Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 15 Auglýsingaskilti í betri stofunni Eg hef farið í Sundlaug Vesturbæjar frá því ég var krakki. Lærði meira að segja að synda þar og braust þar einu sinni inn með stóru krökkunum um hábjartan dag einhvern tíma þegar laugin var lok- uð en ekkert hélt aftur af okkur. Auðvitað kom löggan og skrifaði okkur niður. Það var voðalegt að vera skrifaður niður. Líka út af því að enginn vissi nákvæmlega hvað í því fólst. En þessi litla laug með bárujárnsklæðning- vrnni umhverfis er auðvit- að fyrir löngu orðin „raritet“ svipað og Reykja- víkurapótek, Mokka og Brynja á Laugavegi. Þar sameinast líkami og sál í Sundlaug Vesturbæjar ríkir sérstakur andi og stundum finnst manni að ekkert vanti nema saxó- fónleikara á sundlaugarbakkanum á sólskinsdögum og kannski lítið kaflíhús sem seldi ís. En hvað um það. Fyrir fáeinum árum voru sett upp auglýsingaskilti á sundlaugar- bökkunum. Ég man sem betur fer ekki frá hverjum en auðvitað getur heilinn ekki komist hjá því að rifja það upp: Kafíi og teiknimyndablöð (Segi ekki frá hverjum). Þessi skilti blasa við þegar maður syndir í átt að stökkpöllunum. Fyrst var bara eitt skilti, ég man það. Svo bættust fleiri við. Sund er auðvitað ekki bara sund. Sund er trúarlegt atriði. Sundlaugar eru nokkurs konar helgidómur. Þar sameinast líkami og sál. Enginn getur nákvæmlega útskýrt hvað gerist í sundlaugum, það er eins og með skáldskapinn og ástina, til- gang lífsins. Eitthvað sem hver og einn á líka fyrir sjálfan sig. Og þá eru þarna þessar auglýsingar. Aldrei friður Nú má ekki skilja mál mitt svo að ég sé á móti auglýsingum. Mér ftnnst auglýsingar eitt alskemmtileg- asta eftii sem ég veit um. Tilkynn- ingar í útvarpi: Sendingin komin. Kjólabúðin. Eða allar þessar útúr- snúnu sjónvarps- auglýsingar sem maður veit aldrei um hvað snúast. Hreyfanleg aug- lýsingaskilti. Allt þetta ber vott um dásamlega hug- myndaauðgi og stórbrotnar til- finningar. Um- fram allt: allsráð- andi frumleiki og einfaldleiki. Og alltaf veriö að segja sögu. Það vant- ar ekki. Það liggja heilu skáldsög- urnar að baki nýjustu GSM-auglýs- ingunum. En auglýsingar i útvarpi og sjón- varpi eru frábrugðnar auglýsing- unum í Sundlaug Vesturbæjar að því leyti að þær eru keyrðar á sér- stökum tímum. En þessi skilti eru alltaf þarna. Það er aldrei friður fyrir þeim. Þau blasa við í hvert skipti sem maður kemur úr kafi. Þar með verður jafnfram ómögu- legt að ímynda sér að maður sé annars staðar en maður er. Á kirkjur og prestakjóla Ég man eftir því þegar auglýs- ingaskilti fóru að birtast meðfram fótboltavöllum og loks á vellinum sjálfum og svo á búningum leik- manna. Ég var stundum að hugsa um hvort þetta truflaði ekki leik- inn. Allt í einu er málið farið að snúast um annað en maður hélt. Eða hvað? Er það ég sem hef brenglað raunveruleikaskyn? - Það væri þá ekki í fyrsta sinn. Ég endurtek; mér leiðast ekki auglýsingar almennt. En ég vil fá að vera í friði fyr- ir þeim sums staðar. Hvenær verða auglýsinga- skilti komin utan á heimahús? Við aðskilnað ríkis og kirkju verða auð- vitað sett upp auglýsingaskilti utan á kirkjurn- ar, svo inn í þær og loks á presta- kjólana. Eða hvemig ætlar kirkjan annars að lifa af. En heimahús? Er það ekki hámark frumleikans. Hvað fæ ég borgað fyrir það? Ég ætti kannski að bjóða Kóga- kóla að setja upp auglýsingaskilti utan á húsið mitt og fjárhag mín- um væri borgið? Eða - ég er með betri hugmynd: Ég er til í að hafa það í stofunni. En þá verður það líka að vera blikkandi. Elísabet Jökulsdóttir Stundum finnst manni að ekkert vanti nema saxófónleikara á sundlaugarbakkanum á sólskinsdögum og kannski lítið kaffihús sem seldi ís. Kjallarinn Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur „En þessi skilti eru alltaf þarna. Það er aldrei friður fyrir þeim. Þau blasa við í hvert skipti sem maður kemur úr kafi. Þar með verður jafnframt ómögulegt að ímynda sér að maður sé annars staðar en maður er.