Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVTKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 Spurningin Ertu stressaður (-uð)? Reynir Öm Reynisson tölvugaur: Nei, ekki baun. Kristin Traustadóttir líffræðing- ur: Nei, ekki svo. Rakel Ósk Ólafsdóttir nemi: Ekki venjulega. Gunnlaugur Þór Einarsson nemi: Yfirleitt er ég rólegur. Guðni Gorozpe atvinnulaus: Það er misjafnt. Ragnhildur Eyjólfsdóttir: Mjög oft en ekki í dag. Lesendur Ljót aðkoma að Leifsstöð Skarphéðinn Einarsson skrifar: Nýlega er ég átti leið í flugstöðina á Keflavíkurflugvelli, sem í raun ætti að heita Flugvöllur Leifs Eiríksson- ar, sá ég íslenska fánann þar sem hann blakti hnípinn á flaggstöng sem sjálfsagt hefur verið framleidd fyrir sumarbústað. Það er fallegur þjóð- fáni, íslenski fáninn, en við Leifsstöð er hann til skammar. Flaggstangir eiga líka að vera á veglegum og háum undirstöðum á áberandi stað - ekki síst við alþjóðaflugvöU. Um miðjan 5. áratuginn var lesin saga í ríkisútvarpinu af Helga Hjörvar, sagan um Bör Börsson sem sló í gegn í hlustun. Þar var greint frá persónu sem var seinheppin með afbrigðum en um leið stórhuga. í einum kaflanum var sagt frá því er hann reisti háa flaggstöng að Öld- urstaö. Hún var svo há að enga átti sér líka, en brotnaði að lokum. - Hin óþarfa flugmálastjórn sem utan- rikisráðuneytið rekur þama syðra gæti farið miUiveginn; reist stöng sem væri lægri en lýst er í fyrr- nefndri sögu en reisuleg samt. Annars er rekstur flugmála á KeflavíkurflugveUi tU skammar fyr- ir ísland. Þar vantar ýmsa þjónustu sem við lýði er á öðrum alþjóðaflug- vöUum, t.d. hótel eða farfuglaheim- ili fyrir farþega (hjólreiðafólk með tUheyrandi búnaði), baðhús og margt fleira sem þjónustu farþega tilheyrir. Á meðan utanríkisráðuneytið sér Bréfritari er ekki sáttur viö rekstur og aðbúnað, utan dyra sem innan, í Leifs- stöð. Mætti vera meiri reisn yfir öllu. um þessi mál er flugvöUurinn van- nýttur og flest mál þar í óstandi. Krcifan er því að vöUurinn fari und- ir stjóm samgönguráðuneytisins og flugstöðin verði gerð að hlutafélagi, þó þannig að stórveldi á innan- landsmarkaði nái ekki meirihluta- eign. Einnig þarf að ráða erlenda aöUa (t.d. frá Bandaríkjunum) tU að markaðssetja flugvöUinn. Þannig má laða erlend fyrirtæki hingað með starfsemi sina. Jafnvel með sölu á hinum spiUta Búnaðarbanka sem er óþarfur með öUu. Eyða mætti skuldum Leifsstöðvar að fuUu og bæta við aðstöðu sem skUar arði. Núverandi ástand er með öUu öásættanlegt fyrir ferðafólk og þjóð- ina í heUd. P.S. Siðast þegar ég kom heim frá útlöndum mátti enn sjá stóra ryð- bletti í öUu víravirkinu við fram- hliðina þar sem farþegar ganga út úr byggingunni og mæta landinu! Hættulegur leikur Margrét Sæmundsdóttir, fræðslufulltrúi Umferðarráðs, skrifar: Um verslunarmannahelgina var ég á gangi um Þórsmörk. Á leiö minni frá Básum aö Langadal mætti ég gulum jeppa. Eitthvað fannst mér athugavert við jeppann en gerði mér ekki grein fyrir því strax hvað það var. Þegar bUlinn kom nær mér sá ég hvers kyns var. Við stýrið voru tveir ökumenn! Karl- maður og lítiU drengur sem sat í fangi hans. Pabbinn var sem sagt að leyfa drengnum sínum að aka biln- um. Hvað er nú athugavert við þetta, gæti einhver hugsað, má aldrei gera neitt skemmtUegt? Því er tU að svara að það sem virðist vera saklaus skemmtun get- ur breyst í harmleik á augabragði. Hugsum okkur að karlmaðurinn hafi verið meðalmaður t.d. 80 kg að þyngd og bamið 20 kg. Fjarlægðin á miUi stýris og barns er ef tU viU 5 sentímetrar. Hvað hefði gerst ef ökumaðurinn hefði kastast fram, t.d. vegna ójöfnu á veginum eða vegna þess að hann þurfti að bremsa? Karlmanninn hefði auðvit- að ekki sakað neitt því mjúkur bamslíkaminn hefði tekið af honum höggið. Barnið hefði hins vegar fengið högg á kviðarholið með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum þegar það klemmist á miUi manns og stýris. Þar með gæti leikurinn orðið að martröö sem ég óska engum foreldr- um að þurfa að upplifa. Hvalbátar á þurru landi - og verðmætin grotna Björgvin Jónsson skrifar: Þaö stingur aUtaf í augu að sjá hvalbátana ár eftir ár í Reykjavík- urhöfn, næstum á „þurru landi“, ónotaða þar sem þessi verðmæti grotna og fúna. í stað þess mætti og ætti að hefja hvalveiðar þegar i stað og skapa verðmæti með þessum tækjum sem eru tilbúin í rekstur hvenær