Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1998, Page 8
8
MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1998
ÞÍN FRÍSTUND
-OKKARFAG
v
INTER
BÍLDSHÖFÐA - Blldshöfða 20 - Sími 510 8020
Utlönd
^ Jeltsín rak ríkisstjórnina og réð Tsjernomyrdín:
Ovissa um efna
hagsumbætur
HARTOPPAR
l-nt BERGMANN?::;
og HERKULES
ámíu-
verðllokkar
hi
V
V *
í«SÍ
Rakarastofan
Klapparstíg
Borís Jeltsín, forseti Rússlands,
rak Sergei Kirijenko og ríkisstjórn
hans í gær og skipaði Viktor
Tsjernomyrdín sem starfandi for-
sætisráðherra. Þessi ráðstöfun ger-
ist nákvæmlega fimm mánuðum eft-
ir að Jeltsín rak Tsjernomyrdín og
ríkisstjóm hans. Tsjernomyrdín
hafði þá gegnt embætti forsætisráð-
herra í sex ár og staðið af sér marg-
ar hrókeringar í rikisstjóminni. Er
talið að tryggð hans við Jeltsín hafi
haldið honum á floti. Jeltsín hefur
tvær vikur til að ganga endanlega
frá skipun forsætisráðherra.
Þótt þessar aðgerðir Jeltsíns hafi
komið á óvart lék enginn vafl á að
langvinn efnahagskreppa var und-
irrót þeirra. Efnahagur Rússlands
hefur beðið mikinn hnekki í fimm
mánaða stjórnartíð Kiríjenkos.
Rúblan hefur hriðfallið, erlendar
Borís Jeltsín.
skuldir stóraukist og tekjur minnk-
að vegna olíuverðfalls, traust al-
mennings á stjórnmálamönnum far-
ið þverrandi og kröfur um afsögn
Jeltsíns verið samþykktar á þingi.
Er búist við að strax í dag verði
hafist handa við umfangsmiklar
skuldbreytingar til að lækka
greiðslubyrði af erlendum lánum.
Efnahagssérfræðingar segja að
þótt útlit sé fyrir meiri pólitískan
stöðugleika með Tsjernomyrdín við
stýrið leiki vafi á hvort nægilega
verði að gert til að endurreisa efna-
hagslíf Rússlands.
Markaðfræðingur í London sagði
menn hafa alvarlegar áhyggjur af
stefnu mála þegar við stjórnvölinn
settist maður sem tókst ekki að
framkvæma neinar afgerandi breyt-
ingar í efnahagslífinu á sex árum.
Prófessor við George Washington
háskólann í Bandarikjunum sagði:
„Það er Jeltsín sem er vandamálið.
Hann hefur engar lausnir að bjóða
frekar en fyrri daginn.“ Reuter
1 i 4 4k,
J . L
Tímareimar
Viðurkenndir
bílavarahlutir.
Breskir vísindamenn á Svalbarða undirbúa uppgröft á sex líkum tornarlamba spönsku veikinnar 1918. Ætlunin er að
taka sýni úr lungum og öðrum líffærum í von um að finna vírus þann sem olli veikinni. Takmarkiö er að vinna bóluefni
gegn inflúensufaraldri. Símamynd Reuter
Sprengjuárásir Bandaríkjamanna:
Játning gaf
Clinton tilefni
af pizzum - taktu með ..
eða snæddu á staðnum
Opið 11-23.30 og til
01.00 um helgar
0,5 1 á kr. 299
Engihjalla 8 Símt 554 6967
Gildtr einungis í Kópavogi
Játning manns, sem átti aðild að
sprengjutilræðunum við sendiráð
Bandaríkjamanna í Keníu og Tans-
aníu, gaf Bill Clinton tilefni til að
fyrirskipa sprengjuárásir á meintar
skæruliðabúðir í Afganistan og
efnavopnaverksmiðju í Súdan. Hler-
að samtal tveggja af liðsmönnum
Osamas Bins Ladens í farsíma full-
vissaði síðan Clinton um aðild hans
að tilræðunum við sendiráðin.
Bretar segjast einnig hafa aflað
sannana um aðild Bins Ladens að
tilræðunum og fyrirætlanir um
fleiri sprengjutilræði. George Ro-
bertsson, varnarmálaráðherra
Breta, sagði að árásir Bandaríkja-
manna væru ekki hefndaraðgerðir
heldur í samræmi við alþjóðalög
sem gera ráð fyrir vernd til handa
almennum borgurum.