“ Er Alþýðubandalagið að klofna? Ýmsir andstæðingar Alþýðu- bandalagsins, a.m.k. til þessa, virðast nú allt í einu famir að hafa áhyggjur af flokknum. Þeir keppast við, í ótta sínum við það nýja afl sem viröist vera að mynd- ast á vinstri kanti sjómmálanna, að gera lítið úr þeirri samfylking- ammræðu sem nú ætlar að skila árangri. E.t.v. er það líka von þeirra að með því að gera lítið úr hlut Alþýðubandalagsins og tala um að Alþýðuflokkurinn sé að ná því markmiði sínu að leysa Al- þýðubandalagið upp í eindir takist þeim að ala á þeirri sundmngu sem nokkuð hefur farið fyrir í fjöl- miölum að undan- fömu. Ég verð hins vegar að hryggja þessa sömu menn, Al- þýðubandalagið er ekki að leysast upp í eindir, það stendur sterkt um þessar mundir og aldrei hefur sam- fylking verið unn- in í jafn mikilli einingu og einmitt nú. Markviss skref Með samþykkt aukalandsfund- arins 4. júlí sl. urðu kaflaskil í þeirri samfylkingarumræðu sem átt hefúr sér stað í meira en ára- tug. Fjölmargir landsfundir, fyrr- um flokksráðsfundir og miðstjórn- arfundir Alþýðubandalagsins hafa fjallað um það meginhlutverk okk- ar að samfylkja vinstra fólki, virkja samtakamátt okkar til breytinga á því þjóðfélagi sem við búum í - breytinga í átt til meira réttlætis. Landsfundur Alþýðubandalags- ins, sem haldinn var fýrir tæpum þremur árum eða haustiðl995, fól þá nýkjörinni forystu ákveðin verkefni í þessum efnum. Niðurstaða landsfundar Alþýðu- bandalagsins í nóvember á síðasta ári bar vott um ótvíræðan vilja um samfylkingu félagshyggjufólks þó ákvörðun um form þess sam- starfs hafi verið vísað til auka- landsfundarins sem haldinn var nú i upphafi júlimánaðar. Mikill meirhluti Á fundinum nú í júlí greiddu yfir 70% landsfundar- fulltrúa tillögu okkar Margrétar atkvæði sitt. Tillögu sem hófst á þessa leið „Lands- fundur Alþýðubanda- lagsins samþykkir að stefnt skuli að sam- eiginlegu framboði Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks, Samtaka um kvennalista og annarra félags- hyggjuafla í öllum kjördæmum landsins í næstu kosningum til Alþingis." Tæp 30% kusu aðra til- lögu frekar, tillögu sem borin var fram af Steingrími J. Sig- fússyni og 33 öörum landsfundarfulltrú- úm. Sú tillaga fól það i sér að fara það sem kallað hefur verið hægar í sakirnar, m.a. að efla samstarf en að ekki verði boðið fram sameigin- lega við næstu kosningar. Vilji landsfundarins var því af- dráttarlaus en auk þess veit ég að fjölmargir þeirra sem völdu held- ur tillögu Steingríms og félaga voru ekki á móti nánu samstarfi og hugsanlega sameiginlegu fram- boði, bara ekki strax. Margir þeirra standa að ákvörðun lands- fundar nú að henni tekinni. Enn aðrir segja: „Ég ætla að hinkra aðeins og sjá hvemig þetta þró- ast.