Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1998, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1998, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 Útlönd Stuttar fréttir r>v Clinton viðurkenndi óviðurkvæmilegt samband við Monicu: Dómgrei ndarskor t u r Bill Clinton Bandaríkjaforseti viö- urkenndi í sjónvarpsávarpi til bandarísku þjóðarinnar í nótt að hann hefði átt í kynferðislegu sam- bandi við Monicu Lewinsky, fyrrum lærling í Hvíta húsinu. Ræða Clint- ons á sér ekkert fordæmi. „Ég átti í óviðurkvæmilegu sam- bandi við Lewinsky. Reyndar var það rangt,“ sagði Clinton í kortaher- bergi Hvíta hússins. Þar með staö- festi hann opinberlega það sem hann hafði áður sagt í framburði sínum fyrir ákærukviðdómi Kenneths Starrs, sérlegs saksóknara. Hann ít- rekaði aö hann hefði ekki brotið nein lög. „Ég fór á bak við fólk, þar á með- al konuna mina. Ég iðrast þess sár- an. Margir þættir réðu því. í fyrsta lagi vildi ég komast hjá niðurlæg- ingu vegna hegðunar minnar og mér var lika í mun að vernda fjölskyldu mína,“ sagði forsetinn enn fremur. Clinton varði hluta fimm mínútna Dónadúkka rennur út Dúkka sem líkist Bill Clinton Bandaríkjaforseta, og segir tví- ræða hluti þegar hún er klipin neöan mittis, rennur út eins og heitar lummur vestra. Dúkkan, sem er tæpur hálfur metri að lengd, er með buxumar á hælun- um og segir setningar eins og: „Ég skal sprengja Bagdad og ég skal sprengja Frakkland ef þú tek- ur nærbuxumar niður“ og „Elsk- an, þú færð mig til að kikna í hnjánum." í dúkkunni er tölvuflaga og las Clinton-hermir átta setningar inn á hana. Gore hreykinn A1 Gore, varaforseti Bandarikj- anna, sagðist hreykinn af þvi að Clinton hefði játað þau mis- tök að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Monicu Lewin- sky. Gore, sem staddur er í fríi á Hawaii ásamt konu sinni, Tipper, sagðist hreykinn af Clint- on, ekki bara sem vini heldur þar sem hann hefði haft hugrekki til að viðurkenna mistök sín. Krefjast afsagn- ar Clintons Dan Quayle, fyrram varaforseti Bandaríkjanna, krafðist þess í nótt að Bill Clinton segði af sér sem forseti Bandaríkjanna. Fleiri framámenn í röðum repúblikana tóku i sama streng. Jerry Falwell, sem Hillary Clinton sakaði um að standa á bak við samsæri gegn manni sínum, sagði að A1 Gore ætti að taka við forsetaembættinu sem fyrst svo endurreisa mætti móralskt siðferði og heiður Hvítahússins. Reuter ræðu sinnar til að veitast harkalega að Starr fyrir tímafreka rannsókn hans á ýmsum gjörðum forsetans og Hillary, eiginkonu hans. Starr rann- sakar hvort Clinton hafi reynt að fá Monicu til að ljúga um samband þeirra. „Þetta hefur staðið of lengi, kostað of mikið og skaðað of margt saklaust fólk,“ sagði Clinton. Clinton sagði að samband sitt við Lewinsky, sem hann staðfastlega þrætti fyrir í sjö mánuði, hefði verið „alvarlegur dómgreindarskortur og persónulegir brestir sem ég einn ber ábyrgð á“. Hann hét því að bæta fyrir þetta og leita fyrirgefningar Hillary, sem hann hefur verið kvæntur í meira en 20 ár, og dótturinnar Chelsea. „Þetta mál er milli min og þeirra tveggja manneskja sem ég elska heit- ast, konu minnar og dóttur okkar, og guðs okkar. Ég verð að bæta fyrir þetta og ég er tilbúinn að gera hvað Nýjar rannsóknir benda til að fiskiskipafloti heimsins sé allt of stór og sé við að þurrausa fiskimið- in. Ástandið sé mun alvarlega en haldið hefur verið til þessa. Fram- kvæmdastjóri Alþjóða náttúru- vemdarsjóðsins, WWF, kynnti nið- urstöðumar. „Skýrslan staðfestir hvernig of stór