Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998
13
DV
Fréttir
Hryssan ásamt folaldinu sem hún gekk í móðurstað. DV-mynd
Sjaldgæfur atburður á Tjörn á Vatnsnesi:
Hryssa gekk annarri
í móður stað
Sá sjaldgæfi atburður átti sér
stað á bænum Tjöm I á Vatnsnesi
í Húnavatnssýslu fyrir skemmstu
að hryssa gekk folaldi annarrar
hryssu, sem hafði drepist, í móð-
ur stað. í samtali við DV sögðu
ábúendur á Tjöm að hryssan
hefði undir eins tekið við folald-
inu en hryssan hefði átt eitt folald
fyrir. Nú sjúga bæði folöldin
hryssuna. Það er einna helst að
hrossasóttin leggist á þær hryssur
sem hafa nýkastað skv. upplýs-
ingum DV frá dýralækni. Nú sýg-
ur folaldið fósturmömmuna með
fullkomnum árangri. Skafti Bald-
ursson, bóndi á Tjörn, hefur misst
tvær hryssur vegna hrossasóttar-
innar sem hefur geisað víða að
undanförnu.
-hb
Stórstúkuþing á Akranesi:
Áhyggjur vegna fíkniefnaneyslu
DV, Akranesi:
Stórstúkuþing, hið 80. í röðinni,
var haldið fyrir nokkru á Akra-
nesi. Þar var einkum rætt um það
mál sem hvað mest og sárast
brennur á íslensku þjóðinni um
þessar mundir, hina
ógnvekjandi aukn-
ingu fikniefna-
neyslu, bæði reyk-
inga, áfengis og ann-
arra sterkra og lífs-
hættulegra vímu-
gjafa, sem virðast
tröllríða einkum ís-
lenskum æskulýð.
Á þinginu voru
samþykkt nýmæli í
sambandi við hið
innra starf Reglunn-
ar. Ber þar fyrst að
nefna gjörbreytta
skipan Varðandi
blaða- og bókaútgáfu
sem Stórstúkan hefir
haft með höndum i
heila öld. Þá var
samþykkt að skipa 5
manna fram-
kvæmdaráð, úr röð-
um framkvæmdanefndar, sem hef-
ur með höndum allan daglegan
rekstur Stórstúku íslands, skrif-
stofu hennar og starfsmannahald
og fer með þau málefni sem fram
koma, taka þarf afstöðu til og leysa
á milli funda fullskipaðrar fram-
kvæmdanefndar.
Á hverju Stórstúkuþingi er svo
kosin 12 manna framkvæmda-
nefnd sem hefur ákvöröunar- og
framkvæmdavald á milli þinga.
Kemur hún saman til fundar mán-
Akranesi að þessu sinni. Á fram-
kvæmdanefndarfundinum á Akra-
nesi gerðist sá einstæði atburður
að einn nýkjörinn framkvæmda-
nefndarmaður, Helgi Seljan, sem
af óviðráðanlegum ástæðum var
ijarverandi þegar þingið stóð yfir,
minni á Akranesi.
Framkvæmdanefnd Stórstúku Islands og nokkrir félagar fyrir utan Safnaðarheimilið Vina-
DV-mynd Daníel
verður settur á hátíðlegan hátt inn
í embætti sitt. Slík innsetning eft-
ir á er einsdæmi en Stórstúku-
þingið samþykkti hann einróma
sem undantekningu frá lögum
Reglunnar. -DVÓ
aðarlega flesta mánuði ársins.
Venjulega kemur framkvæmda-
nefndin saman í Reykjavík þótt út
af því sé stundum brugðið, t.d. var
fyrsti formlegi fimdurinn að af-
loknu Stórstúkuþingi haldinn á
Kolmunnaveiðar:
Kap landar 1000 tonnum
„Við erum með 1000 tonn og
komumst upp í 200 tonn í hali,“
sagði Ólafur Einarsson, skipstjóri á
Kap frá Vestmannaeyjum, í samtali
við DV þegar skipið var á heimstími
af kolmunnamiðum í svonefndu
Hvalbakshalli.