“ Fram að þessu hafa stóru viðbúrð- irnir í sögu vinstri- stjórnmála verið þeg- ar hlutar úr einum flokki hafa gengið til samstarfa eða í kosn- ingabandalag með öðrum flokki. Það er ekki að gerast nú. Nú eru flokkarnir, sem heildir, að ganga til samstarfs. Heild en ekki klofningur Þeir sem vilja gera mikið úr „klofningi" og úrsögnum hafa því ekki mikið til síns máls. Þótt allar úrsagnir sem enn hefur frést um séu taldar og þeir sem hafa verið að ganga til liðs við Alþýðubandalagið ekki teknir með i dæmið stendur samt eftir að vel yfir 95% flokksfélaga fylgir forystu flokksins í þessum leiðangri. Tal um klofning Alþýðubandalagsins er því óskhyggja þeirra sem þegar eru famir að óttast það afl sem væntanlegt framboð okkar sem að- hyllumst jöfnuð, félagshyggju og kvenfrelsi, getur leitt af sér. Jóhann Geirdal „Fram að þessu hafa stóru við- burðirnir í sögu vinstristjórnmála verið þegar hlutar úr einum flokki hafa gengið til samstarfa eða í kosningabandalag með öðrum flokki. Það er ekki að gerast nú.u Kjallarinn Jóhann Geirdal varaformaður Alþýðu- bandalagsins og oddviti J-listans í Reykjanesbæ Með og á móti Sýndi Norðurlandamótið undir 16 ára að íslenska knattspyrnan væri að dragast aftur úr? Kvótaskipt „Það er nú erfitt að segja til um það hvort við séum að drag- ast aftur úr en fyrir stundum þá hafi þetta okkar staðið i stað frá árinu 1995, hvað sem hver segir. Ég vil meina að á þessu liði sé kvótaskipting líkt og er í sjáv- arútvegi. Liðið er valið með ég held að þrátt ágætan árangur, drengjalandslið tilliti til þeSS að Guöjón Guftmunds- jafnræðis se maöur. gætt milli stórhöfuðborgarsvæð- isins og landsbyggðarinnar. Þetta lið hefur ekki alltaf á und- anfömum árum teflt fram bestu leikmönnunum sem til eru í þessum aldursflokki. Ég veit að knattspymufomstan má ekki heyra á þetta minnst og hefur hryllt við þegar um þetta hefur verið talað. Ef knattspyrnufor- ustan ætlar að ná einhverjum ár- angri með þessi unglingalið á komandi árum þarf að taka til hendinni og menn þurfa að fara að vinna að þessu eins og menn. Þéttamá ekki vera einn allsherj- ar félagsmálapakki. Það hafa komið góðir leikmenn utan af landi en það segir ekki til um það hvemig liðið á að vera valið í dag. Menn eiga ekki að sætta sig við þennan árangur og er ég ansi hræddur um að í þessu til- felli hafi ekki besta liðið verið valið.“ Hugsað til undirbúnings „Eg er ekki sammála því að við séum að dragast aftur úr ef tekið er mið af þessu móti. Þetta er nokkuð kafla- skipt mót af okkar hálfu og við eigum tvo mjög slaka leiki og aðra mjög góða. Við stóðum einna best í írunum sem síðan unnu mótið. í þeim leik áttum við skil- ið jafntefli og siðan sigram við Færeyinga stærst allra liða á Magnús Gylfason, þjálfari undir 16 ára landsliöslns. mótinu. Viö veljum ávallt okkar besta hugsanlega landslið en undirbúningur fyrfr þetta mót er ekki nálægt því eins góður og hjá hinum þjóðunum sem við vorum að leika við. Þetta er spuming um fjármagn og þau era að eyða miklu meiri pen- ingum I sitt unglingastarf. Við hugsum mest um A-landsliö og tökum bara þátt í mótum með yngri lándsliðin. Þetta er stefhan hjá KSÍ. Síðustu árin höfum við byrjað á þessu verkefni með 16 ára liðið og liðið hefur síðan vax- ið komið mjög sterkt inn þegar líður á veturinn. Við höfum oft spilað til úrslita í Evrópu þar sem við höfum staðið okkur mjög vel. Þetta vex hjá okkur þegar á líður, verkefnin era fá og ef við ætlumst til einhvers árang- urs á Norðurlandamóti þurfum við að fara móta liðið strax um páskana og vera klárir með það löngu, löngu fyrr.“ -ÓÓJ Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaöið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eöa á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.