sem er. Það er búið að lýsa því yfir af ráðamönnum okkar, m.a.s. sjávarútvegsráðherra, að hvalveiðar muni hefjast. Það vefst hins vegar fyrir þeim að hleypa af startbyssunni. Þessi þáttur sjávarútvegs er með því einkennUegasta sem á sér stað í íslensum þjóðmálum og hefur veriö látið danka ár eftir ár. Flestir eru þjónusta allan í síma 5000 14 og 16 Hvalveiðibátarnir í Reykjavíkurhöfn - tilbúnir til veiða hvenær sem er. sammála um að hvalveiðar skuli stunda og allar forsendur eru fýrir því að þær megi stunda án nokk- urra mótmæla frá viðskiptaþjóðum okkar, þegar sanna má að undir- stöðuafli okkar sé í hættu vegna ofgnóttar hvala hér við land. En það er sama hve oft og hve stórt íslenskir ráöamenn taka upp í sig, þeir heykjast á eigin yfirlýsing- um og láta hræðsluna við hið óþekkta valta yfir verulegan og sannanlegan ávinning af hvalveiö- um. Nú verður að láta á það reyna í þingbyrjun hvort Alþingi hefur meirihluta fyrir hvalveiðum á ný. Best væri auðvitað að sjávarútvegs- ráðuneytið gæfi út reglugerö tun að hefja hvalveiðar nú þegar. Fyrrverandi hvalveiðimenn, að- standendur og útgerðarmenn; hefjið nú upp raust ykkar og krefjist yfir- lýsingar ráðamanna: Af eða á með hvalveiöar. Skinkan í fjórum flokkum K.S.A skrifar: Ég vil benda Þórunni, sem skrifaði lesendabréf í DV 6. ágúst sl., á að vandamálið með vatns- blönduðu skinkuna ætti að minnka í framtíðinni. Þannig er nefnilega mál með vexti að þanri 25. maí kom út reglugerð um kjöt og kjötafurðir þar sem nákvæm- lega er sagt til um hvernig merkja skuli matvæli, þ. á m. skinku. Framleiðendur fá 6 mán- aða aðlögunartíma. Eftir það verður skinku skipt niður í fjóra flokka. í fyrsta flokk fellur skinka sem kölluð verður „lúxus- skinka". Annar flokkur verður einfaldlega kallaður „skinka" og sá þriðji verður nefndur „brauð- skinka". Fjórði flokkur verður svo kallaður „skinka að viðbættu vatni“. Því ættu allir sem ekki vilja vatnsblandaða skinku að geta forðast slíka skinku í fram- tíðinni. Urður - Verð- andi - Skuld? Bjöm Guðmundsson hringdi: Mikið þykir mér sporgöngu- mennimir í hinum nýja erfða- sjóði vera lítið frumlegir í sinum framtíöaráætlunum. Tek ég sem dæmi heitið á nýja fyrirtækinu hjá þeim: Urður - Verðandi — Skuld. Þótt þetta heiti sé sótt í hina fornu goðafræði þá hefur al- menningim ekki hugmynd um fyrirmyndina - að ég tali nú ekki um yngri kynslóðina. Þessfr ófrumlegu stoöiendur nýja erfðarisans ættu nú að hugsa sinn gang eilítið betur varðandi þessa nafngift eða leggjast á bæn og biðja þess að þetta allt stefni ekki í „verðand skuld“. Annað eins gerist nú, því miður, þegar hátt hefur verið reitt til höggs gegn frumherjum í fyrirtækja- rekstri hér á landi. Hverjir eiga veðin? Jón Hannesson skrifar: Fróðlegt væri að vita hverjir eiga þau veð er þeir er höfðu heimildir til fiskveiða hér við land fengu heimild frá Alþingi til aö veðsetja þær? Það gefur að skilja að sjávarútvegsráðherra hefur ekki að tilefnislausu beitt sér fyrir þessari lagasetningu. Nú, þegar til stendur að selja þær lánastofnanir er líklegastar eru til að eiga veð í þessum veiði- heimildum, get ég ekki annað séð en ef illa árar í sjávarútvegi verði þessar heimildir til fisk- veiða á íslandsmiðum alfarið í eigu lánastofaana, hvort sem þær verða í eigu íslendinga eða Wall- enberga í Svíþjóð. - Er þá ekki fullkomnað ránið sem byrjað var á með setningu hinna umdeildu fiskveiöistjómunarlaga frá því á 9. áratugnum? Verður þá ekki svo komið fyrir okkur aö hin margrómaða auðlind, sem ávallt hefur verið sögð „eign þjóðarinn- ar“, verður það ekki lengur því auðvitað láta lánastofnanir, sem verðmætin hafa eignast, þau ekki af hendi. Fróðlegt væri að fá lög- fræðilegt álit á þessu. Clinton frábær friðarsinni Steindór Einarsson skrifar: Það er leiðinlegt til þess að vita hve Clinton, forseti Bandaríkj- anna, hefur átt á brattann að sækja vegna þessara kvenna sem ofsækja hann með leiðindaáburði á kynferðissviðinu. Maður skilur ekki þessa stúlku sem nú er í sviðsljósinu - er e.t.v. verið að nota hana til að koma forsetan- um frá völdum? Clinton hefur reynst ákaflega traustur stjóm- málamaður og er vel liöinn, hann hefur reynst vera frábær friðar- sinni og gengið vel á því sviði. Vonandi er að þessu írafári um þennan vinsæla forseta linni sem fyrst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.