Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1998, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1998, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 Fréttir Stuttar fréttir dv Frábær árangur hjá vísindamönnum íslenskrar erfðagreiningar MS-genið innan seilingar Þróun ly^a tekur þó meira en áratug „Við höfum fundið þrjú ný gen á litningasvæði sem vitað er að teng- ist erfðum MS og í einu þeirra eru breytingar sem núverandi niður- stöður benda til að geti haft mikil áhrif á tilurð sjúkdómsins. Ef þetta reynist vera rétt, þá er hér um að ræða stærsta áfanga í rannsókn á MS síðustu áratugi." Þetta sagði dr. Jeffrey Gulcher, yfirmaður rannsóknarsviðs ís- lenskrar erfðagreiningar, í samtali við DV í gær. Hann ásamt Aðal- björgu Jónasdóttur og Ragnheiði Fossdal hefur stjórnað verkefninu, þar sem 12-15 vísindamenn hafa helgað sig rannsóknunum undan- farin misseri. Jeff segir að það sé fyrst og fremst erfðafræðileg einangrun íslensku þjóðarinnar og ítarlegar ættfærslur sem valdi því hversu hratt gekk að finna líklegt sjúkdómsgen. Skref aö lækningu „Það eru um 100 þúsund gen í erfðamengi mannsins. Við einbeitt- um okkur fyrst að litningabút sem inniheldur um 100 gen og er með sterk erfðatengsl við MS á íslandi. í framhaldi finkembdum við bútinn þannig að röð 4-5 gena stóð eftir. Við raðgreiningu fundum við þrjú áður óþekkt gen. f einu þeirra eru þessar breytingar," sagði Jeff. Fundur gensins yrði stórt skref að lækningu á sjúkdómnum. „Það er sennilegt að genið, líklega í tengsl- um við önnur gen sem ætti nú að verða auðveldara að staðsetja, ráði framleiðslu próteins sem með ein- hverjum hætti veldur sjúkdómnum. Þegar stökkbreytta genið er fúndið verður væntaniega kleift að ákvarða þetta prótein og í framhaldi þróa ein- hvers konar lyf sem annaðhvort bæla hina skaðlegu virkni þess eða vega hana upp með einhverju móti. Það tekur hins vegar áratugi," sagði Jeff. MS greint fyrr Hann sagði að þegar búið væri að staðfesta þátt gensins í MS yrði hægt að þróa aðferðir til að greina MS miklu fyrr en áður. „í Boston feng- um við Kári Stefánsson oft til okkar MS-einstaklinga sem reyndust við nánari athugun hafa sýnt einkenni sjúkdómsins 5-10 árum áður en hann var greindur. Oft eru það dýr- ar rannsóknir sem þarf til greining- ar. Þessi uppgötvun gæti leitt til þess að hægt yrði að finna MS á byrjunar- stigi. Það er of snemmt að segja hvort það auki líkur á lækningu, en það er þó yfirleitt raunin að betra er að lækna sjúkdóma eða halda í skefj- um eftir því sem þeir finnast fyrr.“ Jeff sagði að unnið væri að saman- burði eifðaefnisins I mun stærri hópi einstaklinga, heima og erlendis, til að ganga úr skugga um að breyt- Hreinsar eftir sig Jafnvirði ellefu miiijarða ís- lenskra króna, verður á næstu árum varið í að hreinsa landssvæði í Kanada, sem bandaríski herinn hafði áöur til afnota. Fulltrúar í öld- ungadeildinni vilja tryggja að sam- komulagið skapi ekki fordæmi fyrir aðrar þjóðir sem hýst hafa banda- rísk herlið. Herinn hefur neitað að hreinsa