Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1998, Page 36
J*
FR ETTAS KOTIÐ
giSIMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö f DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnieyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998
Skoða Lands-
bankann
„Við erum að reyna að veita þeim
upplýsingar um rekstrarstöðu bank-
jm- ans og almennar upplýsingar um
reksturinn á liðnum árum,“ sagði
Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri
Landsbankans, aðspurður um heim-
sókn 14 manna hóps frá SE-bankan-
um í Svíþjóð.
Fjórtánmenning-
arnir eru hingað
komnir til að
kynna sér starf-
semi bankans
með því augna-
miði að hugsan-
lega verði hafnar
viðræður milli
SE-bankans og
viðskiptaráðu-
neytisins um
, kaup á Landsbankanum.
„Reynt verður að veita fulltrúum
SE-bankans innsýn í spár um rekstr-
arforsendur Landsbankans á næstu
árum og stöðu hans í breyttu rekstr-
arumhverfí hér á landi. Upplýsinga-
gjöfin miðar því öll að því að þeir
geti gert sér grein fyrir verðmæti
bankans með það í huga að þeir geti
tekið afstöðu um að kaupa eignar-
hlut í honum.“ -kjart
Svanur Kristjánsson:
« Clinton er
trúaður
„Það er nokkuð ljóst að staða hans
er nokkuð erfið og þá sérstaklega
vegna þess að þetta er ekki í fyrsta
sinn sem hann
segir ósatt,” segir
Svanur Kristjáns-
son stiórnmála-
fræðingur um
stöðu Clintons
Bandaríkjaforseta
eftir að hann ját-
aði að hafa átt
náið samband við
lærlinginn Mon-
icu Lewinski.
13* Svanur segir að búast megi við að
forsetinn fái framan af samúð al-
mennings. „Ég held að sú staða muni
koma upp að þeir sem verða hrædd-
astir við að hann sitji áfram verða
demókratamir. Staða Clintons í hinu
pólitíska kerfi verður mjög veik.
Svanur segir óljósara um almennings-
álitið. „Það kann vel að vera að hann
muni tímabundið styrkja sig þar. Þeir
eru kristin þjóð, Ameríkanar, og
Clinton er sjálfur baptisti og trúaður
maður. Þetta hefur örugglega verið
mjög áhrifarík ræða hjá honum í nótt
sem fól í sér að hann syndgar og játar
svo. Hann biður um fyrirgefningu og
fær. Staða hans í hinu pólitíska kerfi
er þó mjög veik og mun veikjast
l-m. áfrarn," segir Svanur og bætir við að
staða Clintons verði Ijósari eftir þing-
kosningamar í haust. -rt
Svanur
Kristjánsson.
Halldór J.
Kristjánsson.
Atlantavélin sem bandaríska utanríkisráðuneytið leigði fyrir fórnarlömb sprengjutilræðanna í Afríku. Átta íslendingar voru í áhöfn vélarinnar. DV-mynd Atlanta
70 fulltrúar frá FBI, leitarsérfræðingar og fórnarlömb sprengjutilræðisins í Keníu:
Lúxusvél Atlanta
flutti lík til Maryland
- Clinton Bandaríkjaforseti tók á móti hópnum sem kom með Atlantavélinni
Lúxusinnréttuð Boeing 747 stór-
þota Atlantaflugfélagsins lenti með
fjögur lík fómarlamba sprengjutil-
ræðisins úr sendiráöi Bandaríkj-
anna í Keníu á herflugvellinum í
Maryland í Bandaríkjunum á sunnu-
dagskvöld þar sem Bill Clinton for-
seti tók á móti þeim sem komu með
vélinni. Bandariska utanrikisráðu-
neytið leigði lúxusvélina til að flytja
auk líkanna, fulltrúa frá FBI og leit-
ar- og sprengjusérfræðinga. Átta ís-
lenskar flugfreyjur frá Atlanta þjón-
uðu þeim 70 farþegum sem fluttir
voru til Bandaríkjanna.
„Þetta gekk allt mjög vel. Banda-
ríkjamennimir voru cillir ánægðir
með flugið og það var reyndar lent í
Maryland á undan áætlun," sagði
Atli Atlason, fulltrúi Atlanta í Bret-
landi, í samtali við DV.
Vélinni var flogið frá London til
Naíróbí í Keníu á fóstudag. Þaðan
var flogið til Grænhöfðaeyja þar
sem var millilent og tekið eldsneyti.
Eftir það var flogið beint til
Andrews Air Force Base í Maryland
í Bandaríkjunum. Þangað var kom-
ið klukkan 21 að íslenskum tíma á
sunnudagskvöld.
Eftir lendingu voru likkistur
fórnarlamba sprengjutilræðisins
fluttar inn í flugskýli þar sem minn-
ingarathöfn fór fram. Samkvæmt
upplýsingum frá Atlantaflugfélag-
inu í gær var Clinton Bandaríkja-
forseti við-
staddur á
sunnudags-
kvöldið á
sama hátt og
þegar önnur
lík úr
sprengjutil-
ræðunum í
Afríku voru
flutt á sama
flugvöll vestra
í síðustu viku.
Kostar 1,5 milljónir á
klukkustund
Boeing 747 þota Atlanta er inn-
réttuð með sæti fyrir 92 farþega.
Ekki fleiri sæti í risaþotu? kunna
flestir að spyrja. Ástæðan fyrir
þessu er sú að um borð eru inn-
réttaðar setustofur, svefnherbergi,
ráðstefnuaðstaða og fleira tengt
þægindum - vélin er ekki hugsuð
sem fjöldaflutningatæki þar sem
hver fersentímetri er nýttur til
hins ýtrasta eins og í hefðbundnu
farþegaflugi. Á hinn bóginn greiða
leigjendur vélarinnar hlutfallslega
hærri upphæð fyrir hvern farþega.
Að sögn Hafþórs Hafsteinssonar,
flugrekstrarstjóra hjá Atlanta,
kostar tæplega 1,5 milljónir króna
á klukkustund að leigja vélina.
-Ótt
Líkkista eins af fórnarlömbum
sprengjutilræðanna í Afríku borin
inn f flugskýiið á herflugvellinum í
Maryland á fimmtudag. Til hægri er
mynd innan úr stórþotu Atlanta.
Reuter-myndir
Clinton Banda-
ríkjaforseti við
athöfn í Mary-
land þar sem
þeirra var
minnst sem
fórust í
sprengjutil-
ræðunum.
Veðrið á morgun:
Styttir upp
seinni-
partinn
Á morgun verður austankaldi
og rigning á Austurlandi en hæg-
ari vindur og víða skúrir annars
staðar. Styttir upp suðvestan-
lands er liður á daginn. Hiti
verður á bilinu 6 til 15 stig, sval-
ast við norðausturströndina en
hlýjast vestan til.
Veðrið i dag er á bls. 37.
Decoy trévörur
Heildverslun með
leikföng og gjafavömr
S: 567-415