fiskiskipafloti, helsta ástæða þess að lífríki hafanna er að eyði- leggjast, er mun alvarlegra vanda- mál en áður var haldið. Skýrslan sýnir einnig fram á hvernig opin- berir styrkir til sjávarútvegsins við- Þetta er konan sem allt snýst um, sjálf Monica Lewinsky. Clinton hefur nú viðurkennt einhvers konar kyn- ferðislegt samband við hana en fór ekki út í smáatriðin. halda of stórum fiskiskipaflota. Rannsóknin markar upphaf mik- ils átaks til kynningar á ástandi í umhverfísmálum fyrir aldamót. Skýrlsan þykir staðfesta að Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, hafði stórlega vanmetið stærð á fiski- skipaflota heimsins og áhrif hans í eldri skýrslum. Þær sögðu að fiski- skipaflotinn væri 30 prósentum of stór en nýja rannsóknin fullyrðir að veiðigeta flotans sé 155 prósentmn of mikil. „Þessar ógnvekjandi staðreyndir sem er til þess. Ekkert er mikilvæg- ara í minum huga. En þetta er einkamál og ég ætla að endurheimta fjölskyldulif mitt fyrir fjölskyldu mína. Þetta kemur engum við nema okkur. Jafnvel forsetar eiga sér einkalíf. Það er tími til kom- inn að hætta að leggja líf fólks í rúst og hnýsast inn í einkalíf fólks,“ sagði Clinton. Þetta var mikilvægasta og jafnframt sársaukafyllsta ræða á for- setaferli Clintons og tveir af hverjum þremur Bandarikjamenn sátu sem límdir við sjónvarpstækin á meðan. Það á hins vegar eftir aö koma í ljós hvort þetta dugi til að bjarga póli- tísku lífi hans. Samkvæmt fyrstu skoðanakönmm CNN voru 53 prósent Bandaríkja- manna ánægð með ræðu Clintons og 62 próset voru ánægð með frammi- stöðu hans í starfi. Persónulegar vin- sældir hans hröpuðu hins vegar nið- ur um tuttugu stig, niður í 40 pró- sent. Reuter eru söguleg ögrun gagnvart fisk- veiðiþjóðunum sem takast verða á við þennan vanda með viðeigandi hætti. Leggja verður tveimur þriðju hlutum fiskiskipa heimsins. í skýrslunni er fjallað um hvað sé til bóta eigi að bjarga fískstofnum heimsins. Tillögur þar um verða kynntar á fundi FAO í október. Seg- ir að tilraunir til að ákveöa kvóta, stærð fiskiskipa og lengd veiðiferða hafi ekki borið tilætlaðan árangur. Útgerðir beindu sjónum sínum ein- faldlega að fisktegundum sem væru utan kvóta. Reuter Yfirhevrslan vfir Bill Clinton Bandaríkjaforseta Bill Clinton Bandaríkjaforseti svara>i spurning um Kenneths Starrs saksóknara í hinu sögu- fræga kortaherbergi í Hvíta húsinu og sag>i frá sambandi sínu vi> Monicu Lewinsky. Kortaherbergi> er frægt fyrir flær sakir a> fla>an fylgdist Franklin Roosevelt me> gangi máia í heimsstyrjöldinni sí>ari (jQ) Lewinsky vann í flessari skrifstofu frá júní til desember 1995 fyrir Leon Panetta starfs- mannastjóra (íS) Skrifstofa Lindu Tripp, fyrrum ritara í Hvíta húsinu (®j) Kortaherbergó, nota> sem einkafundar- herbergi fyrir Clinton og Hillary (^) Vinnuherbergi forsetans, meint ástarhrei>ur Clinton komst a> samkomulagi um a> bera vitni í Hvíta húsinu. Vitnisbur>ur hans var sendur me> ioka>ri sjónvarpslínu til dómhússins í Washington fiarsem kvi>dómendur voru Júnf1995 Hin 21 árs gamla Monica Lewinsky hefur störf sem lærlingur f Hvíta húsinu Apríl 1996 Lewinsky hefur störf í Pentagon flar sem hún hittir Lindu Tripp, fyrrum ritara í Hvíta húsinu. Linda tekur á laun upp samtöl vi> Monicu flar sem hún segist hafa átt í ástarsambandi vi> Clinton Desember 1997 Shasta heimsókn Monicu, af rúmlega 30, í Hvíta húsi> eftir a> hún fór a> vinna fyrir Pentagon 7. janúar1998 Lewinsky neitar a> hafa átt í kynfer>islegu sambandi vi> Clinton í ehsvarinni yfirltsingu vegna Paulu Jones-málsins 