Robertsson sagði einnig að
Bandaríkjamenn væru þess fullviss-
ir að í verksmiðjunni í Súdan, sem
heimamenn sögðu framleiða lyf,
hefðu verið framleidd efnavopn eða
efni til að gera slík vopn, t.d afar
banvænt taugagas. Þá sagði hann
Breta hafa sannanir þess efhis að
Bin Laden hefði sóst mjög eftir slík-
um vopnum.
Súdanir ítrekuðu beiðni til örygg-
isráðs Sameinuðu þjóðanna um að
fram færi rannsókn á sprengjuárás
Bandaríkjamanna.
Reuter
Lauslat falsgyðja
Einungis um 2
þúsund manns
skráðu sig í
gönguferð í
London sömu
leið og lík Díönu
var flutt daginn
sem hún var
jarðsungin.
Vegna rigningar
er þó talið að aðeins um 200
hafi tekið þátt í göngunni.
manns
Skipu-
leggjandi göngunnar átti von á 15
þúsund þátttakendum.
Bakslag virðist komið í áhuga á
eins árs dánarafmæli Díönu. í gær
sagði erkibiskupinn af Kantaraborg
að Díana væri lauslát falsgyðja.
í París flykkist fólk enn að göng-
unum þar sem slysið varð. Ferða-
menn hafa gert minnismerki úr
árituðum kortum og miðum sem
hengdir eru upp nálægt gangamun-
anum. Reuter
Stuttar fréttir dv
Þriðjungur óákveöinn
Skoðanakannanir sýna að tæp-
ur þriðjungur sænskra kjósenda
er óákveðinn í afstöðu sinni til
flokkanna. Þingkosningar verða i
Svíþjóð 20. september.
Róleg hátíðahöld
Benjamin Netanyahu var víös
fjarri þegar þess var minnst í
Ósló í gær að 5 ár eru frá undir-
ritun Óslóarsamningsins um frið
milli ísraela og Palestínumanna.
Hátíðahöldin þóttu róleg enda
dimmt yfir friðarferlinu.
Mörgum yrði flökurt
Tímaritið Newsweek segir að
margir muni
kasta upp við
lestur skýrslu
Kennets Starrs
um kynferðis-
samband Bills
Clintons og
Monicu Le-
winsky.
Hart barist
Uppreisnarmenn undir forystu
tútsa, sem reyna að velta Laurent
Kabila, forseta Kongós, úr sessi,
sögöust hafa náð þriðju stærstu
borg landsins á sitt vald en um
leið tapað mikilvægri birgðastöð.
Á móti umferðinni
61 eins árs Japani var handtek-
inn eftir að hafa ekið 28 km
drukkinn á vitlausum hraðbraut-
arhelmingi.
Skógareldar
Skógareldar geisuðu í norður-
hluta Korsíku og í skógum við
frönsku Rívíeruna.
Dýrt folald
Sheik í Dubai greiddi ríflega
115 milljónir króna fyrir 17 mán-
aða folald í Frakklandi.
Handabandameistari
Newt Gingrich, forseti fulltrúa-
deildar banda-
ríska þingsins,
brosti og tók í
hendur 3.609
manns á fimm
klukkustundum
í Seattle. Hann
segir það nægja
til að komast í
heimsmetabók Guinness undir
flokknum „flest handabönd
stjómmálaforingja".
"
Olíumengun
Pólskir björgunarmenn unnu
við að hreinsa upp olíu á 10 km
kafla í ánni Oder áður en hún
bærist til Þýskalands.
Sprengjuregn
Serbar létu sprengjum rigna yf-
ir þorp í Kosovo mestallan sunnu-
daginn. Hundmð lögðu á flótta.
Sendir ekki dauðasveitir
Tony Blair, forsætisráðherra
Breta, sagöist ekki ætla að beita
sérsveitum til að hafa uppi á og
drepa meðlimi „Hins raunveru-
lega írska lýðveldishers".
Fellibylur
Fellibylurinn Bonnie „safnaði
kröftum" við Bahamaeyjar. Búist
er við að hann nái austurströnd
Bandaríkjanna á miðvikudag.
Sigurviss
Helmut Kohl, kanslari Þýska-
lands, sagði 18
þúsund stuðn-
ingsmönnum í
Dortmund að
hann mundi
bera sigurorð af
Gerhard
Shröder i kosn-
ingunum 27.
september. Hann sagði jafnaðar-
menn ógna öryggi landsins og
hagsæld.
Lögbrot
Herforingjastjórnin í Burma
sagðist mundu brjóta lög ef farið
yrði að kröfum stjómarandstöð-
unnar um að kalla þingið saman.
Reuter