Ólafúr var nokkuð ánægður með
aflann, ekki síst í ljósi þess að
kolmunnaveiðar eru nokkurt ný-
næmi hjá íslendingum. Kolmunn-
inn um borð í Kap fer allur i
bræðslu, en eitthvað mun vera um
aö hann sé frystur um borð og þá
ætlaður til loðdýrafóðurs. Kap snýr
aftur á kolmunnamiðin þegar búið
verður að landa aflanum. Að sögn
Ólafs fæst allgott verð fyrir
kolmunnann og verð á bræðslufiski
almennt sé þokkalegt um þessar
mundir. -SÁ
Stórhvalamiðin við Snæfellsnes:
Þau bestu í Evrópu
- og meðal þeirra 5 bestu í heimi
DV, Vesturlandi:
í júní og aftur í ágúst kom Erich
Hoyt hingað til að kynna sér stór-
hvalaskoðunarferðir Eyjaferða í
Stykkishólmi sem farnar hafa verið
frá Ólafsvík í sumar. Hann hefur skoð-
að hvali við 25 lönd. Skrifað fjölda
greina í tímarit og haldið fyrirlestra
víða um heim.
Meðal timarita sem greinar hans
hafa birst í eru National Geographic,
Equinox, The Guardian og The New
York Times. Einnig hefur hann skrif-
að nokkrar bækur um hvali og hvala-
skoðun. Má þar nefna bókina ORCA
The Whale Called Killer sem nýverið
kom út í þriðju útgáfu. Frá 1973 hefur
Erich verið þekktur fyrir handrit mn
kvikmyndun villtra dýra, en frá 1990
hefur hann einbeitt sér að hvölum og
hvalaskoðun, þá sérstaklega að lifnað-
arháttum höfrunga, en til þehra telj-
ast háhymingar.
Að mati hans er svæðið út af Snæ-
fellsnesi, eitt af fimm bestu stórhvala-
svæðum í heimi og það sé jafnframt
það besta í Evrópu. Þau svæði sem
best er að sjá stórhval á eru St
Lawrense í Kanada, Kaliforníuflói,
Baja við Mexikó, Monterey Kaliforníu
og Snæfellsnes. Þá telur Erich skip
Eyjaferða ágæt.
Aðbúnaður og öryggi farþega er
eins og best gerist. Eyjaferðir hafa sl.
14 ár staðið fyrir skoðunarferðum um
Breiðarfjörð. Hafa á þessu tímabili
flutt yfir 120 þúsund farþega. Yfir-
standandi sumar er eitt það besta í
rekstri félagsins. -DVÓ
Í&esPA
Æ
Nýjungar hjá
ald. Poulser
SuOurlandsbruut 10. Sími 568 6499 Fax568 0539 Heimasiúa http:/www.poulsen.
Sjáið bestu
hugmyndirnar t
Brúðkaupsleik FM 957
og Vtsis.is á www.visir.is
og takið þátt í að velja á
milli þeirra.
l\lV' ilompun.irpiiðiiiM i PuiiKiskoruim hoitu* Pum.i Coll.
Fi*iimloiAslutv|’||'tu?ki Rol.nuí Emmonch hoitir Contropolis Entortommont
Stlornuhio Kontuokv Frimhl Chiokon Aijust Arm.-mn (Punu-i .1 Isl.nuli)
Sol Vikuuj (M.uju: .i Isl.nu(i). O Johnson £ K.uihor (Horsoy .1 Ísl.-nuh)
oij Jiipis (Sony s|om/orp oij hl|ómt;oki) rru |?ou tvrirtn’ki som ijof;i
vmnimj.i 1 GoJ.’ilhi-loiknuin
H.ilmn .1 Gml.’ill.i or 78. 1 1 inotr;ir .-u> loiujil
S|?mt venhu 111 )ii>NMiiit tioJh>ikMinilum 1 (uotti
knu) koiuj .1 Hylijjtiiini iu| .1 V1 m is .1 nnmiuit
I .nhihunh.uin «m SOIMN kV /M\S s|«nn.11 jist.-oki
tl.i JAFIS ;Ulk t|«l|ll.1 ;Ulk.1VII1l1IIHj.1
www.visir.is