldi með rigningu suðvestan- og vestan- lands en einnig norðanlands og austan þegar líður á daginn. Snýst í allhvassa norðaustanátt á Vestfjörðum og Vesturlandi þeg- ar líður á daginn og dregur jafn- framt úr úrkomu. Hiti verður viðast á bilinu 10 til 14 stig. Veðrið í dag er á bls. 37. Stórglæsilegur nýr Patrol GR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.