Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1998, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1998, Side 21
ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 25 Fréttir Tilskipun um tuttugu prósentustiga fækkun afbrota: Jákvætt skref - segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði „Mér finnst sjálfsagt að skoða allar leiðir í því að lögreglan verði sýnilegri og láti almenning, sérstaklega þá viðskiptavini sína sem brjóta lög, vita af sér,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á ísafirði, um tilskipun ríkislögreglustjóra varðandi fækkun afbrota. I tilskipuninni segir að fækkun afbrota á næsta ári um 20% sé markmið sem lögreglustjórar gætu sett sér og ætti það sérstak- lega við um innbrot, þjófnaði, lík- amsárásir, rán og eignaspjöll. “Að sjálfsögðu munum við taka þátt í því að fækka afbrotum," segir Ólafur Helgi, „en ég hygg að það geti orðið tvíhliða því auðvit- að byggist það á því að þeir sem Ólafur Helgi Kjartansson. fremja afbrotin hætti við að fremja þau.“ Þá leggur ríkislögreglustjóri til að fjölgað skuli lögreglumönnum sem klæðast einkennisbúningum, nýta enn betur vélhjól og bifreið- ar merktar lögreglunni og auka almennt eftirlit. „Við höfum smám saman verið að gera lög- regluna sýnilegri í samfélaginu, m.a. með því að beita í auknum mæli göngueftirliti og leggja meiri rækt við umferðareftirlit. Á þeim tölum sem ríkislögreglu- stjóri tók saman fyrir síðasta ár sé ég að við stöndum framarlega í löggæslu hér á ísafirði," segir Ólafur Helgi enn fremur. -jtr Breyting á Fljótaá: Laxveiði góð en bleikja í lágmarki Gunnar Sigurðsson úr Reykjavík með lax úr Fljótaá. DV-mynd Örn Leiðrétting við kjallara- grein Geirs H. Haarde DV, Fljótum: Ágæt laxveiði hefur verið í Fljótaá í Fljótum undanfamar vikur og þegar ágústmánuður var hálfnað- ur voru komnir tæplega 190 laxar úr ánni sem er 70 löxum meira en veiddist allt sumarið i fyrra. Það sem hins vegar skyggir á nú er að bleikjuveiði er ekki nema svipur hjá sjón miðað við undangengin sumur þegar þær hafa skipt þús- undum. Nú hafa aðeins fengist lið- lega 400 bleikjur. „Menn eru engu að síður nokkuð brattir með veiðina þótt bleikjuna vanti. Það virðist talsvert af laxi í ánni og hann dreifist nokkuð vel um alla á,“ sagði Sigurður Hafliða- son, formaður Stangaveiðifélags Siglufjarðar, sem er leigutaki árinn- ar, i spjalli við fréttamann. Það er því Ijóst að haldist svipuð laxveiði áfram gæti þetta hæglega orðið með betri veiðisumrum í ánni. Hún hefur mest gefið liðlega 300 laxa á sumri en nokkur undan- farin sumur hafa þó verið langt frá því svo gjöful. Þess má geta að stærsti fiskur til þessa í sumar er 16,4 pund en algengasta stærðin er 4-7 punda fiskar. -ÖÞ Hestamaður varð fyrir bíl: Mikið slasaður Hestamaður varð fyrir bíl hjá Vatnahverfi á Skagastrandar- vegi um 2 km frá Blönduósi að- faranótt sunnudags. Hann var einn á ferð með sjö hross þegar bíll ók á hann með þeim afleiö- ingum að hann kastaðist upp á bílinn og hafnaði svo í vegkant- inum. Þyrla Landhelgisgæslunn- ar var kölluð út rétt um hálftvö leytiö um nóttina en hún gat ekki lent á Blönduósi og var því ekið áleiðis til Reykjavíkur með manninn. Þyrlan gat svo lent á Laugarbakka í Miðfmði og var hinn slasaði þá fluttur með þyrl- unni á Sjúkrahús Reykjavíkur. Þar gekkst hann undir aðgerö en að sögn vakthafandi læknis er hann höfuðkúpubrotinn og mikið slasaður. -hb í kjallaragrein Geirs H. Haarde, „Ögmundur og einkaframkvæmd- in“, er birtist í DV í gær, mánu- dag, brenglaðist málsgrein sem hér birtist nú orðrétt. DV biður greinarhöfund velvirðingar á mis- tökunum. „Hins vegar er hugmyndin um samstarf einkaaðila og hins opin- bera í rekstri þjónustustofnana í raun engin nýjung hér á landi. Má í því sambandi vísa í áratuga- gamalt og afar farsælt samstarf ríkisins við einkaaðila í velferðar- þjónustu. Hér á ég m.a. við þann rekstur sem sjálfseignarstofnanir á borð SÍBS, Hrafnistu og Grund hafa staðið fyrir. Mörg fleiri dæmi eru um slíkt samstarf, eins og allir vita.“ Ólafur Briem og Halla Sigrún búa sig undir að fljúga um loftin blá vélarafls- laust á norrænum svifflugsdögum sem haldnir voru um helgina. Svifflug nýtur vaxandi vinsælda hér á landi enda ekki amalegt að geta flogið um frjáls og náttúruvænn eins og fuglinn. Samvinnuháskólinn: Lægri meðalaldur DV.Vesturlandi: Um 120 manns munu stunda nám við Samvinnuháskólann á Bif- röst í vetur að sögn Jónasar Guð- mundssonar, rektors skólans. í frumgreinadeild verða um 20 manns, í rekstrarfræðadeild I um 70 manns og í rekstrarfræðadeild II verða um 30 manns. Meðalaldurinn verður um 29 ár sem er aöeins lægra en á síðasta ári. í haust opn- ar upplýsingamiðstöð skólans í nýju húsnæði en þar verður bóka- safnið og aðgangm- að upplýsinga- bönkum í gegnum tölvukerfi skól- ans. „Þá er að hefjast bygging fjög- un-a íbúða fyrir starfsmenn Sam- vinnuháskólans," sagði rektor í samtali við DV. DVÓ Tumi Tómasson: Markviss þróunaraðstoð Tumi Tómasson, fiskifræðingur og forstöðumaður Sjávarútvegshá- skóla Sameinuðu þjóðanna, vill taka fram vegna myndatexta með viðtali við hann í DV í gær að hann telur þróunaraðstoð íslendinga hafa verið markvissa. Annað mátti lesa úr myndatextanum. Vinningshafar í Krakkaklúbbs-horninu. 6 VILLUR Grufl- spil sem heldur athyglinni óskiptri. Guðrún S. Unnarsdóttir nr. 13085 2 sett með 8 ísskápsseglum sem þið útbúið sjálf. íris D. Árnadóttir nr. 12478 Sigurlinn Kjartansdóttir nr. 11753 5 litabækur og litir. Sólrún U. Þorláksdóttir nr. 240190 Arnar Þ. Halldórsson nr. 8770 Þórey J. Óskarsdóttir nr. 13659 Agnar I. Traustason nr. 12539 Heiða B. Guðjónsdóttir nr. 6273 4 Barbie-sett með blýanti, reglustriku, strokleðri og yddara. Tinna Ó. Grímarsdóttir nr. 12480 Lísa R. Arngrímsdóttir nr. 2204 Björgvin Björgvinsson nr. 5553 Þórir K. Guðmundsson nr. 7383 Krakkaklúbbur DV og Kjörís óska vinningshöfum til hamingju og þakka öllum kærlega fyrir þátttökuna. Vinningshafarnir fá vinningana senda í pósti næstu daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.