16. janúar Janet Reno dómsmálará>herra heimilar Kenneth Starr saksóknara a> rannsaka Lewinsky 17. janúar Clinton neitar a> hafa átt í kynfer>islegu sambandi vi> Monicu 26. janúar Clinton neitar ákve>i> a> hann hafi átt í kynfenissambandi vi> „flessa konu" og a> hann hafi aldrei sagt neinum a> Ijúga til um fla> 5. mars William Ginsburg, lögma>ur Monicu, segir Starr hafa bo>i> Monicu fri>helgi gegn flví a> hún bæri vitni en hef>i svo dregi> bo>i> til baka 1. apríl Máli Paulu Jones vísa> frá 2. júní Monica rekur Ginsberg. Vi>ræ>ur um fri>helgi hafnar aftur vi> Starr 17. júlí Skrifstofa Starrs birtir Clinton stefnu um a> bera vitni. firír lífver>ir neyddir til a> bera vitni fyrir ákærukvi>dómi um samtöl sín vi> forsetann á me>an fleir gættu hans 28. júlí Monica og mó>ir hennar fá fri>helgi gegn flví a> bera vitni í málinu 29. júlf Clinton fellst á a> bera vitni fyrir kvi>dómi 6. ágúst Monica ber vitni fyrir kvi>dóminum 16. ágúst Fréttir herma a> Clinton sé rei>ubúinn a> breyta fyrri frambur>i sínum og vi>urkenna óvi>urkvæmilegt samband vi> Monicu Rannsóknir um stærð fiskiskipaflota heims: Flotinn er allt of stór Ólöglegir innflytjendur Sex menn sem granaoir eru um að vera ólöglegir kínverskir inn- flytjendur vora handteknir í sjón- um undan ströndum Japans. Slapp lifandi „Það er í raun gott að hafa sloppið lifandi," sagði ævintýra- maðurinn Steve Fosset eftir að loftbelgur hans, Einfari, hrapaði í hafið austur af ströndum Ástr- alíu. Þar lauk tilraun hans til að fljúga hvíld- arlaust umhverfis jörðina í loft- belg. Grænt Ijós Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna gaf grænt Ijós á aðgerðir vopnaeftirlitsmanna í írak þrátt fyi’ir að stjórnvöld í Bagdad neiti að eiga samvinnu við þá. Hvatt til samninga Bandarískir diplómatar hvöttu Kosovo-Albana og serbnesk yfir- völd til að taka upp friöarviöræð- ur eftir að Serbar höfðu hrakið uppreisnarmenn í Frelsisher Kosovo úr síðasta vígi sínu. Löggan hörfaði Suður-kóresk óeirðalögregla hvar skyndilega á brott frá Hyundai bílaverksmiðjunum þeg- ar verkfallsmenn mættu henni vopnaðir blýstöngum og um- kringdir fjölskyldum sínum. Rafmagnsleysi Rafmagnsleysi varð á ný í Kins- hasa, höfúðborg Kongó, eftir aö Laurent Kabila forseti fór það- an, væntanlega til Angóla að biðja um hjálp gegn uppreisn- armönnum. varnarmálaráð- herrar íjögurra ríkja í suðurhluta Afríku ræddu ástandið i Kongó í gær. Mannskæð átök Ríkisstjórn Kólumbíu sagðist mundu halda friðaráætlunum sín- um til streitu þrátt fyrir átök stjórnarhersins og vinstriskæra- liða sem kostuðu um 100 stjómar- hermenn lífið. Beita þrýstingi Mannréttindasamtök auka þrýsting sinn svo síðasta banda- ríska fyrirtækið með hagsmuni í Burma fari þaðan. Mikil flöð Mikil flóð urðu einum að bana suður af Sidney í Ástralíu. Byggja stíflu Hermenn reyndu að byggja stíflu til að verja olíuvinnslu- svæði Kínverja fyrir flóðum. Barnaruglingur Erfðarannsóknir hafa staðfest að hjón í Virginíuríki fóra heim af spítalanum með annað barn en sitt eigið fyrir þremur áram. Forskot minnkar Þýskir jafnaðarmenn gerðu lít- ið úr könnun- um sem sýna að forskot þeirra fer minnkandi, rúmum mánuði fyrir þingkosn- ingar. Þeir vilja komast aftur til valda eftir 16 ára fjarveru. Díönugrín Díönubrandarar vöktu misjöfn viöbrögð á Edinborgarhátíðinni. Einn reiður gestur réöst næstum á einn grínarann. Aðhaldssemi Marianne Jelved, fjármálaráð- herra Dana, sagði að veralegs að- halds yrði gætt í fjárlagafram- varp næsta árs. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.