eftir sig á Heiðarfjalli. Hópur vísindamanna íslenskrar erfðagreiningar hefur helgað sig rannsóknum á erfðum í tengslum við MS-sjúkdóminn. Á minni myndinni eru Kári Stefánsson og Jeffrey Gulcher, yfirmaður rannsóknarsviðs IE. DV-myndir Teitur ingarnar einskorðist við þá sem hafa MS. „Ef svo reynist vera er ljóst að við höfum líklega fundið það gen sem mestu ræður um erfðir á sjúk- dómnum." að forsendurnar fyrir þessum góða árangri væru aðallega tvær. íslenska þjóðin væri fámenn og hefði verið einangruð um aldir: „Sjúkdómar sem erfast eru því hér á landi langoftast komnir frá sameig- inlegum forföður. Það má því líta á íslendinga sem eina stóra fjölskyldu frá sjónarhóli erföavísindanna. Til dæmis eru 75% þeirra 250 MS-ein- staklinga sem upphaflega voru rann- sakaðir skyldir. Eftir því sem mein- genið hefur erfst gegnum fleiri ætt- liði aukast líkurnar á að genið fmn- ist. í raun má líta á ættliðina eins og stækkunargler, sem magna upp ná- kvæmni erföagreininganna. Þetta gerir ísland kjörið til erfðafræði- rannsókna. Önnur ástæða að baki hinum góða árangri eru nákvæmar ættfærslur og þáttur íslenskra sérfræðinga í grein- ingu sjúkdóma. En Dr. John Bene- dikz hefur séð um alla okkar MS-ein- staklinga. Jeff kvað ættfærslur hér- lendis gera vísindamönnunum kleift að ákvarða hvaða menn væru skyld- ir. „Það kemur fyrir að þegar læknir hefur spurt MS-einstakling hvort fleiri séu í ættinni með sjúkdóminn er svarið neikvætt. í kóðuðum ættar- grunni finnum við mikinn skyld- leika milli sjúklinga sem oft vita þó ekki af honum.“ Niðurstöður MS-rannsóknarhóps- ins hjá íslenskri erfðagreiningu verða birtar í alþjóðlegum vísinda- ritum innan tíðar. -ös Um þrír tugir umsækjenda voru um ráösmannsstööuna í Viöey. Ragnar og Sigríöur Oddný hlakka til aö takast á viö ný verkefni á næstu árum í Viöey. Pau hjón munu aö sjálfsögöu búa meö hundunum sínum úti í Viðey. Á myndinni heldur Sigríöur Oddný um tíkina, Andreu Gylfadóttur, en Ragnar um hundinn, Helga Björnsson. DV-mynd Pjetur Nýir ráösmenn í Viðey: Stórkostleg náttúruparadís Hjónin Ragnar Sigurjónsson og Sigríður Oddný Stefánsdóttir hafa verið ráðin ráðsmenn í Viðey úr hópi um þriggja tuga umsækj- enda. Þau verða því arftakar hjóna sem hafa gegnt starfinu síð- astliðin tíu ár. „Við erum yfir okkur ánægð með þessa stöðuveitingu. Viðey er stórkostleg náttúruparadís þar sem við erum nú að taka við sem ráðsmannshjón þann 1. október. Eyjan á sér griðarmikla sögu. Á þessari stundu hugsum við fyrst og fremst um að koma okkur inn í starfið. Síðan munum við huga að nýjum verkefnum í samráði við Þóri Stephensen staðarhald- ara,“ sagði Ragnar í samtali við DV. Ragnar er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og því vanur eyjalífi. Hann hefur löngum getið sér gott orð fyrir létta lund og fé- lagsmál. Ragnar hefur t.a.m. verið „hvatningarstjóri" íslandsmeist- ara ÍBV í knattspyrnu. Hann starf- aði um margra ára bil hjá DV. Hann hefur á síðustu misserum rekið verslun við Vesturgötu en Sigríður Oddný hefur verið for- stöðumaður fyrir sambýli í Fannafold í Grafarvogi. „Viðey býður upp á marga möguleika við bæjardyr Reykja- víkur,“ sagði Ragnar. „Þeir sem þangað koma í fyrsta skipti fyllast ávallt undrun og aðdáun yfir því sem þama ber fyrir augu.