Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1998, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1998, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 11 Fréttir D-dagurinn á Hvanneyri: Ráðherra snjall á dráttarvél DV, Borgarnesi: D-dagurinn var haldinn á Hvanneyri 15. ágúst í tilefni þess að í ár eru 80 ár síðan hjóladráttar- vélamar námu land hérlendis. 12. ágúst 1918 kom Gullfoss með Avery-traktor til landsins sem Stef- án B. Jónsson kaupmaður hafði út- vegað Þórði Ásmundssyni, Bjarna Ólafssyni og fleiri á Akranesi. Gekk traktorinn fyrir 16 hestafla steinolíuvél og var notaður til jarð- vinnslu. Hann mun vera fyrsti traktorinn sem til landsins kom. Nú er drátt- arvélin miðpunktur vélvæðingar á öllum búum sem stunda eigin fóð- uröflun. Að D-deginum stóðu bændaskól- inn og búvélasafnið þar með sam- starfi við Bútæknideild RALA. Sýndar voru forndráttarvélar safnsins. Innflytjendur sýndu nýj- ustu dráttarvélamar, auk þess var haldið íslandsmót í dráttarvél- arakstri og ullarselið var opið. Guðmundur Bjamason landbúnað- ar- og umhverfisráðherra tók einn hring á gamalli dráttarvél Farmall Cub í fylgd fjölda annarra dráttar- véla. Guðmundi fórst verkið vel úr hendi þótt hann hefði ekki ekið dráttarvél lengi, eða siðan hann unglingur í sveit. Landbúnaðarráðherra kom fær- andi hendi og lofaði í ræðu að bú- vélasafnið á Hvanneyri fengi frá ráðuneyti hans 500.000 þúsund krónur. í ráðuneytunum er svo- kallað ráðstöfunarfé ráðherra sem þeir hafa til þess að mæta ýmsum verkefnum sem upp kunna að koma en ekki eru á fjárlögum. Þá var haldið íslandsmót í dráttar- vélaakstri þar sem keppendur þurftu annars vegar að svara krossaprófi og hins vegar að aka dráttarvél. Það var Oddur Grétars- son sem varð íslandsmeistari í þetta sinn. -DVÓ Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra ók á Farmall Cub-dráttarvél og stóð sig vel. DV-mynd Daníel Fyrsti traktorinn sem kom til landsins 12. ágúst 1918 sem Stefán B. Jónsson kaupmaður hafði útvegað Þórði Ásmundssyni, Bjarna Ólafssyni og fleiri á Akranesi. DV-mynd Daníel Búvélasafnið á Hvanneyri DV, Vesturlandi: Á Hvanneyri er sérstakt búvéla- safn sem er í eigu Bændaskólans á Hvanneyri en bútæknideild Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins hef- ur einnig tekið þátt í uppbyggingu þess. Búvélasafnið er eina safnið sinnar tegundar hérlendis í opin- berri eigu. Því er ætlað að bregða ljósi á þró- un tækni í landbúnaði með því að varðveita gamlar búvélar og verk- færi og halda til haga hvers konar gögnum öðrum er varða tæknisögu íslensks landbúnaðar. Þá á safnið einnig að vera stuðningur við nám, kennslu og rannsóknir við Hvann- eyrarskóla. Búvélasafnið er að stofni til frá 1940. Guðmundur Jónsson skóla- stjóri bjargaði þó ýmsum verkfær- um sem ómetanleg þykja í dag. Safnið var fyrst opnað sumarið 1987, í smáum stíl þó. Þá höfðu starfs- menn bútæknideildar RALA gert upp nokkrar vélar og útbúin hafði verið dálitil geymslu- og sýningar- aðstaða sem siðan hefúr verið auk- in og bætt. Gripir safnsins eru af ýmsu tagi og víða að. Dráttarvélar og tæki eru fyrirferðarmesti hlutinn Af merkum gripum Búvélasafns- ins má nefna jarðyrkjuverkfærin frá Ólafsdal en Torfi Bjamason í Ólafsdal og nemendur hans smíð- uðu ýmis verkfæri til jarðyrkju á árunum 1880-1907. Þekktust þeirra eru plógarnir sem Torfi hafði lagað að íslenskum aðstæðum og notaðir voru viða um land. Fyrstu hjóla- dráttarvélarnar eru frá því um 1920: Austin-vél sem Búnaðarfélag ís- lands keypti og Fordson-dráttarvél sem Páll Stefánsson frá Þverá flutti til landsins. Þetta eru elstu varð- veittu hjóladráttarvélar landsins. í safninu eru leifar síðasta þúfnaban- ans en blómaskeið þeirra var á fyrri hluta þriðja áratugarins. Ekki er vitað um fleiri eintök þúfnabana, hvorki hérlendis né erlendis. Ullarsel starfrækt á Hvanneyri Séð inn i ullarseliö. DV-myndir Daníel DV, Borgarnesi: Á Hvanneyri er starfrækt vinnustofa áhugafólks cif Vestur- landi um ullariðn, þar sem gömul vinnubrögð við ullarvinnslu eru færð i nýjan búning, og nefnist vinnustofan Ullarselið. í vinnu- stofunni er handverkið haft í há- vegum. Þar er meðal annars kembt, spunnið, prjónað, flækt, ofið og spjaldofið. Ullarselið er opið á sumrin alla daga frá kl. 13.00-18.00 nema mið- vikudaga. Á vetuma er opið á mánudögum og fimmtudögum en þá hittast félagsmenn í vinnustof- unni og vinna saman. Ullarselið hefur að markmiði að framleiða hágæðavöru úr úrvalsull og ým- iss konar handverk úr náttúru- legu hráefni, s.s. kanínufiðu, bóm- ull, skeljum, kuðungum, tré og leir. Vömrnar em til sölu. Ullar- selinu var komið á fót haustið 1992 sem þróunarverkefni, að til- stuðlan Bændaskólans á Hvann- eryi, Búnaðarsamtaka Vestur- lands og Kvenfélagasambandanna á Vesturlandi. -DVÓ Kona að spinna ull í Ullarselinu. KVIKMYND EFTIR HILMAR ODDSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.