Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 33 Myndasögur Leikhús Breiðdalsá hefur gefið næstum 40 laxa og veiðimenn hafa reynt vfða í henni síðustu daga. Það er um að gera að leita vel enda geta laxinn og silungur- inn verið víða. DV-mynd G. Bender Langá á Mýrum: Veiðin í góðum gír „Veiðin gengur vel í Langá en við erum að skriða yfir 600 laxa og það er gott, það er mikil fiskur í ánni,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson við Langá á Mýrum í gærkvöld er við spurðum um stöðuna á veiðinni. En einhver dofi er í laxveiðinni sums staðar þessa dagana, fiskur- inn tekur ekki vel og göngumar stóru eru búnar að skila sér í árnar. Það þarf kannski meira regn og þá Umsjón GunnarBender færi fiskurinn að taka betur hjá veiðimönnum. En er hægt að biðja um meira regn? En þetta á alls ekki við alls staðar sem betur fer. Líklega erum við að upplifa besta bleikjusumar frá upphafi núna. Fiskurinn er miklu stærri, 5, 6, 7 og 8 punda bleikjur veiðast víða. Og það þykir ekki frétt lengur. „Núna er eingöngu veitt á flugu en maðkurinn kemur ekki aftur í vatnið fyrr en í lok ágúst. Núna eru gengnir um 500 laxar fram á fjall. Við erum að fá þetta 15-20 laxa á dag núna,“ sagði Ingvi Hrafn enn fremur. Breiðdalsá hefur gefið um 40 laxa „Breiðdalsá hefur gefið á milli 30 og 40 laxa, líklega nálægt 40 löxum. Silungsveiðin hefur verið góð,“ sagði Þröstur Elliðason í gærkvöld og bætti við: „Rangárnar eru komn- ar yfir 2300 saman." Rólegt í Stóru-Laxá í Hreppum „Þetta var rólegt í Elliðaánum, við fengum tvo laxa á allar stang- irnar, það eru laxar en þeir taka illa,“ sagði veiðimaður sem var í ánni fyrir fáum dögum. „Það eru komnir um 900 laxar i gengnum telj- arann í EUiðaánum. Við vorum í Stóru-Laxá í Hreppum fyrir tveim- ur dögum og þar gekk veiðin mjög rólega. Þaö var lítið af laxi á svæði eitt og tvö en það getur breyst á einni nóttu,“ sagði veiðimaðurinn. Þelr flska sem róa... Þelr flska sem róa. . Þelr ílska sem róa... Þelr # /# ffu>6 ff u>6 l(uJ6 I(új6 ifD>6 ífDD www.visir.is FYRSTUR MED FRETTIRNAR Nýr umboðsmaður ísafjörður Pálína Jensdóttir Hlíðarvegi 14 sími 456-4125

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.