Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1998, Page 29
Flækjufótur Mummi Siggi Lísa og Láki Andrés önd Gissur gullr
ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998
33
fí
(ð
N
5h
(Ö
E-t
3
r—H
r-H
O
u
K
• rH
+-»
>
co
M
(ð
Myndasögur
HVAP 5KULDARÐU MER
MIKLA PENINGA NÚNA?
k MAN
ALVEG EFTIR PVl,
SKULDA PÉR HUNDRAÐ
KALL.
T
'd'
"'W
F'S
J§lf3S3m£iV‘
VÆMGBARÐA,
STELFLATA,
LENDINGAHJOLA
FYRIR UTAN HÆ£>
\^0G HRAÐA.
GETUR ÞU IMYNDAÐ PER
HVAÐ GERDIST EF HANN
REYNDI AD LÆRA A
UPPÞVOTTAVELINA,
SOLVEIG?
Veiðivon
Lax hefur tekið í Ytri-Rangá.
Veiðieyrað
Veiðin í Miðfjarðará gengur vel
þessa dagana og minnir þetta óneit-
anlega á gömlu góðu dagana í Mið-
firðinum þegar stundum var
mokveiði. Gárungarnir segja að
skýringin á þessari góðu veiði sé
komin. Tumi Tómasson sé farinn af
svæðinu og laxinn láti því sjá sig
aftur. Tumi var nefnilega alltaf að
krukka í laxinn, alla vega laxaseið-
in, og svo klakfiskinn á haustin. Og
laxinn var búinn að fá alveg nóg og
kom ekki.
Reyndi að leigja
bæjarlækinn
Vatnið hefur verið vandamál í
sumar, fyrst alltof lítið en núna
sums staðar alltof mikið. Eitthvað
hefur verið um að árleigjendur hafi
þurft að borga veiðileyfm til baka.
Við heyrðum af einni veiðiá sem
Umsjón
GunnarBender
varð alveg þurr á tímabili í sumar.
Hún rann varla og veiðileyfin voru
borguð til baka. Spumingin er bara
hverjir eigi að bera tjónið, sá sem
leigir ána eða sá sem leigði leigutak-
anum þennan læk?
Fyrst við erum að tala um læki
skulum við láta fljóta með söguna af
vininum sem ætlaði að leigja út bæj-
arlækinn hjá sér til veiða. Ekki það
að það væri fiskur í honum heldur
ætlaði vinurinn að græða. Og svo
þegar næst komu stórflóð fór hann á
stúfana og vildi ólmur leigja út læk-
inn sem var í vexti. En enginn vildi
leigja hann þótt vatnið væri nóg þvi
enginn hafði heyrt um veiði í lækn-
um. Svo vinurinn varð að hætta við
öll áformin um stóru ána og veiða
bara þarna sjálfur. Sumarið eftir
veiddi hann einn silungstitt í lækn-
um og það þótti mjög gott. En hvert
skyldi leiguverðið hafa átt að vera?
Kom laxinn í lok apríl?
Laxá í Aðaldal er einhver fræg-
asta stórfiskaveiðiá landsins og þótt
víðar væri leitað. En önnur sem var
fræg til skamms tíma, Víðidalsá í
Húnavatnssýslu, hefur ekki gefið þá
marga stóra í sumar. Enda tala
menn um að smálaxinn sé „bara“
kominn á áður en þessi stóru taki.
Það er nokkuð til í því. Bæði fiski-
fræðingar og veiðimenn hafa verið
að spá í hvenær þessi stóri sem
veiddist í Vitaðsgjafanum skyldi
hafa komið í ána. Hann var orðinn
rosalega leginn enda hefur hann lík-
lega komið snemma í maí eða jafn-
vel í lok apríl.
Maökurinn sterkur
Maðkurinn getur verið sterkur
þegar hann kemur út í ána eftir að
flugan hefur verið í mánuð eða
meira. Við heyrðum af einni á á
Vesturlandi þar sem veiðin hafði
verið góð i flugunni en einn hylur
hafði ekkert gefið. Síðan kom maðk-
urinn og viti menn, laxinn var á í
hverju kasti. Það veiddust allir lax-
arnir í hylnum, tíu talsins. Þó hann
hafi verið dýr í sumar er hann
feikna sterkur.
Þetta er ekki stigi
frekar en ég
Stigamálið í Blöndu er að verða
eitt það heitasta norðan heiða. En
menn greinir svo sannarlega á um
hvort þetta sé stigi yfirhöfuð. Málið
barst í tal við einn af fræðingunum
á Veiðimálastofnun sem þekkir
stiga út og inn. Hann hafði kíkt
þarna inn eftir á svæði fjögur í
Blöndu fyrir tveimur árum og sagði
bara þetta um stigamálið. „Þetta er
ekki stigi frekar en ég ...“
-G. Bender