“ -Ótt 17 látnir í umferðinni Alls hafa 17 manns farist í umferðarslysum á þessu ári. Þar af voru sextán í bílum en einn gangandi vegfar- andi. Níu af þeim sextán sem létust í bílum voru ekki í bílbeltum og voru flestir þeirra ungir menn. For- maður ökukennarafélags íslands, Guðbrandur Bogason, sagði í sam- tali viö RÚV að athugandi væri að hækka bíiprófsaldurinn og taka samfélagslegan þroska inn í öku- prófið. Margir á ferð Fjölmennt var í miðbæ Reykja- víkur aðfaramótt sunnudags, allt að 4.000 manns, tvöfalt fleiri en á laug- ardagsnóttina. Lögregla þurfti þó svo til ekkert að skipta sér af fólki. RÚV sagði frá Giaðnar í Smugunni Fimmtán íslensk skip eru nú að veiðum í Smugunni. Veiði var lítil í síðustu viku en glæddist nokkuð um helgina. RÚV sagði frá. Metviöskipti Um kl. 14.40 í gær voru viðskipti ársins á Verðbréfaþingi íslands þeg- ar orðin meiri en á öllu árinu 1997 sem þó var metár á VÞÍ. Viðskipti ársins nema nú rúmum 189 miiljörð- um króna sem er tæpum 400 mifljón- um króna meira en allt árið í fyrra. Viðskiptavefur Vísis sagði frá. Meint fölsun Ólafúr Kvar- an, forstöðumað- ur Listasafns ís- lands, hefur ósk- að eftir rann sókn á þvi hvort málverk í eigu sa&sins sem sagt er eftir Svavar Guðnason sé hugsanlega falsað. Máiverkiö var keypt hjá Bru- un & Rasmussen uppboðsfyrirtæk- inu í Kaupmannahöfn. Morgunblað- ið sagði ffá. Flestir í lagi Ölvunarpróf var tekið á um 600 ökumönnum í Reykjavík í fyrra- kvöld. Aðeins ehin þeirra reyndist ölvaður og einn til viðbótar próflaus. RÚV sagði frá. Sauöfjárbændur Afkoma sauðfjárbænda hefur batnað eftir að siðasti búvörusamn- ingur gekk í gildi fyrir þremur ár- um. Framtíðarhorfur greinarinnar virðast nokkuð góðar sem og horfúr í útflutningi. Um næstu mánaðamót verður verðlagning á kindakjöti gef- in frjáls og búa sauðfjárbændur sig undir harða samkeppni við annað Kjöt á markaðnum. RÚV sagöi firá 200 tonn af lambakjöti Sjónvarpið sagði aö enskir kjöt- dreifendur heföu gert íslenskum bændum tiiboð um kaup á um 200 tonnum af liffænt ræktuðu lamba- kjöti og greiða 20% hærra verð en fengist hefur fyrir kjötið til þessa. Aðeins eru framleidd 5-7 tonn af líf- rækt ræktuöu lambakjöti á þessu ári. Óþarft að fækka Formaður fé- lags hrossa- bænda, Bergur Pálsson, segir óþarft að ræða um fækkun hrossa hér á landi enda geti svo vel farið að markaðir fyrir hrossakjöt taki við sér aö nýju, ekki síst í Evrópu. Hann óskar aðstoðar landbúnaðarráð- herra við að þrýsta á Evrópusam- bandið með að leyfa fleiri en einu sláturhúsi að slátra hrossum fyrir Evrópumarkað. Meira að gera Leigubílstjórar merkja hafa meira að gera á kvöldin og um helgar en á sama tíma í fýrra. Þeir telja að fólk skemmti sér meira nú en það gerði. RÚV sagði frá. -JHÞ / -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.