Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1998, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998
13
Fréttir
Vísitala - mæling á verðlagi:
Verðhjoðnun er
óvenjuleg hér
Verðhjöðnun eins og sú sem orð-
ið hefur hér á landi síðustu mán-
uði er óvenjuleg i landi þar sem
mikil verðbólga var landlæg um
áratugi. DV bað Björn Rúnar Guð-
jónsson, aðstoðarforstjóra Þjóð-
hagsstofnunar, að útskýra hvernig
verðbólga og verðhjöðnun væri
mæld. Hann sagði að vísitala verð-
lags væri fundin út frá verðlagi,
eins konar innkaupakörfu með alls
kyns vöru og þjónustu. Þetta mætti
skýra á þann veg að umræddar
vörur og þjónusta er keypt og verði
hvers þáttar fyrir sig er síðan rað-
að inn í ákveðnar formúlur og
nokkurs konar meðalverð fundið
eftir vægi þáttanna.
í upphafi mælingar var sú út-
koma sem fékkst úr þessum út-
reikningum stillt af við 100. Vísi-
tala hvers mælingartímabils kem-
ur síðan fram og ræðst af þeim
breytingum sem verða á verði um-
ræddra vöruliða og þjónustuút-
reikningunum. Jákvæð breyting á
þessari vísitölu, það er að segja
þegar visitalan hækkar, kallast
verðbólga, eða verðhækkun, en ef
hún lækkar, sem sjaldan gerist, þá
er það verðhjöðnun. Þegar talað er
um verðhækkanir þá er að sögn
Bjöms Rúnars venjulega verið að
tala um árshækkun, annaðhvort
raunverulega hækkun frá einu ári
til annars, eða hækkun á ársgrund-
velli. Hækkun á ársgrundvelli er
venjulega hækkun milli þriggja
mánaða sem uppfærð er á heilt ár.
Verðhjöðnun er sama eðlis, nema
hún fer í hina áttinu, verð lækkar.
-SÁ
Landsbanki íslands hf.:
Sænsk sendi-
nefnd komin
Sænsk sendinefnd sérfræð-
inga frá sænska SE-bankanum
kom hingað til lands í fyrradag
til að meta Landsbanka ís-
lands. í kjölfar niðurstöðu
hennar verður tekin ákvörðun
um hvort og hvernig á aö
standa að sölu á Landsbankan-
um. Vitað er að fulltrúar frá ís-
lenskum stjórnvöldum hafa
einnig farið út til að kynna sér
SE-bankann með tilliti til
hugsanlegra kaupa hans á
Landsbankanum. -hb
Utsala
í epcil
frá 17.-22. ágúst
Góðar vörur á góðu verði
epol
Skeifunni 6
sími 568 7733
Börnin úr skólagörðunum ásamt Maríu.
DV-mynd Eva
Hveragerði:
Keppni í ormatínslu
- eftir góða uppskeru í skólagörðunum
DY Hveragerðú
Nú er komin smáhaustlægð í
börnin í skólagörðunum hér sunn-
anlands í ágústlok. Þau eru orðin
þreytt á að reyta arfa í rigningunni
sem hefur verið hér að undanfomu
eftir frábært veður meiri hluta sum-
ars. Uppskeran var komin í poka og
heim og lítið að gera eftir það.
Til þess að lyfta eilítið upp brún-
inni á krökkunum tók María Ósk-
arsdóttir, sem stjórnar skólagarða-
starfinu í Hveragerði, upp á því að
láta bömin keppa í ormatínslu,
hvert í sínu beði. Veitt vom verð-
laun fyrir stærsta og feitasta orm-
inn, mjósta orminn, lengsta orminn
og minnsta orminn. Ormunum var
sleppt að loknu nákvæmu mati og
mælingu þannig að ekki náðist
mynd af gripunum.
Börnin fengu sér síðan hádegis-
verð á Heilsustofnun NLFÍ og fóra
að honum loknum í gróðurhús
stofnunarinnar þar sem þau vora
frædd um lífræna ræktun grænmet-
is. Verðlaunaafhending fyrir
ormana fór síðan fram við Áhalda-
húsið og fengu öll börnin afhent lít-
ið furatré til þess að gróðursetja í
garðinum sínum.
-eh
AUKAHLUTIR
Á FRÁBA.RU VERÐI
fyrir
GSM
sima
Hringdu
\ síma
564 5300
^ *r :il
og fábu bæklinginn 099^^m
TELEO
POSTVERSLUN
Þiónustusími allan sólarhringinn
564 5300 - fax 564 5301
Pósthólf 479 - 200 Kópavogur
UTSOLULOK
SPAR SPORT
TOPPMERKI A LAGMARKSVERÐI
NÓATÚN 17
V
S. 511 4747
10% AUKAAFSLATJUR
AF ÖLLUWIÚTSÖLUVORUW
FILA
adidas
///
FiveSeasons
///
Kilmanock
GOLOL NDS